Ísafold - 22.02.1881, Síða 2
14
segja ofsækendur, að það sje smán fyr-
ir hina þýzku þjóð að láta útlendinga
ræna öllu sínu fje og öllum voldugustu
og beztu embættum ríkisins, en það
gjöri gyðingar. Víðast hvar mælist þó
illa fyrir þessu, og álíta flestir það þjóð-
arsmán, að byrja þessháttar á þessum
tímum. Englendingar eiga sem stend-
ur í hörðum brösum bæði heima og
heiman. Á írlandi hafa leiguliðar jarð-
eigenda gjört uppreist að nokkru leyti,
neitað að borga afgjöld og drepið marga
menn, er reyndu að krefja þau inn með
valdstjórnarinnar hjálp. Er þar nú hið
mesta laga- og stjórnleysi, og enginn,
sem jarðarblett á og hefir leigt hann
út, öruggur um líf sitt eða eigur. Nú
er parlamentið að þinga um, hvernig
kúga eigi óaldarlið þetta. — Á suður-
urhluta Afríku, Transvaal, eiga þeir í
ófriði við nýlendumenn, er Boerar heita.
þeir eru hollenzkir að uppruna, en Eng-
lendingar þröngvuðu þeim til hlýðni
við sig fyrir nokkrum árum. f>egar
Zulukaffastríðið var í fyrra, höfðu Eng-
lendingar lofað Boerum þessum meira
sjálfsforræði, er því stríði væri lokið,
ef þeir væri rólegir á meðan; þegar
Zulustríðið var búið, svikust Englend-
ingar um allt saman; þá gripu Boerar
til vopna, og hafa Engl. farið ýmsar
hrakfarir fyrir þeim; horfir þar til vand-
ræða.—Rússakeisari giptur aptur, konu,
að nafni furstinna Dolgorruki, er hann
hafði getið börn við, meðan fyrri kona
hans lifði. Lesseps, er gróf Suezskurð-
inn, er byrjaðurá skurði gegnum Pan-
amaeiðið, þykir það stórvirki.
Ensk Iblöð, sem komu með póstskipi,
færa þá fregn, að Gladstone hafi beiðzt
ótakmarkaðs valds til að kúga óeirð-
irnar á írlandi, og þá Pawells sinna.
Rússar hafa í miðbiki Asíu beðið ósig-
ur gegn Turkomönnum á leiðinni milli
Geok Tepe og Merv (á landamærum
Persalands). Allt kyrrt á Frakklandi,
og litlar sem engar óspektir við jarðar-
för hins gamla óeirðarseggs Blanquis.
ísalög. Skrifað er að vestan, að
riðið sje af Reykjanesi út í Svefneyj-
ar; en gengið frá Fagradal íDalasýslu
að Brjánslæk á Barðaströnd; sje að
eins auður sjór á Flateyjarsundi.
Hafís er sagður fyrir suðausturland-
inu allt að Eyrarbakka.
Alþýóumenntun og alþyðuskolar.
(Framhald frá bls. 12).
Auk þessa er ólíklegt, að þess verði langt
að bíða, að alþýðu verði veitt hlutdeild í
dómgæzlunni og bóndinn kjörinn í kvið- og
gjörðardóma. Bóndakonan á ekki að eins
að vera húsmóðir á heimili sínu, heldur einn-
ig móðir barna sinna og hjúa, og taka þátt
með bónda sínum í allri heimilisstjórn eink-
um innanbæjar. Eins og bóndanum ber að
hafa alla umsjón og stjórn og halda alla bú-
reikninga utan bæjar, eins hefir hún alls
þessa að gæta innan bæjar; hún verður að
geta tekið að sjer allar skyldur hans, þegar
hann er ekki heima, eða hefir öðrum störfum
að gegna og einkum þegar hún verður ekkja;
því þá leggst allur vandi og ábyrgð, sem
bóndinn hafði, á hana, en annars vegar er
það auk matreiðslunnar og matmóðurskyld-
unnar einkum umsjón barnanna, uppfræðsl-
an og heilbrigðisgæzlan, sem á hana leggst.
Af þessu er Ijóst, að bóndakonan þarf að
miklu leyti á sömu menntun að halda eins
og bóndinn, en bæði bóndinn og bónda-
konan þurfa þess utan að fá hvort fyrir sig
sjerstaklega tilsögn í nokkurri bóklegri og
verklegri kunnáttu, og ætti tilsögn þessi að
geta veizt á unglingaskólunum, ættu stúlk-
ur jafnt og piltar þar að geta fengið þá til-
sögn í öllu bóklegu og verklegu, sem nægir
til undirbúnings undir gagnfræðakennslu,
sem þá ekki að eins yrði auðveldari, heldur
yrði gagnfræðaskólarnir með þessu móti
færri, kostnaðarminni og einfaldari, ef sú
uppfræðsla, sem f æst í undirbúningsskólunum,
er gjörð að skilyrði fyrir inngöngu í þá. En
auk þessa er það einn aðalkostur við skóla
þessa, að þegar þeir eru orðnir almennir og
þeir fjölga, sem notið hafa tilsagnar í þeim,
þá geta menn fyrst vænt þess, að heima-
kennslan fyrir börn geti orðið svo fullkomin,
sem ætlazt er til í lögunum og þörfin krefur,
og jafnframt verður heimakennsla barna þá
ekki kostnaðarmeiri eða örðugri, en upp-
fræðsla barna í bóklestri og trúarbrögðum
hefir verið hingað til.
I unglingaskólunum þarf að veitast til-
sögn í: að skrifa rjett og greinilega móður-
mál sitt, reikningslist, einkum hvernig ein-
földum reikningi verði komið við í daglegu
lífi, til að semja búreikninga, sveitareikninga,
verzlunarreikninga eða viðskipareikninga
kaupmanns og bónda; einfalt vallarmál, tó-
skaparreikninga, eða að leggja upp þráð í
vef o. fl. sem helztkemur fyrir i daglegu lífi.
Með því að vjer erum svo fámenn þjóð,
og svo fáir skilja tungu vora, er ekki við
því að búast, að vjer getum fengið allar
nauðsynlegar fræðibækur, sem hver vel
menntaður alþýðumaður þarf að lesa, á voru
máli, vjer þurfum því öllum þjóðum fremur að
læra eitthvert útlent tungumál, og þá ligg-
ur oss næst danskan, bæði af því að hún
er skyldust voru máli, og einnig af því, að
vjer höfum ímörgum greinum sameiginlega
stjórn með Dönum; þar ætti því að kenna
að skilja Ijetta dönsku.
Enn fremur ætti að kennast stutt ágrip
af lýsing lands vors og sögu þjóðar vorrar,
ágrip af lýsing landanna og framfarasögu
þjóðanna. Undirstöðuatriði náttúrufrœða
ekki að eins lýsing dýra, jurta og steina,
heldur einnig náttúrukrapta eðlisfræðislegra
og efnafræðislegra, einkum þeirra, sem mest
koma mönnunum að notum í lífinu, ágrip
af siðafrœði, heilbrigðisreglur, og ef til vill
fleira. Allt hið síðast talda færi bezt á að
væri í einni bók, sem samin væri með
sjerstöku tilliti til skóla þessara að tilhlut-
un og á kostnað landsstjórnarinnar. Enn
fremur ætti í skólum þessum piltunum að
veitast sjerstök tilsögn í undirstöðuatriðum
búfrœða og verkleg tilsögn í jarðabótum, en
stúlkunum sjerstök tilsögn í meðferð á mjólk
og öðrum mat eða matreiðslu, og þær jafn-
framt að fá verklega tilsögn í þessu, og svo
í tóvinnu og fatasaum o. fl. sem bændakon-
um er mest áríðandi að kunna.
Enginn maður, sem þekkir íslenzkan
hugsunarhátt og íslenzkan vana, ætti að
hneykslast á því, þó stungið sje upp á að
piltar og stúlkur njóti tilsagnar á sama
skóla, þar sem hvorir tveggja, piltar og
stúlkur, þurfa á sömu tilsögn að halda, og
það yrðiofkostnaðarsamt, að hafa sjerstakan
skóla fyrir hvor fyrir sig. Ef vel ætti að
vera, þá veitir ekki af því að hvert sýslu-
fjelag hafi unglingaskóla fyrir sig, enda get
jeg ekki skilið í öðru en að þetta sje hægt,
ef menn leggjast á eitfc bæði þing og þjóð að
koma skólum þessum á stofn.
Sumir hugsa um að skilja niðjum sínum
og erfingjum eptir nokkra fjármuni í lönd-
um eða lausum aurum, en er niðjunum
nokkur arfur betri en nytsamleg menntun
og kunnátta, eða stofnanir, þar sem þeim
getur veizt þetta. Hver einstakur verður
vel að gæta þess, að ein af aðalskyldum
hvers manns er almennings gagnsemi, og
fyrri getum vjer ekki talizt frjáls þjóð, en
allur þorri þjóðarinnar er sjer þess meðvit-
andi, að hún á að lifa og starfa til almenn-
ingsheilla, og leggja fram fje til almennra
og nytsamlegra stofnana.
Úr öllum fjórðungum landsins heyrast
ráðagjörðir um að koma á stofn alþýðuskól-
um, þó veit jeg ekki til að það sje orðið af
því nokkursstaðar nema á Eyrarbakka, en
talað er um Bafnseyrarskóla, Hallormsstaða-
skóla, Ásgarðsskóla og Fellsskóla o. fl. það
lítur iit fyrir, eptir því sem sjá má á Isa-
fold VII. 28., að hún álíti, eins og nú er
komið menntun alþýðu, að ekki sje hægt
að uppfylla boðorð uppfræðslulaganna, nema
því að eins að stofnaðir verði barnaskólar í
hverjum hrepp á landinu, og bömin geti
sótt þá frá þeim bæjum, sem næstir liggja,
og ætlist til að alþingi leggi þeim öllum styrk
af landsjóði. En þessu verður naumast
komið við nema í þjettbýli, í bæjum og við
sjó, en í víðlendum og strjálbyggðum hrepp-
um til sveita, sem eru miklu fleiri en hinir,
verða skólabörnin að vera öll á sama bæ; en
úr því börnin yrðu að flytjast á einn stað
er ekki mikill kostnaðarmunur hvort þau
eru flutt á einn stað í hrepp eða sýslu; en
með því að hins vegar uppfræðslulögin skylda
heimilin og sveitarfjelögin til að standa
straum af fyrstu uppfræðslu í bóklestri, trú-
arbrögðum, skript og reikningi, verður ekki
ætlazt til að alþingi veiti styrk úr landssjóði
til þessarar uppfræðslu, enda yrði það þung
byrðiálandssjóði, því þó að hverjum barna-
skóla væru að eins veittar 200 krónur, yrði
það alls frá 30 til 40 þúsund krónur, og er
þá athugandi, hvort því væri ekki betur var-
ið til slíkrar uppfræðslu, sem jeg hefi gjört
ráð fyrir hjer að framan. þess ber líka vel
að gæta, að strjálbyggðir og fátækir hrepp-
ar til sveita geta ekki komið á stofn barna-
skóla, svo í nokkru lagi sje, jafnvel ekki
með styrk til að kosta kennsluna. Jeg hefi
tekið það fram að barnauppfræðslan verður
ljettari og getur orðið fullkomnari á heim-
ilunum, þegar menntun alþýðunnar er orðin
útbreidd frá alþýðu eða unglingaskólunum,
Jeg neita ekki að barnaskólar sje nauðsyn-
legir í sjóplássum og þjettbýh, en jeg sje
enga ástæðu til þess að lagt sje nokkurt fje
til þeirrar uppfræðslu af landsjóði, sem lög-