Ísafold - 22.04.1875, Page 1

Ísafold - 22.04.1875, Page 1
Kemur út 2—3 á mánuði. 32 blöð alls um ári5. Fiinfmlas 22. april. 11, 7. Iíostar 3 krónur árg. (erlendis 4kr.), stök nr. 20aura. 1»75. — Bólan, sem hefir gjört svo fjarskalegan mannskaða í Norðnrálfnnni siðan 1870, er enn þá allvíða nppi, og hefir borið talsvert á henni í Kaupmannahöfn, og viðar í vetur. Fað eru því tilmæli mín að læknar og bólusetjarar nú pegar bólusetji ö 11 óbólusett börn, og með því eg veit fvrir vist, að margir, ef ekki allir læknar hjer á landi, með þessari póst- ferð hafa fengið bólnefni frá Kaupmannahöfn vil jeg láta gjöra þetta tafarlavst., eða svo fljótt sem auðið er, áður samgöngur verða meiri milli íslands og annara landa. Endurbólusetningu tel jeg miður áríðandi, þar sem hún fram fór fyrir 5 árum síðan. Heykjavik, 12. april 1875. Jón Hjaltalín. Tlaiuialát og* slysl'arir. Binn 14. þ. m. andaðist að Hesti í Borgarfirði sóknarpresturinn þar síra Páll Jó n s- s o n, (prests Eiríkssonar að Stóra-Núpi), úr langvinnri brjóst- veiki. Hann var fæddur 3. sept.1843, vigðist 1869 að Hesti. Hann var góður kennimaður, manna árvakrastur og siðprúðastur, mjög ástsæll af sóknarbörnum sínum og öllum, sem hann þekktu; I skjótu máli einn meðal efnilegustu presta hjer á landi. — Hinn 8. þ. m. drukknuðu 2 menn af skipi hjer úr Reykja- vfk, á heimsiglingn vestan af Sviði, í landsuDnanveðri. Voru 7 á, og varð 5 bjargað af öðru skipi, er sigldi þar nærri, er hinu hvolfði. Feir, sem drukknuðu, voru: formaðurinn Björn Björnsson frá Bakka við Rvik, nngur maður efnilegur, og — Nýtt meðal við holdsveiki. Með því jeg frá kunningj nm mínum á Englandi hefi fengið fulla vissu fyrir því, að á Ind- landi, þar sem holdsveiki er viða mjög almenn, sje fundið nýlt meðal gegn veiki þessari, er taki öllum öðrum langt fram, þá hefi jeg gjört ráðstöfun til að þetta meðal geti verið komið hingað, svo fljótt sem auðið er, og mun jeg láta það ókeypis i tje á hinum fyrstu 6 sjúklingum eða tveim úr hverju amti, en sjálfir verða þeir eða þeirra að kosta veru sína hjer meðan á lækningunni stendur. Sjálfsagt óska jeg helzt, að hinir fyrstu sjúklingar værti eigi mjög yfirkomnir af veikinni, en þó svo, að veikin væri ó- efandi og auðsjen á þeim öllum. Jeg mun gjöra mjer allt far um, að ná meðali þessti frá Indlandi svo fljótt sem kostur er á, Vitneskjan um, að meðal þetta geti verið hingað kornið, mun jeg fá á lestunum, og skal jeg þá nákvæmar skýra frá því, og nær sjúklingarnir gætu komið til min. Jeg vona að allir blaðamenn vorir taki þessa anglýsing mlna f blöð sín. Reykjavík, 10. apríl 1875. ,/. Hjaltalin. — PÓstskipið lagði af stað hjeðan að morgni hins 11. þ. m. Með því sigldu til Englands: Pjetur Fr. Eggerz, kaup- stjóri Borðeyrarfjelagsins, Kristján Hall, verzlunarm. frá Borð- eyri, og agent, kand. theol. 0. V. Gislason; til Khafnar: Daniel Thorlacius og Hafliði Eyjólfsson dbrmaður, kanpstjórar verzlun- arfjelaga Breiðfirðinga, Jón Blöndal, kaupstjóri Grafarósfjelags- ins, Pjetur stúdent Guðjohnsen, verzlunarstjóri á Vopnaflrði, Thomsen frá Borðeyri, Skúli Magnússon frá Skarði, og Ander- sen timburmaður. Enn fremur Hrólfur Arpi, sænskur fræði- maður ungur, er hjer hefir dvalið síðan f fyrra vor (I vetur f Odda) til þess að kynna sjer mál vort og bókmenntir. — PÓStar. Af því að koma póstskipsins dróst svo lengi, voru póstar látnir fara á undan þvf, vestanpósturinn 27. f.m., norðanp. 28. (á páskad.); austanp. 3. þ. m. En 2 dögum eptir póstskipskomuna voru sendir aukapóstar vestur (á ísafjörð) og norður (á Akureyri); þeir tóku að eins brjef, en sendingar voru látnar biða næsta pósts. Skipafreg’ll. Hinn 16. þ. m. kom hingað briggskip Ceres (174 tons, 6kipstj. Olsen) eptir 24 daga ferð frá Liver- pool, með 1800 tunnur af salti. — 18. s. m. Argo (143 t., Törresen) eptir mánaðarferð frá Mandal með trjávið alls konar. — 19. s. m. Valdemar (88,76 t., Svendsen) eptir 17 daga ferð frá Khöfn, með ýmsar vörnr til Fischers. Fiskiaíli enn hinn bezti hjer um Suðurnes. Undan Jökli er og sagður góður afli síðan á Góu. Veðrátta að kalla eins og um hásumar. Mun sjaldnast hafa verið kominn upp meiri gróður mánuð af sumri en nú er hjer syðra fyrir sumarmál. iTIeðalhiti í Reykjavík 7.—21. 7. —7- 0.5 8. + 4.0 9. + 8.8 10. + 8.1 11. + 5.4 12. + 8.2 13. + 7.7 14. + 6.6 15. 16. apríl (á Celsius). 19. + + 7.9 7.5 5 17. + 7 18. + 7.8 20. + 21. + 7.1 7.0 6.4 49 Porsteinn Oddsson, nýtur bóndi frá l’úfu í Iíjós. jóriiartíðimli. Hinn 22. febr þ. á. hefir ráðgjafi íslands gefið út auglýsingu um verksvið landshöfðingja vors, f stað erindisbrjefsins 29. júnf 1872. J>ar eru meðal annars brauðnveitingar þær, er stiptsyfirvöldin hafa haft á hendi, lagð- ar undir landshöfðingja. ninn 24. s. m. hefir fjármálaráð- gjafinn danski gefið út auglýsingu, er birtir á íslandi lög 21. desbr. 1874 um bann gegn pví að hafa sljesvik-holsteinska spesíumyiit sem gjaldgenga peninga. Ennfremur hefir kon- ungur 7. nóv. f. á. staðfest nskipulagsskrá fyrir styrktarsjóð Kristjáns konungs nínnda í minningu þúsundárahátíðar lslands«. Af iiicelÍNdagiir konnnp, 8. þ. m., var haldinn hátíðlegur hjer í höfuðstaðnnm á venjulegan hátt: með sam- sæti á Sjúkrahúsinu (sem enn er haft fyrir gildaskála í viðlög- um) og dansveizlu í lærða skólanum. Veizlan f Sjúkrahúsinu var allfjölmenn. Minni voru drukkin þessi: konungs (sungið kvæði eptir Gröndal og ræða haldin af Bergi Thorberg amt- manni), drottningar og barna konungs (síra Hallgr. dómkirkju- prestur mælti fyrir), íslands (kvæði eptir Gröndal, Ililmar landsh. hjelt ræðu), lanshöfðingja (Dr. Hjaltalín), alþingis (Árni land- fógeti), Danmerkur (Dr. Grímur Thomsen), kaupmanna (Einar yfirprentari Þórðarson), og kvenna (Jón landskrifari, kvæði ept- ir síra Matthías). Minni vorn öll á íslenzku, f fyrsta sinn f manna minnum; þetta hefir Reykjavíkurhöfðingjunum farið fram þjóðhátíðarárið. — Fjúrkláði nn. Svo sem vjer áður höfum getið, hafa Borgfirðingar einráðið með sjer að reyna að uppræta hjá sjer kláðann með niðurskurði f vor, eptir áskorun Norðlinga og Vestfirðinga, er við það hafa bundið loforð sín um skaðabætur, með því að ekki væri eigandi undir lækningum, er fyrir fylgis- leysi yfirvaldanna og trassaskap fjáreigenda yrðu aldrei annað en ónýtt kák. Dagana 15.—17. þ. m. stóð mikill kláðafundur á þingnesi við Hvitá, og sóttu hann auk Borgíirðinga og Mýra- manna með sýslumanni þeirra, nokkrir helztu bændur úr Döl- um, úr Stranda- og Húnavatnssýslum, ásamt sýslnmannintim í Strandasýslu, og sýslumanni Dalamanna. Umtalsefni fund- arins var, hvaða ráðstafanir skyldi gjöra til þess að fá fulla tryggingu fyrir, að alskorið yrði fyrir kláðann f Borgarflrði í vor, og að tiann dreifðist eigi vestur og norður í sumar. Yrði hinu fyrra fram komið, skyldi hafa vörð í sumar upp frá Hval- fjarðarbotni; ella við Hvitá. Að eins einn bóndi hafði skorizt úr leik undan niðnrskurðinum, og vildu fundarmenn fá leyfi amtmanns til að skera hjá honum með valdi. Sendu þeir f því skyni 2 skörunga úr sínum flokki, þá Þórð á Leirá og Jón þórðarson ( Norðtnngu, suður á fund amtmanns, og er mælt, að þeir hafi fengið leyfið. Þegar búið er að skera hið sjúka fje, á að hafa heimapössun á hinu í sumar. Ætla Norðlend- ingar og Vestfirðingar að hafa þrjátíu manns í Borgarfirðinum f sumar, er skulu hafa eptirlit á, að þessnm ráðstöfunum verði rækilega fylgt. Um hinn hluta kláðasvæðisins (Gullbr,- og Kjós- ar- og Árnessýslu) er ekki tekið annað i mál en lækningar, enda eru nú loks komin nægileg kláðalyf. 50

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.