Ísafold - 16.02.1875, Blaðsíða 1

Ísafold - 16.02.1875, Blaðsíða 1
Kemur út 2—3 á mánuði, 32 blöð alls um árið. þriðjudag 16. I'ebríiar II, 2. Kostar 3 krónur árg. (erlendis 4 kr.), stök nr. 20 aura. 1875. Fáein orö uui túnasljettun, o. ít. Eptír Guðmund prófast og alþm. Einarsson. í 18,—19. tölublaði 2. árs Víkverja hefir búfræðingur Sveinn Sveinsson svarað grein þeirri um túnasljettun, er prent- uð var í sama blaði 2. árs 1. tölubl., og tekið þar ýmislegt fram, sem honum þykir ekki rjett hermt, eða sem hann dreg- ur efa á i ritgjörðirmi. Mjer, sem er höfnndur að ritgjörð þessari, kemur því til hugar að reyna til að færa honum, eða hverjum öðrum, sem heyra vill eða lesa, heim sanninn, að það, sem jeg hefl sagt, styðjist við gildar ástæðnr, og gjöri jeg þetta af engu kappi, heldur til að skýra atriði þetta í bún- aðarefnum vorum, sem allt of lltið er bæði ritað og rætt um. Höf. þykir, að jeg sje með «harmatölur», þar sem jeg segi, að fátækt, verkafólksskortur, harðæri og annir hamli oss frá að gjöra nokkra túnbót að mun, eða jarðabætur. Hjer ferst honum eíns og sumum öðrum löndum vorum, sem eru erlendis, eða búa í kaupstöðum, og sem ætlast til að vjer, sem til sveita búum, getum afkastað því eða því, og höfum fje á reiðum höndum til að gjöra þann eða þann kostnað. {>að er öðru nær, þegar alls er með sanngirni gætt Allar hinar áð- urgreindu orsakir tálma framkvæmdunum, þó að menn haíi bezta vilja að bæta ábýli sin, en einkum það, livað jörð er lengi hulin snjó og freðin, eins og nærri má geta, þegar meðaltal á hita fyrir vorið (marz — maí) hefir í 25 ár, frá 1845 til 1870 incl. verið —j— 0,73° 11., og meðalhiti fyrir haustið (sept,- nóv.) + 2,79° R., og það í Stykkishólmi. það er því nær- hæfls að ætla, að jörð hjer á Vesturlandi sje að jafnaðartali þíð til jarðabóta þriðjung ársins (júní — sept), og á þennan árs- þriðjung k#ma flest húsastörf, flestar ferðir til búsaðdrátta, og öll heyaflavinna, m. fl., og þá sjer hver sanngjarn maður, að lítill tími verður afgangs tii jarðabóta, og bágt að fá daglauna- menn, þegar allir eru í önnum. Hefðum vjer jörðina ófreðna helming eða jafnvel tvo þriðjunga árs, þá væri öðru máli að gegna. Höf. segist hafa talað við marga góða búhölda, sem bæði væru kunnugir sljettun, og hefðu sljettað mikið hjá sjer, og hafl enginn af þeim álitið að það kostaði meira, enn í mesta lagi 70 rd. að sljetta eina dagsláttu. En — nú er mjer spurn: var þetta álit likleg ágizkan, eða var álitið á ástæðum byggt? Járnbrautin og kirkj ugarðurinn. Eptir Björnstjerne Björnson. (Framh.) þórður gekk um gólf í stóru stofunni á Haugi og mælt eigi orð frá vörum. Kona hans, sem unni honum, en var þó allt af hrædd við hann, þorði jafnvel ekki að láta sjá sig. Bú- ið og heimilið Ijet hann eiga sig; en þar á móti hrúguðust upp ósköpin öll af brjefum, sem allt af voru á ferðinni frá Haugi og að, úr sveitinni, og á póstinn og úr ferð hans apt- ur. því að þórður taldi til skulda við sveitina, var synjað gjaldsins og höfðaði mál; við sparisjóðinn, var synjað, og höfð- aði mál, í brjefum, sem á milli foru í þessu þrasi, voru orða- filíæki, sem liann bneykslaðist á og höfðaði mál á móti odd- vita hreppsnefndarinnar, og síðan á móti forstöðumanni spari- sjóðsins. Jafnframt þessu kom hver hroðagreinin á fætur annari i blöðunum, og voru allar eignaðar þórði. Ijrðu þær versta eldskveikjuefni í sveitinni, svo hver höndin varð uppi á móti nnnari. Stundum var þórður að heiman vikum saman, enginn vissi hvar, og þegar hann kom heim aptur, lokaði hann sig inni eins og áður. Við kirkju hafði hann eigi sjezt síðan rimmuna mikiu á hreppaþinginu. þá kom presturinn eitt langardagskveld með þau tíðindi, að járnbrautina ætti þó að leggja um sveitina eptir allt saman, Enn fremur — þegar dalatal en ekki dagatal er tiltekið, þá er allt undir því komið, hvað sá, erálitið gefur, reiknar dýrt fæði og kaup verkamannsins á dag. Eg segi það áreiðanlega víst, að enginn meðalmaður, þótt alvanur sje við túnasljettun, afkasti meiru með þeim verkfærum og þeirri aðferð, sem til þessa hefir verið brúkuð, en að sljetta, svo vel sje, dagsláttuna á 60 virkum dögum eða 15 ferh. faðma að jafnaðartali á dag. Nú reiknaði jeg manninum í fæði og kaup 9 mörk á dag, þvi það er hjer um pláz almennt verðlag, þar sem vel er veitt og goldið. Aðrir geta reiknað fæði og daglaun 8 mörk, þriðju 7 mörk, fjórðu 1 rd., og þá koma fram 80—70—60 rd. eptir því sem hver setur hátt daglaun og fæði, svo um þetta er ekki að þrátta. þegar borið er saman það, sem höf. segir á 81. bls. «Víkverja» um verðhæð töðuhestsins, við það, er hann segirá 182. bls. sama rits, verður það ljóst, að hann hafi það eptir áreiðanlegum manni, að hesturinn (160 pnd.) sje vanalega seld- ur á 8 mörk. Mjer þætti fróðlegt að fá að sjá sennilega rök- semdaleiðslu fyrir því, að 160 pund af fullþurri og velorðinni töðu verði með nokkurri sannsýni seld svo ódýrt. Að vísu reiknar Tryggvi Gunnarsson í «nokkrnm greinum um búskap» töðuhestinn ekki nema á 9 mörk, enda kallar hann það held- ur lágt verð, þar að auki var verðlag á landaurum hjerum fjórðapart lægra þá, er Tryggvi samdi ritgjörð sína, en nú, svo eg efa það ekki að hefði Tryggvi nú átt að leggja verð á töðuhest, þá hefði hann ekki metið hann minna enn 2 dali. Eg hefl í mórg ár haft nokkurnveginn nákvæmt eptirlit á þvi, hvað mikill heyafli fáist eptir karlmann og kvennmann um sumartímann eða túnaslátt, og gjört yfirlitsreikning yfir kostnað þann, er að hinni almennu túnarækt og hirðingu lýtur, og hefi eg aldrei getað fengið töðu komna undir torfu eða þak og sem menn kalia úr ábyrgð fyrir minna en lOpnd. löðu á allt að meðal fiskvirði, það er: töðuhestin frá 15—16 fiska. Fengju menn töðuhestinn fyrir miklu minna í garð, þá væri það ókristilegt að selja töðu á vetrnm úr garði með því verði sem almennt við gengst, það væri að nota sjer annara rieyð. Að vísu verður að selja nokkru dýrara hey úr garði en það reiknast í hann, sökurn þess að rekjur og umsóp gengur frá, en það er ósatt, sem sumir ætla, að taða Ijettist að nokkr- um mun í hlöðu eða góðu garðstæði. En um þetta rná segja, og yfir gamla kirkjugarðinn. það datt ofan yfir alla, sem ekki var nein furða. Að hreppsnefndin var öll á einu bandi á móti honum, hafði ekkert dugað; tillögur þórðar á Haugi eins sam- an máttu meira, svo mikils var hann metinn. þetta hafði ferðalag hans átt að þýða, þetta hafði hann afrekað. Aliir dáðust að þessum manni og furðuðu sig á þolgæði hans o" þreki; þeir, sem undir höfðu orðið, gátu eigi að sjer gjört að taka undir með hinum og undu miklu hetur ósigri sínum en ella mundi verið hafa. Og því meira, sem um þetta vartalað því betur undu menn málalokunum; það verður mörgum furð- anlega hægt fyrir að sætta sig við það, sem ekki verður aplur tekið. Daginn eptir var margt fólk við kirkju. Kunningjarnir kvöddust og gátu eigi að sjer gjört að brosa, þegar þeir hitt- ust. Og einmitt þegar hæst stóðu skeggræðurnar um þórð á Haugi, karlar og konur, ungir og gamlir, og jafnvel krakkarnir, allir voru að tala um hann, hvað gáfaður hann væri, hversu einbeittur hann væri, hvað mikið hann ætti undir sjer_____ kem- ur hann sjálfur með allt sitt heimafólk í fjórum vögnum, hvor- um á eptir öðrum. það voru tvö ár siðan hann hafði verið við kirkju. Hann stje niður úr vagninum og gekk fram gegn- um mannþröngina; allir tóku ofan, þeir gátu eigi að sjer gjört að gjöra það; en hann leit hvorki til hægri nje vinstri og tók ekki kveðju nokkurs manns. Konan gekk á eptir honum náföl. þegar inn kom i kirkjuna hætti hver maður að syngja, þegar 9 10

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.