Ísafold - 23.02.1877, Blaðsíða 2

Ísafold - 23.02.1877, Blaðsíða 2
10 að sjer; sú stjett er ofur-fáliðuð á þing- inu. m + e. Bókðfregn. F ö r pílagrímains frá þessurn heimi til hins' ókomna, eptir John Bunyan. hlenz/c þýðing, gefin út af Kristilegra-smáritafjelaginu, 56 l’a- ternoster Row, Lundúnum 1876, og Smásögur, íslenzkað hefir P. Pjet- ursson, til ágóða fyrir presta-ekkna- sjóðinn. Reykjavík 1876. (Niðurl.). Sje þessi bók, svo sem almennt er sagt, þýdd af Pjetri bisk- up, þá virðist honum — þótt orðfærið sje lakara en í flestum öðrum bókum hans — til muna vera farið fram með eitt síðan árið 1860, og er það, að hann virðist vera orðinn harð-frómari við bókagjörð en þá. þ>á gaf Egill Jóns- son bókbindari í Keykjavík út eptir hann bænakver, sem hann segist hafa samið, en sem hann víst ekki á stór- um meira í sjálfur en sögukverinu því í sumar; hann hefir safnað bœnunum og íslenzkað þær, og ætla eg að hann hafi ekki þurft mjög mikið fyrir að hafa sumu í safninu, því sennilegt er, að mjög margar bænirnar sjeu beinlínis teknar úr bænakveri, sem dr. J. H. Faulli hafði safnað og gefið út; en þýð- ing dr. P. Pjeturssonar er ekki vandaðri en svo, að maður er á stöku stöðum nauðbeygður til að fara í danskt frum- rit til að ráða fram úr íslenzku þýð- ingunni; svo sem í föstudags-morgun- bæninni; þar stendur svo í bænakveri P. P.: «Æ, vjer getum ekki annað en flúið til þinnar náðar; sjálíir megnum vjer ekkert án hennar, og vorum eigin verðleikum megum vjer eklri treysta, því þeir eru engir; en vjer reiðum oss á friðþæging fyrir vorar syndir, og eigi einungis fyrir vorár, heldur allrar ver- aldarinnar, og hann er meðalgöngu- maður vor hjá þjer». Menn sjá, að hjer vantar eitthvað í, sem hægt er til að geta; en frumritið sýnir glögglega hvað. Að eigna sjer annara rit, líkt og herra dr. theol. P. Pjetursson hefir gjört í þessu litla kveri, mundi ekki með siðuðum þjóðum' hafa orðið nein- um rithöfundi til sóma. Bænakverið hefði orðið alþýðu að fullt eins mikl- um notum, þótt lierra P. P. hefði 1) Ein hin menntaðasta þjó5 í fornöld, Rómverjar, kölluðu það, að gefa út undir sínu nafni annara manna rit, sama nafni og það að ræna frjálsum mönnum og seija mansali, en þetta var líflátssök. Ein hin siðaðasta þjóð nú á öldum er vafalaust að mörgu leyti Englendingar. þeir kalla þetta, að eigna sjer annara manna rit, piracy, en það þýðir víkingsskap; en vjer megum ekki ætla, að víkingar í þeirra augura sje jafn-göfug- legir og í augum sumra vor íslendinga; þeir hal’a verið og eru enn farmenn; eru því að þeirra viti engir ránsmenn verri en slíkir. eignað sjálfum sjer það eitt í því, sem híftiri kann að hafh át^fc sjálfur, og það va¥ skyldá* vdndaðs riianns að' gjöra1 * * 4 slíkt, og’ hanri hafðl frá fyrri öldum bdfeíennfrf ¥örra d'æmin fyriri sjer. I'ifririig er við «forftið’ra-bæriábökina» tilgreindur höfundur að hverju einu. Hvað dr. theol. P. Pjeturssyni hefir gengið til þessa, skiptir migengu; jeg segi það eitt sem er, að liann hefir gjört það. I>ótt svo kunni að vera, að hann hafi gjört það af hjegómadýrð, sem þó varla er ætlanda honum, gæti jeg ímyndað mjer, ef hann í því efni fyndi hjá sjer einhvern veikleika, að hann huggaði sig við það, or hinn sanni höfundur Hugvekjanna til kvöld- lestra frá Veturnóttum til Langaföstu hefir kennt (á 255. bls.), að veslings- hjegómadýrðin sje þó ekki nema ein af þessum daglegu yfirsjónum, sem ekki er brot á þeim boðorðum, sem ber- um orðum og beinlínis eru tekin fram í guðsorði; en þessar daglegu yfirsj ónir (sem þá ekki eru berum orðum og bein- línis bannaðar), eru reyndar: heipt og reiði, lastmælgi, eigingirni, hjegóma- dýrð, sællííi, tvöfeldni o. s. frv. Engin þeirra má heita stórsynd, fyr en mað- ur er krufinn til hjartans. Mjer skilst eigi betur en að doclorinn haíi hjer snúið við setningunni: «af ávöxtunum þekkja menn trjeð*>, og vilji nú láta þekkjast af trjenu, og vildi jeg sjálfs hans vegna, að hann gæti sannað, að hann hefði aldrei ætlað sjer að segja þetta, heldur hafi hann í einhverri leiðslu lagt það út úr einhverju illa ræmdu riti ófrægs Jesúíta; svo ískyggi- leg er þessi kenning. Mjer er nær að segja, að hún sje ekki stórum betri en hin fræga rjettarkenning Lestrarbókar- höfundarins, að það sje rjetfcur hvers eins að gjöra og láta ógjört það sem hann vill. Engin furða væri reynd- ar, þótt meistara og lærisveini svipaði saman í einhverju. Arcades ambo. En þess vil jeg óska vorum fáskrúðugu bókmenntum til handa, að þeir, sem rita, láti hvorki hjegómadýrð nje neina aðra freistni leiða sig til þess að gefa út sem sitt það er aðrir eiga, því slíkt mun verða þeim, ef uppvíst verður, til meiri vansa en hagnaðinum nemur. En góðra þakka er hver sá verður, er þýðir góð rifc annara þjóða til þess að gjöra þau kunn alþýðu vorri; og þótt j dr. P. Pjetursson ætti ekki stakt orð í neinu því, er gefið er út undir hans nafni, þá ætti hann stóra þökk skilið fyrir að hafa þýtt það margt hvað; en með því að eigna sjer það, er hann ekki átti, heflr hann þegar sín laun út tekið. Stykbjörn á jSíESI. Ur úlitsskjali skólamáls- nefiKÍarinnar. (Niðurl.). í «uppástungunni um j þjóðskóla á norðurlandi» er aðalefnið, að stofnun þessi skuli vera «nokkurs konar æðri þjóðskóli»; eintómur gagn- fcæðik-(¥eal)skó]i sje «of lítið», af því tíjer Váiití fullkomnari skóla í sömu Stefnú) og «of mikið, þegar tekinn er ril greinu kostnaðurinn við undirbún- ingskennslu, sem halda verður áfram í öðrum löndum, ef hún á að verða að nokkrum notum». Skólinn á og að vera «verklegur», «búfræðis-skóli», for- stöðumaðurinn jafnaðarlega búfræðing- ur og búa á jörðinni (Möðruvöllum), og nota lærisveinana við alla þarflega vinnu að sumrinu, gegn hæfilegu kaupi; kennslan á sem sje að fara fram árið um í kring, og vera að sumrinu verk- leg jafnframt hinni bóklegu. Samkvæmt þessu ætti að áliti nefndarinnar bún- aðarskólasjóðurinn að taka þátt í kostn- aðinum til skólans síðar meir. Skóla- verutíminn gjörir nefndin 2 ár (heil), og skuli lærisveinar að þeim liðnum taka reglulegt burtfararpróf, «því þótt lítið kunni að bjóðast þeim, sem skól- ann sækja, í aðra hönd, þegar þaðan er horfið, þá er það samt bæði með- mæling yfir höfuð fyrir hinn unga mann, að hafa varið vel pundi sínu og tíma, enda geta ýmsar stöður opnast fyrir dugandismanninn, þegar fram líða stundir, sem tilvinnandi er að verð- skulda; má þar bæði t-il nefna verk- stjórn við vegabætnr og brúargjörðir, uppmælingar á túnum og engjum, sljett- anir og vatnsveitingar, en þó sjer í lagi forstjórn búnaðarskóla, þegar þeir kom- ast smámsaman á ogfjölga í landinu». Námsgreinarnar í skólanum eiga að vera: «íslenzka, danska, enska, talna- fræði í sambandi við verklega land- og hallamælingu (Nivellement), eðlisfræði, efnafræði, verkvjelafræði, að því leyti sem þær hafa verklega þýðingu, upp- dráttur og verkleg búfræði (meðferð á jörð og skepnum og arðinum af hvoru- tveggju, heyi og mjólk, og dýralækn- ingaij». Búfræðin á að vera í fyrir- rúmi. — Nefndin hefir samið svo látandi kostnaðaráætlun við búfræðisskóla á Möðruvöllum: A Ko'tnaður einu sinni fyrir öll: 1. Endurreisn hússins (með ofnum o. s. frv.).................. 22000 kr. 2. Til áhalda og bóka . 2000 — samtals 24000 — II. Kostnaður á ári hverju: a, laun embættismanna: 1. Skólastjóri (auk bújarðar og húsnæðis).................. 2000 kr. 2. Annar kennari (auk húsnæðis) 2000 — 3. I>riðji kennari (auk húsnæðis) 1500 — samtals 5500 ■— b, önnur útgjöld: 1. Árlegt viðhald .... 400 kr. 2. Til bóka og áhalda . . . 300 — 3. — ljósa og eldiviðar . . 400 — 4. Tvær ölmusur á 200 kr. . 400 — Alls 7000 — Reglugjörð fyrir skólann ætlast

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.