Ísafold - 22.04.1875, Qupperneq 3
53
54
asi á miðin og af. Þó gagnsmnnir þilskipanna sjeu langfum
fleiri, læt jeg hjer staðar nema að sinni.
þá talar höfundiirinn margt og mikið um ábyrgðarsjóði;
en það sýnist mjer óþarfi að svo stðddn, og ekki þarf það að
hræða menn frá að byggja þilskip í stað báta, að ábvrgðar-
sjóði vantar; það er í raun rjettri minni hætta, að eiga fje sitt
ábyrgðariaust í þilskipum en í opnum bátum og seiðarfærum,
sem engum dettur í hug að kaupa sjer ábyrgð fyrir. Ilins
vegar mundi hægðarleiknr að koma upp ábyrgðarsjóð, ef þil-
skipin fjölguðu, og menn sæu að það væri orðinn atrnennur
óhugi, að breyta þannig sjáfarútvegnum.
En þá kemnr liann með þá vandleystu spurningu: hvernig
eigum vjer íslendingar að afla oss þilskipa? og svarið verður:
með þvf annaðhvort að senda menn utan til að læra þilskipa-
smíði, eða fá útlendan mann hingað, sem kann það til hlítar,
svo hann geti kennt það öðrum út frá sjer; að efniviður sje
útvegaður til þiljubáta hið bráðasta, og enda strax í vor. Hann
telur mjög hæpið að kaupa skip erlendis, og að láta smíða
þau þar, verði mjög dýrt; að ekki muni fást hið rjetta lag á
þeim, er oss er hentast, og svo sje miklum örðugleikum og
kostnaði bundið að koma skipunum hingað. Telur hann því
eina ráðið, að vjer smíðum oss sjálfir þilskip, svo að vjer
þurfum hvorki að sækja þau nje það, sem tii þeirra heyrir, til
annara landa.
Jeg leyfi mjer nú að fara nokkrum orðum um þetta svar
höfundarins. Að oss sje hægra að láta smíða skip vor sjálfir,
þó vjer hefðum útlendan skipasmið og efni, en að eignast þau
öðruvísi, getur stundum átt sjer stað, en á ekki ætíð við; hvað
opt geta menn ekki komist að góðum kaupum á skiptim er-
lendis, ef maður hefði einhvern ósjerplæginn og aðgætin mann
þar við hendina til að nota tækifærið, sem svo opt býðst þar.
Höfundurinn fer víst eptir því, hve örðugt það hefir gengið
sumum kaupmönnura hjerna, þegar þeir hafa átt að útvega
einhverjum landa vorum skip, en þvi má hann ekki fara eptir,
því hann hlýtur að hafa tekið eptir því, að hinir sömu kaup-
menn hafa ekki verið lengi bæði að láta smiða og kaupa skip
fyrir sig sjálfa, ef þeir hafa misst skip eða viljað bæta við sig
skipum, enda er heimskulegt að trúa kaupmönnum fyrir slík-
um erindum. Að flytja skip hingað, er ofurhægt, eins og allir
vita; leiga skipsins hingað borgar vel þeim fáu mönnum, sem
sigla því, og ekki þurfa skipverjar að vei-ða lengi að handbendi,
ef maður vill, því gufuskip fer hjer um bil f hverjum mánnði
hjeðan, og það er ekki ómögnlegt að geta komið þeim strax
á önnur skip, sem kunna að vanta menn. Allt þetta eru nú
lítilvægar tálmanir, og ef maður annars vegna gæti keypt skip
erlendis, þá tel jeg það betra. Hvað lag á skipum snertir, þá
er að vísu munur á því, hversu skip liggja fyrir streng; kaupi
maður þvt skip, sem liggja vel, þá hefir maður fengið hákarla-
og ritfærði hann um tíma «Afbenbladet» og «Norsk Folkeblad»,
er bæði koma út í Kristjaniu. Hann var og svo sem eins árs
tíma leikhússtjóri í Björgvin. Hefir hann og ferðast erlendis
og dvalið þar all-lengi, einkum á ítah'u; í vetur hefir hann
veriö í Róm. Um Noreg og Sviþjóð hefir hann og víða farið
og haldið fyrirlestra, sem mjög hefir verið fjölmennt að htýða
á, því gáfu hans til þess er viðbrugðið. þegar hann kemur
heim úr Rómferðinni, ætlar hann að taka sjer stöðuga bólfestu
i Noregi og reisa sjer fagran hæ með fornaldarlagi (skála) í
Guðbrandsdal.
í stjórnarefnum hallast hann helzt að bændavinum í Nor-
eigi, er Sverdrup er oddvili fyrir, og eru bæði ritgreinir hans
og ræður með hinu sama andríkismarki, sem skáldrit hans;
ræðtimaður er hann talinn einhver hinn snjallasti í Noregi; en
þó hefir hann ekki haft sæti á þingi.
Iíristindómur, þjóðerni og mannfrelsi eru þær hugmyndir,
sem mest ber á í skáldskap Bj., og hið sama er ofan á í titlög-
um hans tii stjórnarmála. Er liann að því eptirmaðtir skálds-
ins Wergelands og heldur fram þeirri stefnu, er sá ógætis-
maður hóf fyrstur eptirskilnaðinn við Danmörku, einkum því,
að gjöra Noreg sem sjálfstæðastan í þjóðlegu tilliti, jafnt í
menntalífi og alorkulífi. Ilneigist hann fremur að lýðveldis-
stjórn, en einvaldsstjóm, og ekki hefir hann þegið neina
»krossa» eða «stjörnur, þótt boðizt hafi.
skip, hín, sem líggja miður en eru skörp og sigla vel, eru held-
ur löng en stutt, það eru þorskveiðaskip. þetta er allur gald-
nrinn, og þessa kosti skipa sjer hver sá maður, sem nokkuð þekk-
ir til skipalags, og meira þarf ekki. Jeg er nú samt á sama
máii og böfundurÍDn um það, að affarabezt væri að vjerfengj-
um þilskip vor smiðað hjer á landi, en hvernig það eigi að
framkvæma er böfundurinn of fáorður um, og mnn jeg sfðar
reyna að leggja ráð á það, löndum mínum til íhugunar. það
sem jeg því get sameinað úr grein höfundarins við skoðanir
mínar um þetta áhugamál er þá einungis þetta:
J., að það er óneitanlega nauðsynlegt að vjer reynum að koma
upp þilskiputn hjá oss, og
2., að til þess þurfum vjer að fá útlendan góðan skipasmið.
(Framhald siðan).
Útlendar f r j e 11 i r.
3. Frá frjettaritara vorum í Iihöfn, herra cand. phil. Hallgr. MelsteÖ.
Helzti atburður í viðskiptum Karlunga og stjórnarhersins
á S p á n i í vetur var umsát Karlunga um borg þá, er Irun
heitir og liggur við ána Bidascoa, er landamærum ræður milli
Spánar og Frakklands, skammt frá sjó. Stjórnin hefir flest-
allar hafnir á sínu valdi, og gat því bannað Karlungum að-
flutninga á sjó; nú er Irun góður hafnarbær, og vildn þeir því
fyrir hvern mun ná í hann. Það heppnaðist þó ekki, og urðu
þeir hraktir burt og biðu allmikið manntjón. Bjuggust menn
þá við, að til skarar mundi skríða. En er allt var ( bezta
geDgi, komu boð frá Madrid um, að hætta við svo búið; þótt-
ist stjórnin þá þurfa að halda á liðinu annarstaðar. Var það
ráðlag stjórnarinnar lagt misjafnlega út; enda litnr helzt út
fyrir að Serrano hafi eigi hirt um að gengið væri af Karlung-
um, með þvi að hann mun hafa óttast, að þá væri alræðis-
mennsku sinni lokið. Skömmu síðar fór hann sjálfur og tók
við forustu hersins, en eigi urðu menn varir mikilla umskipta
við það. Og þegar minnst vonum varði kom sú fregn, að
hershöfðingi einn í stjórnarliðinu, er Martinez Canpos heitir,
hefði kvatt til konungs á Spáni Alfons prins, son ísabellu
drottningar. Iíonungsópin uxu nú eins og eldur í sinu, svo
að Serrano fekk eigi að gjört, og leizt sá kostur beztur að
forða sjer úr landi. Fór hann norður á Frakkland og er hann
úr sögunni. Hinn nýi konungur steig á land í Barcelona 9.
jan. og hjelt innreið sína í Madrid 14. s. m. — t*annig lauk
þjóðstjórn Spánverja, eplir tæpra 2 ára hörmungaæfi. — Cast-
elar, hinn mikli ágætismaður, er má kalla Cicero og Cato
Spánverja í einni persónu, vildi eigi búa við hina nýju stjórn,
sagði af sjer öllum embættum sínum og fór af landi burt.
I’að er alkunnugtað þjóðhetja ítala, G a r i b a 1 d i, hefir
aldrei hirt um að auðgast; en nú er svo komið að hann er
gjörsamlega fjevana; hafa margir boðizt til að hjáipa honum,
en hann hefir ávallt hafnað því boði. Eitt hið fyrsta sem
þingið gjörði eptír að það var saroan komið í vetur, var að
bjóða honum 100,000 fráuka í árlegan lífeyri, en þegar til
kom þáði Garibaldi ekki boðið sökum þess, að ( ættlandi sínu
væri nóg annað við fje að gjöra; það sýndi landið sjálft og
skattarnir, er færu sivaxandi. Garibaldi er alhuga þjóðveldis-
maður, og hefir þótt harður ( horn að taka við stjórnina;
margir spáðu því óeirðum, er hann var kosinn til þingmanns
í vetur í tveim kjördæmum; en þó að hinn mikli kappi aldrei
hafi þótt mikill stjórnvitringur, sá hann það, að Ítalíu er sem
stendurþarbeztkomið,semkomiðer. Allur hinn menntaði Iteimur
var sem á glóðum um, hvernig öldungurinn mundi svara, þeg-
ar hann sem þingmaður átti að vinna stjórninni hollustueið;
«jeg sver það» sagði Garibaldi, og allir vinir hans munu hafa
tekið undir fagnaðaróp það, er glumdi í þingsalnum og aldrei
ætlaði að slota. Annars hefir víst aldrei síðan Scipio eða
Camillus hjeldu sigurhrós sín verið eins sönn þjóðhátíð í
Róm, eins og þegar þessi mikli þjóðfrelsismaður kom þangað;
sumir grjetu, en aðrir hlógu, og mönnum lá við (eins og mig
minnir Gröndal segi einhversstaðar), að verða vitlausir af gleði.
Garibaldi hefir sótt fund Viktors konungs, og fór allt með
mestu blíðu milli þeirra. Garibaldi hefir í stuttu máli reynzt
jafnhollur landi sínu í stjórnarmálum og hernaði; hann fer
aldrei eptir því, sem honum sjálfum finnst fýsilegt eða geðjast
bezt, ef það kemur í bága við sannan hag fósturjarðarinnar.