Ísafold - 14.07.1881, Síða 1

Ísafold - 14.07.1881, Síða 1
ÍSAFOLD. VIII 17. i Reykjavík, fimmtudaginn 14. júlímán. 1881. Ávarp kommgs til alþingis. Cliristian liinn Níundi, af guðs náð Danmerkur konungur, Vinda og Gauta hertogií Sljesvík.Holsetalandi, Stórmæri, f>jettmerski, I.áenborg og Aldinborg: Vora Konunglegu kveðju! J>au tíðindi hafa orðið, sem alþingi mun þykja harmafregn, að Hennar há- tign ekkjudrottning Carolina Amalia og Hennar Kor.unglega tign erfðaprin- sessa Carolina eru látnar. Vjer kunnum alþingi hjartanlegar þakkir fyrir ávörp þau, sem Oss hafa send verið frá báðum deildum þess, og fyrir þær heillaóskir, sem eru þar fram bornar Oss og Vorri konunglegu ætt til handa, eins og Vjer af einlægum hug kunnum að meta þann vott holl- ustu og trausts, sem ávörp þessi bera með sjer og þá viðurkenningu sem al- þingi hefir sýnt viðleitni Vorri til þess að efla hag íslands. J>á er hið löggefandi alþingi ltom saman í fyrsta skipti Ijetum Vjer í ljósi þá öruggu von, að hin frjálsa stjórnar- skipun, sem ísland hefir hlotið, mundi verða hagnýtt af fulltrúum þess til að efla framfarir og vellíðan landsins, sem Vjer höfðum fyrir augum. þ>essi von hefir rætzt á gleðilegan hátt, þar sem það hefir tekizt fyrir happasælan sam- verknað milli stjórnarinnar og alþingis eins og milli beggja deilda þess inn- byrðis á því fyrsta 6 ára tímabili, sem liðið er frá því að alþingi tók til lög- gjafarstarfa að koma fram mörgum mikilsvarðandi lögum og ráðstöfunum, og með þvi að koma til leiðar þýðing- armiklum endurbótum á umboðsstjórn landsins og skattamálum, á samgöng- um o. fl. Kostnaður sá, sem þetta og aðrar ráðstafanir, til þess að efla framfarir landsins, hafa haft í för með sjer fyrir fjárhag þess, hefir hingað til orðið gold- inn af hinum venjulegu tekjum, án þess að örðugt hafi veitt. En eptir- leiðis hlýtur að koma skarð í tekjurn- ar, sem mikið munar um, sjer í lagi vegna þess, að lestagjaldið var afnum- ið, og einnig fyrir þá sök, að orðið hefir að verja nokkrum hluta af fje viðlagasjóðsins til kostnaðarins við byggingu á alþingishúsinu, en stjórnin hefir þó eigi fundið sjer skylt af þess- um ástæðum að koma fxam með upp- ástungur um nýjar skattaálögur, á með- an reynzlan eigi hefir sýnt, að óumflýj- anleg nauðsyn sje á þeim. Ósk sú, sem alþingi opt hefir hreyft og aptur ítrekað við þetta tækifæri, að fje landsins yrði ávaxtað í landinu sjálfu, hefir af stjórninni verið tekin svo til greina sem unnt var eptir því, sem ástatt hefir verið hingað til, þar sem gjörvöllu þvf fje, sem fyrir hendi var í viðlagasjóðnum, hefir smámsaman verið varið til þess að veita lán, sum- part sveitarfjelögum, sumpart einstök- um mönnum gegn veði í fasteignum. Menn verða samt sem áður að viður- kenna, að það sje miður rjett að verja fje viðlagasjóðsins sjer i lagi á þann hátt, sem síðast var getið, og verður því að álfta það æskilegt að gjörð verði breyting á þessu. þ>á er tekið var undir yfirvegun, hvernig þessu málefni yrði komið fyrir svo haganlegt væri, bæði fyrir landssjóðinn og fyrir lántakendur, komst stjórnin að þeirri niðurstöðu að augnamiði þessu bezt yrði náð í sam- bandi við fyrirhugaða skipun á lána- viðskiptum manna á íslandi yfir höfuð. Hjer að lútandi lagafrumvarp mun því nú verða lagt fyrir alþingi. Auk lagafrumvarps þessa, sem ætla má, að mjög mikið sje í varið til efl- ingar á velmegun landsins, og sem Vjer því sjer í lagi leiðum athygli al- þingis að, verða lögð fyrir þingið bæði fleiri ný lagafrumvörp og svo frumvarp það, sem alþingi þegar er kunnugt, um endurbætur á landbúnað- arlöggjöfinni, er eigi var útrætt á síð- asta alþingi. f>ar sem alþingi nú aptur tekur til starfa sinna, eptir að nýjar kosningar hafa fram farið og eptir að búið er að reisa sjerstaka bygging fyrir afþingi, höfum Vjer þá von og innilegu ósk, að starfi þess megi verða til heilla og hamingju fyrir landið og heitum Voru trúa alþingi hylliVorri og konunglegri mildi. Ritað í Amalíuborg, 25. d. maí 1881. Undir Vorri konunglegu hendi og innsigli. Christian K. (L. S.) J. Nellemann. I boðskap konungs, sem prentaður er hjer að framan, stendur meðal annars, að tekjur landsins muni rýrna að mun við afnám lesta- gjaldsins. A þingi var af einum þingmanni sýnt fram á, að þetta myndi ekki sannast; því í fjárlagafrumvarpi stjórnarinnar sjálfr- ar er tekið fram, að aðflutningsgjaldið af ' áfengum drykkjum og tóbaki sje talið 140,000 kr. hvort árið, eða hjer um bil 3000 kr. meira, en lestagjaldið og brenni- vínstollurinn áður voru til samans, og þó bætist það við, að lestagjaldið af póstgufu- skipunum (7—8000 kr. hvort árið) kemur ekki lengur til afdráttar í tillaginu vir ríkis- sjóði. Landið græðir því 10—11000 kr. á ári við þessa ráðstöfun, en tapar engu. Auk þessa ætti það að koma landsbúum til góða, að öll þungavara, fyrir afnám lestagjaldsins, ætti að verða heldur með vægara verði. — í blaðinu „Fróða“, nr. 38 er skýrt frá, að bygging skólahússins á Möðru- völlum sje eigi vel af hendi leyst, hús- ið sje lekt, byggt af nýjum og blautum við, sem fljótur sje að fúna, og að það sje þegar orðið mjög gisið. Sumt af þessu er endurtekið í ísafold, nr. 13. f>ótt mjer sje málið skylt, þáritajeg ekki línur þessar eingöngu til þess, að bera hönd fyrir höfuð mjer, heldur til þess, að reyna að koma í veg fyrir ó- ánægju almennings yfir því, að fjár- veitingu alþingis til þessa fyirtækis hafi verið illa varið. Eigi er það ætlun mín, að fara í langt blaðastríð um þetta efni. Fæstir afles- endum blaðanna hafa sjeð skólahúsið, eða getað átt kost á að sjá það ; verða þeir því að trúa því, er ritað er um það af einum og öðrum. Jeg má ekki ætlast til, að menn leggi meiri trúnað á mína sögusögn, en það, sem blöðin segja, og vel því það, sem mjer virðist vera mest trygging fyrir almenning að satt sje, og það er, að setja hjer orð þeirra manna, er kunnugastir eru bygg- ingunni, einkum þeirra, er settir voru af amtinu til að álíta og virða húsið, þegar það var fullgjört og afhent amt- manninum, er tók við því landsins vegna. Skoðunargjörðin fór fram 23. d. sept. 1879 af tveim timbursmiðum: J>orsteini dbrm. Daníelssyni á Skipalóni og Svein- birni Ólafssyni á Akureyri; viðstaddir voru þeir Chr. Christianson amtmaður og Stefán Thórarensen sýslumaður. Kafli úr úttektargjörðinni er þannig: „Eptir að hafa lesið samning þann, er stjórnin hefir gjört við Tryggva Gunn- arsson um bygginguna og að viðhafðri teikningunni yfir húsið, lýstu skoðunar- mennirnir yfir því, að húsið að öllu leyti væri hið vandaðasta, bæði að efni og smíði, og að það væri smíðað og inn- rjettað samkvæmt samningnum. — Auk þessa tóku skoðunarmennirnir fram, að

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.