Ísafold - 14.07.1881, Síða 2
66
á austurhlið hússins væri 18 þml. fram-
bygging með skápum að innanverðu,
er væri bæði til prýðis og gagns, en
sem ekki stæði á uppdrættinym; einn-
ig hefði Tr. Gunnarsson gjört í mörgu
öðru t. d. í tröppum, borðvið og efnum
meira og betra, en hann eptir samn-
ingnum var skyldugur til, er allt mundi
nema 1850 krónum“.
Undirskrifaðir :
Th. Daníelsson. Sveinbjorn Olafsson.
S. Thorarensen. Christjanson.
„Hjer með votta jeg sem yfirsmiður
skólahússins á Möðruvöllum, að allur
trjáviður, borð og bjálkar voru af svo
góðum viðartegundum, aðjeg hef ekki
byggt nokkurt hús fyr af jafn góð-
um efnum. Að borðviðurinn hafi verið
þurr, votta gólf og klæðning öll á hús-
inu þann dag í dag*.
Akureyri, 23. júní 1881.
Chr. Jón Stefánssonu.
„Yið undirskrifaðir vottum hjer með,
að skólahús Möðruvalla skóla er laust
við leka, nema að því einu, að fáeinir
dropar hafa endur og sinnum komið
inn um tvo þakglugga. Engan annan
leka höfum við orðið varir við. ■
Möðruvöllum, 22. júní 1881. Reykjavík, 28. júní 1881.
Jón Hjaltalín. þorvaldur Thoroddsen“.
Jeg verð nú að álíta, að vottorð þess-
ara manna, sem allir eru þekktir að
ráðvendni og þekkingu á því, er þeir
bera vottorð um, sjeu nægileg, og hirði
því eigi um, að setja hjer fleiri, þótt
jeg gæti, efjeg vildi, fengið vitnisburði
allra byggingarmeistara erlendis um
það, að ekkert hús er álitið fullgjört
fyr en það er þriggja ára gamalt, og
að það sje alvenja, að hafa aðalviðgjörð
á hveiju nýbyggðu húsi eptir þrjú ár.
Menn þurfa því eigi að furða sig á því,
þótt skólahúsið þurfi smá-aðgjörð fyrstu
árin, einkum vegna byggingarlags þess,
sem á því er. Væri það eingöngu úr
múrsteini eða eingöngu úr trjávið, þyrfti
það minni aðgjörða við ; en húsið er
með bindingi og múrað með steinum
á milli ogkalkað að innan; þegar ská-
stýfur og stoðir þorna, er óhjásneiðan-
legt, að sprungur komi í kalkið, og
komi raki í trjeð, flysjar kalkið sig frá,
en eptir nokkur ár, þegar viðurinn er
orðinn fullkomlega þurr og öll væta er
komin úr múrnum, þá fer þetta minnk-
andi eða hverfur með öllu.
ísafold skýrir frá, að húsið sje þegar
orðið dýrra og muni verða miklu dýrra,
þegar ný aðgjörð bætist við, en upp-
haflega var áætlað; orsökin til þess er
sú: að húsið er byggt vandaðra, og
einu lopti hærra; einnig voru gömlu
veggirnir rifnir, sem fyrst var álitið, að
mundu geta staðið. Almenningur eða
blaðið þarf því ekki að vera hrætt um,
*) Öll borð í gólf og klæðning voru tveggja ára
gömul, úr bezta við; hver tylft kostaði tveim
krónnm meira en vanaleg borð af sömu stærð.
að landssjóðurinn hafi greitt meira fje
fyrií húsið, heldur en byggingin kost-
aði, því jeg tapaði á henni, ekki sízt
við smíði það, er jeg seinfra tók að
mjer að gjöra, sem var öll innanbygg-
ing á efsta lopti, bekkir og skrifborð
með fleiru. J>að stóð heima, að borg-
un sú, er jeg fjekk fyrir það, hrökk
að eins fyrir verkinu, en fyrir allt efni
fjekk jeg ekkert. Eigi þarf heldur að
óttast, að jeg muni hlaupa í landssjóð
til að fá skaða minn bættan, eða að
jeg muni heimta fje fyrir það, sem jeg
lagði til skólans fram yfir það, sem
mjer bar skyldu til, og er mjer þó ó-
hætt að fullyrða, að jeg hef ekkert til
sparað, að húsið yrði sem traustast og
bezt.
J>etta segi jeg ekki í því skyni, að jeg
ætlist til að fá þökk eða hrós hjer fyr-
ir, en hitt þykir mjer sanngjarnt, að
mjer sje ekki órjettur gjör.
Að húsið er mjótt og herbergjaskip-
un, ef til vill, ekki sem hentugust, er
mjer óviðkomandi. Jeg lagði það til í
fyrstu með brjefi til landshöfðingjans,
dagsettu 15. sept. 1878, að húsið væri
breiðkað, að minnsta kosti um 2l/3 áln.,
en hann áleit, kostnaðarins vegna, rjett-
ast, að byggja húsið á sömu undirstöðu,
sem var undir fallna amtmannshúsinu.
J>essa tillögu landshöfðingjans aðhyllt-
ist ráðgjafinn ; þess vegna er húsið i
þeirri mynd, sem það nú hefur.
29. dag júnímán. 1881.
Tryggvi Gunnarsson.
*
* *
„ísafold“ ætlaði sjer aldrei, að gjöra
herra Tr. G. rangt til; heldur var það
eitt um Möðruvalla skólahúsið sagt, sem
Norðlendingar sjálfir sögðu.
Laxveiðin í Elliðaánum.
(Eptir kaupmann H. Th. A Thomsen).
(Niðurlag frá bls. 64).
Að því er veiði minni viðvíkur, sem
er privat eign með sjerstökum rjettind-
um, staðfestum í málinu milli herra B.
Sveinssonar og mín af undirrjettardóm-
aranum ásamt einum meðdómsmann-
anna, landsyfirrjetti og hæstarjetti, þá
hefir veiðiaðferðin verið hin sama og
áður var viðhöfð (sjá ferðabók Eggerz
Olafssonar og Horrebows Efterretnin-
ger 1752) með laxakistum, þvergirðing-
um og hleypum. Fyrst voru hafðar
kistur með spelum með 1 % þumlungs-
millibili þangað til 1877, þá gjörði jeg
millibilið stærra eða 1 x/2 þuml., til þess
að 9 þumlunga gildur lax gæti smogið
milli rimlanna, af því að jeg ekki vildi
brjóta á móti friðunarlögunum nýju.
J>á var gjört fyrsta hervirki á kistum
mínum og þær brotnar í mola. Næsta
ár 1878 hjelt jeg aptur þessari veiðiað-
ferð minni, en þegar á sumarið leið,
voru rimlar mínir mældir, fyrst af
mönnum, sem ekkert tilkall höfðu til
þess, og því næst var boðið af amtinu,
að láta framkvæma skoðunargjörð og
gefa álit um, hvort millibilið milli riml-
anna væri nógu stórt, til þess að 9
þumlunga gildur lax gæti smogið milli.
|>essi skoðunargjörð hafði þann árang-
ur, að höfðað var opinbert mál á móti
mjer fyrir ólöglega veiði, jafnvel þótt
jeg hefði boðið amtinu og beðið það,
að hafa yfirumsjón með veiði minni, til
þess að fá sönnun fyrir, að jeg veiddi
ekki ólöglega; en þessu boði mínu var
ekki gaumur gefinn, heldur var álitið
nóg, að tveir trjesmiðir hefðu skoðað
kistur mínar og gefið álit sitt um, að
9 þuml. lax mundi eigi geta smogið
þær. En þar með var ekki búið, því
að skömmu eptir voru jaxakistur mín-
ar brotnar af mörgum mönnum, en ár-
ið 1879 gekk þó mest á. þ>etta ár hafði
jeg látið millibilið milli rimlanna vera
18/i 2 þumlungs, og er það sama breidd
sem þykktin er á 9 þumlunga laxi frá
einni hlið til annarar, þar sem hann er
gildastur, og gjörði jeg það til þess, að
vera laus við allar þessar ofsóknir, því
að nú var það víst, að stærri lax en 9
þumlunga gildur gæti smogið milli riml-
anna; reynslan sýnir, að lax og annar
fiskur getur þrengt sjer í gegn um
möskva og á milli rimla, sem hafa
nokkru minna ummál eða millibil en
hann sjálfur er digur til, þar sem fisk-
urinn reynir á möskvana eða rimlana.
En mjer varð eigi kápan úr því klæð-
inu, þvi að á þessu sumri voru kistur
mínar þrisvar rifnar úr, í eitt skipti á
næturþeli af mönnum í dularbúningi og
í síðasta skiptið af fjölda manna, og
sama daginn sem þær voru rifnar af
mörgu mönnunum var landshöfðingja
sent brjef með 28 undirskrifuðum nöfn-
um, og í því brjefi er kært, að yfirvald-
ið gjöri ekkert í málinu, og að þeir
þess vegna hefðu rifið kisturnar og
brotið þær. J>etta gjörðu þeir jafnvel
þótt amtið þá væri búið að láta halda
nýja skoðunargjörð yfir kistum mínum,
og þeir 28 menn úr því svo var komið
hefðu getað beðið eptir, hvaða áhrif
þessi skoðunargjörð mundi hafa á mál-
ið áður en þeir rifi og bryti kisturnar.
Nú komst málið inn á þing, og geta
menn í þingtíðindunum lesið, hvað þar
gjörðist. Frá neðri deild þingsins (því
lengra komst málið ekki) kom ályktun
um, að höfða skyldi mál á móti mjer
bæði út af þvergirðingum mínum, sem
þó var út kljáð um með hæstarjettar-
dóminum, og út af broti mínu móti 5.
gr. viðaukalaganna 11. maí 1876 um
víddina milli rimlanna, sem í lögunum
er orðað á þá leið, að : „milli rimla á
grindum, sem í veiðivjelar eru hafðar,
skal vera svo mikið bil, að lax, sem er
9 þumlunga gildur, geti smogið þær.“
Eptir þessum orðum verður sá, sem
klagar annan fyrir ólöglega veiði gegn
þessari grein, að sanna, hversu stórt
millibilið milli rimlanna þurfi að vera,
en þar til útheimtist margra ára reynsla,