Ísafold - 08.05.1880, Blaðsíða 3

Ísafold - 08.05.1880, Blaðsíða 3
47 sjerstaklega við það sem tíðkastí Nor- vegi. þ>ar segir svo: „Norskur saltfiskur hefi fengið á sig milcið óorð erlendis hin síðustu árin vegna þess, hvað hann er illa tilhafður, og það er mjög hætt við, að farið verði að gjöra hann alveg rækan af mörgum hinum beztu kaupstefnum eða mörkuð- um, ef engin breyting til batnaðar kemst á í þessu efni. Fjelagið til eflingar norskra fiski- veiða telur sjer því skylt að benda mönn- um á þá hraparlegu galla, sem nú eru á saltfisksverkuninni, og leyfir sjerjafn- framt að leggja sem fastast að öllum þeim, er fást við saltfisksverkun að vanda sig betur á henni en að undanförnu, með því að það er mjög svo áríðandi fyrir saltfisksverzlun Norvegs. f>að við gengst nú, að saltfiskur er verkaður úr fiski, sem legið hefir ótil- gerður svo dögum skiptir og orðinn er hálfskemmdur. Talsvert af blóðdálkn- um er skilið eptir, þegar fiskurinn er gerður til, fast fram að gotrauf eða jafn- vel lengra, og þar af leiðir, eins og eðlilegt er, að það sem er á bak við dálkinn, getur ekki þornað, af því að loptið kemst þar ekki að, og morknar því áður langt um líður. f>etta er gjört til þess að fislcurinn verði þyngri í vikt- inni, og í sama skyni er fiskurinn salt- aður langt um of, saltbrennur svo og verður miklu minni næring í honum en ella. f>vottinum á fiskinum er og mjög ábótavant: blóð og óhreinindi, sem inn- an í hann safnast, þegar verið er að gjöra að honum, eigi þvegin nógu vand- lega úr honum, einkum niður með hryggnum. þ>egar fiskurinn er press- aður, sem er svo mjög áríðandi til þess að hann geymist vel, er og hugsað nærri því eingöngu um að hann verði sem mestur í viktinni; þess vegna er hann pressaður sem allra minnst og af sömu ástæðu er kappkostað að þurka hann í snatri. þ>að lítur yfir höfuð að tala svo út, sem mennláti sjer einungis um það hugað, að fá fiskinn svo þurkað- an, að hann haldi sæmilegu útliti þangað til hann kemst á norskan markað, sem er fyrsti aftökustaðurinn; hvað honum líður eptir það, hirðir eng- inn um. En kaupmenn, er fyrir skað- anum hafa orðið af hinni óvönduðu meðferð á fiskinum, virðast nú ætla sjer að setja skorður við þessu; þeir kváðu nú ætla að gjöra mikinn verð- mun á saltfiski eptir því hvemig hann er verkaður, og skipta í þrjá flokka. Síðan koma reglur fyrir góðri salt- fisksverkun, að nokkru leyti samhljóða fiskiverkunarreglunum í þ>jóðvinafje- lagsalmanakinu, en hvergi nærri eins góðar. Niðurlag brjefsins er þannig. “Sá lítilfjörlegi kostnaðarauki, sem þessi vöndun á saltfiskverkuninni hefir í för með sjer, mun margopt fást fullbættur með verðbót þeirri, er hin vandaðri varan mun jafnan ávinna sjer. Að kappkosta jafnan af fremsta megni að verka saltfiskinn svo vel, að hann verði góð og falleg vara, sjer í lagi að hann haldi sjer sem bezt, það er eina ráðið til að varna því, að norzknr saltfiskur verði bolaður burt frá kaupstefnum er- lendis af færeyskum, íslenskum, skozk- um, frakkneskum og ameríkskum fiski“. Láti Norðmenn þessa áskorun sjer að kenningu verða, mega íslendingar vara sig. þ>á kemst þessi litla ögn, sem þeir hafa á boðstólum, í saman- burði við afla Norðmanna, hvergi nokk- urstaðar að í sínu nafni í suðurlöndum, en það verður landinu stórkostleg fjár- missa á hverju ári. Vegurinn til að varna peim óförum, er að fylgja sem vandlegastfiskiverkunarreglunum, í pjóð- vinafjelagsalmanakinu, í smáu sem stóru, og láta engan hlut letja sig til pess á- riðandi verks, og ekki t. d. það, að kaupmenn geta ekki orðið samtaka um að gjöra stöðugt hæfilegan verð- mun á fiskinum eptir því, hvernig hann er verkaður, og að gjöra illa verkaðan fisk rækan; þeir bæta ráð sitt í því, ef ekki brestur þolinmæði og fylgi frá hinna hálfu. Fiskikaup Spánrerja. Eptir því sem hermt er í noskum blöðum úr skýrslum frá aðal-konzúl Norðmanna í Barcelona hefi flutzt til Spánar fra öðr- um löndum undanfarin 6 ár þetta af fiski (bæði saltfiski og harðfiski): 1879...................250,386 skpd. 1878...................221,206 — 1877...................206,609 — 1876...................196,963 — 1875....................217,052 — 1874...................244,511 — Eins og frá er skýrt á öðrum stað, er talið að frá íslandi hafi flutzt til Spánar í fyrra um 21,500 skpd., og er það nærri l/ii af því sem þangað flutt- ist alls það ár frá öðrum löndum, bæði frá Evrópu og Ameríku. Fiskiafii Erakka rift ísland ogNý- fundnaland hefir eptir skýrslum stjórn- arinnar í París numið árin 1874—1878 því sem hjer segir, reiknað ískippund um : Við ísland: 77.300 85,425 72,487 81,887 80,951 1878, á hákarlslýsi, tæru . . 36—45 kr. tn. — dökku þorska- og hák.l. 30—40 — — — saltfiski, vestfirzkum 48—50 — skp. — saltf. frá öðrum landsfj. 44—50-- —- saltf., sunnl., lak. sort 36x/2—40 -- — — smáfiski (söltuðum) 34—38----- — ýsu ................31—36 -- — — harðfiski, vestfirzkum 105-110 - — — harðfiski, sunnlenzkum 99-100 -- — — harðf. norðlenzkum 671/2—85 -- — — saltkjöti (söltuðu) . . 47—50 -- tn. — tólg ...... 32—34 a. pd. — sauðarg., söltuðum 425-485 -vdl.1 — æðardún, hreinsuðum 9x/2-i 1J/2kr. pd. Ullarverðið fór hækkandi eptir því sem á leið árið; sama var um harðfisk og tólg. Lýsið spldist minnst sumar- mánuðina (júlí til ágúst). í ullarverð- inu eru umbúðir meðtaldar. í salt- kjötstunnunni talin 224 pd., og ílátið talið frá í verðinu. Á þessari verðlagsskýrslu er sleppt öllum leifum frá árinu á undan (1878). Á Englandi seldist sunnlenzk ull hvít á 73/4—8Vi6 pence (58—90V2 a.), en norðlenzk 9 pence (67 V2 a.), mislit 2—3 pence lægra; saltaður þyrsklingur 14—17 £ smálestin (þ. e. um 31—36V2 kn skippundið). Til Spánar seldist vestfirzkur (ísfirzk- nr) saltfiskur 62—64 reichsmark (55— 57 kr.) skippundið, en sunnlenzkur 52-— 55 Va rm. (46—49V2 kr.) — flutturáskip á íslandi. 1874 1875 1876 1877 1878 Síðasta árið, Við Nýf.land: 116,031 93,475 101,856 87,019 100,444 höfðu þeir 367 skip á fiskiveiðum við ísland, með 4723 mönnum á, en við Nýfundnaland 181 skip með 7878 mönnum alls. íslenzkar kaupstaftarvörur 1879. Eptir því sem segir í hinni venjulegu ársskýrslu þeirra Simmelhags og Holms, brakúna í Kaupmannahöfn, um aðflutn- ing á ýmsum varningi frá Norvegi, Is- landi og Grænlandi hefir árið 1879 flutzt frá íslandi til Kaupmannahafnar: af ull............um 1,210,000 pund. lýsi .... saltfiski ... — — harðfiski ... — — sauðakjöti, söltuðu — — tólg.................— sauðsk. söltuðum — — æðardún, hreins. — Til Engjands hafði flutzt frá ísl. þetta ár af ull..................— saltf.(ýsu og þyrskl.) - Og til Spánar af saltfiski ... — Samtals til Khafnar og Englands af ull..................— Samtals til Khafnar Englands og Spánar af saltfiski ... — Verðlagið var þannig : á hvítri ull norðlenzkri — hvítri ull sunnlenzkri — hvítri ull vestfirzkri . — svartri ull . . . . — mislitri uil . . . . 11,000 tunn. 11,362 skpd. 956 — 9,400 tunn. 421,000 pund. 50,400 7,800 — 517,000 — 6,375 skpd. 21,500 ,727,000 pund. 39,237 skpd. Kaupmannahöfn 71—78 a. 62—71 - 62—75 - 50—70 - 45—60 - pd. Minning Jóns Sigurftssonar. „Hið norska samlag“ í Kristianíu, fjelag það, er heldur á lopti hinu norska sveita- máli og vill gjöra það að ritmáli Norð- manna í stað dönskunnar, tók sig til í vetur, er það frjetti fráfall Jóns Sig- urðssonar, og skaut saman fje í silfur- sveig á líkkistu hans, og sendi hann hingað með mjög vinsamlegu brjefi núna áður en líkin þeirra hjóna voru flutt af stað heim til Reykjavíkur. Silfursveigur þessi er prýðilega gerð- ur, með skildi innan í, sem hjarta í lög- un, og á hann reist þessi orð: Fka medlemmek AV DET NorSKE SAMLAGET FRAMSEND S0M MERKE PAA VYRDNAD FYRE MINNET UM JÓN SIGURÐSSON. Brjefið frá fjelaginu er þannig hljóð- andi orðrjett. [Hjer er að eins skotið inn milli hornklofa þýðing torskildustu orðanna í þvi]: „íslendingar og Nordmenn, samskylde frá upphavet, hev derattát [þar að auki] gjenom árhundrað voret nær sambund- ne pá mange mátar. Dei bokverk, som frendarne váre pá den i kulturheimen [hinum menntaða heimi] namngjetne oyi i Vesterhavet hev leivt, er ein ervelut, som De, ís- lendingar, hev rett til á vera byrge av, men me [vjer] Norðmenn held deim og i hög vyrðnað [miklum metum], og me, som gjenom lange láke [slæmar] tiðer tok báde kulturtankarne [mennt- unarhugmyndirnar] og formi fyr deim pá borg [að láni] hjá framande, ser með undring pá íslendingarne, som hev visst á varðveita sitt „þjóðerni“ so vel i alle stemne. Er samlivet millom Dykk [yðar] og oss no nokot losnat, so er det, Guð sje lov, slett ikkje brotet: kvar gong me hoyrer frá ísland, stroymer det varmt gjenom váre bringur, me gleð oss nár ) {>. e. vöndullinn, sem er 2 gærur.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.