Ísafold - 27.11.1878, Blaðsíða 3

Ísafold - 27.11.1878, Blaðsíða 3
27/u-B ISAFOLD. 119 kaupfjelögin aptur látin ganga áundan í i. gr., því þetta lýsir ekki að eins stakri kurteisi og jafnrjettistilfinningu, heldur sýnir það einnig, hve annt höf- undunum heíir verið um, að enginn munur væri gjörður á þessu tvennu. Enn fremur sjest það á alþingistíðind- unum bls. 137, að hinn 2. konungkjörni þingmaður í efri deildinni hefir haft sama skilning á greininni og ráðgjafinn, því þar er skýrt frá, að hann hafi sagt, að í greininni „væri talað um rjettindi hjerlendra kaupmanna, þeirra, er bú- settir væru hjer á landi, og það væri sjálfsagt sama og fslenzkra kaupmanna, og pá nceðu orðin eigi til dans kra kaupmanna, sem hjer hefðu fasta búsetu, þó meiningin lfklega væri sú“, og bætti þingmaðurinn því við, að „þetta sýndi auk annars, að frumvarpið þannig úr garði gjört, vœri óhafandi11. þessu var nú reyndar enginn gaumur gefinn, en því var þó ekki mótmælt af neinum. Jeg vona, að það, sem nú hefir ver- ið talið, sje nóg til þess að sýna, að skilningur ráðgjafans á greininni hafi við góð rök að styðjast, en hafi þingið sagt annað en það ætlaði sjer að segja, eins og þingmaðurinn getur til, getur ráðgjafinn ekki að þvf gjört. Jeg vona einnig, að þjer sjeuð mjer samdómaum það, að þegar þjer og ráðgjafinn hafið hvor sinn skilning á greininni, þá sje hætt við að hún verði þungskilin fyrir aðra. Áður en jegskilst við þettamál, vil jeg leyfa mjer að leiða athygli yð- ar að því, að orðið „hjerlendur11 og „á landi hjer“, sem nú er farið að tíðkast, bæði í þessum og öðrum nýjum lögum, sem frá alþingi koma, eiga mjög illa við, þegar lögin þó ekki eru gefin út „hjer á landi“ (þ. e. íslandi) heldur í Danmörku, og ætti því að sneiða hjá því eptirleiðis. Að endingu skal jeg geta þess, að útleggingin á brjefinu 12. júlí í Stjórn- artíðindunum er víða ónákvæm, og kveð- ur þó mest að því á tveim stöðum, þar sem það veldur meiningarvillu, sem sje í 4. málsgrein, þar sem orðið: „pví“ (það verður pví að teljast o. s. frv.) er haft í staðinn fyrir: „auk þessa“ (derhos), og í enda næst sein- ustu málsgreinar, þar sem eptir orðin: „að gjöra“, er sleppt úr orðunum: „að öðru leyti“ (iövrigt); svo er og í enda 6. málsgreinar slæm prentvilla, nefnil. 200 kr. í stað 2000 kr. Fyrst jeg á annað borð er farinn að rita blaðagrein, vildi jeg leyfa mjer að minnast einnig lítið eitt á annað mál- efni, sem þjer hafið hreift í næsta bl. á undan (20. sept.), þar sem sagt er, að ráðherrann hafi leyft, að af viðlaga- sjóði megi verja allt að 30,000 kr. til útlána innanlands, til sveitafjelaga, stofn- ana og einstakra manna, með þeim nú gildandi skilyrðum, að fasteignarveð sje sett fyrir láninu, tvöfalt meira virði en lánið nemur, og að fjórir sjeu goldnir í leigu af hundraði, en þó þannig, að í hvert skipti verði að leita um það sam- þykkis ráðgjafans sjálfs. „Maðurskyldi þó halda, — segið þjer — að þegar fast, lögákveðin skilyrði eru sett fyrir veit- ingu lánsins, þá væri landsstjórninni trú- andi fyrir svo miklu, sem að veitaþað“. En þetta „er ekki rjett hermt“, eða að minnsta kosti er það ekki nákvæmt, því fyrir flestum af lánunum, nefnilega lánum til sveitafjelaga, kirkna og ann- ara þess konar stofnana, er ekki og verður ekki (eins og þjer líka munuð vita) heimtað veð, og eru því engin fast ákveðin slcilyrði til tekin fyrir þeim lánum, heldur verður það að vera kom- ið undir atvikum í hverju einstöku til- felli, bæði hvort lánið yfir höfuð verði veitt, og með hverjum kjörum, það er að segja, hvað stórt það megi vera, hvernig það skuli endurborga, o. s. frv., en um allt þetta geta verið ólíkar mein- ingar, og er það því mjög eðlilegt, þó ráðgjafinn, sem þó á endanum mun eiga að hafa ábyrgðina, vilji sjálfur á- kveða um þetta, og í því liggur ekki nein tortiygging nje grunsemi við lands- stjórnina, sem líka væri með öllu ástæðu- laust. Um lánin til einstakra manna er reyndar öðru máli að gegna, því fyrir þeim eru slcilyrðin fast ákveðin. En nú má nærri geta, að margir munu vilja fá lán úr landssjóði með þeim kjörum, að borga ekki meira en fjóra af hundraði í leigu, og það bæði ein- stakir menn (kaupmenn, iðnaðarmenn o. s. frv.) og sveitafjelög og stofnanir, og getur þá orðið ágreiningur um það, hverjir eigi að sitja í fyrirrúmi. Ef þá ætti eingöngu að fara eptir þvf, að sem mest trygging fáist fyrir láninu, þá ættu þeir, sem bjóða fram lögákveðið veð, sjálfsagt að ganga fyrir, en tilgangur- inn með að veita þessi lán úr lands- sjóði mun þó einkum vera sá, að hjálpa helzt þeim, sem vilja verja þeim ann- aðhvort í almenningsþarfir (t. a. m. lán til sveitafjelaga), eða til gagnlegra fyr- irtækja fyrir landið. Að vega það tvennt, hvort á móti öðru, að landinu verði sem mest gagn af láninu, og að landssjóðnum sje um leið borgið, er svo áríðandi, og getur stundum verið svo vandasamt, að það getur ekki kallazt, hvorki „tortryggni11, „forvitni11 nje „smá- munasemi11, þó ráðgjafinn sjálfur vilji hafa atkvæði um það. Jeg skal því heldurekki takamjer það nærri, þó þjer dróttið því að íslenzku stjórnardeildinni, að þessi ráðstöfun sje henni að kenna, sem þjer þó ekki get- ið vitað neitt um, nema eptir góðviljaðri ágizkan, en undarlegra þykir mjer það, að þjer berið henni á brýn, að hún vilji halda sem mestu af úrskurðarvald- inu í íslenzkum málefnum; þegar mað- ur les erindisbrjef landshöfðingjans, skyldi maður næstum halda, að þjer væruð með þessu að gjöra gys að stjórn- ardeildinni, ogværi það ekki vel gjört, enda veit jeg að þjer eruð of hjarta- góður maður til þess. Kaupmannahöfn, 7. nóvbr. 1878. Með vinsemd og virðingu. Oddgeir Stephensen. Póstskipið „Phönix“ hafnaði sig hjer þann 24. þ. mán. Meðþvíkomu: frá Skotlandi Bjarni Bjarnason borgari úr Rvík (fyr á Esjubergi), og frá Vest- urheimi Jón Olafsson, (sem undir-agent Allanlínunnar ?). Útlendar frjettir. Kaupmannahöfn, 7. nóvbr. 1878. Austurríkismönnum vannst betur á í Bosníu þegar fram í sótti en áhorfð- ist fyrst. þ>eir eru nú löngu búnir að ná öllu landinu á sitt vald. En tvísýnt þykir, að þeim verði það að miklu happi. pað er slegið i mesta þras með þingi og stjórn út úr herförinni, einkum kostn- aðarins vegna, og hafa sumir ráðherr- arnir orðið að þoka úr sessi. Er það mál ókljáð enn, og því óvíst, hvað um Bosníu verður. J>ó munu Tyrkir tæp- lega þurfa að búast við miklum hlunn- indum af henni upp frá þessu. peir brígsluðu Austurríkismönnum um grimmilegar aðfarir við landsfólkið i Bosniu, og hafa af því aukizt fáleikar með þeim grönnunum. í öndverðum fyrra mánuði fóru Rússar að færa landher sinn heim á leið úr nágrenninu við Miklagarð, eins og áskilið var í Berlínarsáttmálanum. En óðara en þeir voru horfnir, tóku Tyrkir (Múhameðstrúarmenn) að veit- ast að kristnum mönnum, er Rússar höfðu haldið skjóli yfir, og frömdu við þá mestu níðingsverk, að því er Rúss- ar skýra frá. þetta varð til þess, að lið Rússa sneri þegar aptur á sömu stöðvar og áður og situr þar enn. Skömmu síðar hófst uppreisn mikil suð- ur í Makedóníu, gegn Tyrkjasoldáni og kenna Tyrkir það Rússum. Uppreisn- armenn eru ósigraðir enn. því er spáð, að þessi sundurþykkja með Tyrkjum og Rússum muni draga til ófriðar með þeim á ný innan skamms, og er mörg- um grunur á, að til þess muni leikur- inn gjörður af Rússa hendi; þeir þykj- ast hafa orðið undir á Berlínarfundin- um, og ætla sjer að jafna það skakka- fall í góðu tómi og að fornspurðum hin- um stórveldunum. Eru jafnvel farnar að berast sögur af liðssafnaði á báða bóga. Yfir höfuð virðast vera litlar líkur til, að Tyrkinn forði fjörvi til lengdar upp frá þessu. Ekki vill Ali kongur í Afghanistan vægja fyrir Englendingum, þó smár sje á velli hjá þeim. £>að er sagt að þeir muni ætla að fresta herförinni á hend- ur honum þangað til fer að vora. Blöð Rússa láta fyllilega á sjer skilja, að þeir muni eigi láta Ala standa einn uppi síns liðs, ef að honum eigi að sverfa.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.