Tíminn - 04.11.1979, Blaðsíða 27

Tíminn - 04.11.1979, Blaðsíða 27
Sunnudagur 4. nóvember 1979 27 HIN NÝJA STEFNA í HOLLYWOOD: Kvikmyndir um unglingagengi Hollywood hefur nú uppgötv- að nýja gullnámu i kvikmynda- gerð, en það eru myndir sem fjalla um unglingagengi”. 1 vor og sumar kom á markaðinn flóö af slíkum myndum vestanhafs, The Warriors, The Wanderers, Gang, On the Edge, Defiance og Bouleward Nights. Enn fleiri slikar myndir eru i vinnslu núna. Eftir að slikar myndir fóru að berast ámarkaðinn hefur mikil aukning átt sér staö, bæði á myndum slikra gengja svo og á virkni þeirra og hefur þessum myndum réttilega verið kennt um. Unglingagengi sem þessi eru byggð upp af um 6-50 meðlim- um, semyfirleitteruá aldrinum 8-20 ára. Þau eigna sér svæöi (turf) i hverfi sinu og eiga sér sinn fasta fundarstað á þvi svæði, oft götuhorn eöa sjoppu, þar sem meðlimir gengisins koma saman og ræða sin á milli um aðgeröir dagsins, ef ein- hverjar eru, en aðalatriðið er oftast aö hittast vegna félags- skaparins. Aðgerðirnar felast aðallega i þvi aö gæta svæðis slns. Þeir vita ekki hvað er aö gerast utan þess og þeim er nákvæmlega sama um hvað þar er að gerast. Samfélag þeirra er næstum al- gerlega skorið frá þjóöfélaginu. Það hefur sina eigin menningu, lögmál, siði, tungumál og áhugaefni. Þessi gengi fyrirfinnast svo til eingöngu I fátækrahverfum stórborganna, þar sem heimur unglinga einkennist af fátækt, hungri, likamlegu erfiöi, hættum og sjúkdómum. Þótt mikið af þessum gengjum séu eingöngu byggð upp af einum minnihlutahóp, negrum, Púert- órlkönum eða Mexikönum þá er mikiö um blönduö gengi þess- ara minnihlutahópa. Eitt helsta lögmál þessara gengja er „allir fyrir einn og einn fyrir alla”. Fæstir meðlima þeirra sjá nokkra undankomuleið út úr þeim kringumstæðum sem þeir eru i og það skapar með þeim sterkan félagsanda. Mikið ofbeldi Kvikmyndum þeim sem fjalla um þessi gengi hefur verið kennt um þaðaukna ofbeldi sem fylgt hefur i kjölfar þeirrar öldu sem þessar myndir hafa skap- að. Undirritaður hefur séð eina af þessum myndum „The Warriors”, en hún fjallar um eitt slikt gengi sem þarf að ferð- ast I gegnum stórborg (New York) til þess að komast I öryggi sins eigin „svæöis”. Á meðan að öll önnur gengi þess- arar stórborgar eru að reyna að útrýma þeim, vegna þess að þau halda að þeir hafi myrt leið- toga stærsta gengis I borginni. Ofbeldið I þessari mynd er lit- ið meira en fólk getur séö og sér i hvaða meðal lögreglu-sjón- varpsþætti eða kvikmynd sem er. Hins vegar skapa þessar myndir ákveðna Imynd af þess- um gengjum sem svo aörir reyna að lifa eftir. Margar myndanna komastmjög nálægt raunveruleikanum i umfjöllun sinni, fátækt, hungriog hættum, en skapa jafnframt um leið þá mynd að þetta sé spennandi llf, eitthvað sem unglingum þykir vert að sækjast eftir. Það skapar aukninguna á gengjun- um og þar sem lif I þeim er ávallt mjög ofbeldisfullt, þá eykst ofbeldið almennt. Uppruni Meðlimir þessara gengja hafa ekki hugmynd um uppruna þeirra. Þau hafa ávallt veriö til, að þeirra áliti. Hins vegar hafa menn velt vöngum yfir upp- runa kvikmynda um þau. Bill Benenson, annar framleiðandi myndarinnar Boulevard Nights, telur aö upprunann megi rekja til myndarinnar Saturday Night Fever. Hanngæti haft á réttu að standa. I þeirri mynd hrifust áhorfendur mjög af tónlistinni og dansinum, það sem kom mest við tilfinningar þeirra, að áliti Benesons, var sú svipmynd, sem áhorfendum gafst af Tony Manero og félög- um 1 dapurlegu umhverfi Brooklyn Bay Ridge. Fáir áhorfendanna voru kannski kunnugir fátækrahverfunum, en margir skildu hvað það var að verasviptur kjölfestu og mark- miðum. I þessum nýju mynd- um, sýna genginhvort sem það er I Austur Los Angeles eða New York fátækrahverfunum, sam- hygð eða samstöðu I annars markmiðalausu lifi. 1 mötsögn við hinn stóra ruglaöa heim bjóða þau fastmótuð sjálffull- nægjandi samfélög, Beneson kallar þau gervi-fjölskyldur. Einnig má benda á þaö atriöi, að áhugi virðist vera að glæöast á minnihlutahópum I Banda- rikjunum, en flest þessara gengja samstanda af þeim, og kvikmyndaiönaðurinn er fljótur að átta sig á nýjum áhuga- málum meðal almennings. Erfiðleikar Oft er miklum erfiðleikum bundið að gera myndir sem þessar. Þar sem að leikstjórar vilja yfirleitt hafa umhverfiö sem raunverulegast fara þeir I fátækrahverfin til þess að gera myndirnar. Um leið eru þeir komnir inn á yfirráðasvæði ein- hvers gengisins. Oft er ráðið fram úr þeim vanda meö þvi að ráða meðlimi viðkomandi gengis sem auka- leikara. Það er þó ekki ávallt farsælt. Til dæmis þurfti lög- reglan i Los Angeles að gripa I taumana þegar verið var að gera myndina Gang, því að árekstrar urðu milli kvik- myndageröarmanna og ibúa hverfisins sem myndin var tek- in I. Einnig þá eru kvikmynda- geröarmennirnir ekki lausir við spennu, þegar raunverulegir meðlimir gengjanna eru á vappi I kringum þá. Islendingar, sem betur fer, búa ekki viö vandamál þaö sem tilvera slikra gengja skapar, en væntanlega förum viö ekki var- hluta af þvl að sjá einhverjar af þessum myndum. Friðrik Indriðason. Umsjón: Gylfi Kristinsson Friðrik Indriðason Kvikmyndahornið Cr myndinni „The Warriors”. Meðlimir The Warriors koma heim á svæðisitt eftir ofbeldisfulla ferð um New York. , Or myndinni „The Wanderers” en hún fjaliar um gengjastrlö I Bronx hverfinu á fimmta áratugnum. Myndin sýnir „Skallagengið” ásamt foringja slnum Tenror (Erland van Lidth de Jeude) URSUS Til sölu URSUS 65 ha. árgerð 1979. Til sýnis og sölu hjá Vélaborg Simi 86655 og 86680. Heimilis ánægjan eykst með Tímanum /slens Fýti framar Venus settið Verðið hreint ótrúleg VARA ItfisciöniV Síðuitnila 6 - Sími 85815

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.