Ísafold - 16.07.1879, Blaðsíða 3

Ísafold - 16.07.1879, Blaðsíða 3
7 lofið. En það segi jeg satt, að hefði jeg búið á sjálfs mín eign, mundi jeg eigi hafa horft í að taka stórfje til láns til jarðabóta, sem jeg nú hefi hlíft mjer við. Árangurinn af jarðabótum leiguliða er opt sá, að við fráfall hans er leigumálinn á jörðinni hækkaður við son hans eða niðja, og gott ef þeir komast að. Mjög ó- vinsælt að vera eins og að elta dugnaðinn með síhækk- andi leigumála og tolla hann þannig í stað þess að örfa leiguleiða til jarðabóta og með því móti gjöra menn færari um að geta goldið landssjóði, honum til ábata. (Málinu vísað til 2. umræðu með 18 atkv. ognefnd sett: Páll Pálsson bóndi, Bened. Sveinsson, Friðrik Stefánsson, Guðm. Einarsson, Einar Ásmundsson). 2. Frumv. til laga um að selja þjóðjörðina Arnarnes í Eyjafirði, fyrir 3200 kr., frá Einari í Nesi, sem sýndi fram á, að eptir eptirgjaldi jarðarinnar nú græddi lands- sjóður á sölunni 22 kr. á ári. (Málinuvísað til nefnd- arinnar í málinu næst á undan). Landamerkjaneftidir og gjörðadómar í landa- þrætumálum, frumvarp þar að lútandi frá þorl. Guð- mundssyni o. fi., hjer um bil sama efnis og í hitt eð fyrra (Alþ.tíð 1877, II, 515—522). Eptir nokkur með- mæli frá þorl. Guðmnndssyni. Pdli Pdlssyni bónda, Bened. Sveinssyni, Einari Asmundssyni og Guffm. 01- afssyni var málinu vísað til 2. umræðu í einu hljóði og sett í það 5 manna nefnd: þorl. Guðmundsson, Bened. Sveinsson, Guðm. Olafsson, Stefán Stephensen og J>orst. Jónsson. Löggilding yerzlunarstaðar við Jökulsá á Sól- lieimasandi, frumvarp frá Páli presti Pdlssyni, sem taldi uppsigling þar vel mögulega og mælti með lög- gildingunni, vegna hafnleysisins sunnan á landinu. //. Kr. Friffriksson lagði á móti málinu; kvað aug- ljóst, að höfnin væri óhafandi, og væri það einungis áliti þingsins til rýrðar að löggilda verzlun þar, sem löggildingin síðan yrði aldrei notuð. Ábyrgðarhluti að löggilda hættulegar hafnir. Ekkiað marka orð þeirra sem væri að biðja um þessar löggildingar: Blönduósi hefði verið mjög hælt, en nú sýndi sig, að þar væri ekkert hæli fyrir skipin og eigi auðið hálfum mánuð- um saman að komast í land af þeim þar. þorláks- höfn ný-löggilt, en efast um að sú löggilding verði nokkurn tíma notuð. (Margir þingmenn: Jú! jú! hún verður notuð!). ísleifur Gíslason meðmæltur frumvarpinu; beiðend- ur hefðu sakir kunnugleikans miklu betra vit á höfn- inni en H. Kr. Friðr., sem aldrei hefði komiðþar; og Windfeld-Hansen hefði talið miklu betra skipalægi við Jökulsá en Dyrhólaey. Ohæfil. meinsemi af þinginu að vilja eigi leyfa mönnum að reyna uppsiglinguna. þórarinn Böffvarsson: Hætt við að fækka mundi verzlunarstöðum á landinu, ef H. Kr. Fr. ætlaðist til að teknir væri af allir þeir verzlunarstaðir, þar sem skip gætu tapast. Aldrei komið til þingsins beiðni um löggilding, sem meiri nauðsyn hefði haft við að styðj- ast en þessi. Benedikt Sveinsson: Mín skoðun enn sem fyr, að kaupmönnum ætti að vera heimilt að verzla á hverri höfn og vík, sem þeir vildu. Rangt að vilja setja járn- greipar við þá og þá höfn. Hvar sem kaupmaðurinn vill hætta íje sínu og eignum, með samþykki ábyrgð- arfjelaganna, þá kemur það ekkert löggjöfinni við. þorsteinn Jónsson var málinu meðmæltur. (Málinu vísað til 2. umræðu með 19 atkv.) Verðlagsskrár. Lagafrumvarp um að hver sýsla skuli hafa sína verðlagsskrá, m. m. (sbr. Alþingistíð. 1877, II, 326—356), flutningsm. Pdll hóndi Pdlsson, sem mælti með því, en þórarinn Böffvarsson kvað þessar- ar nýungjar enga þörf, enda eigi breyting til batnaðar; þetta gæti fengizt hjá umboðsstjóminni. Páll Pálsson prestur var málinu meðmæltur, en taldi frumvarpið þurfa ýmsra umbóta við, i nefnd. Varaforseta (Gr. Th.) þótti vanta ýmislegt í verð- lagsskrárfyrirmynd þá, er frumvarpinu fylgdi. Bened. Sveinssyni þótti rjettara að láta hreppstjóra undirbúa verðlagsskrárnar heldur en hreppsnefndir. Guffm. Einarsson vildi breyta algjörlega formi verðlagskránna: hætta að reikna til hundraða eptir Jónsbók, o. s. frv. þórarinn Böffvarsson fann það að, að þeir, sem frumvarpið ætlaðist til að semdi verðlagsskýrslurnar, væri eigi eiðsvarnir embættismenn. (Málinuvísað til 2. umræðumeð 17 atkv., og nefnd sett: Páll bóndi Pálsson, þórarinn Böðvarsson, Beni- dikt Sveinsson, J>órður J>órðarson, J>orl. Guðmundsson). Xýtt læknislijerað, í Dalasýslu. Önnur umræða. (Sjá bls, 4). Landshöfðingja þótti of snemmt að fjölga læknis- hjeruðum, einkum meðan 4 hin eldri, sem mest liggur á lækni, væri óveitt, og vandsjeð, að nokkrir fengjust í þau í bráð. (Margir þingmcnn: Alveg rjett). J>að sem H. Kr. Friðr. hefði sagt við 1. umræðu, væri byggt á misskilningi, líklegaþví, að hann lítur fremur tilþarfa embættismannsins en embættisins; en að mínu áliti á hagur embættisins að sitja i fyrirrúmi fyrir hag em- bættismannsins; embættið er eigi til embættismannsins vegna, heldur embættismaðurinn embættisins vegna. H. Kr. Friffriksson: Skylda vor, að verja fje lands- sjóðsins fyrst til þess, sem mest er nauðsynin á, en það er hin mesta nauðsyn, að allir sjúklingar geti svo sem auðið er fengið læknishjálp. í Dalasýslu hin mesta þörf á lækni. Jeg vil taka til dæmis, að sængurkona í barnsnauð getur með engu móti náð í lækni, þegar hans þarf að leita til St.hólms. (Margir: það er víða svo!). Dalasýsla eigi bættari fyrir það. Eins og jeg sagði um daginn: þó einhver sækti um eitthvert hinna 4 óveittu læknishjeraða, t. d. Siglufjörð, þá mundi hann óðara sækja þaðan, um Dalasýslulæknishjerað, ef það yrði stofnað, hafi hann sótt um Siglufjörð einung- is vegna þess, að Dalasýsluembættið var eigi stofnað, er hann sótti um hitt. Ætli landsh. veitti honum þá eigi Dalasýslu? (Landsh.: Nei!). Mig furðar á, að landsh. skuli kveða nei við þessu, því að jeg er sann- færður um, að hann mundi veita lækninum það, sem hann sækti um, ef enginn annar fengist, og hefði held- ur alls engan rjett til að neita honum. Landshöfffingi: Meiri þörf á læknum í hinum ó- veittu læknishjeruðum en í Dalasýslu. í þingeyarsýslu t. d. er þörfin svo mikil, að stungið hefir verið upp á, að fela sýslunefndinni að skamta sýslunni smáskamta- lækna. Jeg get sagt H. Kr. Friðr. það með sanni, að jeg hef þá reglu, að neita lækni um bæn hans, ef hann sækir frá læknishjeraði, sem ekki má án vera læknis. þessu hefi jeg t. d. beitt við lækni í Skapta- fellssýslu, sökum þeirra vandræða, sem af því hefði hlotizt, ef honum hefði verið sleppt þaðan. Jeg hefi álitið og álít enn, að fremur beri að líta á hag em- bættisins, en mannsins, er því þjónar. (Margir: Mik- ið gott! alveg rjett!). Flutningsmaffur (Guðm. Ein.) andmælti enn mót- bárunum gegn frumvarpinu. þórarinn Böffvarsson svaraði H. Kr. Friðr., að það

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.