Ísafold - 17.12.1875, Side 2

Ísafold - 17.12.1875, Side 2
203 204 1, 3.—6., 8.—10., og gr. 4, 8.—10. og 12. er lagt fyrirprest þann, sem ætlar að gipta hjón. Á degi þeim, sem hjónavígsl- an á að fram fara, og skal, ef mðgulegt er, tiltaka hann eptir ósk hjónaefnanna, ber hlutaðeigendum að koma í þinghúsið, og sýslumaður skal þá fyrst brýna fyrir þeim þýðingu hjóna- bandsins, þar eptir spyr hann hvort þeirra fyrir sig, hvort það vilji giptast hvort öðru, og lýsir loksins yfir því, að þau sjeu gefin saman í rjett og löglegt hjónaband. Gjörðin á að fara fram fyrir opnum dyrum, skal kveðja 2 votta að henni, og rita hið nauðsynlega um bjónaband það, er þannig er stofnað, í hina venjulegu þingbók; en eptirrit eptir henni, staðfest með nafni og embættisinnsigli sýslumannsins, skal fá hjónunnm sem skírteini um stofnun hjónabandsins, og ber eiunig innan 8 daga að senda hlutaðeiganda sóknarpresti eptirrit til ritunar í embættisbók hans». Reglur þessar eru teknar eptir Iögum 13. apr. 1851 um borgaralegt hjónaband í Danmörku. Skilyrðin fyrir því, að mega ganga í borgaralegt hjóna- band í Danmörku, eru nefnilega eptir 1. og 2. gr. laga þess- ara þau, að hjónaefnin annaðhvort ekki heyri þjóðkirkjunni til eða neinum þeim trúarflokki er þar á landi (í Danmörku) eigi presta, erríkið viðurkenni, og sem hafi lagaheimild til að fremja hjónavígslu; og svo mega einnig hjónaefni, sem heyra sitt hvorum trúarflokki til,innganga borgaralegt hjónaband, þótttrú- arílokkarnir hvor um sig sjeu viðurkenndir og eigí presta, er megi fremja prestsverk þeirra á meðal. Danir eiga sjer prentaða hjónavígslu, (sjá Schous Forordn. 1851, 262. bls.), sem ætlast er til að valdsmenn lesi í hvert skipti, er þeir gefa hjón saman; eiga þeir því hægra um hönd í þessu, með því þeir mega og eiga jafnan að nota sömu ræð- una, og þurfa ekki að vera að basla við að leita að texta og leggja út af honum, eins og vesalings prestarnir. LandsyíirrjeMardómar 1875. 2. dómur, I. febr. Rjettvísin gegn Kristbjörgu Björnsdóttur. (Fyrir dularfceðingu og barnsmorð). Uro atvik máls þessa vísum vjer til þess, sem frá er sagt í ísafold I 5. í landsyfirrjettardómnum segir svo, eptir að búið er að skýra frá málavöxtum; «þótt ýmsar likur sjeu til þess, að hin ákærða hafi búið yfir því áformi að fæða i dul, bæði það, að hún lagði leynd á, að hún væri þnnguð, ekki var í neinum útvegum um barnsfatnað, og ekki Ijet neitt uppskátt um ástand sitt við stúlkur þær, en komu til hennar rjett á undan og um fæðingu barnsius, virðist þó ekki ástæða til, að rengja þann fraraburð hennar, að hún þá fyrst, er barnið \ar fætt, hafi á- sett sjer að fyrirfara þvi. Afbrot hinnar ákærðu heyrir þannig nndir 1. lið 193. greinar í hegningarlögum 25. júní 1869, og virðist hegningin með sjerstöku tilliti til æsku hinnar ákærðu og undanfarinnar góðrar hegðunar hæfilega metin til 6 á r a betru narhússvinnu". Enn frernur var hún dæmd i er Stowell hjet; skyldi gral'a upp peninga fyrir hann sem aðra. í þorpi þessu bjó ekkja eptir prest einn nafnkenndan, er Spaulding hjet. Uún hafði í vörzlum sínum meðal handrita eptir mann sinn skröksögu eina, er hann hafði sett saman fyrir mörgum árum, og ætlað að láta prenta, en varð ekki af. Joseph komst í kunningskap við ekkjuna og finnur handritið af tilviljun. það var frásaga um frumbyggja Vesturheims, er voru látnir vera Gyðingar, er fiuttzt hefðu þangað einhverntíma á tímum Gamlatestamentisins. Spaulding hafðistælt bifiíunaaðanda og orðfæri, og þótti því frásaga hans einkennileg og all-skemmti- leg. Hann hafði iátið ýmsa kunningja sína heyra söguna, og mundu þeir vel eptir henni. Á því varaði Joseph sig ekki. Honum kom nú til hugar að nota hið fundna handrit til að útvega sjer nýja atvinnu, er bæði væri hægri og óstopulli en dalakútaleitirnar; hann sá, að sú atvinna mundi eigi end- ast sjer til lengdar. Hann hafði áður opt þótzt sjá sýnir og fá vitranir í draumi, og svo var nú kynjasteininn hans Chase, erhann hafði látið svo mikið af. þessu höfðu sumir trúað, og sá hann að slíkt mundi koma sjer góðar þarfir I þvi, er hann nú hafði i hyggju. Joseph sá, að hann gat ekki notað frásögu Spauldings ó- breytta eins og hún var, ogfór því að breyta henni. Til þess að haí'a ofan í sig á meðan hjelt hann áfram peningaleitunum eins og málskostnað, þar á meðal málsfærslulaun við yfirdóminn, 14 kr. til hvors þeirra Jóns Guðmundssonar og Páls Melsteðs. (Ðómi þessum var síðan af hendi hinnar ákærðu skotið til hæstarjettar, sem færði hegninguna niður í 5 á r a b e t r- unarhússvinnu, en staðfesti að öðru leyti yfirrjettar- dóminn). 2. dómur, 8. febr. R j e 11 v í s i n gegn G n ð m u n d i Guðnasyni. (Fyrir illa meðferð á shepnum). »Með eigin játningu hins ákærða, Guðmundar Guðna- sonar á Reyni á Akranesi, ogöðrum upplýstum atvikum er það löglega sannað, að hann haustið 1873, þegarhannbjó á Hurð- arbaki, hafi nokkrum sinnurn tekið tvo hesta og eina hryssu frá Vestra-Miðfelli, sem sóttu í heygarð hans, og keflað þau á þann hátt, að hann Ijet upp í þau hrossleggi þvers um, batt hrosshárslinda um báða enda á hrossleggjunum og smokkaði honum eins og höfuðleðri á beizli upp á höfuðin á hestunum, og batt svo sama hrosshárslindanum eins og beizl- iskeðju undir kverkina á hestunum, svo að hrossleggirnir ekki gátu gengið til, og voru þeir svo digrir, að hestunum var ó- mögulegt að bíta með þá upp í sjer. Eptir að hinn ákærði þannig tvisvar hatði keílað hestana frá Miðfelli, án þess að mein yrði að þvi, af því að þeir fundust skömmu eptir kefl- inguna, og kefiin veru tekin út úr þeim, bar svo til mánu- dagskvöld eittá jólaföstunni, að hinn ákærði hitti þessa 2 hesta hjá heygarði sínum, sem ekki verður álitinn gripheldur, og keflaði þá báða; kom annar þeirra heim að Miðfelli daginn eptir með keflið upp í sjer, strengdur og hungraður, en hinn hesturinn fannst ekki fvr en á miðvikudag um hádegi, eptir mikla leit, liggjandi í fönn meö keflið uppi í sjer, mjög þjak- aður, banhungraður og með kjálkana og kjaptvikin mjög bólg- in undan hrossleggnum; og er það álit þeirra, sem fundu hestino, eða sáu hann skömmu seinna, að hann ekki mundi hafa iifað til næsta dags, ef hann hefði ekki fundizt, því hann gat enga björg sjer veitt, en landnyrðingsbylur og mikið frost var þá dagana, sem hestinn vantaði. Var hesturinn síðan rek- inn heim, og rjetti hann smámsaman við, en átti þó lengi erfitt með að jeta vegna bólgunnar í skoltinum. Hinn ákærði gjörði engum vart við um keflingu hestanna, fyr en að smali frá Miðfelli, daginn eptir að hestarnir voru keflaðir, kom til að spyrja um þá; fyrir þessar tiltektir er hinn ákærði, sem kom- inn er langt yfir lögaldur sakamtnna, og ekki hefir fyr sætt hegningu eða ákæru fyrir neitt lagabrot, dæmdur fyrir auka- rjetti Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, að Hjarðarholti, 28. sept. f. á. í 10 rd. sekt til landssjóðsins, eða, ef sektin er ekki borg- uð í tækan tíma, þá í sex daga einfalt fangelsi, sem og til að borga allan málskostnað, en þessum dómi hefir hinn ákærði skotið til yfirdómsins. Yfirdómurinn hlýtur að vera á sama máli og undirdómar- inu um það, að þessi meðferð hins ákærða á hestunum frá Miðfelli sje þess eðlis, að hann ekki geti sloppiö hjá hegningu fyrir hana, og virðist hegningin eptir málavöxtum hæfilega met- in af undirdómaranum, samkvæmt 299. og 31. gr. hegningar- laganna, samanber tilskip. 28. febr. 1874, til 10 rd. sektar. Undirrjettarins dóm ber því að staðfesta í heild hans, og ber hinum ákærða einnig að borga allan af áfrýjun málsins lög- áður. Hann fór að finna Chase, fjekk hjá honum steininn að láni og lofaði að skila honum undir eins aptur, en strauk i stað þess með hann til Pennsylvaníu, og fjekk með sjer nokkra fjelaga, er trúðu á steininn, til að grafa eptir peningum ná- lægt bæ þeim, er Harmony heitir. Hann kom sjer þar á vist með veiðimanni, er Hale hjet. Hale þessi var methodisti og ráðvendnismaður. Joseph tók nú til að spá með steininum, eias og áður, en hjer fór á sömu leið: þeir fóru allir sneypuför, sem ætluðu að finna fje eptir tilvísun hans, og hjelzt hann eigi við í Harmony. Hann hjelt heimleiðis aptur; en á leiðinni hittir hann mann, er Lawrence hjet og telur honum trú um, að hann hali fundið silfurnámu, skammt frá IJarmony, og getur ginnt hann til að fá sjer fje til að vinna námuna. Snýr hann nú aptur til Iiarmony, og er þess ekki getið, að Lawrence fengi mikið í aðra hönd upp úr silfurnámunni; því hún var engin til. Hann var þó með Hale í þetta sinn, lagði hug á dóttur hans, þá er Emma hjet, og hljópst brott með hana, er Ilale synjaði ráðahagsins. Síðan laug hann út fje úr Stowell þeim, er áður er getið, til að komast heim fyrir með konu sína. Um þessar mundir kynntist Joseph Smith kenningum prests þess af flokki Endurskírenda, er Campbell hjet. Ilann var þá að flytja fagnaðarboðskap sinn í Virginíu, næstalandi við Penn- sylvaníu. Campbell þessi kendi nýa skírnaraðferð, aðra en

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.