Ísafold


Ísafold - 22.04.1875, Qupperneq 4

Ísafold - 22.04.1875, Qupperneq 4
56 Eitt af því er stuðlað hefir að því, að Frakka r fast- bundu með sjer þjóðvaldsstjórn í vetnr, er ótti sá, er mönn- um stendur af keisarasinnum. Þeir eru allt af að magnast, og þykjast þess fullöruggir, að þeir fái komið að syni Napoleons þriðja, þá er 7 ára stjórn Mac Mahons er liðin. Hann hefir að nndanförnu verið á hermannaskóla i Lundúnum, en tók burtfararpróf þaðan um daginn. Eitt af því, er keisarasinnar hafa að kætast af, ermál það, er Wimpffen hershöíðingi höfð- aði gegn Páli Cassagnac, ritstjóra blaðsins Pays. Vitnpffen tók eins og kunnugt er við herstjórn við Sedan, þegar Mac Mahon varð óvígur, og rilaði þvi nafn sitt undir uppgjafarskrána; nú hafði Wimpffen ritað bók um orustena, og beinist í henni ó- þyrmilega að Napoleon þriðja, og segir að hann hafl valdið því, að berinn gafst upp. Páll er ungur maður og ofsafengn- asturallra keisarasinna; hann neytir jafnt sverðs síns og penna, og er ómjúkur við að eiga með hvorttveggja; hann hefir átt í ótal eiovígum og er allra manna vígfimastur, og blað hans hef- ir optar en einusinni verið hept sökum skommagreina og ofsa. Hann svaraði Wimpffen f blaði sínu og fer ófögrum orðum um aðferð hans við Sednn, bæði í orustunni og eptir hana, kveður hann einan þess valdandi, sökum hjegómagirni og dugleysis, að her Frakka eigi komst undan, og ber hrókalof á Napóleon. Hinn frægi málsnillingur Jules Favre sótti fvrir Wimpffen, en Páll hjelt sjálfur uppi vörn fyrir sig; aðalræða hans var varla annað en tóm brígslyrði um þjóðstjórnina og hól um Napóleon. «Eg, sem hjer tala, fylgdi honum (o: Nap.) í 2 stundir með byssuna á herðunum, og eg sá að liann var svo af sjer kom- inn og veikur, að hann varð hvað eptir annað að fara af baki af kvölinni», segir Cassagnac meðal annars. í málinu vitnuðu margir hershöfðingjar, er verið höfðu við Sedan, þar á meðal Ducrot, er Mac Mahon hafði ætlast til að tæki við hersljórn eptir sig. Málið fór svo, að Páll var sýknaður, og málskostn- aður dæmdor á Wimpffen. (Framh. síðar). Alatka-för Jóns Otafssonar og fjelaga hans. þeim Jóni Ólafssyni og fjelögum hans. er stjórn Bandamanna í Vesturheimi gjðrði út í haust til Alaska til þess a8 leita þar fyrir sjer um landnám handa íslendingum, reyndist land þetta svo óblítt, að eigi þótti byggjandi. Renndu þeir þá augum og stafni vestur í haf, þangað er eyjan Kodiak rís úr sjá. það er skammt undan skaga þeim, er gengur í útsuður úr Alaskalandi, og nefndur er Alaskaskagi. þar leizt þeim betur á sig, og þar kváðust þeir vilja kjósa bústað löndum sínum. Eyan var grösug mjög, veðrátta hin blíðasta, fullt af laxi og silung í hverju vatni oghverjum læk; íirðir kvikviraf fiski. Skipverjar á „Ports- mouth“ (svo hjet hcrskip það, er stjórnin hafði sett undir þá fjelaga) skutu lax í smálækjum hundruðum saman. Nóg var og þar af dýrum og fuglum ýmisskonar; endur og gæsir svo spakar, að bana mátti með handveli. — Veðurblíðan er að þakka straumnum Kuro-Sivo, gólf-straum Kyrrahafsins, er kemur við eyna. — Eyjan er byggð Indíönum(?), er lifa að kalla eingöngu á fiskiveiðum, og tóku þeir gestum sínum vel. Urðu þeir Ólafurog Páll eptirá eynni, en Jón Ölafsson hvarfaptur með skipinu til San Francisco. paðan ætlaði hann síðan til New-York ogbúa þaðan flutning landa sinna, er bólfestu hafa tekið í Wisconsin, vestur í hið nýja „smjörland“. (Á þessa leið er sagan sögð i erlendum blöðum, og „seljum vjer hana eigi dýrara en vjer keyptum"). — fhugunarmál. Samkvæmt brjefi frá áreiðanlegum manni í Bandafylkjunum er allmikill útnorðurhluti þessara landa nú fj arska- lega plágaður af engisprettum, og það svo að til vandræða horfir. Jeg álít alla vesturflutninga hjeðan af landi mesta óráð, meðan svoa stendur, enda eru bjargræðisvegir allir nú að færast í það lag hjer á landi, (og vantar þó mikið á að svo sje komið sem verða má), að lönd- um mínum mundi langtum vissara að eyða hjer kröptum sínum og efn- um en að fara út í slika óvissu, sem nú virðist hvíia yfir Vesturheimi. Um Alaska ætla jeg nú eigi að tala; hver sá, sem þekkir svo mikið í jarðarfræði, sem þarf til aö geta dæmt um löndin og gæði þeirra, verður án umhugsunar að bera mikinn efa á það, hvort Alaska sje í nokkru betra land en ísland, enda er það alveg víst, að af gæðum þeim, er föðurland vort hefir til að bera, eru mörg og máske þau beztu enn óþekkt, og hin þekktu sára ófullkomlega notuð. Reykjavík 12. apríl 1875. J. Hjattalín. — Forgönguorð hœstarjettardómsins í Elliðaármálinu (sbr. síðasta blað). Samkvæmt skýrslum þeim, er rjettinum hafa sýndar verið, og að nokkru leyti hafa verið útvegaðar eptir að hinn áfrýaði (Iandsyfir)rjettardómur var upp kveðinn (18. sept. 1871), hefir frá alda- öðli verið farið með laxveiðina í Elliðaánum, er dómurinn ræðir um, og seld heflr verið föður stefnda (Thomsen), sem væri hún sjerstök eign, ereigi fylgdi konungsjörðum þeim, er lágu að Eliiðaánum, og var hún frá því á miðrinæstl. öld (18. öld) leigð sjer á parti. par aö auki hefir veiði þessi, hvað sem öðru líður, frá þeim tíma, er nú var getiö, og þá líka þegar konungur seldi jarðir þær, eráfrýandinn (B. Sveinsson) nú á: Elliðavatn og Helliskot, og jörðina Árbæ, er hann á hálfa, on það gjörðist árin 1815, 1837 og 1839, verið stunduð meöal annars með því að hlaða garða um þvera ána og hafa laxakistur í görðunum; en eigi er hægt að sjá, að þessar veiðibrellur, er meinuöu laxinum að ganga lengi'a upp eptiránni, hafi fyr á tímum og sjer í lagi á þeim árum, er nefndar jarðir voru seldar, verið hagað öðruvísi að nokkrum mun en gjört heflr verið á síðari tímum; sömuleiðis má telja víst, að veiðibrellur þessar hafi að minnsta kosti síðan 1780 verið hafðar í báðum kvíslum árinnar. Teiðiaðferð þessi, er konungur hafði, virðist ekld hafa farið í bága við 56. kap. í lands- leigub. Jónsbókar, þar sem bannað er að þvergirða ár, með því að sú regla virðist einungis sett til að varðveita veiðirjett þann, er fylgir jörð annars manns, er land á að ánni ofar bctur; en henni verður okki beitt þar sem eins stendur á og hjer, að sami maðurinn átti allar jarðirnar að ánni. Eptir því sem að orði er kveðið í afsalsbrjefum konungs fyrir áð- urnefndum jörðum, er ekki nægileg ástæða til að halda, að hann hafi selt þær með meiri veiðirjetti í ánni, er um land þeirra renn- ur, en áður fylgdi jörðunum eða bar leiguliðum konungs á þeira, eða að hann hafi ætlað að skerða laxveiði þá í ánni, orliann Ijet sjálfur stunda og þá var leigð sjer á parti; en síðan hefir veiðin verið seld föður hins stefnda (Thomsens), með afsalsbrjefi frá 11. desemb. 1853, ásamt öllum rjettindum þeim, sem honni höfðu fylgt þangað til. Fyrir því verður krafa stefnanda um, að stefndi verði skyldaður til að nema í burtu þver- girðingar þær, sem í ánni eru, eigi tekin til greina. Með því að það þar á ofan hlaut að vera skylda stofnanda (B. Sv.), að leggja engin höpt á veiðirjettinn í ánni, er samkvæmt framangreindum röknm bar stefnda (Thomsen), verður að telja bann það frá 3. júlí 1869, sem í dómnum er getið, og sprottið var af því, hvernig stefndi notaði vatnið í ánni, byggt á góðum rökum, sje það, svo sem fyrir er mælt í dómnum, okki látið ná nema um tímabilið frá 1. júni til 30. septemb. ár hvert, og er það í forgönguorðum fógetaúrskurðarins nógsamlega tekið fram, að bann er aö eins lagt á að breyta til muna vatnsmegni árinnar. Samkvæmt því sem hjer er tilgreint, getur, eptir því sem rnálið er í garðinn búið, eigi orðið umtalsmál um annað hjer í hæstarjetti, en rjett til skaðabóta til handa stefnanda út af banni þessu, að svo miklu leyti sem það hefir verið látið standa á tímabilinu frá 1. okt. 1869 til 1. júní 1870; það var eigi fyrri en þenna síðamefnda dag, að stefndi ein- skorðaði kröfu sína um staðfesting á banninu þannig, að það skyldi ná yfir hinn áðumefnda skemmri part ársins. En þótt ætla megi, að stefn- andi hafi beðið nokkuð tjón af því, að hann hafði eigi full ráð á vatni í ánni hinn tímann ársins til vatnsveitinga sinna, sem þó er efunarmál, jafnvel eptir þvi, sem stefnandi segir sjálfur um, hver tími sje bezt fall- inn til slíkra verka, munu þó skaðabætur fyrir þetta ekki geta orðið dæmdar honum, með því hjer vantar skýrslur þær, er á þarf að halda til þess, að taka nákvæmlega til skaðabæturnar, og eigieru heldur til gögn þau, sem nauðsynleg eru til að binda skaðabætumar við mat óvilhallra manna. Með því að málsaðili sá, sem stefnt hefir verið fyrir hæstarjetti, hefir farið ofan af kröfu sinni um staðfesting á lögreglugjörð 9-júli 1869, er landsyfirijetturinn hefir staðfest, vegna þeas, að stefnandi hefir neitað, að hann hafi átt neinn þátt í að hlaða upp garð þann, er burt var num- inn með nefndri lögreglugjörð, verður að breyta dómnum í þessari grein. Að öðru leyti verður hæstirjettur, samkvæmt því sem að framan er greint, að fallast á úrlausn yfirdómsins, þar á meðal sjerstaldega að því er málskostnað snertir, þó svo, að við hann ber að bæta því sem til er tekið í hjeraðsdóminum um málflutningslaun handa Guðjohnsen organs- meistara. Ber því að staðfesta yfirijettardóminn, með breytingum þeim, or nú voru nefndar. Málskostnaður við ha-starjett á eptir málavöxtum að falla niður. Auglýsingar kosta 10 aura smáleturslinan eða jafnmikið rúm. — Eptir beiðni Törressens skipstjóra frá Mandal verður þriðjud. 27 þ. m. haldiö opinhert uppboð, og, ef viðunanlegt boð fæst, seldar 290 tylftir afborðvið og plönkum, og 119 tylftir af t r j á m. Skilmálar verða birtir á uppboðsstaðnum. UppboðiÖ byrjar kl. 11 f. m., hjá verzl- unarhúsum Knudtzons hjer í bænum. Skrifstofu bæjarfógeta í Reykjavík, 20. apríl 1875. L. E. Sveinbjörnson. — Ljósmyndir. peir sem vilja fá af sjer myndir, verða að koma sem fyrst til mín upp á það, þar eðjeg að líkindumfer burt hjeðanfyrri part maímán. Með Diönu fjekk jeg ýmisleg efni til ljósmyndagjörðar, sem eiga að veramjöggóð, en eru talsvert dýrari en þau, er áður hafatíðkast. Yerð- ur því verð á myndum hjer eptir: 1 mynd (afeinum) 1 kr. 40aur. 5 myndir (afsömupl.) 3 kr. 50 á; 2 — (af sömu plötu) 2— „ — 6 — - — - 4 — „ - 3 — — — —2—50 — 12— - — - 7 — „ - 4 __ _ — — 3 — „ — og úr því 40 aura fyrir hverja mynd. Sigfús Eymundarson. — Inn- og útborgnn sparisjóðsins verður fyrst um sinn 4 skrifstofn landfógetans á hverjnm laugardegi kl. 4—5 e. m. Útgefandi og ábyrgðarmaður: Björn Jónsson, cand. phil. Landsprentsmiðjau í Roykjavík. Einar þórðarson.

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.