Ísafold - 29.04.1876, Qupperneq 4
40
þorralok, þá er þó rúgur sá, er amtið
útvegaði sveitarfjelagi þessu í haust til
kaups fyrir 1000 kr. lán úr landssjóði,
fyrir sparsamlega meðferð enn eigi
algjörlega þrotinn, og af hálfgrjónum
er hjer enn talsverl til í búðum.
Leiðrjettingu þessa vil jeg biðja
yður góðfúslega að taka í yðar heiðr-
aða blað.
Vestmannaeyjum 20. marz. 1876.
Þorsteinn Jónsson.
Útleodar frjettir.
(Til 12. apríl).
Á dönskum blöðum frá fyrra hluta
þessa mánaðar, er hingað bárust með
skipinu «Waldemar» 25. þ. m., og oss
bafa verið góðfúslega látin í tje, má
sjá, að fólksþinginu danslta hefir verið
hleypt upp 30. f. m., sjálfsagt vegna
þverúðar vinstrimanna, einkum þess,
að þeir vildu eigi veita fje til að víg-
girða Kaupmannahöfn sjávarmegin.—25.
þ. m. áttu nýjar kosningar að fara
fram, samkvæmt þeim fyrirmælum
stjórnarskrárinnar (dönsku), að hvenær
sem þingerrofið, skuli nýtt þing saman
komið innan 2 mánaða. Mjög erefasamt,
hvort þetta tiltæki sljórnarinnar hefir
nú orðið að tilætluðum notum og
vinstrimenn orðið undir við hinar nýu
kosningar.
Aðrar frjettir helztar eru þær, er
nú skal greina:
Stjórnarbylting i Mexico. Fyrir
byltingarflokknum ræður Porfirio Diaz
hershöfðingi. Fyrsta þ. m. tók hann
berskildi hafnarborg mikla, er Mata-
moras nefnist. Varðlið borgarinnar
hljóp flest allt undan merkjnm og í lið
með upphlaupsmönnum. Slíkt hið sama
gjörir stjórnarliðið annarstaðar víðsveg-
ar um ríkið. Tejada heitir forselinn,
er veitt hefir þjóðstjórninni í Mexico
forstöðu síðan Juarez fjell frá, og er
nú sjálfsagt úti um hann.
Drepaótt miliil (poftin) lcomin npp
( Austurheimi, f Hillah, skammt það-
an, er Babýlon stóð i fyrndinni, og
hefir færzt þaðan lil Bagdad. Blaðinu
Times stendur mikil ógn af henni. Það
segir 150ár síðan hún hafi komið síð-
ast til Engtands. Það vonar þó, að
heilbrigðisstjórn sje svo farið fram hjer
i álfu síðan, að takast muni að verjast
þvf, að hún flytjist þangað.
Jóhann Ábessiníukonungur fer
mjög halloka fyrir Egiptajarli. Hafa
Frakkar lánað jarli fje til að standa
straum af hernaðinum. Þykja þeir
með því hafa jafnað upp, það sem
Englendingar urðu hlutskarpari að ná
i Suezskurðinn í vetur. Líkar Bretum
það miður.
Grant Bandaríkjaforseti hæltulega
veikur, er síðast frjettist. þar, í Banda-
ríkjunum, er helzt til tíðinda feykilegir
fjárdráttarpreltir ýmsra manna, erskipa
allsherjarstjórn ríkjanna, og sátu 40
þingnefndir yfir rannsóknarmálum þar
að lútandi.
Bretadrottning var á ferðalagi um
Frakkland og þýzkaland.
Á I talíu orðinn ráðgjafaskipti,
Minghelti og hans fjelagar farnir frá,
en Depretis skipað nýtt ráðaneyti.
Ofriðnum í Tyrkjalöndum ólokið
enn. Tyrkjanum alltafað hraka. Skulda-
kröggurnar ætla líka aðsökkva honum.
Lánardrottnarnir eru útlendir auðmenn,
einkum á Englandi, Frakklandi og
þýzkalandi. í fyrra hætli soldán að
geta borgað þeim nema helming af
rentunnm. Nú getur hann ekki staðið
í skilum með hinn helminginn. Hann
hefir gefið út tilskipun um, að hann
borgi það sem átti að gjalda 1. þ. m.,
ekki fyr en 1. júlim.l Slíkt er ekki á
hvers manns færi.
— Nliipat'reifn. 23. þ. m. kom
hingað Endkavoor (260, Th. Horn) frá
Englandi með steinkol handa herskip-
unum frakknesku. — 26. s. m. Marte
Auguste (146, Voss) frá Hamborg
með ýmsar vörur til konsúl E. Siem-
sens. Skip þetta var mjög laskað af
hrakningum á leiðinni hingað og vörurn-
ar skemmdar. — 26. s. m. Waldemar
(89, Svendsen) frá Iíhöfn með ýmsar
vörur til Fischers verzlunar; lagði þó
fyrst inn ( Hafnarfjörð vegna tollsins.
— Vomverð ( Reykjavik er nú
eins og hjersegir, eptir skýrslum þeim,
er kaupmenn hafa góðfúslega látið oss
i tje:
Rúgur, tunnan.............. 20 kr.
Bygg....................18 til 20 —
Bankabygg............... 30 — 32 —
Baunir ................. 24—30 —
Rúgmjöl, 200 pund . . 21—22 —
Brennivín, potturinn . 72til75aura
Kaífi, pundið ... 100 —
Iíandíssykur ... 50 —
Hvítt sykur ... 46 — 50 —
Púðursykur ... 35 — 40 —
Neftóbak . . . 135 —150 —
Munntóbak . . . 200 —220 —
— Aflabrög-ð. Vikuna sem leið
hefir loks fengizt dálítill reytingur á
Sviði, 5—10 í hlut i róðri og þaðan
af minna, endahafa gæftir verið góðar.
þó hafa stöku menn náð 16 — 20 fiska
hlut ( róðri. Slíkt er að frjetta af
Akranesi, og dauft er sagt enn í syðri
veiðistöðunum, þangað til kemur suður
fyrir Skaga. þar, i Grindavík og Höfn-
um, eru komnir 2—400 hlutir.
— Póstskipib kom ekki til
Granton á leiðinni hjeðan fyr en 7. þ. mán.
Hafði það hreppt megn andviðri. Til Khafn-
ar var þess von hinn 13. Er því eigi að hú-
ast við því hingað fyr en 4.—5. maí.
— flerskipið «Fylla» kom
hingað 27. J). m. frá Færeyjum. Yfirforing-
inn heitir Bille. pað kom við í Leirvík og
tók þar brjef og blöð hingað frá Yesturheimi,
er afhlaups urðu póstskipinu síðast, af því
það kom þar ekki við.
IIi11 og þetta.
— í haust er var lagði feykilega stórt
loptfar, er var nefnt „Washington“, af stað
frá Chicago í Vesturheimi, með 2 mönnum í,
er hjetu Dr. Fergith og Monrose. Ætluðu
garpar þessir að sigla því austur um þveran
Vesturheim, og síðan austur um Atlantshaf
alla leið til Norðurálfu. Loptfarið leið upp
í augsýn ótölulegs manngráa, er bað fuilhug-
anum beztn virkta, ogvar skotið dr fallbyss-
um í viðhafnarskyni, er þeir hófu ferðina.
Síðan kom hver hraðfrjettin á fætur annari
vestur til Chicago frá ýmsum stnrborgum á
leiðinni austur yfir landið, með þann boð-
skap, að þá og þá stund hefði hinn mikli
flugbelgur sjest líða þar yfir. Síðasta
frjettin var frá New Ýork. Síðan ieið heil
vika, svo að ekkert frjettist. Um þær mundir
voru nokkrir veiðimenn í Chicago á ferð
norður við Michiganvatn. f ijóðri einu gengu
þeir fram á mann, er lá þar dauðvona af
meiðslum, sulti og kulda. Hann var fót-
brotinn á báðum fótum og með mikið sár á
höfði. peir kenndu þar Dr. Fergith, og hjá
konum lá rifrildi af „Washington". Höfðu
þeir fjelagar komizt á að gizka miðja leið
austur yfir Atlantshaf, en hrepptu þá svo
mikið andviðri, að þá hrakti alla leið vestur
aptur, og út á Michigan-vatn. par slitnaði
festin er báturinn hjekk í, og fjell Monrose nið-
urívatnið, enhinn gat haldið sjer,þangað til
komið var yfir vatnið og belgurinn rifnaði
aiveg.
— Henry Stanley frá Vesturheimi, sem
frægur er orðinn fyrir það, að hann fann
Livingstone, er nú í landkönnunarferð suður í
Afríku, gjörður út af blöðunum New York
Herald í Vesturheimi, og Daily Telégraph í
Lundúnum. Hefir honum orðið stórum á-
gengt, og fara miklar sögur af þrautum
þeim og torfærum, er hann á við að fást.
En hann er hinn mesti fullhugi og allra
manna þrautbeztur. Meðal annars hefir
hann kannað hið mikla vatnVictoria Nyanza
(Viktoríu-vatn), er Bake fann 1858, og segir
það með allt annari lögun en Bako hjelt, og
fullt af eyjum; af þeim vissi engúm áður.
Auglýsingar.
Hjer með auglýsist, að samkvæmt
beiðni Jakobs Jónssonar ( Háholti, verð-
ur laugardaginn 13. ‘maí þ. á. haldið
opinbert uppboð á múrhúsi því, er
hann reisti í fyrra ( Kaplaskjóii svo
nefndu. Húsinu fylgir væn lóð, með
kálgarði, brumii, skipavör, og fl. Af
uppboðsverði húseignarinnar á þriðj-
ungur (T/j) að greiðast ekki síðar en
10 dögum eplir uppboðið, en á hinu
(2/s) fæst hðun eptir samkomulagi, þó
eigi lengur en til næsta hausts að því
er snertír annan þriðjunginn, en til
vordaga 1877 með síðasta þriðjunginn.
Nánari skilmálar munu birtir á upp-
boðinu, sem verður haldið við húsið
og byrjar á hádegi (kl. 12).
Skrifstofu bæjarfógeta í Reykjavlk
28. apríl 1876.
L. E. Sveinbjörnsson.
Sira Jón Bjarnason (frá Stafafelli)
lætur þá, sem senda honum brjef eða
blöð, vita, að «adresse» hans er:
P. 0. Drawer 36.
Minneapolis, Minnesota, U. S., America.
— Inn- og útborgun sparisjóðsins
verður fyrst um sinn á skrifstofu land-
fógetans á hverjum laugardegi, frá kl.
4—5 e. m.
Nærsveitamenn geta vitjað ísafold-
ar í a p ó t e k i n u.
ls»r«ld kemor út 2—3«ar ámánubi, 3Z bl.
um árib. Kostar 3 kr. árgarignrinn (er-
lendis 4 kr.), stök nr. 20 a. Sölniaan: 7.
hvert expl.
Ársverbih greibrst í kauptíb, eba þá hnlft á suinarmálum, hálft á
hanstlestum. Auglýsiugar eiu teknar í blabib fyrir 6 a. smáleturs-
línan eba jafnmikib rúm, en 7 a. meb venjulegu meginmálsletri. —
Skrifstofa Isafoldar er í Doktarshúsinu (í Hlibarhúsum).
liitstjúri: Björn Jónsson, oand. phil.
Laudsprentsmibjan í Reykjavík.
Einar pórðarBon.