Ísafold - 23.12.1878, Blaðsíða 3

Ísafold - 23.12.1878, Blaðsíða 3
ÍSAFOLD. 127 enda stóðu nú landar hans, sem hann, ef til vill, hafði gyllt stofnanirnar nógu mikið fyrir, á honum, og vildu fara að sjá einhvern ágóða af peningum sínum. Hann mun því hafa hugsað sjer, að láta verzlunina standa straum af stofn- unum, og trúað sjálfum sjer til að geta ráðið eins miklu við fjelagsstjórnina í Kaupmannahöfn, eins og hann hafði ráðið við konung og suma Collegíiherr- ana. En honum varð það að öðru, hið almenna verzlunarfjelag vildi græða fje; því var hvorki um hag íslands nje stofn- ananna að gjöra. Og urðu bráðum þau umskipti, að þær voru vanræktar, fólk- inu fækkað, ull vantaði, hamp var.taði, önnur húkkertan var seld, hin brúkuð til alls annars en fiskiveiða, ogafþeim 5000 rd., sem fjelagið hafði undirgeng- izt að greiða upp í skuld stofnananna, voru að eins 3000 rd. goldnir út í hönd; fyrir þeim eptirstandandi 2000 rd. var gjörður gagnreikningur, sem þykja myndi viðsjáll á vorum dögum. Skúli var látinn finna, að hann væri undir fjelagsstjórnina gefinn, sem hennar laun- aður ráðsmaður á íslandi, og lítur svo út, sem þá hafi grunað, að efnahagur 'hans myndi erfiður. J>ó kastaði ekki tólfunum fyr en fjelagsstjórnin á fundi í Kaupmannahöfn 1767 lagði 100 rd. álag á hverja aktíu, það er að skilja, gjörði hverjum hlutabrjefseiganda að skyldu að gjalda 100 rd. viðbót, að öðr- um kosti skyldi hlutabrjefinu eða sam- eignarrjetti eigandans í Qelaginu fyrir- gjört. þ>etta var sama^ sem 5000 rd. krafa til aktíueigenda á íslandi (100 rd. á hverja aktíu af 50), og með því fje- lagsstjórnin jafnframt afsagði að greiða þá 2000 rd., sem eptir stóðu, þá urðu hinir íslenzku hluthafendur fyrir 7000 rd. missi. Bætist nú hjer á ofan, að 28 rd. afrakstur af hverju hlutabrjefi, 1400 rd. á ári, var ógreiddur íslenzk- um hluthafendum um 4. ára tímabil, frá 1763 til 1767, þvert á móti samningn- um, og að samtals 12600 rd. halli þvi vofði yfir hinum upprunalegu eigend- um stofnananna, þá fannst Skúla, og það myndi fleirum finnast, að ekki væri annað úrræði, en láta lögin skera úr. Eitt sem studdi mest að því, að verzl- unarfjelagið ytra fór þessum kröfum fram, var það slis, sem til hafði viljað, þegar hús stofnananna brunnu í Reykja- vík 27. marz 1764. Eptir samningnum átti fjelagið að taka við stofnununum frá 1. jan. 1764, en tók í rauninni ekki við þeim fyr en 2. apr. s. á. Hafði lengi staðið ágreiningur um, hverjir skaðann ættu að bera, verzlunarfjelagið eða hluthafendur stofnananna. Skúli sigldi nú 1767 með umboð frá flestum hluthafendum á íslandi, til þess, hvort hann kysi heldur, að semja í góðu eða þreyta lög við fjelagsstjórnina. En jafnframt höfðuaðrir hlutabrjefaeigend- ur á Islandi og meira að segja sumir af þeim, sem Skúli hafði umboð fyrir, gefið etatsráði, fyrverandi amtmanni, Pingel, fullmakt til þess að tala máli sínu á fundum fjelagsstjórnarinnar, hvort þetta kom nú af tortryggni við Skúla, eður afþessu formleysi, sem oss íslend- ingum er svo eiginlegt. Enginn vegur var til, að saman gæti gengið með góðu ; fjelagsstjórnin vildi í fyrstu enda ekk- ert eiga við Skúla, henni þótti árenni- legra að halda sjertil Pingels, semvar meinleysismaður og þegar búinn að slaka til við fjelagsstjórnina í sumu, þegar Skúli kom. Vildu þeir ónýta allt fyrir Skúla með því, að Pingel, sem meðal annars hafði í höndum gamla fullmakt frá Magnúsi Gíslasyni (sem þá var_ dáinn), væri rjettur málsaðili, en þegar Skúli lagði fram fullmakt, frá þeim einasta erfingja Magnúsar, Olafi Stephánssyni, þá fóru þeir ofan af því, fengu dómsnefnd setta til að dæma málið, og stefndu báðum Pingel og Skúla. þeir gjörðu þær gagnkröfur, sem áður er ávikið. Dómur fjell 20. apr. 1768. Skyldu þeir Skúli og Pingel gjalda 5000 rd., fyrir ógoldið 100 rd. tillag til hverrar aktíu, en gagnkröfunum — um borgun þeirra 2000 rd., sem inni stóðu hjá fjelagsstjórninni, um 5600 ríkisdala uppbót (28 rd. afrakstur af hverri aktíu, á ári í 4 ár), og loks um að samninguvinn milli verzlunarfjelags- ins og stofnananna skyldi upphafinn, var frá vísað. Hæsti rjettur staðfesti dóminn 1769, og nokkur af hinum ís- lenzku hlutabrjefum voru skömmu síð- ar seld við opinbert uppboð til lúkn- ingar þeirri svo kölluðu 5000 rd. skuld. Jafnframt, eða þó rjettara árinu áður, þegar Commissíónsdómurinn var fallinn, (1768) sendi verzlunarfjelagið stríðsráð Arva Gudmandsen hingað, sem yfirum- sjónarmann yfir verksmiðjunum við hlið Skúla, — sem þó var beðinn um að leiðbeina Arva. Milli þeirra varð held- ur fátt. Meðal annars gjörði Skúli klæðastranga upptækan fyrir Arva, kom því enn fremur til leiðar, að á lík- an hátt voru óvirtar vörur víðar gerð- ar upptækar fyrir fjeiaginu. Ut úr því reis hið svonefnda upptektarmál, sem Skúli, Jón sýslumaður Eggertsson o. fl., töpuðu; var honum því næst sagt upp forstjóraþjenustunni, og óvildarmaður hans, Björn lögmaður Markússon, settur í hans stað. — þ»á hefði nú einhver gefizt upp. Skúli stóð uppi eptir ærinn kostnað, fjeflettur og slculdugur, og margir fjeflettir með honum. íslenzku vinirnir, sem áður, meðan ábatavonin. blasti við, höfðu safnazt eins og ungar undir vængi honum, hallmæltu honum nú leynt og ljóst, brugðu honum um fjártjónin, og ef einhver átti hjá hon- um krónu, þá var að honum 'gengið með odd og egg; var Finnur biskup þar fremstur í flokki. Skúla reyndist, eins og hann sjálfur segir í einu bijefi sínu, að það voru sannmæli, sem amt- maður Lafrenz einu sinni sagði honum á alþingi, „að alstaðar væri ýtt á þann vagn, sem hallaðist, en þó hvergi eins og á Islandi11. Nú sannaðist, að „harð- múlaður var Skúli“. Verzlunarfjelagið hafði 1768 flutt skemmt korn hingað til landsins, Skúli kemur því til vegar, að konungur setur sjerstaka dómsnefnd til að rannsaka það mál; var fjelagið 23. febr. 1772 dæmt í hinar svo lcölluðu mjölbætur (4400 rd.). þ>egar hin svo nefnda landkommission (Andrjes Holt, Fjeldsted Windekilde) var hjer á ferð 1770, tilþess að kynna sjer hagi lands- ins, kærði Skúli fyrir henni aðfarir fje- lagsins, sjer í lagi meðferðina á innrjett- ingunum, og fjekk með því áunnið, að konungur 16. maí 1772 nefndi þá í dóm, til þess að dæma gagnkröfur Skúla, sem frá hafði verið vísað af hinni dönsku dómsnefnd 1768, Magnús varalögmann Olafsson (föður Finns Magnússonar) og Sigurð lögþingisskrifara Sigurðss. yngra á Hlíðarenda. Ekki gekk allt greiðlega enn. Magnús Ólafsson afsegir að sitja í nefndinni, nema sjer sjeu fyrirfram greiddir 200 rd. o. fl. jþá er Steindór sýslumaður Finnsson í Arnessþingi til- kvaddur, en er heldur ekki viðlátinn ; þá Jón sýslumaður Jónsson í Rangár- þingi, hann segir frómlega, að hann eigi sjálfur í máli fyrir hæstarjetti, „en að innláta sig í óviðkomandi sök, —- — kynni að-hafa slæmar suiter“. Loksins fæst Magnús sýslumaður Ketilsson, systursonur Skúla, til þess ásamt Sig- urði landþingisskrifara að dæma i mál- inu. Var það mest og bezt heiðurs- manninum Thodal að þakka, sem í þessu, eins og öðru, auðsýndi sig sem óhlut- drægan og ráðvandan mann. Skúli ber í sóknarskjali sínu upp á Magnús Ó- lafsson og Steindór Finnsson, að báðir hafi verið fjelaginu svo skuldugir, að þeir þorðu ekki að takast dómarastörf- in á hendur, en þetta kunna að vera málaflutnings-getsakir. Nokkuð er það, að af þessu- leiddi, að málið gat ekki komið fyrir, fyr en í júlímánuði 1773 á Eyrarbakka. Eptir alls konar flækjur af hálfu Lindbergs, málaflutningsmanns fjelagsins, fjell dómur loks 11. okt. s. á. og vann Skúli málið, það stærsta pen- ingamál, sem hjer á landi hefir komið fyrir, upp á rúma 40000 rd. Dóminum var áfrýjað til „Oberrjettarins“ við Öx- ará. Björn lögmaður Markússon afsagði dóminn, og Skúli varð undir. Skúli á- frýjaði til hæstarjettar, en málið kom ekki fyrir, því sættum varð á komið, áður en til dóma var gengið, fyrir til- stilli góðra manna, sjer í lagi Cammer- collegíi. Svo stóð á, að hið almenna verzlunaríjelag var komið að þrotum, og var að semja við konung að skila honum af sjeríslenzku verzluninni, sem og skeði 1774- Skyldi nú Skúla og öðrum hlutabrjefa-eigendum útborguð hlutabrjefin með 500 rd. hvert, og öll- uni áföllnum kostnaði, Skúla einnig greidd viss upphæð upp í málskostnað, og varð allt þetta til samans ærið fje. En—sigurinn varð dýr. Nýr ágreining- ur hófst bæði innanlands og utan, um hver hinn „áfallni kostnaður“ væri, og gekk um það brjefarekstur í margt ár. Víst er það, að Skúli íjekk sinn kostn- að aldrei endurgoldinn, en það sem verst var, og sem honum sveið mest: í stofnanirnar, sem verið höfðu hans verk og hans yndi, kom uppdráttur. J>ví þó konungur í orði kveðnu tæki þær að sjer, eins og verzlunina, þá dofnuðu þær smámsaman og dóu loks- ins út af, á undan Skúla sjálfum, um sama leyti og hin svo kallaða fríhöndl- un fæddist (1786). þar á ofan bættist ýmislegt annað andstreymi. Friðrik V. var dáinn (1766), Heltzen kominn í aðra stöðu, og Skúli sjálfur á þeim aldri, þegar flestum er hentast, að ráðast ekki í stórræði, en lifa heldur í kyrðum. Honura var það ekki lánað. þ>ó sonur hans, Jón Skúla- son, væri settur fógeti við hlið honum, þá lítur svo út, sem landfógetastörfun- um, sjer í lagi reikningunum, hafi í sumu verið ábótavant. Enda var reiknings- færslan á þeim tímum flóknari, en nú, þó hún væri ekki eins umfangsmikil. það var þá siður, að jarðabókarsjóður- inn hafði millireikninga, bæði við kaup- menn, sem skyldir voru að láta í tje peninga, þegar þeirra þurfti í kassann, við „innrjettingarnar“ og við tukthúsið. þetta allt virðist á stundum hafa viljað fara í flækju hjá Skúla ; hafi hann ekki getað greitt úr flækjunni sjálfur, þá er víst, að aðrir gátu það ekki. Thodal jafnaði það, eins og margt annað, með mannúð og lagi, meðan hann var við, en þegar Levetzau kom til landsins, þá skipti um. Árið 1786 getur I.evetzau ekki komizt niður í jarðabókarsjóðs- reikningnum, og grunar strax þá feðga Skúla ogjónum ranga reikninga, skrif-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.