Ísafold - 13.10.1876, Blaðsíða 2
94
strandarsýslu sumarið 1875; ber hann
fyrir sig úrskurð landshöfðingjans í
brjefi 28. apríl þ. á. (Stjórnartíð. B, 8,
bls. 51), og augu hvers heilvita manns,
er kynni sjer málavöxtu í nefndu lands-
höfðingjabrjefi. Jeg hef nú lesið þetta
landshöfðingjabrjef, og kynnt mjer mála-
vöxtu svo vel sem jeg hef getað, og er
mjer með öllu óskiljanlegt, hvernig hra
Spurull fer að draga það út úr úrskurði
landshöfðingja, að fjártjón þetta sje
«beinlínis vangá herra biskupsins sjálfs
eða skrifara hans að kenna»; mjer finnst
þvert á móti, að hverjum heilvita manni
hljóti að liggja það í augum uppi, að
svo framarlega sem fje þetta hefði af
vangá annaðhvort orðið eptir á skrif-
stofunni eða lent til einhvers annars
prófasts en hins rjelta, þá mætti það
til að vera komið fram. Jeg segi nú
fyrir mig, að þegar jeg var búinn að
kynna mjer málavöxtu, þá datt mjer
strax í hug, að peningarnir hefðu getað
týnzt á leiðinni frá póstafgreiðslunni í
Bæ að Stað (prófasts-setrinu i Barða-
strandarsýslu), úr því pokinn var orð-
inn gatslitinn. Þú segist hafa heyrt,
Spurull minn, að peningarnir hafi verið
úr prestaekknasjóðnum ; það hef jeg
ekki heyrt, og það er vfst tilhæfulaust.
Svörull.
Olínsætnbaðið og karból-
sýrnbaðið-
í síðasta blaði «ísafoldar», er út
kom 3. dag þessa mánaðar, stendur
grein ein um «ol(usætubað og kar-
bólsýrubað» eptir Jón Jcnsson, að
líkindum lögreglustjórann í kiáðamál-
inu, að minnsta kosti tel jeg það víst,
að sami sje maðurinn. Grein sú er
allmerkileg i ýmsum greinum, i fyrsta
lagi að því leyli, að höfundurinn, sem
enginn dýralæknir er, ætlar að fara að
hrekja það, sem dýralæknirinn hefir sagt
Stúdentinn fráSalamanca.
Eptir WasMngton Irwing.
(Frh.). J>ær komu út á mjóan gras-
pall, er margir gluggar vissu út að.
«Hjer verðum við að flýta okkur»
mælti stúlkan «ella mun verða vart
ferða okkar».
þær stykluðu eptir pallinum og
komu varla við jörðina. Rið eitt mik-
ið gekk þaðan ofan i hallargarðinn, og
hurð fyrir að neðan. Henni luku þær
upp og hlupu allt hvað fætur toguðu
eptir langri skógarbraut, uns þær komu
að litlum leynidyrum, er voru á hall-
armúrnum, bak við fíkjutrje eitt mikið.
l*ar voru fyrir járnslár miklar ryðgrón-
ar, er þær máttu hvergi hreifa.
«Heilaga móðir!» andvarpaði hin
ókunna stúlka; «hvað er nú til ráða?
augnabliks töf getur orðið til þess að
okkur verði náð».
Hún þreif stein allmikinn, er þar
lá, og fjekk losað með honum slárnar,
það brakaði hátt i ryðguðum járnunum,
er hurðin laukst upp. í sama vetfangi
voru þær komnar á mjóan stíg, er lá
eitthvað burt frá höllinni.
um lyf og not þeirra. í öðru er grein-
in merkileg að því leyti, að hún kem-
ur frá sama manninum, sem nú í heilt
ár hefir verið að fyrirskipa baðanir á
sauðfje, hve nær sem honum hefir það
i hug dottið, án þess að taka það I
nokkru til greina, hvort þess væri nokk-
ur þörf eða eigi, enda mun hann lítið
hafa um það vitað; án þess að taka
það til greina, hvort fjeð væri sjúkt eða
heilt, og án þess að hirða um, hvort
böðunin fari fram á hentugum tíma eða
hinum allra-óhentugasta, í góðu veðri
eða illu ; allir skyldu að eins lúta hans
hugarburði; og þessi iyf, sem hann
hefir verið að neyða fjáreigendur til
að við hafa opt að þarflausu, ef eigi
til skemmda, þau telur hann nú í «ísa-
foldar»-grein sinni beinlínis skaðvæn, og
jafnvel banvæn, og þá er engum lá-
andi, þótt hann færi að verða í vafa
um, hvort sá maður, sem fer þannig að
ráði sínu, hafi einlægan vilja til, að
að vinna landsbúum gagn, eða hvort
honum sje eigi annara um, að berja fram
blákalt ímyndanir sínar, hvort sem þær
eiga við nokkur rök að styðjast eða engin.
Aðaltilgangur lögreglustjórans með
grein sinni í «ísafold» er sá, að ráða
bændum frá, að við hafa framvegis
nokkur af þeim baðlyfjum, sem hingað
til hafa höfð verið hjer á Suðurlandi,
hvort heldur walzlöginn, tóhaksseyði
eða karbólsýru, með því að lyf þessi
skemmi ullina, spilli heilbrigði sauðfjár-
ins og jafnvel drepi það; þykist hann
í þvi efni hafa fyrir sjer einhvern
norskan dýralækni f Björgvin, «Iíonow»
að nafni, og «Schumann». En er bet-
ur er að gætt, verður vitnisburður
þessa «Iíonows», eins og hann kemur
fram ( ísafoldargreininni, lítils virði.
«Konow» nefnir þar að eins karbólsýr-
una, og finnureigi annað að henni, en
að það sje vandkvæðum bundið að baða úr
«Nú munum við halda til Granada
svo hratt sem við fáum orkað» mælti
hin ókunna stúlka. «t*ví nær sem við
komust borginni, því óhættara er oss,
því að mannferðin um veginn eykst
eptir því sem nær henni dregur».
Hættan að þeim yrði náð jók þeim
þrótt um allan helming; þær hlupu allt
hvað af tók. Dagur var runninn, nið-
ur við fjailabrúnina sást móta fyrir
rauðleitum rákum, undan sólunni, og
gullnum roða var farið að bregða á
skýhnoðrana um vesturloptið. J»ó var
enn dimmleit móða yfir Vegavöllum,
er lágu fram undan þeim. Ekki varð
annað manna á vegi þeirra en fáeinir
sveitadrjólar við og við, er ekki mundu
hafa getað orðið þeim að neinu liði,
ef þeim hefði verið veitt eptirför. Þær
hjeldu viðstöðulaust áfram sem fætur
toguðu og voru komnar all-langt áleið,
er Inez fann að hana þraut máttur.
tað var hugstríðið, sem hleypt hafði í
hana einhverju ofurafii, það hjaðnaði
allt í einu og hún hnje örmagna til
jarðar.
Förunautur hennar bað hana blíð-
lega að herða sig og bera sig að kom-
henni, en hver þessi vandkvæði sjeu, talar
hannalls ekkertum. Jeghef opt við haft
karbólsýru bæði til baðs og iburðar á
sauðfje, og hef eigi orðið neinna vand-
kvæða var, og hef heldur eigi heyrt
nokkurn þann, sem hana hefir notað,
kvarta undan neinum -vandkvæðura.
Vandkvæðin ættu að vera fólgin í því,
að blanda hana rjett og mátulega til
baðsins; en allur vandinn er sá, að
láta eitt pund af óhreinsaðri karból-
sýru og allt að einu pundi af græn-
sápu í hverja 16—20 potta af hreinu
vatni, og hræra svo allt vel saman.
Um «walzlöginn» er hið sama að segja,
að vandinn er enginn, að setja hann
saman, einkum þegar lyfin sjálf má
kaupa samsett; en hitt er satt, að það
kostar opt allmikið umstang, að útvega
þvag það, sem til þess baðs þarf, og
það bað heimtar miklu meiri vandvirkni,
ef það á að verða að fullum notum, og
engar skemmdir að gjöra á ullinni,
heldur en almenningur mun opt og
einatt hafa við haft, og af því baði
hefir og leitt opt talsverðar skemmdir
á ullinni, bæði vegna þess að lyfin hafa
eigi verið hrærð svo vel í sundur, sem
vera skyldi, og þvagið tekið úr fjós-
vilpum og haugstæðum, og því mjög
óhreint, enda þarf talsverðan tíma til,
að lyf þessi losni úr ullinni. Allt um það
verður því eigi neitað, að þrátt fyrir
þennan ónóga og óhæfilega undirbún-
ing baðlagarins, hefðu bændur optar
getað komizt hjá því nær öllum skemmd-
um ullarinnar, ef þeir hefðu vandað vel
þvoltinn á henni og lagt sig meira í
líma við það en þeir hafa gjört; en
fyrirhöfn nokkra kostar það, ef fjeð er
baðað á vetrinum.
Að tóbaksseyðið skemmir eigi ull-
ina, og hana má þvo eins hreina eptir
það bað, eins og kindin hefði aldrei
böðuð verið, er kunnugra en frá þurfi.
ast dálítið lengra; «þá erum við úr
allri hættu» mælti hún. «Lítið þjer á,
þarna er Granda; það sjer ofan á hana
hjerna í dalverpinu fyrir neðan okkur.
Ef við höldum dálítið áfram, komum
við á þjóðbrautina, og þar verður nóg
fólk á ferð til að verja okkur.
Inez herti sig allt hvað bún gat,
en mátti hvorki hræra legg nje lið.
Ilún studdist upp við stein. «f>að er
úti um mig» mælti hún; «mjer finnst
eins og sigi að mjer ómegin».
«Styöjið yður upp við mig» mælti
förunautur hennar; «hjerna í runnin-
um getum við falið okkur; jeg heyri
lækjarnið; vatnið hressir yður».
Þær komust við illan leik inn í
runnann. Þar rann dálítil lækjarsytra
fram af kletti. |>að var liðið yfir Inez.
Stúlkan kom með vatn í lúkum slnum
og hellti utan á gagnaugun á henni.
Við það raknaði hún við og gat skreiðzt
að læknum og svalað sjer þar eplir
vild sinni. Hún hallaði höfðinu upp
að brjóstinu á bjargvætt sinni og tjáði
henni innilegustu þakkir fyrir lausnina.
«Æ, jeg á engar þakkir skilið» mælti
hin, «jeg er ómakleg lofsins, sem þjer