Ísafold - 08.01.1876, Side 4
239
240
láta oss nægja að geta úrslita þess í hæstarjetti, þegar það
er útkljáð þar).
— 8. Dómur, 3t. maí.— Sœmundur Scemundsson& Rút-
staða-Suðurkoti í Arnessýstu dæmdur í 4—5 daga fangelsi við
vatn og brauð, eptir 250. gr. alm. hegnl., og Ingimundur son-
ur hans til að hýðast lð högg með reyrpriki, eptir 230. og
250 gr. sömo laga, sbr 48. gr. II, 57. gr. II, 63. gr., 22. gr.
og 30. gr., og til að greiða 4 kr. í málsvarnarlaun í hjeraði.
Allan annan málskostnaö skyldu feðgarnirgreiða báðirinsoZidum.
Sæmundur hafði um fráfærurnar sumarið 1874 afmarkað 2
veturgamlar kindur, er komu heim í kvfar með fje hans, undir
sitt mark, í þvá skyni að helga sjer þær. Auk þess játaði
hann, að hann hefði undanfarin 20 ár stolið við og við reka-
spýtum af Gaulverjabæjar- og Loptstaðarekum, en ekki hefir
orðið ágizkað, hverju verði þeir stuldir nemi. — Ingimundur
hafði haldið kindunum, meðan faðir hans afmarkaði þær, eptir
boði hans, en þó nauðungar- eða hótunarlaust. í annan stað
hafði hann sumarið áður (1873) skorið blýsökku af handfæri í
skipi á Loptsstöðum og stolið henni. — Hjeraðsdómarinn hafði
valið hinum ákærðu sömu hegningu og yfirdómurinn, en heim-
fært brot Sæmundar tmdir 47., 45., 231. I, og 230. gr. hegn-
ingarl., en Ingimundar undir 230., 22., 30 og 242 grein sömu
laga. Enn fremur hafði hann dæmt Ingimund til að greiða 1
kr. í iðgjöld fyrir 6ökkuna, en yfird. felldi þau burtu, þar eð
eigi yrði sjeð, að þeirra hafi verið krafizt. — Yfird. getur þess,
að rekstur málsins í hjeraði hafi verið mjög seinfara, en ekki
virðist ástæða tii að láta hjeraðsdómaranum varða það ábyrgð-
ar. — Amtmaður hafði áfrýað málinu.
— 9. Dómuk, 28. júní. — Bœjarstjórn Akureyrar gegn
fátœlirastjórn Hrafnagilshrepps. Með þeim dómi var máli þessu
vísað frá yfirdóminura ex officio, vegna þess að undirrjett-
ardómsgjörðirnar yrðu ekki lagðar til grundvallar fyrir útlistun
málsins í yfirdóminum, þareð þær værtt gefnar út af bæjar-
fógeta St. Thorarensen, er ekki hafði dæmt i málinu, heldur
flutt það I hjeraði, og auk þess verið mjög riðinn við það, sem
formaður bæjarstjórnarinnar á Akureyri.
— 10. Dómur, 12. júlí. — Erlendur bóndi Magnússon
á Efrahreppi i Borgarfjarðarsýslu dæmdur sýkn af þjófnaðar-
kæru, en þó í allan málskostnað. Hann hafði vorið 1874 rúið
4 sauði, er t’órður bóndi þorsteinsson á Leirá átti, og ekki
skilað reifunnm fyr en leitað var hjá honum þjófaleit. Að vísu
hafði hann við smala J>órðar neitað að hafa sjeð sauðina, lát-
ið ullina af þeim saman við sina ull, og sagt telpu, sem
hjálpaði honum til að rýja þá, að hann ætti einn þeirra, sem
var grár; en bins vegar fór hanu ekkert leynilega með reifin,
og kvnðst hafa ætlað að skila þeim undir eins og hann ætti
leið suður yfir Skarðsheiði, enda hafi þórður beðið sig að hirða
ull af kindum hans, ef svo bæri undir, og hefir þórður ekki
þorað að bera á móti að svo knnni að hafa veríð ; þetta bar
hann stöðuglega fram, enda kvað hann aldrei hafa haft á sjer
neitt óráðvendnisorð. — Iljeraðsdómarinn dæmdi hann sýknan
af ákærum rjettvísinnar, en amtmaður áfrýaði.
— Fárviðri. Síðan fyrir jól hafa hjer staðið hrakviðri
af austri og landsuðri, og stundum orðið mjög bvasst. Mest
var veðrið aðfaranótt hins 3. þ. m., af austri, og urðu af því
stórskemmdir, einkum á róðrarskipum. Hefir fjöldi þeirra fok-
ið og brotnað, bæði hjer í bænum og um nesin, þar sem til
befir spurzt.
— Aflabrögð. Frjezt hefir til allgóðs afla í 1—2 róðr-
nm milli jóla og nýárs suður í Garðssjó: 30—40 í hlut af
vænum fiski. Eru menn ekki vonlausir um, að fiskiganga sje
komin eða í vændum hjer á Inn-nesjamiðin; en aldrei gefur
að róa.
Hitt og þetta.
— Píus páfa níunda er við brugðið fyrir kennimannlega
mælsku. Sem dæmi hinnar kjarnmiklu orðgnóttar hans telur
Gladstone í ritgjörð, er hann samdi um páfann í fyrra, upp
nokkur heiti, er bann hefir valið mótstöðumönnum sínum, helzt
Viktori konungi og sljórn hans og hennar fylgifiskum. Hann
kallar þá úlfa, Farisea, Filistea, þjófa, kolapilta, lygalaupa, augna-
þræla, börn Satans, börn syndarinnar, börn glötunarinnar,
fylgiliða Djöfulsins í mannsmynd, og þar fram eptir götunum.
— þýzkur liðsforingi sagði einu sinni við Napóleon mikla,
að þjóðverjar væru vanir að berjast sjer til frægðar og frama,
en Frakkar einungis til fjár. »Má vel vera» segir Napóleon,
chver berst til þess, sem hann vantar.>.
— í nýjum bæ einum í Ameríku voru íbúar 1200 skömmu
eptir að hann var reistur, {’ar af voru 600 f «svarthoii» eða
varöhaldi, en II nndir grænni torfu. Meðal þessara 11 höfðu
2 dáið 8kaplega, en hinir verið hengdir.
— Óvíða hjer í álfu mun fólki fjölga eins ótt og í stór-
bæjunum á Englandi. í Liindúnum var fyrir rúmnm 20 árum
(1851) ibúatalan liðugar 2 milj. og 362 þús., en nú (1875)
3,445,000. í Manchester 1851 303,000, en uú 356,000. f
Liverpool þá 375,000, nú 516,000. í Hall þá 84,000, nú
134,000. f Newcastle þá 87,000, dú 137,000. í Bristol þá
137,000, nú 196,000.
— Ófriðurinná Spáni kostar stjórnina 900,000 kr.
á dag. Megnið af fje þessu fer úr landi; landinu er svo farið
aptur, að það verður að fá vopn og hernaðaráhöld mestöll frá
öðrum löndum. Ríkisskuldirnar hafa aukizt 10 árin siðustu úr
2880 miljónum kr. upp í 6750 milj. Meira en helmingnrinn
af öllum tekjum ríkisins fer til áð borga renturnar.
— ÚrsmiðaríSviss. f Sviss bafa 38,000 manna at-
vinnu við úrsmíðar: 28 þús. karla 10 þús. kvenna. þar i
landi eru búin til 1,600,000 úr um árið, og eru þau 60 milj.
kr. virði; í Frakklandi 300,000 (II milj. kr.), á Englandi 200,000
(10 milj.kr.) og í Bandaríkjunum I Yesturheimi 100,000 (5 milj.kr.).
— Stærsti kikiríheimi. f Paris er nú verið að
búa til kíki, sem á að verða 45 fet á lengd og 5 fet að þver-
máli. Stærsti kíkir, sem áður hefir smíðaöur verið, var 36 fet
á lengd og 4 !/j fet að þvermáli.
AUGLÝSINGAR.
— Hinn göfuglyndi þjóðvin, presturinn sjera S. B. §íi-
vertsen á Útskálum, hefur falið mjer á hendur, að prenta
á sinn kostnað ræðu eptir biskup sál: Helga G. Thordersen,
sem hann framflutti við það tækifæri, þá er haun vigði skírn-
arfont Reykjavikurdómkirkju 7. sunnudag e. Trín. 1839.
Útsölu á þessari ræðu, sem er að stærð hálft ark, hefur
hann beðið mig að hafa á hendi; hann hefur svo ákveðið, að
það, sem inn kæmi fyrir hana, skyldi verða eign Reykjavíkur-
barnaskóla. Nú hef jeg ákveðið, að innfesta ræðuna í kápu
og selja hana á tíu aura. Kostnaðurinn við innfestinguna, söl-
una og þessa auglýsingu, verður tekinn af andvirðinu.
í þessu fyrirtæki liggur fögur hugsun hjá útgefandanum,
auk þess er það peningaútgipt fyrir hann; það er því vonandi,
að margir verði til að kaupa þessa ræðu sjer og útgefandan-
um til gleði. Reykjavík, 3. dag janúarm. 1876.
Einar Pórðarson.
— Samkvæmt beiðni herra yfirkennara H. Iír. Friðrikssonar
sem umboðsmanns lögerfingja Jórunnar heitinnar Jónsdóttir
frá Sauðagerði auglýsist það hjer með, að b*r einn í Sauða-
gerði með tilheyrandi túnbletti, verður, ef viðunanlegt boð fæst,
seldur við opinbert uppboð, sem haldið verður að nefndum bæ
Sauðagerði mánudaginn 17. janúarmánaðar þ. á. kl. 12 á há-
degi. í skilmálunum, sem birtir mnnu verða á undan npp-
boðinu, verður meðal annars ákveðið: að annar helmingur and-
virðisins skuli greiddur að 14 dögum liðnum frá uppboðsdegi
en hinn helminginn í fardögnm í vor; að bærinn og túnblett-
urinn skuli standa með fyrsta veðrjetti fyrir skuldinni uns
henni sje lokið, og að kaupandi fái leiguna fyrir bæinn frá
uppboðsdegi, en að sá, sem þar býr nú, fái rjett til að búa þar
fyrir umsamda leigu til Krossmessu í vor.
Skrifstofu bæjarfógeta í Reykjavík, 3. janúar 1876.
L E. Sveinbjörnson.
— Hjá undirskrifuðum er til sölu góður segldúkur bæði á
þilskip og stærri róðraskip; einnig brenni til ýmsra srníða.
Reykjavík, 4. janúar 1875.
Magnús Jónsson.
— Inn- og útborgun sparisjóðsins vcrður fyrst um sinn á
skrifstofu landfógetans á hverjum laugardegi frá kl. 4—5 e.m.
(ý5g=” Kaupendur Isafoldar úr nœrsveitunum hjer við
Reykjavík geta vitjað hennar % apótekinu, hjá herra Brynj-
vlfi Jóhannssyni, aðstoðarmanni apótekara.
Útgefandi og ábyrgðarmaður: Bj'örn Jórísson, cand. phil.
LandsprentsmiDjaH í Reykjavík. Einar pórð arsop.