Tíminn - 22.07.1979, Side 3
3 Tíminn
„Erum komnir
í þá aðstöðu,
aö veijast..
— og álagið á okkur er því
meira, en við bjuggumst við”,
segir Magnús Jónatansson,
þjálfari KR-liðsins.
Magnús Jónatansson þjálfar KK-liöiö,
en hann er einn af efnilegustu þjálfurum
tslands. Magnús, sem er 30 ára
Eyfiröingur, hefur mikla reynslu aö baki
sem þjálfariog leikmaöur, en hann hefur
leikiö meöog þjálfaö Austra frá Eskifiröi,
Þrótt frá Neskaupstaö, Tindastói frá
Sauöárkróki og U.M.S.S., Sigiufiröi.
Magnús hefur góöa þjálfaramenntun —
hann hefúr sótt öll meiriháttar þjálfara-
námskeiö á vegum K.S.t. og þá hefur
hann_fariö á þjálfaranámskeiö I
Danmörku, Þá er Magnús i Tækninefnd
K.S.I. og hefur unniö mjög gott starf I
þágu uppbyggingar knattspyrnu á
tslandi.
Viö ræddum litillega viö Magnús og
lögöum fyrir hann nokkrar spurningar.
Sjálfsagi rikjandi hjá strák-
unum
— Hvaö viltu segja um dvöl þina f her-
búöum KR?
— Ég er ánægöur meö aö vera hjá
Vesturbæjarliöinu, sem hefur aö bjóöa
upp á mjög góöar aöstæöur. Allt skipulag
er mjög gott, enda KR rótgróiö félag.
Stjórnin á knattspyrnudeildinni er mjög
góöog þar eru menn, sem leggja allt i söl-
urnar til aö gera veg KR sem glæsileg-
astan.
Mikill agi er rikjandi I herbúöum KR og
er ég mjög ánægöur meö þann sjálfsaga,
sem er rikjandi hjá leikmönnum.
— Er mikill áhugi hjá leikmönnum liös-
ins?
— Já, áhuginn er mjög mikill og allir
leggja mjög hart aö sér viö æfingar — og
þeir erualltaf tilbúnir aö hughreysta hver
annan, þegar á móti blæs.
Komnir i þá aðstöðu að verjast
— Þú getur ékki annaö en veriö ánægö-
ur meö árangur KR-liösins i sumar?
— Ég er óneitanlega mjög ánægöur, þvi
^ ........................... ........
aö okkur óraöi ekki fyrir aö viö yröum á
toppnum, þegar baráttan um Islands-
meistaratitilinn er hálfnuö.
Viö geröum okkur grein fyrir, þegar
keppnin byrjaöi aö viö vorum I niunda
sæti I deildinni og þaö biöu okkur erfiöir
timar — þ.e.a.s. aö aölagast deildinni. Ég
vissi aö okkur skorti tima til aö aölagast
hinni höröubaráttuogég geröi mér fylli-
lega ljóst, aö hinir ungu leikmenn myndu
ekki ná aö byggja upp góöa liösheild fyrr
en eftir 1-2 ár — þeirrar timi væri ekki
kominn.
— En nú sitja KR-ingar einir á topp-
inum?
— Já, viö höfum fariö langt fram yfir
okkar markmiö og ég er óneitanlega
hræddur viö, aö velgengni okkar hafi
byrjaö of snemma. Viö byrjum á þvi aö
byggja upp — en nú erum viö komnir í þá
aöstööu, aö verjast oger álagiö þvi miklu
meira á hinum ungu leikmönnum. Ég
veit aö þessi velgengiii KR-liösins mun þó
ekki stiga leikmönnum til höfuös. Þeir
munu koma til leiks meö þvi hugarfari aö
leggja allt sitt af mörkum til aö sigra eins
og hingaö til.
Heppni er ckki til....
— Nú hefur veríö talaö um aö KR-liöiö
hafi veriö heppiö — hvaö viltu segja um
þaö?
— Ég er ekki sáttur viö blaöaskrif í þvi
sambandi, þvi aö ég tel aö heppni sé ekki
til i knattspyrnu. Ef hún er til, þá er hún
til hjá þeim duglegu.
— Nú hafa sterkir leikmenn átt viö
meiösii aö striöa hjá KR-liöinu.
— Já, margir sterkir leikmenn hafa
veriö frá keppni, og er ég ekki ánægöur
meö þaö, eins og gefur aö skilja. Leik-
menn eins og Jón Oddsson, Stefán Orn
Sigurösson og Sæbjörn Guömundsson
hafa litiö getaö leikiö vegna meiösla — og
hefur þaö sitt aö segja.
Magnús...þjálfari KR-inga.
Búa yfir miklum hæfileikum
— Þú sagöir áöan, aö KR-liöiö ætti eftir
aö vera sterkara eftir 1-2 ár?
— Já, þaö er enginn vafi á þvl — leik-
menn liösins búa yfirmiklum hæfileikum,
sem þeirhafa ekki getaö njRtf hinni höröu
1. deildarkeppni, vegna reynsluleysis.
Geysileg barátta einkennir liöiö núna,
enda tekur þaö alltaf tima aö byggja upp,
ennæsta sumar á reynslan aö vera komin
og þá getum viö fariö aö leggja ákveönar
linur i sambandi viö samspil og ýmsar
leikbrellur.
En þótt aö viö leikum enga „stórknatt-
spyrnu”, þá sköpum viö alltaf usla i vörn
andstæöinganna — þaö er aöalatriöiö.
— Hvernig tóku ieikmenn hinu stóra
tapi 1:5 gegn Þrótti?
— Þaö þýöirekkertaöleggjaárar i bát,
þótt á móti blási. Viö tókum tapinu vel,
enda geröum viö okkur grein fyrir, aö þaö
þýöir ekkert aö vera aö skammast og
rifast — heldur leggjum viö aöal-
áhersluna aö byggja upp og gera betur
næst. Einnig tóku stjórnarmenn KR þessu
tapi ekki illa — þeir gera sér grein fyrir,
aö þaö eru ekki alltaf jólin á knattspyrnu-
vellinum.
Gera allt til að halda merki
KR á lofti
— Viltu segja eitthvaö aö lokum,
Magnús?
— Ég vil taka þaö fram, aö ég er mjög
ánægöur meö dvöl mina hjá KR — þaö er
gott aö vinna meö strákunum og forráöa-
mönnum félagsins. Strákarnir vita, aö
þaö eru margir sem standa á bak viö þá
og taka þátt i gleöi þeirra og sorgum. Þeir
geraallt til, aö halda merki KR á lofti og
sjá ekki eftir þeim tima sem þeir eru á
félagssvæöi KR.
.......................
,'-"V