Ísafold - 08.01.1876, Blaðsíða 3

Ísafold - 08.01.1876, Blaðsíða 3
237 238 i/ |>að voru rúml. 120 kindur, sinn helmingurinn frá hvorum þeirra Jóns og Guðmundar. Síðan rituðu þeir Ásbjörn lög- reglustjóra um aðgjörðir sínar, en hann var þá uppi í Borgar- firði, svo að brjeflð náði ekki í hann. Skarst amtmaður þá í leikinn, eptir kæru fjáreigendanna, og bauð að skila þeim fjenu aptur, svo framarlega sem skýrsla kæranda um málið væri sönn. En með því að tílsjónarmönnum virlist brestur á því, færðust þeir undan að hlýðnast fyrirmælum amtmanns ( þessu efni; en hins vegar þorðu þeir ekki að ráðast i að skerakind- urnar, er þeir höfðu í góðri geymslu, og biðu lögreglustjóra, sem var á umsjónarferð um Árnessýsiu. Hann kom laust fyr- ir nýárið út i Krisuvík, hjelt þar rannsókn um ferö tilsjónar- manna suður þangað og aðgjörðir þeirra, og reið síðan inn f Voga. Þar hjelt hann 2. þ. m. þing, á Norðurkoti í Vogum, og kvað þar upp svofelldan Crskurð. "Niðurskurði þeim á fje Jóns Oddssonar í Krísuvík og Guðmundar Hannessonar á Vigdísarvöllum, sem gjörð hefir verið ráöstöfun til, ber að halda áfram viðstöðulaust, svo fljótt sem unnt er, og á sem hag- anlegastan hátt*. Úrskurður þessi er byggður á Njarðvikur-samþykktinni (prentuð i ísaf. II 19), er optnefndir fjáreigendur höfðu fyrstir manna ritað nöfn sín undir skilyrðalaust, en ekki, eins og Guðmundur hefir borið, með því skilyrði, að Jón hreppstjóri Breiðfjörð seldi fyrir hann fje fyrir 300 rd. Hafði Jón hrepp- stjóri að sögn að eins heitið að reyna tii að útvega Guðmundi kaupendur að Ije hans fyrir 300 rd., og gjört það að nokkru leyti, en Guðmundur eigi viljað nota þann kost, er til kom, og jafnframt haldið Qe sínu í geypiverði. Lögreglustjóri fól síðan þeim Jóni hreppstjóra Breiðfj. og Ásbirni Ólafssyni að selja Qe þeirra Krísuvikurmanna til skurð- ar, á sem haganlegastan hátt, og skila sjer andviröinu innan loka þ. m. Grunur ieikur á, að Guðmtindur á Vigdísarvöllum muni ciga talsvert af kindum, er hann hafi leynt bæði fyrir skoðun- armönnum, og þeim Jóni hreppstjóra Breiðfjörð og Ásbirni, er þeir komu að finna hann 14. f. m. Kváðu skilvísir menn hafa borið, að hann hafi haft nær 200 fjár undir höndum um rjettir í haust, en aldrei komu fram til skoðunar nema 60—70 kindur. — Vjer höfum með ásettu ráði eigi getið þessara tíðinda fyr en nú, að vjer höfum fengið áreiðanlegar fregnir um þau. Hefir saga sú, er fyrst barst út af þeim munnlega, verið all- mjög ýkt og rangfærð. I.niulsyrflrrjettardóinar 1875. — 5. dómur, 8. marz. — Ögmundur nokkur Ögmundsson, vinnumaður á Kálfsstöðum f Rangárþingi, dæmdur í 3 x ö daga fangelsi við vatn og brauð, og allan málskostnað, fyrir ólögmœta meðferð á fundnum fjármunum (249. gr. hegn.l.). Hann hafði í kaup- staðarferð úti ( Vestmannaeyjum tekið 2 borðstúfa, 1 kr. 33 a. virði, er lágu ofan til á bryggjunni við Miðbúð, og látið út í bát formanns sins. Kveðst hann hafa ímyndað sjer, að ein- hver hásetanna ætti borðstúfana, en síðan, er enginn leiddi sig að þeim, hati vjer dottið í hug að fjenýta sjer þá, en þá Ijet sýslumaður taka þá og afhenda Ttiomsen kaupmanni sem eig- anda, •>þótt engin sönnun sje fram komin fyrir eignarrjetti hans nje heldur neins annars á borðstúfum þessum*. Undir- dómarinn áleit athæfi kærða þjófnað, og dæmdi honum 2 ára betrunarhúsvinnu, eptir 234. gr. hegn.l., afþví hann hafði 5 sinnum áður verið hegnt fyrir þjófnað. Kærða hafði og verið gefið að sök, að hann hefði í sömu kaupstaðarferð stolið rullu- bita, en það þótti yfirdómnum ekki nægilega sannað gegn neitun hans. Yfirdómarinn getur þess, að sýslumaður hafi að vísu skotið hjeraðsdómnum til yfirrjettarins, en, eins og amt- maður hafi tekið fram, sjáist ekki af skjölum málsins, hvort ákærði hafi óskað þess eða ekki. — 6. dómur, 15. marz. W. 0. A. Löwe, kaupmaður í Lioerpool, gegn Magnúsi Jónssyni, sjálfseignarbónda og verz\~ unarstjóra á Bráðrœði. — Sumarið 1873 pantaði Magnús hjá Löwe saltfarm og aðrar vörur, er svaraði 20 lestum. Farmur- inn kom, en saltið var heimingi meira en M. hafði pantað, og var sá helmingur ætlaður öðrum nafngreindum kaupmönnum í Reykjavík og Hafnarfirði, en þeir vildu eigi taka við þv(, er til kom, þólt M. skoraði á þá með notarialgjörð að gjöra það. Ljet M. þá flytja salt þetta í sin hús, og kveðst hafa ætlað að selja það smátt og smátt fyrir hönd Löwe og á hans kostnað, skrifaði síðan L., hvernig farið hefði. Á öndverðum næsta vetri kallaði Löwe M. fyrir sáttanefnd, og krafðist borgunar á því, sem eptir stæði af andvirði a 1 1 s saltfarmsins. Sættir komust ekki á, en þó var málið látið liggja niðri til næsta hausts. [’á Ijet L. fitja upp á því aptur, út af ágreiningi um hvað eptir stæði hjá M., sem hafði borgað L. 1000 rd. um árslok 1873. Taldi L. skuldina £89-17—9 (nál. 800 rd.), en M. ekki nema 570 rd., eða rjettara sagt ekki nema 510 rd , þar eð sjer væri óborgaðar 2 tunnur af kjöti, er hann hefði látið L. fá haustið 1871, og þessa 510 rd. bauðst hann til að horga, án vaxta. — L. byggði nú kröfu sína á kontokúrant (reikningi) 73, þar sem M. er reiknaður a 1 1 u r saltfarmurinn til skuldar, og ekki gjörður neinn greinarmunur á því, sem honum var upphafiega ætlað, og hinu, sem aðrir áttu að fá, en M. taldi sjer ekki verða reiknað lil skuldar nema það sem hann hafði pantað, og ætti hann einungis að standa L. skil á andvirði hins, jafnóðum og það seldist hjá sjer, að frádregnum kostnaði og ómakslaunum. Rjetturinn telur nú viðurkennt af báðum málspörtum, að M. hafi að eins verið ætlaður helmingur af saltfarminum, þótt umboðimaðnr L. þar fyrir rjettinum (J. Gnðm.) vilji halda fram, að hann hafi átt að hafa hann allan, enda segir sá hinn sami (J. G.) í sáttakæruskjali 7. des. 1873 með berum orðum, að jafnmikið af salti, fram yfir það sem Magnúsi var ætlað, eða hann hafði pantað, var og aldrei honum sent, eða til hans »destinerað«, heldur til annars nafngreinds kaupmanns, og í annan stað endurgalt L. orðalaust kostnaðinn af notarialgjörð- um þeim, sem áður er getið. Hinn helmingurinn var því M. óviðkomandi, eins þótt hinir, sem hann var ætlaður, vildu ekki veita honum viðtöku. En þar sem M. Ijet flytja nefndan helm- ing saltsins í land og láta inn í hús, »verður ekki» — segir rjetturinn — »gegn neitun hans leitt annað út af því, en að hann hafi gjört þessar ráðstafanir sem óbeðinn umboðsmaður (inegotiorum gestor) Löwes, til þess að firra hann fjártóni ■<, enda virðist hann hafa haft fullt tilefni og fulla heimild til þes-s að fara að eins og hann gjörði. M. kveðst og hafa skýrt L. þegar í stað frá aðgjörðum sínum, og hafi hann fallist á þær, hefir L. og ekki neitað því. Engin sönnun er heldur fram komin fyrir því, að M. hafi síðar skuldbundið sig til að borga allan farminn. M. hefir þannig með fullri heimild tekið hið umrædda salt aö sjer, ekki sem sína eign, heldnr sem eign Löwes, til þess að selja það fyrir hann sem óbeðinn umboðs- maður, og L. hefir ekki leitt nein rök að því, að M. hafi mis- farizt með þetta umboð sitt. Fyrir því verður honum ekki gjört að svara meiru fyrir þann hluta saltfarmsins, en andvirði þvf, sem hann seldist fyrir, og L. hefir ekki athugað neitt við, að frá dregnura koslnaði þeim og ómakslaunum, er hann reiknaði sjer, og L. hefir ekki fundið neitt að. Yfirrjetturinn er þv( á sama máli og undirdómarinn (bæjarfóg. í Rvík), að L. getur ekki út af þessum saltviðskiptum þeirra M. krafist nema þeirra 570 rd., sem M. hafði játað að sjer bæri að greiða, enda hefir L. ekki fundið neitt sjerstaklegt að útreikningi M. á þessari upphæð. Vegna gagnkröfu sinnar um kjötskuldina, sem áður er getið, 60 rd., gagnstefndi M Löwe við yfirrjettinn, en L. heimt- aði fyrst og frernst kröfu þessari vísað frá undirrjettinnm, en það kvað yfirdómurinn ekki verða tekið til greina, þar eð und- irdómuum hefði ekki verið áfrýjað að því leyti. Lndirdóinar- inn hefði dæmt L. sýknan af skuidakröfu þessari sem ósann- aðri gegn neitun hans. En L. hafði fyrir undirrjettinum að eins farið frarn á, að kröfunni væri vísað frá dómi, en ekki mótmælt henni sjálfri með berum orðum, heldur að eins haft um hana svo óákveðin ummæli (sagt hún væri «ósönnuð», látið í ljósi efa um, «hvort nokkur fótur eða hæfa væri fyrir sjálfri henni eða ekki»), að yfirrjetturinn telur ekki hafa verið tilefni fyrir M. til uð koma fram með frekari sannanir fyrir henni, og því beri að taka hana til greina. Skuld Magnúsar var því eptir áliti rjettarins að eins 510 rd. (og 76 sk.) eða 1021 kr. 58 a., en með því hann hafði þráfaldlega boðizt til að greiða einmitt þessa upphæð, kvað rjeiturinn ekki geta orðið umtalsmál að hann fengi neina vexti af peningum þessum. l‘ví dœmist rjett að vera: Gagnáfrýandanum, Magnúsi óðalsbónda og verzlunarfor- stjóra Jónssyni ber að greiða aðaláfrýandanum W. 0. A Löwe kaupmanni 1021 kr. 58 aura, en að öðru leyti að vera sýkn af kröfum hans í þessu máli. Malskostnaður fyrir undirrjettinum falli niður; í málskostnað fyrir yfirdómi borgi aðaláfrýjandinn gagnáfrýandanum 40 krónur. Málaflutningsmanni Jóni Guð- mundssyni ber að greiða í sekt til fátækrasjóðs Reykjavíkur- kaupstaðar 10 krónur, og til dómsmálasjóðsins 10 krónur. Dóminum að fullnægja innan 8 vikna o. s. frv. (7. d ó m u r, 26. apr., var í hinu mikla máli milli hinnar (slenzku samlagsverzlunar í Bergen og Egils kaupmanns Egils- sonar, en með því að það er svo langt og flókið, munum vjer

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.