Ísafold - 06.05.1878, Blaðsíða 1

Ísafold - 06.05.1878, Blaðsíða 1
í S A F 0 L D. V 11. Útlendar frjettir. Kmh. 14. apríl 1878. (Niðurl.) pað mun óhætt að fullyrða, að flestallar þjóðirnar á meginlandinu hafi verið á máli Englendinga, en Frakk- ar lýstu fyrst yfir því, að þeir mundu ekki sækja fundinn, ef Englendingar drægju sig í hlje. þó Austurríki sje nokkuð bundið í báða skó, — fljettað, sem það varð inn í keisara-þríþætting- inn — þá hefir Andrassy greifi ávallt orðið að mæla svo um fyrir löndum sín- um, Madjörum, að Austurríki og Ung- verjaland ætti sjer fullt frelsi fyrir skil- ið, er málunum skyldi lúka á Balkans- skaga. Um samband við Englendinga hefir opt verið talað, og fyrir þá sök að Rússum þykir eigi trútt um, að til þess kunni að draga, ef Englendingar ráðast á móti þeim, þá tókst Ignatjeff nýlega för á hendur til Vínarborgar að kanna þar hugi manna og halda þar svo boðum fram af hálfu Rússlands, að Andrassy þætti full hlít að Austurríki og Ungverjalandi til handa. Af erind- islokum hans hafa ýmsar sögur farið, en þó er haft fyrir satt, að þeir And- rassy hafi eigi orðið á allt sáttir, og svo margt beri enn á milli, að mjög sje ó- sýnt, hvort Austurríki heldur kyrru fyr- ir, ef ófriður verður með Rússum og Englendingum. Hins vegar er svo frá sagt, að Andrassy hafi tekið greiðlega undir mál Bratianós frá Rúmeníu, og ummælin á þingunum í Vín, Pest og Rómaborg hafa borið skýran vott um, að Rússar hafa ekki bætt um fyrirsjer með aðferðinni við Rúmena. Um leið og Rússar hafa gert Rú- mena að óvinum sínum, hafa þeir snú- ið sjer að Tyrkjum með mestu blíðu og fagurgala, og er hægt að sjá hvernig á þvi stendur. Takist þeim að gera soldán og stjórn hans sjer hollan og sinnandi, þá sjá þeir hvert lið þeim má að því verða, ef í ófrið sækir, að skipa her Tyrkja undir sín merki, þó eigi væri annað en það, sem enn er í þeirra varð- haldi. Með vinmælum og góðum heit- um reyna þeir að ná þeim vígjum á sitt vald, sem liggja við sundin, en mesti slægurinn þykir þeim þó í flota Tyrkja, því í honum eru mörg fyrirtaks-skip, miklir og sterkir járndrekar og búnir til sjóvígs á vorra tíma vísu. Englend- ingar verða að gæta vel til, að Rússar verði hjer ekki of fengsælir, eða eins sigursælir í fortölunum, sem þeir urðu loks í orrustunum. Stórmennið í Miklagarði Reykjavík, mánudaginn 6. maímán. og gæðingar soldáns deilast nú gagn- stæðlega—sem jafnan fyr—í tvo flokka, enska flokkinn og hinn rússneska. Bæði af þeim vináttumálum, sem eptir friðar- gerðina fóru milli þeirra Abdul Hamids og Alexanders keisara, og þó öllu frem- ur af heimboði soldáns við Nikulás keisarabróður, mátti marka, að Rússum hefir tekizt vonum fremur, að telja Tyrkj- um hughvarf frá því er var fyrir skemmstu. Rússavinir segja, að ófrið- urinn sje Englendingum mest að kenna og Tyrkir hefðu aldrei færzt annað eins afráð í fang, ef þeir hefðu ekki treyst og trúað þeirra orðum. þ>egar Safvet pasja, utanríkisráðherra soldáns, átti að skrifa undir sáttarskrána í San Stefanó, var sagt honum hafi svo sárnað, hvern- ig komið var, að hann hafi ekki getað tára bundizt. Ignatjeff á þá að hafa sagt, að víst hefði illa farið, en nú væri um seinan að sjer að sjá. Ogæfan hefði verið, að Tyrkir hefðu trúað Englend- ingum í stað þess að fara að sínum ráð- um. þ>egar stórfurstinn þá heimboðið í Miklagarði (26. og 27. marz), tók sold- án honum sem bezta vin sínum, og sæmdi orðugjöfum (stórkrossi Osman- líuorðunnar) bæði hann sjálfan og tvo aðra hershöfðingja Rússa, Gúrkó og Skóbeleff, sem höfðu jafnast orðið Tyrkj- um skæðastir í sókninni. þ>á var Os- mann pasja kominn heim úr herleiðing- unni og var hann viðstaddur, er soldán sótti gest sinn heim hinumegin sunds- ins (í höll þeirri, er Beglerbeg heitir). Hann hefir látið sem bezt yfir, hvernig með sig hafi verið farið á Rússlandi, og kvað hafa orðið einn hinn fremsti í flokki Rússavina eptir heimkomuna. þ>að hefir opt verið sagt um Rússa — eða þó einkum um erindreka þeirra í Miklagarði — að þeir kynni bezt tök á Tyrkjum, og gætu betur en aðrir haft upp á þeim „typpið“, sem menn segja. Rússar munu nú eigi hafa legið á þeirri list sinni, en komið henni vel við og í góðar þarfir, að því margir geta. það er sagt meðal annars til dæmis, að stór- furstinn vitjaði legstaðar Abdul Azis heitins, staðnæmdist þar dapur í bragði og ljeti sjer þau orð fara um munn: „hjer hvilir tryggur maður og hreinskil- inn; hann var líka einn af beztu vin- um mínum“. Mjög var haft á orði, að Rússar hafi þá daga leitað margra bragða, að koma þeim úr ráðaneyti soldáns, sem draga taum Englendinga, og treysta því enn, að þeim vinnizt að gera málalokin Tyrkjum hagfelldari. En af því má ætla, að ráð þeirra hafi 1878. ekki tekizt að svo komnu, að Achmed Vefik heldur enn forsætinu í stjóm sol- dáns, en hann er vinur Englendinga. pað sem alþýðu manna hefir orðið kunnugt um, hveiju fram hefir undið siðasta viku tíma, er þetta: þing Eng- lendinga hefir sent drottningunni sam- þykkissvör um það að kveðja varaher- inn til vopna. í umræðunum talaði Bea- consfield djarflega um tiltektir Rússa, og endurtók öll þau saka-atriði þeim á hendur fyrir samninginn við Tyrki, sem Salisbury hafði talið á þá í skjali sinu. Herbúnaðinum hjeldu Englendingar á- fram, og var altalað, að Napier lávarð- ur, sem var fyrir herförinni mót Abes- siníukeisara, ætti að hafa aðalforustu hersins, ef ófriður yrði. Gortsjakoff hafði svarað brjefi Salisburys, og geng- ið í gegn atriðum hans eins og góður og reyndur „skrif-finnur“, sem þvælir mál í dómi. Hann finnur sjerí lagi að því við Englendinga, að þeir minnist ekki á kristnu þjóðirnar á Balkansskaga; út af meðferðinni á þeim hafi ófriðurinn orðið, og verkefnið sje að skapa þeim betri kjör og kosti. Ef Englendingar vildu koma með uppástungu hjer að iútandi, þá gæti vel verið, að tilhlutan þeirra yrði til góðs. Svarið var annars stillilegt, og i stjórnarblöðunum í Pjet- ursborg var tekið að slá nokkuð undan, og sagt, að Rússar mundu fúslega vinna það til friðar, að leyfa að breyta samn- ingnum í San Stefanó, en það væri að skilja, í þeim greinum, sem kæmu eigi við áform atfaranna á hendur Tyrkjum, hagsbætur og ijettarbætur kristinna manna, og setning málanna til fulls og langvinns friðar á Balkansskaga. I annan stað var sagt, að Bismarck gerði sjer mikið far um, að miðla málum og fá menn til að reyna, hvernig til kynni að talast á fundi. Allt um það urðu friðarvonirnar daufari, er síðustu fregn- irnar sögðu af meiri liðsendingum frá Rússlandi suður til Rúmeníu, og að Rússar, þrátt fyrir mótmæli Rúmena, hefðu tekið sjer þar herstöðvar á ýms- um stöðum, en heimilað sjer til ferða og flutninga járnbrautir þeirra og járn- vegastöðvar. Frá öðrum löndum. Oss láðist eptir í frjettunum síðustu að geta þess eina, er vjer vissumsögulegastfrá Spáni, en það var brúðkaupsgerð þeirra Alfons konungs og frændstúlku hans Mercedu, yngstu dóttur hertogans af Montpensier. Yígslan fórfram 23. janúar, en hátíðar- höldin stóðu í 2 daga í höfuðborginni, og var fólkinu þá daga skemmt með

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.