Ísafold - 26.10.1878, Blaðsíða 2

Ísafold - 26.10.1878, Blaðsíða 2
102 ISAFOLD. 27,o‘8 vorar láti ekki hafa sig til þess, að styðja fáeina svo kallaða íslenzka kaup- menn, sem ekki eru íslenzkir nema að nafninu einu, til þess að bera lög vor ofurliða; vilji þessir herrar ekki verzla hjer eptir vorum lögum, þá verðum vjerað hugga oss, þó þeir verzli fram- vegis eingöngu þar, sem þeir, hvort eð er, vilja heldur bæði lifa og deyja. Vjer höfum helzt til lengi sætt þeim nýlendu kjörum, sem þeir og þeirra sinnar hafa sett oss. Reykjanessvitinn. Við fórum á stað frá Bessastöðum þann 12. október, aflíðandi dagmálum, riðum um Hafnarfjörð suður að Hraun- um, til þess að fá nákunnugan mann með okkur yfir almenninginn, upp und- ir Dyngjur. Liggur sandaslóði frá svo kölluðum Gvendarbrunni yfir þveran brunann. Verður þar ekki farið nema hægt. ^egar upp undir Dyngjur er komið, þá er beygt vestur á við þann- ig, að maður hefir Dyngjur á vinstri hönd, en Keilir, Keilisbræðurna og Fagradalsfjöll á hægri hönd. Vonum bráðar komum við niður á sljetta völlu eða grundir, sem kallaðar eru Höskuld- arvellir, og því næst, þegar komið er fyrir endann á Dyngjum, ofan á Sel- velli; hefir þar fyrir skemmstu verið haft í seli frá Hrauni, austasta bæ í Grindavík, og standa seltóptirnar enn. þ>á er siðan glögg og góð gata yfir sanda, holt og mela ofan að Hrauni, sem er yel húsaður bær og reisugleg- ur. Má þar sjá marga fallega og gilda spííu, sem brimið kastar í land. Tún eru í ailri Grindavíkinni snögg og send- in, en taðan hin kröptugasta. Frá Hrauni er riðið vestur eptir allri Grinda- víkinni; svo komum við að Gerðhúsum, einni af hjáleigum Járngerðarstaða; eru þar tvö timburhús ný og vönduð, og er þar í alla staði vel um gengið, svo að ekki lítur út fyrír annað, en Grinda- víkin hljóti að vera bjargræðispláss, þegar menn kunna með að fara. Enda er landslagi svo lagið, að þar hlýtur að vera gott fyrir sauðfje; hjer og hvar sáum við mel (sandhafra) og allvíðast er góð og sjálfsagt kjarnmikil snöpfyr- ir kindur. En að sunnanverðu ber sjór- inn trjáreka í land, og fiskisæk hefir plássið reynzt í flestum árum. J>að sem verst er við Grindavíkina er örðugleik- inn við aðflutninga; þó er einn kaup- maður úr Keflavík farinn að senda þang- að skip, til að sækja og flytja þangað varning. Frá Garðhúsum fylgdi bónd- inn (Einar Jónsson, oddviti hreppsnefnd- arinnar i Grindavíkurhrepp) okkur að prestssetrinu Stað. f>ar er sömuleiðis vel og þokkalega umgengið. Vorum við þar nóttina í bezta yfirlæti, og gát- um ekki orðið þess áskynja, að Staður væri eitt af fátækari brauðum landsins. Daginn eptir fylgdi Einar bóndi okkur frá Stað og suður á Reykjanes. J>að er um tveggja tima reið, yfir bruna- hraun að fara, og litt farandi, sem stendur, nema maður hafi, eins og við, gagnkunnugan leiðtoga. J>á er vegur- inn vel hreppandi, enda mun með litl- um tilkostnaði, mega gjöra veginn all- greiðan. Er mestmegnis farið á hraun- hellum, en sandþyngsli eru þar ekki nándanærri eins mikil, eins og á veg- inum frá Reykjanesi í Hafnirnar. Er það ekki efamál, að Grindavíkurmenn muni fúslega verja nokkrum dagsverk- um til að bæta veginn út á Reykjanes. þegar þeir, eins og við er að búast, sjá, að umferð fer að aukast; enda er öll þörf á því fyrir sjálfa þá, því mikill hægðarauki verður það fyrir aðflutning á rekatimbri, ef landvegurinn er hrepp- andi. Opt stendur svo á, að illfært er sjóleiðis sökum brims, og smásprek til rapta og eldiviðar má flytja á hestum, þó stórhöppin verði að flytja sjóleiðis. Eins og menn vita, stendur hinn svo kallaði Valahnjúkur fram við sjó, syðst á ströndum þessa lands. Er stand- berg það sem að sjó veit, en aflíðandi brekka upp á hann. Mun hann vera um 200 fet yfir sjávarmál. Á honum stendur vitaturninn, sem enn þá er held- ur fyrirferðarminni en skólavarðan. Mun turninn, upp að ljóskerinu, verahjerum bil 20 fet; en hæðin er nóg, þvi varla munu margir vitar standa skör hærra. Tuminn er byggður úr þar til völdu brunagrjóti, sem bezt þolir loptslag vort; er hann rambyggilegur með múr- akkerum til bindingar ; ofan á honum á að vera umferð af þykkum járnplötum með loptholum (Ventiler) og þar á of- an á sjálft ljóskerið að skrúfast oglóð- ast. í því er fjöldi af steinolíulömpum, sem hver fyrir sig er felldur í íhvolfa látúnsplötu, er fleygir ljósinu til baka og út á sjó, því enga birtu ber vitinn á land upp, heldur að eins í hálfhring á sjó út. Er ljóskerið sjávarmegin eins og gefur að skilja, umkringt sterku og skæru spegilgleri. J>egar við komum á Reykjanes, var sjálfur turninn að ut- anverðu ekki alveg búinn; var eptir að festa efstu hleðslusteinana, undir ljós- kerinu. Var þá bæði eptir, að koma ljóskerinu fyrir, sem mun vera vanda- verk, og að höggva innan í vitann. Aptur á móti var búið að byggja bæ- inn handa vitaverði og ‘hans hyski. Stendur bærinn utan í Skálafelli, á að gizka annan eins veg ffá vitanum, eins og frá landshöfðingjahúsinu í Reykja- vík upp að skólavörðu, nema hvað brattari leið er upp á Valahnjúkinn en upp bakarastiginn, þó skásneiðingaveg- ur hafi verið gjörður upp að vitanum. J>etta er langur vegur á vetrardag í hverju veðri ogfærð, og á hverjum tíma dags og nætur, sem er. Enda mun þörf á að búa hjer betur um, þó ekki væri nema með kað- al- eða vírþræði frá vitanum ofan að bænum. Sje það satt, sem vjer ekki efum, að margur dagur hafi í sumar verið óvirkur á Valahnjúknum fyrir veðrasakir, þá má nærri geta, hvernig þar muni viðra, segjum í útsynnings- byljum. Hafi menn getað orðið úti frá bænum í Odda að fjósinu, þá er ekki hættan minni hjer. Hvorki er bærinn öflugur nje vel byggður. Innviðir eru fjarri því að vera góðir; bærinn þröng- ur, og eins og fátækur þurrabúðarmað- ur hefði byggt. J>etta er dýr sparsemi; því það mun sannast, að þessi bær stendur ekki í 10 ár. Ekki er enn þá búið að steinlíma vitann utan, og verð- ur að líkindum ekki í haust, því úr þvi frost byrja, er það frágangssök; er þetta bæði kostnaðarauki og bagi. Meira gengur til, ef aptur að sumri komandi á að fara að setja upp af nýju múrpalla (Stilladser), heldur en ef þeir væri not- aðir með sama, sem nú eru þar, þá er hætt við að regn og frost skemmi held- ur samskeytin á turninum vetrarlangt, ef ekki er búið að sljetta hann á undan með steinlími; ien það er hvorttveggja að nú er of áliðið, til þess mikið verði gjört úr þessu, og að það fje, sem ætl- að var til vitabyggarinnar, mun vera brúkað upp. Vjer skulum, að svo stöddu, ekki rannsaka, hvort allt hefir verið eins sparlega tekið, sjer í lagi aðflutningar og á öllu eins vel haldið, eins og skyldi; hitt býður sanngirni að játa, að örðugleikar hafa verið mikl- ir. J>að er engin hægðarleikur að draga grjót að sjer upp á Valahnjúkinn og það steina, sem 6—10 manns þarf til að hnosa þar upp; ekki er heldur lá- deyðan þar dagslega, þegar lenda þarf með eitthvað, sem til vitans þarf, svo sem kalk og steinlím, vistir og áhöld. þá gekk langur tími til að ná í vatn, gjöra brautir, höggva grjót niðri í fjöru, ef fjöru skyldi kalla, þar sem brimið beljar ár og síð, og verst af öllu hefur það reynzt, að margir dagar hafa fallið úr, af því ekki gat orðið úr verki uppi við vitaturninn fyrir stormi og óveðri. J>að viðrar öðruvísi upp á Valahnjúkn- um en niðri á Austurvelli. Allt grjót og múrverkið virðist vera vandað og traust, ef það sem eptir er verður eins vel af hendi leyst, eins og það sem búið er, en svo segir oss hugur um — og ekki veldur sá sem varir — að í voru loptslagi muni þurfa vandað og ósvikið steinlím til að fága turninn út- byrðis, svo ekki fari eins og með að- gjörðirnar á dómkirkjunni. Enda mun hinn duglegi múrmeistari, sem fyrir byggingunni hefir staðið, og kunnugur er hjer á landi, vera á voru máli í þessu efni, og mun varla tilvinnandi, að spara nokkrar tunnur af bezta steinlími, þar sem þó er búið svo miklu til að kosta. Að laun yfirsmiða hafa verið há, er síður tiltökumál, því ekki hefir það verið neitt sældarlíf að liggja í tjöldum á Reykjanesi, þó um sumar sje. J>að teljum vjer fyrir vort jleyti ekki eptir, ef allt verður að síðustu vel og vand- lega af hendi leyst, og ef landsins fje hefir að öðru leyti verið vel og hagan-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.