Ísafold - 10.04.1881, Blaðsíða 4

Ísafold - 10.04.1881, Blaðsíða 4
36 „f>.“ segir, að jeg liafi sleppt ýmsum eldgosum, aptur sett inn í þau, er aldrei ha'a átt sjer stað; en móti hinu fyrra skal jeg eigi bera, enda heíi jeg getið þess á bls. 139, í niðurlagi ritsins. Til þess að rita algjörða eldgosasögu landsins, þyrfti maður að hafa við höndina alla annála og rit þeirra 30 manna, er um það efni hafa skráð, en þess er eigi unnt nema þeim, er hafa nægan tírfci og aðgang að bókasöfnum hjer og erlendis. Hinu neita jeg, að jeg vísvitandi hafi bætt ósönnu inn í; sje eitt- hvað rangt talið, er það ritum þeim að kenna, er jeg hafði mjer til stuðnings, getur það verið, að handrit mitt hafi eigi verið svo greinilegt sem skyldi, og eru prentvillur þær, er í bæklingnum finnast, eigi mjer að kenna. Eldgosið í Heklu 1619 hefir af einhverri vangá fallið burt. f>. seg- ir, að Torfajökull hafi aldrei gosið, þar var þó eldur uppi 1817 frá því í júlí til þess i sept. s. á.; af þeim orsökum varð aldrei farinn fjallabaks- vegurinn milli Rangárvalla og Skaptártungu, það mundu þeir menn, er lifað hafa til skamms tíma, og bjuggu þar næstir við. Að Helgafell i Vestmannaeyjum sje talið rjett eldfjali í riti mínu, sannast bezt með því, að ofan i topp fellsins er laut eigi lítil, er líkist eldgig, þetta sýna hraunöldurnar, að eldur hefir verið þar einhvern tíma uppi, er brotizt hafa niður fellið vestan og norðanvert allt niður á sljettlendi og sumstaðar í sæ niður. Hvar sem hraun og eld- gígir eru á íslandi, bera þeir þess fullan vott, að þar hafi eldur uppi verið, þótt frásagnir vanti. Jeg skal að lyktum taka það eitt fram, að það er næsta þakkarvert, þegar vankunnandi ritsmiðum er leiðbeint af vísindamönnum með ljúfmennsku og sannleiksást, en eigi til að færa flest á lakari veg fyrir þeim. Hjörleiíshöíða, í október 1880. Markús Loptsson. — Afli á innnesjum heldur litill og misjafn, í útverum, sjer í lagi Eyrar- bakka og orlákshöfn góður. Tið all- an aprílmánuð mild og góð, svo menn muna varla slíkt, og varla nokkurn tima næturfrost. Kaupskip korna óðum til suðurlands með dýrt korn, en kaffi nokkru ódýrra en áður. HITT OG ÞETTA. Milan Obrenovich, fursti yfir Servíu, trú- ir því fastlega, að konungar sjeutilkonungs- tignar af guði kvaddir. Svo er sagt, að Dr. Ristich, stjórnarherra í Servíu, þæfi á- stundum í móinn, oghaldi rjettindum manna yfirhöfuð fram gegn einkarjettindum kong- anna. I samkvæmi hjá Milan komst einu sinni í hart fremur venju milli furstans og ráðherrans út úr þessu sama umtalsefni, og segir Milan : Ristich, ef jeg skipaði yðurað kasta yður 1 sjóinn, þá er jeg viss um að þjer hikuðuð yður ekki við, að fleygja yður útí hann áhöfuðið. Ristich hneigði sig djúpt, og gekk til dyra. »Hvert ætlið þjer«, sagði furstinn, og ljetsjáásjerþykkjusvip.—»þjer verðið að halda mjer til góða herra«, svar- aði Ristich, »jeg ætla að fara að læra að synda«. Ávarp til íslendinga. Vjer Bakkus hinn tvíborni, elzti, víðlend- asti og voldugasti yfirdrottnari velflestra jarðarinnar ábúa, boðum hjer með öllum vorum kæru og trúu þegnum á voru landi Islandi mildi vora og hylli! f>að er oss kunnugt, að margir af yður hafa sýnt oss stöðuga hlýðni og veitt oss örugga fylgd í áhlaupum þeim og styrjöld- um, er hin uppreistargjörnu bindindisfjelög hafa gjört á ríki vort, sem þjer hafið jafnan útbreitt og viðhaldið, með því að leiða hina ungu undir merki vort. |>ar með goldið fúslega hina fjórföldu skatta vora, og opt látið fram yfir. Enn fremur kostað miklar vegabætur á breiða veginum, sem oss þókn- ast að flestir menn fari. En allra helzt viljum vjer þakklátlega viðurkenna það, hve stöðugir þjer hafið staðið gegn árásum og ginningum hinna afvegaleiðandibindindis- agenta, og eigi látið snúa huga yðar frá oss og vorri þegnlegu þjónustu. Eigi að síður viljum vjer mildilega hafa á- minnt yður um að varast að renna huga yðar til ókomna tímans, og ræð jeg yður til að drekkja þesskyns hugrenningum í áfengu víni, með því að taka það inn á allópatiskan hátt, heldur í sopa- en dropatali. Látið engan koma yður til að tefja yður frá vín- nautninni; allra sízt með því að lesa í þeirri bók, sem kölluð er Biflía; og þó yður verði það að líta í hana, þá ráðum vjer yður til að forðast, að lesa þau rit hennar, sem eign- uð eru Esajasi Mattheusi og Páli. Látið eigi syni yðar læra 200. lærdómsgreinina í hinum nýja barnalærdómi; því þó hann sje allur gagnstæður grundvallarsetningum vor- um, þá er sú grein gagnstæðust stjórn- arskrá vorri, og leiðir þá, sem hlýða henni, til drottinsvika við oss. Vjer ráðum yður til, að breyta sem þegnsamlegast eptir þeim af valdsmönnum og kennimönnum landsins, sem eru oss þjónustubundnir, en eptirdæmi hinna bönnum vjer alvarlega að gefa nokk- urn gaum. Vjer treystumþví, að þjer, hjer eptir sem hingað til, reynist oss trúir og hollir þegnar, og er það vor vilji, að þjer gætið þess, að bindindið heitir ekki skemmtunum og mak- indum, helsur orsakar það fjelögum sínum erfiði, sparnað, áhyggju um ókomna tím- ann, sem jafnan er óþægileg, og leiðir þá inn á þrönga og mjóa veginn, sem jeg hef aldrei getað farið, því hann er ófær fyrir þá sem reika. A embættisferð á Islandi kl. 12 e. m. ný dottinn af baki Undir vorri hendi og innsigli Bakkus vínguð, yfirdrottnari allra drykkjmnanna. Lögfesta. Hjer með festi jeg og lögfesti undirskrif- aður eiginkonu mína Hildi Pálsdóttur, og fyrirbýð í allra kröptugasta máta, eptir laga- leyfi, svo vel prestinum síra Magnúsi Ein- arssyni á »Butru«, sem hverjum öðrum að hýsa hana eða heimila, burttæla eða lokka frá mjer móti guðs og manna lögum og boð- orðum.—því jeg lýsi hana mína eignogeig- inkonu, ef jeg má óræntur vera, og tilbýð henni samvist og samveru — í öllum kristi- legum egtaskaparkærleika—á beggja okkar bólfestu »Snotru« í Landeyjum; óska jeg að sveitarmenn í Fljótshlíð flytji hana og færi til mín, hvar sem hitta kynnu, eins og til var sett og ráð fyrir gjört áseinasta Kyrkju- lækjar manntalsþingi; þessari lögfestu til staðfestu er mitt undirskrifað nafn og hjá- sett innsigli. Sveinbjörn porleifsson. Upplesin við Breiðabólstaðar- Eyvindar- múla- og Teigskirkjur, á 2. og 3. í Hvíta- sunnu ár 1770. hafði að róa á konungsbátum1. Um þetta hafði Gottrup látið taka þingvitni, og sann- aðist hvorttveggjaj upp á Miiller, sem þá sá sitt óvænna, rjeð af að sættast heilum sátt- um við Gottrup, og fór hjeðan alfarinn, en setti Pál Beger í sinn stað. Frá þessum tíma, allt til 1714, átti Gott- rup, eins og jafnan hefir títt verið hjer á landi, í ýmsum málaferlum (griðungsmáli, kúgildamáli, Grundarkaleiksmáli, Geirnýjar- máli, o. fl.), sem óvildarmenn hans bökuðu honum; en—þótt hann bæri lægra hlut í sumum, þá kom aldrei neitt fram, er hon- um væri tii neins verulegs vanza, og var þó vel eptir leitað. Arið 1714 beiddist Gott- rup vitnisburða sinna í lögrjettu og fjekk þá í einu hljóði ágæta; sleppti hann þá lög- mannsembættinu við Odd Sigurðsson, er var orðinn honum erfiður varalögmaður, og árið eptir (1715) Húnavatnssýslu við Jóhann son J) Daði Níelsson segir þetta hafi verið 1706, Espó- lín tilfærir árið 1707; hitt getur vel verið, að þingvitni hafi árinu áður verið aflieyrt. sinn Gottrup, er síðar meir tók þykkjuna upp fyrir föður sinn og loks steypti Oddi úr völdum. Lárus Gottrup beiddi fyrst þórunnar þorleifsdóttur lögmanns Kortssonar, en sá ráðahagur fórst fyrir, því hún vildi heldur Lárus sýslumann í þingeyjarþingi Scheving og giptist honum; átti hann þá danska konu, Katrínu Pjetursdóttur og með henni 6 börn, sem lítið er kunnugt um, nema Johann son hans, Onnu Sophíu, er átti síra Gísla klaust- urprest á þingeyrum Jónsson, og Magdalenu, er átti barn með Gunnari þorlákssyni í Viðvíkog síðar giptist Jóhanni Mantitssyni, en ekki var það kynsælt fólk. Gottrup andaðist á þingeyrum 1721, á 73. aldursári. Hann var grafinn á jpingeyrum, og á leg- steinn að vera þar yfir hann. Hann var einn með merkari lögmönnum þessa lands, stjórnsamu.r og ötull bæði í embætti sínu og sem bóndi. Hann byggði bæði upp kirkju og húsabæ, hvorttveggja mjög veglegt, á jpingeyrum. Hjelt hann þar danskan þófara, og í lögþingisbókinni fyrir 1702, nr. 26 býður hann almenningi að senda til sín að þingeyrum ull og vað- mál til litunar. Hann var búsýslumaður mikill og auðmaður, og, eptir þeirri aldar tíðsku,trúrækinnogstrangur hússfaðir. Helzt mætti það að honum finna, hafi það satt verið, að hann mangaði á þingeyrum með tóbak og brennivín. Ekki er annað að sjá, en að hann hafi talað og skrifað íslenzku eins vel og þá var títt. En hans höfuð- sómi er það, að hann unni landinu eins og fósturjörð hans væri, skoðaði dvöl sína hjer á landi hvorki sem útlegðarstand, nje land- ið sem bráðabirgða fjeþúfu, heldur sem rjett föðurland sitt og sinna, er hans og þeirra velferð væri bundin við. Útgefandi: Björn Jónsson, cand. phil. Prentuð í prentsmiðju Isafoldar.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.