Tíminn - 10.08.1979, Síða 11

Tíminn - 10.08.1979, Síða 11
Föstudagur 10. ágúst 1979. 11 l 'l 'A'M'll Lokaorð Niöurstaöa höfundar er at- hyglisverö. Hann gefur ekki mikiö fyrir hugmyndafræöi nas- ista, sem hann telur einkennast af vanþekkingu, yfirborös- snakki, rangtúlkunum og afbök- unum. Hitler hyggur hann hafa veriö greindan mann á margan hátt, en afar takmarkaöan, fá- dæma litt lesinn og illa aö sér á ótal mörgum sviöum. Um of- sóknir og stríösbrjálæöi Hitlers telur Stern, aö þegar sigur var ekki lengur mögulegur hafi Hitler gert sér ljóst aö hann var glataöur og þá hafi hann ætlaö aö draga veröldina meö sér I hruninu. Bók J.P. Stern er á margan hátt athyglisverö og fróöleg. Þeim, sem hafa sérstakan á- huga á nasismanum, ætti aö vera góöur fengur aö henni og sömuleiöis þeim, sem grúska 1 pólitiskum kennisetningum, til- urö þeirraog grunni. Þeir, sem eru á höttunum eftir ævintýra- legum frásögnum úr stríöinu, ættu hins vegar aö láta hana eiga sig. JónÞ.Þór. J.P. Stern: Hitler the Fiihrer and the People. Fontana Books 1978 (4. lítg.). 254 bls. Um fáa menn 20. aldar hafa veriö skifaöar jafnmargar bækur á jafnskömmum tima sem Adolf heitinn Hitler. Marg- ir og misjafnir höfundar hafa tekiö sér fyrir hendur aö skrá ævisögu hans og hann hefur leikiö eitt meginhlutverkiö i ó- tölulegum fjölda striösbóka, aö ógleymdum þeim ókjörum rita sem sett hafa veriö saman um þriöja rikiö. Nýlega rak á fjörur minar bók þá, sem hér er til umfjöllunar. Höfundur hennar, J.P. Stern, er Tékki aö þjóöerni, en starfar nii sem prófessor I þýskum bók- menntum viö Lundúnaháskóla. Hann hefur skrifaö nokkrar bækúr um þýskar bókmenntir og heimspeki, m.a. um Ernst Junger, Thomas Mann, raunsæ- isstefnuna og Nietzsche. 1 þessari bók segir höfundur hvorki þýska stjórnmálasögu nasistatfmans, né heldur ævi- sögu Hitlers sem slika. Viö- fangsefni hans er ekki beinlfnis saga, miklu fremur rannsókn á uppruna nasismans sem hug- myndafræöi og siðan þvi, hvers vegna og hvernig þessi hug- myndafræöi, sem f rauninni er litils viröi sem slik, náöi aö sigra meö einni mestu menning- arþjóð Evrópu. Goðsögnin um leiðtogann í uppbafi bókarinnar lýsir höfundur dæmigeröum fjölda- fundi nasista. Hitler hélt ræöu f sinum venjulega stíl, þar sem hann hamraði á margtuggnum slagoröum og milgurinn öskraöi af hrifningu I hvert sinn sem foringinn tók sér málh víld og las yfir næsta kafla í handritinu. Bókarhöfundur heyröi Hitler flytja ræöurá sinum tima. Hann kveöur þær yfirleitt hafa veriö efnislitlar. Sömu slagorðin og sama efniö var tuggiö skipti ar, fjölskyidumenn og gjarnan fyrrverandi hermenn. Hástétt- irnar voru andvígar Hitler uns hann haföi náö völdum og lág- stéttirnar hölluöust fremur aö kommúnistum. Gyðingavandamálið AndUÖ á Gyöingum var rót- gróin I M-Evrópu löngu áöur en nokkur haföi heyrt minnst á nasista. Stern ræöir nokkuö af- stööu Hitlerstil Gyöinga og fær- ir rök fyrir því, aö hann hafi ekki haft andúö á þeim fyrr en um 1920. Eftir aö hann hóf stjórnmálabaráttu sina fann hann fljótt aö andsemitismi og kynþáttamismunun féllu I góö- an jarðveg og var þá fljótur aö notfæra sér þaö. Hversu mikiö þýska þjóöin haföi vitaö um Gyöingaofsóknirnar telur höf- undur erfitt aö fullyröa um. HUn hafi þó vel mátt vita meira en menn vilji almennt kannast viö þótt útrýmingarbUöum og fjöldamoröum hafi veriö haldiö leyndum eins og kostur var. eftir skipti, en þaö skipti ekki máli. Stjórnmálamaöur veröur aöendurtaka i slfellu til þess aö fá fólkiö meö sér, hann nær aldrei til þess meö þvl aö segja þvi alltaf eitthvaö nýtt. Þetta vissi Hitler og þetta notfæröi hann sér flestum betur. Og yfir- leitt var bUiö aö undirbUa fundi svo rækilega, aö þaö gilti einu Af bókum hvað Hitler sagöi. Aróöur flokksins var snilldarlegur og þegar Hitler mætti var þaö nóg. Stern telur nasista hafa verið brautryöjendur I nútima póli- tiskri sölumennsku og hafi siö- ari tima stórframbjóöendur i V-Evrópu og Bandarikjunum ekki komist meö tærnar þar sem þeir höföu hælana, þrátt fyrir góðar tilraunir. Hitler telur hann þó ekki hafa veriö mikinn mælskumann þótt hann hafi veriðflugmælskur í saman- buröi viö þá málleysingja, sem helst setji svip sinn á stjórn- málalif Vesturlanda á vorum tima. Hvernig og hvers vegna? En hvernig komst goösögnin á kreik og hvers vegna geröust Þjóöverjar nasistar i stórum stil? Höfundur sýnir fram á, aö fátt var nýtt í kenningum og á- róöri nasistaflokksins. Ótal mörg atriöi, sem þeir settu á oddinn áttu sér djúpar rætur meö Þjóðverjum, —■ og öörum þjóðum Mið-Evrópu. Og margt má rekja til rómantikurinnar á 19. öld. Ýmsar kenningar mátti finna i ritum þýskra og austur- riskra heimspekinga, t.d. Nietzsches og Schopenhauers. Þar má m.a. greina rætur þeirr- ar kenningar Hitlers, sem hann hamraöi stööugt á, aö viljinn, hinn ósigrandi vilji, væri sigur- kraftur alls. Flestar þessar kenningar túlkuöu nasistar vægast sagt mjög frjálslega, rangfæröu og afbökuöu eftir þörfum. En einmitt vegna þess hve margt I kenningum nasista virt- ist eiga djúpar rætur I þýskri þjóöarvitund gengu þær I fólk og flokkurinn varö tákn þýskrar endurreisnar og brjóstvörn gegn svikum Vesturveldanna eftir styrjöldina 1914-18. Höfundur vitnar til banda- riskrar rannsóknar á þvi, hvers vegna Þjóöverjar gengu I nas- istaflokkinn. SU rannsókn var gerö áöur en Hitler komst til valda I Þýskalandi. Flest svörin voru á þá lund, aö hinir yngri töldu hann sinn mann, manninn, sem gæti leitt Þýskaíand út úr eymd og volæði 3. áratugarins og hafiö þaö til vegs i hópi þjóö- anna um leiö og þýsku þjóöinni yröi skapaö nýtt lif. Hverjir gengu i nasistaflokkinn? Þvi fór auövitaö f jarri aö allir Þjóðverjar gengju i nasista- flokkinn, þótt fjöldi meölima hans margfaldaöist eftir aö Hitler komst til valda. Stern styöst i þessu viöfangi viö áöur- nefnda bandariska rannsókn, sem gerö var haustiö 1934, en þá voru flokksbundnir nasistar 1-2 milljónir. Flestir þeirra voru borgarbúar úr lægri miöstétt, litt menntaöir, mótmælendatrú- Goðsögnin um Adolf Hitler íslendingar á dönsku fialli Um þaö bil 400 islenskir hestar eru nú I Danmörku og hefur tala þeirra hundraö- faldast þar I landi á siöasta ára- tug og segir þaö ekki litiö um si- vaxandi vinsældir þeirra þar. Þaö er kunnara en frá þurfi aö segja, aö islenski hesturinn er búinn mörgum hæfileikum sem önnur hestakyn skortír. Tii aö mynda segir Danskurinn, aö þaö hljóti aö vera miktíl akkur i þvi fyrir stráka aö riöa þessum hestum, þeir séu eins og skelli- nöörur, fljótir aö taka sprettinn og stansa jafn skyndilega, þaö þarf ekki aö hægja ferðina I margar minútur til aö stansa, eins og erlendir hestamenn eigi aö venjast á hlaupagikkjum sinum. t Danmörku hafa eigendur Is- lenskra hesta stofnaö meö sér samtök og er formaöur þeirra Oie Lassen. Hann sagöi nýveriö i viötali i Berlinske Tidende, aö veröá fslenskum hestum i Pan- mörku værinú frá 6 þús. d. kr. til 30 þús. d. kr. en menn iáta veröiö ekki á sig fá og sifellt fjölgar hestunum. Þeir eru annálaöir fyrir gæft skap og umburöarlyndi gagnvart þeim sem óvanir eru aö sitja hest. Dönsku eigendurnir kappkosta aö halda hestakyninu hreinu, og segir formaöur þeirra, aö þeir eigi tslendingum 900 ára gamlan menningararf aö gjalda. Til dæmis heita flestir hestanna Islenskum nöfnum og samtök hestaeigenda hafa oröiö sér úti um ritvél meö islensku stöfunum til aö hægt sé aö skrá hestana hárréttum nöfnum. Meöfylgjandi mynd er af dönskum hestamönnum I út- reiöartúr á islenskum hestum I Molsfjöllum. Viö getum brosaö I kampinn yfir þvi stærilæti aö Danir skuli kalla þessa ása f jöll, en þetta er þeirra land og þeir ráöa þar aö sjálfsögöu nafngift- um, en þarna njóta þeir flat- lendingar útiverunnar á Is- lenskum hestum og svo tilheyrir aö riöa út I islenskum peysum.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.