Ísafold - 08.01.1876, Page 2

Ísafold - 08.01.1876, Page 2
235 236 V undirbúning hjónabandsins, stofnun þess o. s. frv. eru því einungis umboðsleg fyrirmæli ráðgjafans »jálfs. Hann skipar ekki að gefa saman hjónin eptir lögunum frá 13. apr. 1851, heldur, eins og vjer þegar bentum á, eptir fyrirmœlum sínum. í*að er því ekki í krapti laganna 13. apr. sjálfra sem laga, að ráðgjafinn setur reglurnar um stofnun hjónabandsins, heldur gjörir hann það með beimild konungsúrskurðarins. Uið borgaralega hjónaband sjálft er að voru áliti beinlínis heimilað með 47. gr. stjórnarskrárinnar, þar sem eins stendur á og hjer, að hlutaðeigandi persónur geta ekki fengið hjóna- vigslu hjá presti; þær fá þá eigi að njóta þeirra borgaralegu rjettinda, að mega ganga í hjúskaparstjett. En það atriði, að ráðgjafinn setur reglur, sem eru samkvæmar þ. e. samhljóða þeim, er standa f lögum 13. apr. 1851, gjörir eigi það að verkum, að ráðgjafinn þar með beiti hinum skuldbindandi krapti peirra laga. þessa biðjum vjer vel gætt. Uefði auk þess sú verið skoðun ráðgjafans, að hann gæti orðalaust breylt hjer á landi optnefndum lögum frá 13. apr. 1851, þá gat hann ekki einu sinni skipað að gefa saman hjónin eptir sín- um fyrirmælum, því að þá hefði eptir hans skoðun hinar nauð- synlegu reglur verið fólgnar í lagaboðinu sjálfu. Uerra h-r og öðrum kann ef til vill að þykja það ekki standa á miklu, hvort ráðgjafinn setur reglurnar i sínu eigin nafni eða ekki, úr því að þær eru alveg samliljóða þeim, er standa í lögum, sem eigi eru lögleidd hjer, en þetta gjörir þó hinn mesta mun í formlegu tilliti, en hjer er nú einmitt einungis um það að ræða. Enginn getur bannað ráðgjafanum að leita sjer upplýsinga í enskum lögum eða frakkneskum, rússneskum eða jafnvel kín- verskum, eða taka reglur sínar úr þeim, hefði hann þótzt þurfa svo langt að leita eða eigi getað fundið neinar nýtilegar reglur nær sjer; en engum mundi þó hafa til hugar komið, að segja, að ráðgjafinn hefði þar með beitt þessum útlendu lög- um s-jálfum eða viljað láta framkvæina nokkuð í þeirra nafni. Herra h—r spyr ennfremur, hverjum hefði verið órjettur gjör, þótt þessi hjú hefðu verið gefin saman af presti, svarar sjer sjálfur og neitar að nokkur hefði orðið fyrir órjetti fyrir það. Um þetta atriði erum vjer honum samdóma. En hjer er ekki um það að ræða, heldur er hitt aðalatriðið, er vjer tókum áður fram: að enginn prestur gat orðið skyldaður til að gefa þessi Mormónahjú í hjónaband, en þegar svo var komið, þá var um missi borgaralegra rjettinda að ræða. Ilefðu þau Magnús og Þuríður eigi getað giptst af því að enginn prestur vildi gefa þau saman eða varð skyldaður til þess, þá gátu þau með fullum rjetti kvartað undan að fyrirmæli 47. greinar stjórnarskrárinuar væri ekki annað en dauður bókstafnr. ^á gátu pau einmitt kvartað um brot á stjórnarskránni. I’að hefir ráðgjafinn fyrirbyggt með margnefndri aðferð, er vjer skiljum eigi í öðru en hver maður, sem um málið hugsar, kannist við, að hann hafi haft fuila heimild til, úr því sem gjöra var. Að reglur þær, er ráðgjafinn hefir sett um aðferðina við hjóna- vígsluna, eru samhljóða þeim, er standa í hinum dönsku lög- um, fáum vjer eigi sjeð að geti verið neitt lagabrot, þegar þessum lögum er eigi þannig beilt, að skipað sje að hjóna- vígslur skuli framfara samkvæmt peim. Hið eina, er oss virð- ist að hefði getað komið til íhugunar fyrir ráðgjafann, er það, hvort ekki hefði verið rjettara að forminu til að láta konung gefa út bráðabirgðarlög (stjórnarskr. 11. gr.) um reglurnar fyrir stofnun hins borgar.dega hjónahands o. s. frv.; en vjer dirf- umst alls eigi að segja, að sú leiðin hefði verið í nokkru rjett- ari, þar sem ekki var nema um eitt einstakt tilfelli að ræða. Eptir þeirri niðurstöðu, er vjer höfum þannig komizt að, eru aðrar athugasemdir herra h — r sjálffallnar. Vjer skulum að eins geta þess, að þar sem herra h — r segir, að vjer í stað þess að telja margnefuda ráðstöfun ráðgjafans í eðli sinu og rjetta, hefðum sem góður blaðstjóri átt að finna að henni, þvi að hún væri gjörræði af ráðherrunum, þvert ofan í gild- andi lög, þá erum vjer honum að vísu þakklátir fyr bend- inguna. Vjer efumst og eigi um, að grein hans muni sprottin af virðingu fyrir lögunum og lofsverðum áhugaáþví, að stjórn- arskrá vor sje nákvæmleg.i haldin. En hins vegar getum vjer eigi bundizt að geta þess, að oss furðar stórlega, að herra h — r skuli vilja þeyta svo voðalegum brandi út meðal almenn- ings, að gildandi lög sjeu brotin af ráðgjafans hálfu, og gefa sjer eigi tíma til að rannsaka áður málið ítarlega, og virða það fyrir sjer á alla vegu. — Fjárkláðinn. Eptir því sem oss hefir verið frá skýrt, hefir í öllum kláðasveitunum sunnan Botnsvoga komið fram kláði á bæ og bæ eptir hinar almennu baðanir, nema í 0ivesi og Selvogi. þar dagsettu bændur þegar í haust lækn- ingarnar til 24. f. m.; var fjenu fækkað þar í mesta lagi og allt fje vandlega búið undir böðunina með iburði, þótt enginn kláðavottur sæist í því. Eins voru böðin vönduð sem mest, og í walziska baðið við haft tjöruseyði í stað tjöru. Loksins teija 01vesingar og Selvogsmenn sjer það til gildis, að allt fje þeirra hafi verið baðað i vor undir eins og það var komið úr ullu, og áður en því væri sleppt á fjall. þeir vona því að hafa nú að öllu leyti yfirbugað kláðann hjá sjer. í hinum sveitunum hafa menn tvibaðað fjeð á þeim bæjum, er kláðavart hefir orðið eplir 1 eða 2 baðanirnar, og skorið kláðakindurnar, og vona menn með því að vinna bug á þeint votti, sem enn kann að hafa leynzt eptir einhverstaðar, Alstaðar á kláðasvæðinu fyrir sunnan Botnsvoga mun fje það, sem eptir lifir, nú vera tvíbaðað nema í höfuðstaðnum sjálfum og í greund við hann. Er svo sagt, að aðalfjáreig- andinn í Heykjavík hafi borið sig upp við báyfirvaldið undan skipun lögreglustjórans um tvær baðanir á fje hans, meðan lögreglustjórinn var á umreið sinni anstur í Árnessýslu, og fengið bænheyrslu. Bæði i niðurskurðar- og lækningasveitunum er gjörð ráð- stöfun til að eptirleilir um allar afrjettir fari fram laust eptir miðjan vetur, til þess að vissa fáist fyrir, að engin kláðakind dyljist á fjöllum nppi. — Valdskurðurinn í Krísnvík. Þess er áður getið í blaði voru, að tveir bændur í Grindavikurhreppi, Jón Oddson í Iírisuvík og Guðmundur Uannesson á Vigdísarvöllum hefðu sýnt sig liklega til að rjúfa Njarðvíkursamþykktina og setja fje sitt á vetur. í öndverðum fyrra mánuði böðuðu þess- ir bændur fje sitt í annað sinn, úr Walslegi, og þólti þá svo ber orðin fyrirætlun þeirra, að hinn setti lögreglustjóri í kláða- málinu, herra Jón ritari Jónsson, þóttist ekki mega láta ráð- lag þeirra afskiptalaust. Með því að hlutaðeigandi breppstjóri treysti sjer ekki til að ráða við þessa þverbrotnu fjáreigendur, fjekk lögreglustjórinn til tvo nafnkennda atorkumenn úr Vatns- leysustrandarhreppi, Jón hreppstjóra Jónsson Breiðfjörð á Hólma- búð og Ásbjörn sýslunefndarmann Ólafsson í Njarðvík, að hafa nákvæma tilsjón um, að nefndir fjáreigendur hlýðnuðust Njarð- vikursamþykktinni, og undirbúa valdskurð á fje þeirra um ný- ár, ef þeir reyndust einráðnir í að setja það á vetur. Sam- kvæmt þessum fyrirmælum gjörðu tilsjónarmenn þessir sjer ferð suður í Krisuvík í miðjum fyrra mán., á fund þeirra bændanna í Krisuvík og á Vigdísarvöllum, skoðuðu fje þeirra, er reyndist þá kláðalaust, og spurðu þá síðan við votta um fyrir- ætlun þeirra með fjeð í vetur. Drógu þeir þá enga dul á, að þeir ætluðu sjer engri kind að farga upp frá því á þessum vetri. Töldu hinir þá fyrir þeim á margar lundir, að þeitn mundi eigi tjá að rjúfa Njarðvíkursamþykktina, og buðust til að liðsinna þeim af fremsta megni til þess, að lógun kinda þeirra yrði þeim sem skaðaminnst. En bændur ljetu sjer eigi segjast að heldttr, og spurðu tilsjónarmenn þá, bvort þeir kysu heldur að fje þeirra væri tekið af þeim til förgunar þá þegar, eða ekki fyr en um nýár. þeir kváðu sjer standa á sama hvort heldur væri, en sögðust jafnframt fyrirbjóða bæði þeim (tilsjónarmönnunum) og öðrum að taka fjeð, hvort sem væri þá þegar eða síðar. Sakir þessara ummæla rjeðust til- sjónarmennirnir í að taka fjeð þá þegar frá eigendunum til niðurskurðar, til þess að auka þeim ekki kostnað með annari ferð síðar eptir fjenu. I’ótti þeim og því meiri nauðsyn til bera að vinda bráðan bug að þessu, sem bændur höfðu á orði að fara með fje sitt í aðrar sveitir, út fyrir niðurskurðarsvæð- ið, í því skyni að skjóta sjer undan Njarðvikursamþykktinni. í annan stað óttuðust tilsjónarmennirnir, að veður kynni að spillast svo til nýárs, að ófært yrði að nálgast fjeð þá, enda mjög óvíst, að það fyndist þá allt saman, því að ekki hafði það verið haft í heimagæzlu og lítil hirðing á því. Ljetu til- sjónarmenn nú smala Qenu og reka það sem fannst inníVoga.

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.