Tíminn - 17.08.1979, Blaðsíða 6
6
Föstudagur 17. ágúst 1979
(Jtgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þór-
Haraldur dlafsson:
Erlent yfirlit
arinn Þórarinsson og Jón Sigurósson. Ritstjórnarfuiltrúi:
Oddur óiafsson. Fréttastjóri: Kjartan Jónasson. Auglýs-
ingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur,
framkvæmdastjórn og auglýsingar Siðumúla 15 sfmi
86300. — Kvöldsimar blaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl.
20.00: 86387. Verð i lausasölu kr. 180.00. Áskriftargjald kr.
____3.500 á mánuði._______________Blaðaprent.
Réttur okkar
er ótvíræður
Um nokkurra vikna skeið voru ákveðnir aðilar
uppi með yfirlýsinga- og auglýsingaregn út af Jan
Mayen-málinu i blöðum og öðrum f jölmiðlum hér á
landi. Afleiðingin varð sú að norskir hagsmunaað-
ilar fengu það á tilfinninguna að íslendingar væru
ekki á einu máli um þetta mikilvæga réttinda- og
hagsmunamál okkar.
Vitanlega var þetta rangt. Það sem um var að
ræða, að þvi leyti sem málefni komu þessuskrumi
við, var að Islendingar vildu komast að fullkomnu
innra samkomulagi um leiðirnar að sameiginlegu
markmiði. Um málefnið sjálft, rétt og hagsmuni
íslendinga við Jan Mayen, hefur að sjálfsögðu ekki
verið deilt. Það kom einna skýrast fram i þvi að
rikisstjórnin hlutaðist til um breytingu á reglugerð
þess efnis að fullkomin útfærsla færi þegar fram af
íslands hálfu i átt að eynni, strax er Norðmenn fóru
að hugsa sér til hreyfings á þessu svæði.
Þar með kom fram sú afstaða íslendinga að þeir
eiga fullan rétt á þessu svæði, en Norðmenn geta
ekki ætlast til miðlinureglu umhverfis óbyggða
eyju. Þessi afstaða íslendinga, sem lýst var yfir
þegar við útfærsluna i 200 milur er og i fullu sam-
ræmi við þróun alþjóðaréttar.
Eins og fram hefur komið i fjölmiðlum styðst
réttur Islendinga i Jan Mayen-málinu við
margvisleg rök i viðurkenndum alþjóðarétti, og
einnig við ákvæði i þeim drögum sem kalla má að
samkomulag sé orðið um á hinni alþjóðlegu haf-
réttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna.
Gunnar G. Schram prófessor hefur sýnt fram á
það i blaðagrein að það gildir einu hvort visað er til
ákvæðis um landgrunn, fiskstofna, fiskvernd,
byggðar eyjar og óbyggðar, lifshagsmuni þjóðar
eða sanngirnissjónarmið. Réttur Islendinga til
ihlutunar um landhelgismál Jan Mayen er ótvi-
ræður.
Að þvi er lýtur að fiskveiðilögsögu norður þar er
það ljóst að íslendingar og Norðmenn eiga þar sam-
eiginlegra hagsmuna að gæta gagnvart öðrum fisk-
veiðiþjóðum. En bæði er að hagsmunir Islendinga
eru brýnni og svo hitt, sem áður sagði, að réttur
okkar til ihlutunar til jafns við Norðmenn um nýt-
ingu þessarar fiskveiðilögsögu er óviræður.
Þetta hafa Norðmenn fallist á og þess vegna hefur
verið efnt til viðræðna milli þjóðanna, fyrr i sumar
og siðan aftur nú. Og um þetta hefur allan timann
verið full samstaða meðal islenskra aðila, svo sem
augljóst má heita þótt menn kunni að hafa greint
eitthvað á um aðferðir og röðun málsatriða.
Þótt Þjóðviljinn og Alþýðublaðið séu eitthvað að
þjóna striðri lund sinni með að karpa um þetta, þá
breytir það engu um málefnið sem um er rætt.
Annað mál eru auðlindir hafsbotnsins og nýting
þeirra. Jan Mayen er á landgrunni íslands, óbyggð
eyja, en milli hennar og Noregsstranda eru djúpir
álar. Af þessu leiðir að íslendingar hljóta að eiga
fyllstan rétt varðandi hafsbotninn, hvernig svo sem
menn vilja velta fyrir sér ákvæðum alþjóðaréttar
og þeirra draga sem fyrir hafréttarráðstefnunni
liggja.
í viðtali við TÍMANN i gær leggur forsætisráð-
herra einmitt sérstaka áherslu á þetta atriði, og að
ekki komi til mála að ræða nein helmingaskipti við
Norðmenn á þvi sviði. Það mál eiga Islendingar við
sjálfa sig eina.
JS
Viðræður við Palest-
ínumenn á næsta leití
Arafat.
þess, að þeir óttist að fá ekki
oliu frá Arabalöndunum nema
þeir breyti um stefnu.
1 viðtali við bandariskt blað
nú um helgina sagði Yasser
Arafat, leiðtogi Frelsishreyf-
ingar Palestinumanna, PLO, að
hann vildi allt gera sem hægt
væri til að viðræður við Banda-
rikjamenn um framtið
Palestinumanna gætu hafizt.
Hann kvaðst einnig hlynntur
þvl, að nú þegar væri tekið upp
stjórnmálasamband Bandarikj-
anna og Palestinumanna. Hann
kvað markmið Palestlnumanna
óbreytt: Þeir vildu stofna sjálf-
stætt rlki, fá aftur sitt gamla
föðurland og hafa sjálfcákvörð-
unarrétt um framtið sina.
Hann vildi ekki svara þvi
hvort hann væri reiðubiiinn að
viðurkenna tilverurétt Israels,
en af svari hans mátti ráða, að
það kæmi til greina þegar öðr-
um skilyrðum væri fullnægt.
Hann sagðist verða að viður-
kenna, að arabisk olia yrði not-
uð til að knýja á Bandarikja-
stjórn um samninga. Ekki
kvaðst hann svo heimskur að
láta sér detta I hug, að olluflutn-
ingar þangað yrðu stöðvaðir, en
hafa bæri I huga, aö olíulindir
væru viðkvæmar, það væri auð-
velt að kveikja i þeim og vinna
skemmdarverk á oliustöövum.
Virtist hann eiga við tvo mögu-
leika: annars vegar, að
skemmdarverkamenn
Palestinumanna gætu eyðilagt
ollustöðvar, og hins vegar, að
Bandarikjamenn gætu auðveld-
lega beitt valdi i olíufram-
leiðslurikjunum.
Viðræður Andrew Young og
Terzi fóru fram hjá sendiherra
Kuwait hjá Sameinuðu þjóðun-
um hinn 26. júlí sl. Ekki er vitað
út á hvað þær gengu, og Young
segist aðeins hafa hitt Terzi af
tilviljun en hefur nú viðurkennt
að hafa vitað að Terzi yrði hjá
sendiherranum. Yfirlýsing
Vance virðist fremur ætluð til
að róa tsraelsmenn en til að
skella dyrunum á frekari við-
ræður við PLO. Robert Strauss,
sérstakur sendimaður Carters
forseta I Austurlöndum nær,
undirbýr nú framhald viðræðna
um friö I þessum heimshluta.
Framhjá Palestlnumönnum
verður ekki gengið, og allir
samningar um framtiö hinna
þriggja milljón manna, sem
teljast til þess hóps, hljóta að
verða gerðir með þeirra sam-
þykki og hlutdeild.
I friðarsamningi Egypta og
ísraelsmanna er ekkert sagt um
framtið vesturbakka Jórdan,
svæðis sem tilheyrði Jórdanlu.
Israelsmenn hafa til þessa
harðlega neitað að eiga nokkur
samskipti viö PLO, sem þeir
telja samtök hryðjuverka-
manna. Þeir hafa líka verið
andvlgir sérstöku rlki
Palestinumanna. Þeir geta fellt
sig við, að Palestinumenn hafi
takmarkaða sjálfstjórn á svæð-
um, sem eru innan Israelsrikis,
en stofni ekki sjálfstætt ríki.
Palestinumenn hafa á hinn bóg-
inn neitað að viðurkenna Israel.
Vafalaust er langt I land, að
þetta mál verði leyst. SU stefna
Arafats að viðurkenna, að lausn
finnist ekki nema með viðræð-
um við Bandarikjamenn er
viðurkenning á staðreyndum,
sams konar viðurkenning og er
Sadat hóf samningaviðræður
við Israelsmenn undir forsæti
Bandarikjamanna. Ekki er
(Miugsandi, að Carter hyggist
hefja viðræður um þennan
næsta leik i taflinu um frið i
Austurlöndum áður en kosn-
ingabaráttan hefstfyrir alvöru.
Allt bendir a.m.k. til þess, að
margt sé i gerjun I þessum mál-
um.
■■■■■■■■BnnMnMRnBiahhhbi
Það vakti nokkra athygli, að I
fyrradag sá bandarlski utan-
rlkisráðherrann, Cyrus Vance,
ástæðu til þess að veita Andrew
Young opinbera áminningu.
Andrew Young, sem er fulltrúi
Bandarlkjanna hjá Sameinuðu
þjóðunum hafði brotið það af
sér, að hafa rætt við Terzi, full-
trúa Frelsishreyfingar
Palestlnumanna hjá Sameinuðu
þjóöunum. Bandarikjastjórn
viðurkennir ekki Frelsishreyf-
inguna, PLO, og þar af leiðandi
er ekki æskilegt, að fulltrúar
Bandarikjanna ræði of kunnug-
lega við útsendara hennar.
Young hefur nú beðizt lausnar.
Aminning Vance er þeim mun
undarlegri sem um þessar
mundir eru mörg teikn á lofti,
sem öll benda til þess, að
Bandarikjastjórn undirbúi
nokkra stefnubreytingu I mál-
efnum Palestinumanna.
A fundi með ritstjórum blaða
skömmufyrir helgina lét Carter
svo um mælt, aðPalestinumenn
yrðu að eiga aðild að öllum
samningum um framtfð sina.
En hann endurtók jafnframt, að
hann væri andvigur þvl, að
Palestinumenn stofnuðu eigið
riki á vesturbakka Jórdan. Skil-
yrðinfyrir þvi, að unnt væri að
hefja viðræður við Palestinu-
menn væri, að þeir viðurkenndu
tilverurétt Israelsrikis. Það
gerðu þeir með þvi, að fallast á
hina margumtöluðu242. ályktun
Oryggisráðsins, er það sam-
þykkti eftir sex-daga-stríðið.
Þar segir, að ísraelsmenn skuli
hverfa með herlið sitt frá þeim
svæðum, sem þeir hernámu, en
i staðinn skyldu landamæri
þeirra tryggð og viðurkennd til-
vera Israelsrikis. A þetta hafa
Palestlnumenn, og flest Araba-
riki, ekki viljað fallast til þessa.
Með friðarsamningum Egypta
og Israelsmanna er ísrael loks
veitt formleg viðurkenning af
Arabariki.
Um þessa ályktun hafa staðið
langar deiiur og vilja menn
túlka hana á mismunandi hátt.
ísraelsmenn leggja mesta
áherzlu á, að tilvera rlkisins
verði viðurkennd, en Arabar, að
Israelsmenn skili landsvæðum,
sem þeir hafa tekið frá Sýr-
landi, Jórdaniu og Egyptalandi.
Alyktun 242 veröur tekin til
umræðu I Oryggisráðinu I næstu
viku, og vonast menn eftir, aö
þær umræður geti stuðlað aö
þvi, aö skriður komist á næstu
lotu I friðarsamningum I
Austurlöndum nær. lsraels-
menn hafa að undanförnu látið I
ljósi kvlða vegna þess, að þeir
telja, að Bandarlkjastjórn sé að
hallast æ meir á sveif með
Palestinumönnum, m.a. vegna
Andrew Young.
Jimmy Carter.