Ísafold - 12.10.1878, Blaðsíða 1

Ísafold - 12.10.1878, Blaðsíða 1
 f 1 S A F 0 L 1 D. V 25. j Reykjavík, laugardaginn 12. októbermán. 1878. J>a.ð hefir fleirum sinnum komið til tals bæði á alþingi og í blöðunum, að hjer þyrfti að stofna banka, eða því um líka peningastofnun. f>essi hugsun greip menn í fyrstu með fjöri, en þá kom landfógetinn í „J>jóðólfi“, setti of- an í við menn að hugsa svo djarft, og sjá! síðan hefir varla verið á banka minnst. þótt landfógetinn í áminnstri rit- gjörð hafi margt rjett að mæla, og þó að verzlnn vor og viðskipti varla hafi náð þeim þroska, að tími sje enn þá til kominn að banki í orðsins eigin- lega skilningi verði hjer stofnaður, þá er þó þar fyrir ekki loku fyrir skotið, að einhvers konar lánstofnun, lík þeim, sem í Danmörku eru kallaðar „Credit- foreninger“, gætiátt sjer stað hjá oss. |>ví þó reglulegur banki varla sje hugs- andi á því landi, þar sem innflutta var- an nemur meiru en hin út flutta, og þar sem því kaupmenn ekki þurfa á pen- ingum að halda, er ekkert því tilfyrir- stöðu, að peningar sjeu lánaðir út gegn afborgunura, vöxtum og jarðarveði. f>egar menn vita, að viðlagasjóður landsins nú á hjer um 300,000 kr. í innskriptarskírteinum, þá má nærri geta, hver áhrif það mundi hafa á peningaekluna í landinu, ef, segjum helmingurinn af þessu íje væri leystur úr dróma og lánaður út gegn fasteign- arveði, vöxtum og árlegum afborgunum. f>að er að gætandi, að ef peningarnir eins og blóð í æðum landsins eiga að geta verið í stöðugri veltu, þá má ekki festa þá í sömu jörðum, heldur verða þeir að tilteknum árafresti og smám- saman að vera til taks handa nýjum og nýjum lántakendum. Væri þessar 150,000 kr. t. d. lánaðar út gegn 6 af hundraði á ári hverju, þá væri þær á- vallt aptur innkomnar í landssjóð á 28 ára fresti, og alltaf peningar til útlána fyrir höndum. Sje nú því svarað, að með þessu móti muni sjálfseignarjarðir landsins smámsaman verða eignir lands- sjóðs, þá liggur svarið nærri, að hvorki er þetta í sjálfu sjer satt, því veðin mundu smámsaman losna af jörðunum, eptir því sem afborganirnar eiga sjer stað, nema þegar svo vildi til, að lands- sjóður yrði að láta selja, sem sjaldnast mundi verða, — og, þó satt væri, þá mundi jarðirnar þó ekki fara upp í kaupstaðarskuldir meðan þær væri veð- bundnar landssjóði. þ>að getur vel ver- ið, að því fje, sem landsbúar með þessu móti fengi handa á milli, ekki yrði altjend vel varið, en víða myndi það þó verða til þess, að bæta jarðirnar og atvinnuvegina, og með því auka al- menna landsmegun. Nú segir einhver: peningar landsins eru á vísari stað í innskriptarskírteinum en í fasteignar- veðum. Vjer skulum engan vegin rengja ríkisskuldabók Dana ; en átt höfum vjer peninga í Danmörku, og hefir minna orðið úr, en til stóð. þ>ó aldrei sje minnst á mjölbótarpeningana og styrkt- arsjóðinn, þá vita menn hvernig Thor- chillii sjóð reiddi af framan af; erfróð- legt að lesa um það í eptirmælum 18. aldar; þegar hann um aldamótin síðustu átti að vera orðin þrefaldur, þá stóð hann hjer um bilístað. En, hvað sem þvi líður, er engum skyldara, að styðja framfarir landsins, en landssjóði, sem er hold af landsins holdi, og blóð af þess blóði; og sje öllum lagaskilyrðum fylgt, þá virðist varla hugsandi, að lands- sjóður geti orðið fyrir tjóni; jarðirnar, lækka þó ekki 1 verði við jarðabæturn- ar, við betri meðferð á skepnum og á arðinum af skepnunum; en margur maður, sem nú stendur auðum höndum þó hann eigi nokkur jarðarhundruð, fær stuðning til þess að bæta jörð sína. Lehmann sálugi spáði því, eins og menn muna, að fyrst myndu íslending- ar, þegar þeir færi að eiga með sig sjálfir, safna í viðlagasjóð, og svo mundu þeir eta hann upp á einu hörðu ári. f>essi spádómur gæti máske ræzt ef peningar landsins standa í innskriptar- skírteinum og konunglegum skuldabrjef- um, en spádómurinn getur ekki rcezt, ef viðlagasjóðurinn stendur í fasteignum landsins; því þá er á hverju ári ekki annað laust af honum en vextirnir og hinar afborguðu upphæðir einar. Að minnsta kosti mun engin neita því, að svo er afgöngunum af tekjum landsins fram yfir útgjöld þess eðlilegast varið, að þeir sjeu, landssjóði að skaðlausu, notaðir landinu til eflingar, að þeir eins og blóðið frá hjartanu hverfi út í út- limu landsins, til þess að snúa þaðan aptur í sinn sama stað auknir og á- vaxtaðir; þetta væri hin eðlilega velta og hringrennsli viðlagasjóðsins, undir- eins og landinu við þetta bættist á ein- faldan hátt góður vísir til lánstofnunar. Allir vita, að læknasjóðurinn, sem var, stendur að mestu leyti í fasteignar- veðum, og hefir þó ekki borið á, að hann hafi orðið fyrir neinu tjóni. Er þó þess að geta við lánin úr læknasjóði, að fæst þeirra eru því skilyrði bundin, að árlega skuli afborga nokkuð af höfuðstól. þ>ví skyldi þá ekki mega verja viðlagasjóði, eða altjend helmingi hans á sama hátt, nema að eins með þeim mismun, að árlegar afborganir sjeu fast skilyrði? þessar fáu bendingar vildum vjer gæti orðið til þess, að þetta mál yrði almennt og ýtarlega rætt, og mun hverri grein um þetta efni, sem skýrt getur það á einhvern hátt, fús- lega verða veitt viðtaka í þetta blað. Verzlunin á Færeyjum. — Færeyinga- blaðið „Dimmalætting“ kemst 7. sept. þ. á. svo að orði: „Verzlunin hjeráeyj- unum var, eins og menn vita, einskon- ar konungsverzlun, þangað til hún varð frjáls 1856. Við þessa breytingu, sem menn almennt höfðu þráð, tók verzlun vor, eins og við var að búast, aðra stefnu. Stjórnin hafði fyr meir haft tillit til gagnsmuna landslýðsins, en síð- an einstakir menn hafa fengið verzl- unina í hendur sjer, er ekki skipt sjer neitt af því. Kaupmenn finnast nú alla- vega um byggðirnar, og þeir hugsa ekki um annað, en hafa sem mestan ávinning á kostnað innbúa. Utlendu vörurnar hækkuðu fljótt í verði og það allt að helmingi; má nærri geta hve hagfellt þetta hafi verið fyrir hina fátækari. Engin láir kaupmönnunum, að þeir vilja auðgast á ærlegan hátt, en hitt er ófyrirgefanlegt, að steypa fjelaginu, og sjer í lagi þeim aumari í eymd og volæði. jpegar frjálsa verzl- unin var innleidd, komu kaupmenn sjer saman umverðið á vörunum, bæði útlendum og innlendum og ijeðu með því lofum og lögum við oss. Nú jókst vonum bráðar neyðin í þeirri verstu mynd við lánin. Tækifærið bauðst og freistingin var 'mikil; nú þurfti ekki lengur að róa til þ>órshafnar eptir vör- um; það þurfti ekki að fára eptir þeim nema á næstu grös, og „láta skrifa þaÓÓ1. Áður en menn vissu af, var þessi innskript á smámunum orðin talsverð upphæð, og skuldin vaxin aumingjunum yfir höfuðið. þ>á koma áhyggjurnar; kotið er veðsett, og síðan selt, og fá- tæklingur hefir engin úrræði, nema ó- ráðvendni eða — hreppinn. Siðferðisafl- inuhnignar, sjálfstraustiðsljóvgast, með- vitund um mannlega tign og með henni kjarkurinn fara að forgörðum; menn sökkva niður í ánægju með vesældóm sinn, og ofurgefa sig hugsunarlausu á- hyggjuleysi fyrir ókomna tímanum. Hversu má ekki þessi kynslóð, sem fallin er ofan í kveifarskap og nautn- arlyst skammast sín, þegar hún ber

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.