Ísafold - 20.11.1880, Page 3
115
heild sinni, annaðhvort af landshöfð-
ingja eða þingmönnum, þá er hún felld
af þinginu, og alþing liefir sjálft látið
í Ijósi álit sitt um málið, með því í
þegjanda hljóði að samþykkja dóm
nefndarinnar. Að öðrum kosti mætti
hafa þá meðferð á hverri fjárveitingar-
tillögu að senda fjárlaganefndinni hana,
og þeg'ar nefndin væri mótfallin tillög-
unni eða eyddi henni, þá láta þar við
lenda á þirigi, en brúka fjeð samt sem
áður eptirá, af því „alþing hafi ekki
látið í ljósi álit sitt um málið“. I.ands-
höfðinginn hefði eptir því hei'mild til
að brúka hverja þá upphæð, sem ekki
vceri greidd atkvœði um á þingi, þó
hann, eins og í þessu tilfelli, vissi að
henni var hafnað í nefnd, og -hann
mætti búast við að hún eínnig fjelli við
atkvæðagreiðslu á þingi, ef þess væri
freistað. f>ví hver er rneiningin, þeg-
ar stjórnin beiðist fjár, þessari beiðni
er hafnað í nefnd, og stjórnin þá ekki
áfrýjar málinu, ef svo mætti að orði
kveða, til þingsins í heild sinni með
sjerstakri tillögu eður breytingarat-
kvæði? — Hún er sú, að stjórnin ann-
aðhvort ekki vill halda beiðninni til
streitu, eða gengur að því vísu, að
þingið aðhyllist skoðun nefndar sinn-
ar. — Hitt er víst, að hvert það málefni,
sem eytt er í nefnd, og ekki kemur
aptur inn á þing, og nær þar meiri
hluta atkvæða, það er fallið. — f>etta
er ekki í fyrsta sinni, að landshöfðing-
inn er djarftækur í fjármálum; hann
veit, sem er, að alþing líður honum
það.
Sýslumaimaæfirnar, sem Jón há-
yfirdómari Pjetursson býr undir prent-
un fyrir bókmenntafjelagið, eru nú á
stokkunum. Mun það reynast einkar
fróðleg bók, og eitt af þeim ómissandi
undirstöðuritum undir sögu landsins.
f>ótt aldrei ætti, og á seinni tímum
sjaldan þurfi að sakast um þess konar,
þá óttumst vjer að eins að rithöfund-
urinn, eða rjettara sagt ritvandarinn
reynist heldur seinn og um of vand-
virkur. Handritið er langt og efnis-
mikið, en Jón Pjetursson telur ekki
eptir sjer, að prófa hvert ártal og hvert
nafn, bera það saman við ættartölu-
bækurnar, og feðra allt sem bezt með
þeim gögnum, sem fyrir hendi eru.
En — þetta útheimtir ár heldur en mán-
uði, og væri það mikið tjón, ef þetta
sagnastarf væri ekki af hendi leyst,
áður en höfundarins missti við. Vild-
um vjer jafnvel leggja það til, ef þess
er kostur, að fjelagið legði til nokkurt
fje til þess að Jón háyfirdómari gæti
keypt sjer aðstoð við skriptir og sam-
anburð handritsins við ættartölubækur,
gömul brjef, brjefabækur o. fi., og væri
því fje vel varið.
Samskotum mun einnig vera verið að
safna handa Lárusi homöopatha Páls-
syni, til að afplána sekt hans, þegar
þar að kemur, að yfirdómurinn, sem
við má búast, staðfestir hjeraðsdóminn
gegn honum, og er oss skrifað, að nóg
fje sje inn komið og meira en það,
til þess að lúka sektinni. Litla
gleði hafa þeir af eltingarleiknum við
smáskamtalæknana, sem leikinn hófu.
Sá fyrsti, sem í málinkomst, síra Jakob,
hefir nú læknisleyfi, og læknar bæði
smátt og stórt, frú Elinborg á Staðar-
hrauni rakar saman krónum, og Lárus
Pálsson er á góðum gróðrarvegi. Hug
hefðir þú Hamdírl ef þú hefðir hygg-
indi, mikils er á mann hvern vant, er
mannvits er.
HITT OG ÞETTA.
Hugvekja um vinsældir:—það er til
tvenns konar vinsæld. Annari er hægt að
ná, með nokkrum hæfilegleikum og lipurleik,
með því að skjalla almenning, tala ogbreyta,
eins og líklegt er, að hávaða manna líki,
koma sjer vel við þá, sem hrópa hæst og
mestu ráða á mannfundum, og fylgja þeim
þjóðvilja, sem er ofan á í þann svipinn, án
þess að skipta sjer af, hvað affarasælt muni
vera fyrir land og lýð til langframa. En
þessi vinsæld er svipul, og þegar hún hverf-
ur—sem hún gjörir fyr eða síðar—þá verð-
ur hinn vinsæli óvinsæll, eklci að eins
við aðra, heldur og við sjálfan sig, og
segir þá með Wolsey kardínála : hefði jeg
verið guði eins trúr eins og almannarómi,
þá hefði hann ehhi yfirgefið mig. Mað-
urinn vaknar þá úr vinsældarotinu, og
verður þess vís, að hann hefir faðmað
skýið í Freyju stað. Ekki var jeg á mín-
um yngri árum laus við að blóta þennan
Moloch; vildi jeg öðlast mannhylli með
ýmsu móti, en tilfinning mín, reynslan og
Franklín, komu fyrir mig vitinu. Jeg fyrir-
varð mig, þegar jeg ávann mjer lof, fyrir
það sem ekki var lofsvert; því ekkert sneyp-
ir ærukæran mann eins og ómaklegt hrós.
Overðskuldað last bugar engan almennileg-
an mann.
Hinni vinsældinni er erfiðara að ná, og
hennar verður fæstum auðið. En — komi
hún, fer hún ekki aptur, og komi hún ekki,
þá er þó það til hennar unnið, að maður
verður vinsæll hjá sjálfum sjer og samvizku
sinni. þessi vinsæld fæst að eins með því,
að leita ekki vinsælda, ganga sína götu, án
þess að líta til hægri eður vinstri handar, og
»halda í horfið, meðan rjett horfir#, kæra sig
ekki, þótt maður í baráttunni fyrir hinu
rjetta og sanna móðgi fleiri eður færri, vold-
uga jafnt sem minni máttar,—gjöra ekkert
sökum eigin hagsmuna, sem opinber málefni
snertir, beitablíðu, meðan unnt er, oghörðu,
ef á þarf að halda,— en láta almenningsgagn
í bráð og lengd vera sinn leiðarstein. Hvort
þessu fylgir lof eða last, stendur á engu,
enda ber manni með Cicero, ekki að hirða
um hrós annara, en þeirra, sem sjálfir eru
lofsverðir (laudari a laudato viro). I ver-
eru margar framandi þjóðir orðnar svo
ríkar og mektugar, sem þær nú eru, og
ásaka sig nú sjálfar, að þær hafi svo
seint tiltekið, því mest hefir akuryrkj-
unni framfarið nú í næstu hundrað ár.
En þar vjer erum seinastir, þá lát-
um oss þó eigi leggja minnsta alúð á
að gjöra vora skyldu. Tökum ekki
mikið fyrir oss í fyrstu, ef ske kynni
að slæmt útfall kynni að slá niður lyst
og móð, til að reyna aptur á ný. Sú
konungl. Resol. af 26. febr. 1754 be-
falar, að hver einn bóndi, á 40 hndr. jörð,
skuli reyna akuryrkju á einu stykki,
sem svara kynni 15 áln. á lengd, en
12 áln. á breidd, og svo framvegis ept-
ir jarðar dýrleika. Reyni nú þeir, sem
vit og efni hafa, á svo litlum blett til,
reyni þeir á þriðjungi, á fjórðungi þar
af til, eða með fáeinum kornum. það
væri atorkuleysi ef vjer vildum nú ekki
reyna til, þá einn verðugur landsmað-
ur sýnir oss þar að auki augljóslega,
að hluturinn má vel takast. Kannske
þessar hentugu kringumstæður verki
ekkert hjá oss, en vansjeð nær þær
frambjóðast betri, því myndi bezt, að
góðir menn og nýtir tækju sig saman,
til þess að reyna hver fyrir sig lítið til
með akuryrkju, og með sameinuðum
ráðum og kröptum hjálpuðust til, að
leiða hana smámsaman inn í landið.
Jeg gleymi hvaðþað .var, sem jeg
ætlaði að skrifa, sem var, að andæpta
þeim mótmælum, sem sumir hafa á móti
akuryrkjunni hjer á landi. J>eir eru
flestir, sem hafa upp eptir öðrum, það
sem fyrir þeim hefir verið haft. Jeg
vil þá að endingu bæta hjerviðorðum
eins lærðs manns, sem ekki lifði á þess-
ari projecta og nýungaöld, en hafði þá
stærstu reynslu og þekkingu í búskap-
arsökum, ef ske mætti, að þeir sem
halda allt nýtt ógjörlegt, í annara orða
stað, vildu í þetta sinn í sama máta
trúa þeim, sem betur þekkti akuryxLju,
en flestir aðrir, það er amtmaður Jul,
sem svo talar: „Að sönnu eru flestir á
þeirri meiningu, að norðast í Noregi og
Finnmörkinni geti ekki korn orðið full-
vaxið, en jeg þori upp á mína æru að
lofa, af þeirri þekkingu, sem jeg hefi
um landið og akuryrkju, að bygg
skal geta orðið þar fullvaxið, þó
ekki sje allstaðar, samt allvíðast, og
verða uppskorið fyr en haustvæta,
snjór og kuldi koma upp á. Allt
eins í íslandi, sjerdeilis fyrir sunnan, í
hið minnsta til gr. 66, þegar akurinn
er feitur, þurr, sandblandaður, ekki of
lágur, í hlje fyrir norðanvindinum, en
liggi vel við sólu, vel pældur og barinn
og hreinsaður frá illgresi. þ>eir sem
hafa aðra meining og segja, að snjóinn
leysi svo seint upp, aðgæta ekki, að
hvar sem snjórinn liggur á akri eða
moldu, leysir hann miklu fyr upp en
þann, sem liggur á grasrót, og aptur
þann fyr, sem liggur á túni og engjum,
en þann sem liggur á heiði. Snjóinn
leysir líka fljótt upp, ef strjálað er á
hann lyngi, sandi mold eða ögnum, eins
og þeir bændur gjöra, sem búa upp til
fjalla, svo þeir sá og plægja, þó snjó-
fönnin sje furðu djúp, ekki lengra frá
akrinum, en byssa kann að flytja. Sá
snjór eða krapi, sem stundum kemur
mikið af, eptir að búið er að sá akur-
inn, hjálpar stórum til vaxtar kornsins;
og þó að á haustin snjói, skömmu áð-
ur en kornið er uppskorið, þá leysir
það strax upp aptur, og er opt þar á
eptir góðviðri nokkra stund. J>að er
af sögunum kunnugt, að á Færeyjum