Ísafold - 30.12.1876, Blaðsíða 2

Ísafold - 30.12.1876, Blaðsíða 2
126 er optast að kenna eiohverri óværu á f skepnnnni, enda er bæði færilús og fellilús og önnur óværa mjög algeng hjer um sveitir (þ. e. vestan til í Nor- egi)». «Á meðalbæ er hjer um bil þetta af skepnum : I hross fullorðið, 1 tryppi, 10 til 12 kýr, 20 sauðkindur, 12 geit- ur, og síðara part vetrar bætast við 2 eða 3 kálfar. Gjörttm nú ráð fyrir, að lús sje í þessum skepnum, og að ekk- ert sje skipt sjer af henni. Væri þær lúsarlausar, má ætla á að t hverja kind eða geit færi einni vog (þ. e. 3ö pd ) minna af heyi, og ertt það 32 vogir, þegar allt er lagl satnan. Haft tryppið lús, þarf það 2 vogum meira en ella af heyi. Heslurinn og kýrnar skulum vjer gjöra að þttrfi 6 vogir umfram af heyi —minna erþað nú fráleitt — og eru það 40vogirallt saman lagt. þetta er þá það sem fer til að halda lúsinni við líði. Og með því að bóndi hefir eigi lagt þetta ofan á, þegar hann setti á, má nærri geta hvernig fer: að því skapi sem lúsin dafnar, horast skepnan. Til þess að halda skepnum sínum í holdttm nteð lúsinni á, þarf þá bóndi þessi 40 vogir í viðbót af heyi; það eru góð kaup, ef hann fær vogina fyrir 80 aura, og kosta þá 40 vogir 32 kr. fessu fje verður hann þá að verja til að aia lúsina. Nú eru fæstirsvo fyrirhyggjusamir, að þeir leggi þettaofan á, enda eroghæpið, hvort takast mundi að halda skepnun- um í holdum með þvf. Flestir skipta sjer ekkert af því, þótt skepnan hafi lús, og þá er skaðinn tvöfaldur að minnsla kosti; það háir svo skepnunni. Af þessu er auðsætt, að það er kostnað- arsöm skemmtun að ala óþrif á fje, og því miklu kostandi til að losast við þau. Bezta og hægasta aðferðin til þess er sú, er nú skal greina. Bóndinn, sem áður tókum vjer til dæmis, fær sjer olíusætubað á allar skepnur sínar. það fara 2 pottar í kindina, eða í allar kind- urnar og geiturnar samtals tæpir 70 pt. Hesta og kýr þarf ekki að baða nema eptir hálsinum og hryggn- um niður á miðjar siðurnar, og fer ekki til þess nema t pott- ur, alls..........................18 — Til að hreinsa húsin, þarf í viðbót svo sem...................12 — þetta er samtals 100 — og eru 5 pund af olíusætu mátulegt 1 þann baðlög. Bezt er að velja gott veður til að baða, og skal þá láta skepn- urnar vera úti það sem eptir er dags. Afgangurinn af baðleginum skal hafður til að svæla með innan húsin, og skal siðan láta þau standa opin til kvölds, er þá óhætt að láta skepnurnar inn í þau aptur. |>að er hvergi nærri að marka, þótt engin óþrif finnist i skepn- unni þegar hún er tekin inn áhaustin; hirðingin er varla svo góð, að þau geti eigi komið upp og það fyr en mann varir, einkum f löngum innistöðum. Óþrifin geta þá verið búin að gjöra bónda mjög mikinn skaða áður en hann veit, og að þurfa svo að fara að baða um hávetur, er hvergi nærri gott, nema því betur viðri. Ætti því hver bóndi að baða alíar skepnur sínar á haustin, áður en þær eru teknar inn. Hann mun komast að raun um, að sá til- kostnaður vinnst upp, og það marg- faldlega •>. — Árferðí ojy •aílabrög'ð m. m. Veðrátta helzt enn hin sama, óvenju blið; að eins dálitið frost síðan fyrir jólin og stundum fjúk til fjalla, en sjalduast meir.. Vatnsleysustrand- ar-menu reru þriðja í jólum, og fengn aligóðan afla af stútung og ýsu, og nokkuð af þorski. Hjer fór þegar að draga úr reytingnum aptur, sem vjer gátum um daginn. Af Eyrarbakka er og að frjetta fiskileysi. Tekur nú óðnm að sverfa að fólki með bjarg- ræði, og horfir raunar til mestu vand- ræða, bæði hjer í Reykjavik og f Álptaueshrepp og Vatnsleysustrandar- hrepp. Hjer í Beykjavik hafa verið höfð öflng samtök sfðan í haust til þess að rjetta hinum bágstödd- um hjálparhönd, og hafa helzt gengist lyrir því nokkrar heldri konur bæjar- ins (með bazar og tombólu i hanst, o. s. frv.), og mun hafa safnazt nokkuð á ann;ið þúsund kr., auk fatnaðar og ann- ara mona, er þær hafa úthlutað fátæk- um börnum ( jólagleði. Grimsnesing- ar gjörðu það sómastryk, með forgöngu merkisbóndans ðlagnúsar Sæmundsson- ar á Búrfelli, að gefa Álptnesingum nokkrar kindur (27) í soðið fyrir jólin, auk lítilsháttar í peningum (2s kr.) og kaffi (10 pd). Sóknarprestur þeirra, þórarinn prófastur i Görðum, kvað hafa lánað sveitinni 50 tunnur af korni með vægum kjörum. — fi'járklúði er nú sagður kom- inn upp á einum bæ i Ölvesi, Auðs- holti, en eigi höfnm vjer greinilegar sögur af þvf enn. — Húsbruni. Aðfangadags- kvöld jóla vildi það slys til á Eskiholti í Borgarhrepp, að eldhúsið brann til kaldra kola með öllu því sem inni var, er mun hafa verið drjúgur forði af kjöti og skinnum; bóndinn, merkis- maðurinn Jón Heígason, einhver gild- asti bóndi í sínu hjeraði Auglýsingar. Sú breyting er nú á komin, að jeg er orðinn eigandi að landsprent- smiðjunni, og geta því skiptavinir mínir fengið flest hjá mjer, sem að prentslörfum lýtur. Jeg hef nú margar hinar almennu bækur, sem prentsmiðjan hefir haft. Nú er verið að prenta nýja útgáfu af Passíu-sálm- unurn og er hún langt komin; nýtt Stafrófskver er hjá mjer í smíðum, og á það að verða betur úr garði gjört en flest stöfunarkver að undan- förnu, þegar allt er saman borið. I>ess skal getið, að pappír, sem fæst hjá mjer, er með nokkru betra verði en verið hefir. Nýja Reikningsbókin, sem nýkomin er út að minni tilstuðl- un, mun þykja hentug fyrir almenning. Prentsmiðjukaupinu fylgja allar hennar útistandandi skuldir, og vil jeg því biðja alla hennar og mína skiptavini, að senda mjer sem fyrst greinilega reikninga og borgun fyrir það, sem þeir hafa selt; og að þeir láti mig vita með fyrstu ferðum, hvers þeir óska aptur frá mjer. Jeg vonast til, að þessi breyting með prentsmiðjuna, ef hún á sjer nokkurn aldur, verði heldur til fram- fara. Að endingu óska jeg öllum gleðilegs nýárs. Reykjavík 29. desember 1876. Einar Pórðarson. — Með því að ýmsir fjáreigendur hafa farið þess á leit við mig, að fá undanþágu undan skipun landshöfðingja i auglýsingu frá 30. f. m. um, að tryggilegt, öllum óþrifum og kláða evð- andi bað fari fram í vetur með opin- beru eptirliti alstaðar ásvæðinu milli Hvít- rá (Borgarfirði og Brúarár, Hvítár og Öl- vesár í Árnessýslu — vil jeg hjer með brýna fyrir öllum fjáreigendiuu, að það er hvorttveggja, að jeg hefi eigi heim- ild tii að veita slíka undanþágu, enda gæti jeg ekki mælt með henni, nema þvi að eins, að viðkomandi fjárhópar yrðu hafðir svo lengi undir nákvæmu eptirliti dýralækningafróðra manna, að full trygging fengist fyrir því, að kláði sá, sem víst er að hefir verið á nefndu svæði í fyrra vetur, og á sumnm stöð- um, einkum í Borgarfirði, jafnvel á mjög háu stigi, leynist ekki eptir ein- hverstaðar þenna vetur yfir. En slíku eptirliti verður ekki komið við nein- staðar á kláðasvæðinu, nema með þeim kostnaði, er enginn fjáreigandi getur risið undir. Skyldi nokknr fjáreigandi þrjózkast við að hiýðnast fyrirskipun landshöfð- ingja, er það skylda hreppstjóra og baðstjóra, að leita sem fyrst aðstoðar lögreglustjóra, á kostnað hlutaðeiganda fjáreiganda. Reykjavík, 20. desember 1876. Lögreylustjórinn i fjárAiáðamálinu. Amerika Ankor-linunnar atlantiska- hafs gufuskipafjelag flytur Vesturfara frá íslandi yfir Skotland til allra hafna í Ameriku; og á það fjelag, eins og kunnugt er, hin beztu skip til fólks- flutninga. Fæði ókeypis á ferðinni yfir At- lantshafið, svo og læknishjálp og meðöl, ef þörf gjörist. Ef nægilega margir vildu fara sendir fjelagið eitt af hinum mikli skipum sinum hingað til lands, og flyt- ur það þá beina leið hjeðan til Ameriku Þeir, sem ætla sjer að fara ti Vesturheims, ættu að hagnýta sjei tilboð þessa fjelags. Nánariupplýsingar og sannanir fást hjá herra Egilsson ( Reykjavik. Reykjavík, 2. desbr. 1876. pr. Henderson Brothers. W. I’ a y. Islenzk frimerki eru keypt við háu verði af Fr. Berthini í Nr. 19 i Herluf-Trollesgade í Kaup- mannahöfn. ísafold kemur át 2 —3var á mánufci, 32 bl. nm árib. Kostar 3 kr. árgangnrinn (er- Iendi9 4 kr.), stók nr. 20 a. SGlolaan: 7. hvert expl. Ársverbib greibist í kauptíb, eía þá halft á suroarmalum, hálft á haustlesturo Auglýeiiií'ar eiu teknar í blabií) fyrir 6 a. smnleturs- línan eba Jafnuúkib rúro, eu 7 a roeb venjulegu meginraálsletri. — Skrifstofa Isafoldar er í Doktorshúsinu (í Hlíbarhúsum) Kitstjúri: Björn Jónsson, cand phil. LandsprentsmibjHn í Reykjavík. Einar pórðarson.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.