Ísafold - 17.12.1875, Síða 4

Ísafold - 17.12.1875, Síða 4
207 208 voru þær skrifaðar af lögþingiskrifara, er skipaður var af kon- ungi 9. maí 1593. Hvert þetta sje eigi rjett, er hinna lög- lærðu og sagnafróðu að segja til um. Vjer vonum að þingmenn á næsta alþingi muni veita uppástungu þessari athygli, hvort sem þeim verður send hún að nýju eður ekki. Á Maríumessuvöku 1875. J. B. + 4. Hitt og þetta. — Prinsinn af Wales hafði 1 milj. kr. eða frekiega það f far- areyri í Indlandsför sína, og undir það annað eins í skotsilfur. Hann ætlar að dvelja 4 mánuði á Indlandi, og er gjört ráð fyrir að sú vera muni kosta nær hálf'ri milj. kr. Þann kostn- að eiga Indverjar að greiða, og verður því jafnað á landið sem skatti. það þykir siimum óviðfelldið; en Bretar hirða eigi um það. Að öðru leyti er ferðakostnaðurinn greiddur úr ríkissjóði Breta, og veitti þingið í Lundúnum fje það í sumar. Sumir þingmenn höfðu þó ummæli um þá fjárveitingu, þótti drottningu engin vorkunn að kosta þessa ferð sonar síns; hún hefðl nóg efni til þess, og henni og niðjum hennar til vegs og frama væri ferðin gjör. En nú eru menn farnir að verða hræddir um, að heldur naumt hati verið tekið til skotsiifrið. Svo sem kunn- ugt er, berast austrænir höfðingjar ákaflega mikið á, og má prinzinn eflaust tjalda því sem til er og ekki horfa í skilding- inn, ef hann á að bera af þeim og bera ægishjálm vfir jörlum sínum á Indlandi. Mest óttast menn, að prinzinn muni eigi hafa getað haft með sjer svo ágætar gjafir handa hinum ind- versku höfðingjum, að þeir hafi eigi til dýrri gjafir í móti; en það yrði niðurlæging fvrir hinn tilvonandi drottinn þeirra, erf- ingja hins mikla ríkis, er «Times» segir um, að honum muni finníist England sjálft (heimaríkið) eins og hjáleiga, þegar hann sje búinn að sjá Indland. — Þjóðmegun í Danmörku. í skýrslu, er erindsreki Austurríkiskeisara í Iíaupmannahöfn hefir nýlega sent stjórn sinni, er mikið látið af uppgangi Dana hin síðari árin. Til sönnunar sögu sinni getur hann þess, að tekjur ríkisins af ó- beinum álögum (tollum og þess háttar) sjeu nú hálfri fimmtu milj. kr. meiri en þær voru 1863, áður en Hertogadæmin fóru, og að allar tekjur ríkisins sje furðu litlu minni en þá. í’etta telur hann mest að þakka stórkostlegum framförum í jarðyrkju, og vanti lítið á, að Danir taki fram öllum jarðyrkjuþjóðum í Norðurálfunni. Auk kornyrkjunnar hafa Danir hin síðari árin einkum lagt stund á nautpeningsrækt, miklu meira að tiltölu en áður. f*á eru Danir og mestu snillingar að ala svín. Flotastjórn Breta fær alit það flesk, sem hún þarf á að halda, hjá einum flesksölumanni í Kaupmannahöfn, og má nærri geta, að það muni eigi vera neitt smáræði. Smjörtilbúning kunna engill og færði honum gull-töflurnar, sama dag og hann vitr- aðist honum áður, eða 22. sept. 1827. Ofan á töflunum lá verkfæri, er Joseph Smith kallar Urim og Thummim; það voru, segir hann, 2 steinar hvítir, í gleraugnaumgjörð. Með þessum gleraugum mátti bæði lesa og skilja letrið á töflunum. Svona segir Mormonsbók frá fundi þessum; en í annari bók segir Joseph, að munirnir hafi verið fieiri, þar á meðal sverð Labans. Chase, sem steininn átti, og er áður getið, segir, að Joseph hafi þetta sama ár (1827) sagt sjer frá, að hann hefði fundið gull-bifiíu, og hafi hann sagt um leið. «■ Hefði jeg ekki haft steininn þinn, hefði jeg aldrei náð í þá bók». Svona vel koma sögur hans heim hvor við aðra. / Jóseph sagði nú ýmsum frá bókinni. Hann sagði hún væri skráð á egypzka tungu,og ætlaði hann að þýða hana áensku og prenta síðan. En hann skorti fje í prentunarkostnaðinn. þá vildi honum það happ til, að hann náði í efnaðan bónda, er Martin Harris hjet. Harris þessi hafði kastað hverri trúnni eptir aðra, hafði í rauninni aldrei haft neina trú, og er hon- um borin illa sagan um flest. þennan kompán ávarpaði Jo- seph Smith með þessum orðum: «Guð hefur boðið mjer að krefjast 50 dollara (200 kr.) af þeim manni, er jeg hitti fyrst, mjer lil styrktar meðan jeg vinn verk guðs og þýði gullbiflí- una». Harris fær honum undir eins fjeð og fer auk þess með Danir og svo vel, að betra smjör fæst eigi þótt leitað sje um allan heim, og gengur þeim nú út tit annara landa átt- falt á við það, sem var fyrir 10 árum. Árið 1874 keyptu Bretar einir fyrir 27 milj. kr. af dönsku smjöri. Erindrekinn segir, að eigur þjóðarinnar muni nema 4600 til 4800 milj. kr. (3460 milj. í fasteign, 1140 milj. f lausafje), eða teljast svo til, að hver maður f landinu eigi 2180 kr. virði, og er það meira en i nokkru landi hjer í álfu. (Á Englandi kemur ekki nema 1560 kr. á mann). Loks lætur hann mjög vel yfir andlegum framförum þjóðarinnar, þó sjer í lagi alþýðu, og þakkar það ágætri barnauppfræðingu, en meðfram velmegun almennings, og ekki sízt þvf, að hver maður er látinn temja sjer her- mennsku til að verja land sitt, og loks því, að stjórnfrelsi landsins hefir endurvakið þjóðtilfinningu lýðsins. Ilann full- yrðir, að hvergi um alla Norðurálfu muni jafngóð barnaupp- fræðing og í Danmörku, að þýzkalandi einu frá teknu, en í æðri menntun sje margar þjóðir Dönum langt um fremur. — í Berlin eru íbúar nú orðnir rúmlega 1 miljón. Árið 1675 voru þeir 10,000, árið 1775 100,000, og nú, 1875, 1,000,000. Hefir íbúatalan þannig tifaldast hverja öld. Árið 1975 eiga eptir því að verða 10 miljónir manna í Berlin. — Minnsta brauð i Noregi heitir Solien. það er á Upp- löndum. Tekjurnar af sókninni er 360 kr. En presturinn hefir auk þess 160 kr. úr rikissjóð og allgóða bújörð, svo munur er þó á þessu brauði og Grfmsey eða Stað í Súganda- firði. Sóknarbörnin eru 365. Sveitin liggur 1500 fet yfir sjávarmál. — Danskur likneskjusmiður, Bissen að nafni, hefir gjðrt ágæta likneskju af Absalon biskupi og gefið hana nýlega Kaup- mannahöfn. Á hún að standa í þinghúsdyrum bæjarins. Ekki er þess getið, að Kaupmannahafnarbúar hafi talað um, að gjöfin mundi verða «fagur friðarbogi, er tengi saman hjörtu þeirra og gefandans», herra Bissens. — það bar til á þýzkalandi f fyrra, að 103 ára gömul ekkja giptist í fjórða sinn, og gekk að eiga sextugan ekkjumann. Hún átti fjölda barna eptir fyrri menn sína, og sátu þau öil brúð- kaupið. Elzti sonurinn var þá á níræðisaldri. AUGLÝSINGAR. — Inn- og útborgun sparisjóðsins verður fyrst um sinn á skrifstofu landfógetans á hverjum laugardegi frá kl. 4—5 e. m. Kaupendur ísafoldar úr nœrsveitunum hjer við Reykjavík geta vitjað hennar í apótekinu, hjá herra Brynj- úlfl Júhannssyni, aðstoðarmanni apótekara. Joseph til Harmony og gjörist skrifari hans, því Joseph var sjálfur lítt skrifandi. Tóku þeir nú til starfa að þýða hina helgu bók. Joseph las fyrir, en Harris skrifaði. þeir sátu hjá Hale, tengdaföður Josephs, ogsegirhann svofrá,aðSmithhafihaldið hattinum, meðkynjasteini Chase f, fyrir andlitið, og látist þýða úr bókinni, en hún lá einhverstaðar fólgin og sá hana enginn. Aptur segir Harris, að Joseph hafi setið með glerangun, sem áður er getið, bak við tjald, og þýddi þar bókina, sem enginn fjekk að sjá; en skrifarinn sat hinum megin við tjaldið, og skrifaði það, sem Smith sagði honum gegn um það. Enginn sá nokkurn tíma gullbiflíu Josephs Smiths, enda þarf eigi þess að geta, að öll saga hans um hana var tómur lvga- spuni.1 Enda hefir einn af beztu kunningjum Smiths, lngersol, svarið fyrir dómi, að Smith hafi sagt sjer, að þetta væri tómt bull alltsaman, hann hefði enga slfka bók og eigi ímyndaði hann sjer heldur, að nein slík bók væri nokkurstaðar til f öll- um heimi; «en» — bætti hann við — «úr því jeg er nú einu sinni búinn að ná f þessa bannsettu aula, ætla jeg að hafa gaman af þeim». (Það var tengdafaðir hans og aðrir nánustu náungar, er hann talaði um þessum orðum). __________(Framhnld síðar). Útgefandi og ábyrgðarmaður: Björn Jónsson, cand. phil. Landsprentsmiðjaa í Reýkjavík. Einar þórðarson.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.