Ísafold - 14.07.1881, Page 3

Ísafold - 14.07.1881, Page 3
67 eða útbúnaður fyrir ofan laxakistur þær, sem prófa á, og þessi útbúnaður verð- ur því að geta veitt 9 þumlunga lax og minni; en þess konar athafnir væru af prívatmanni beinlínis ólöglegar, og þess vegna verður yíirumsjón yfirvalds- ins að vera því samfara, sem jeg bað um. Bæði þau mál, sem risu út af þessari ályktun alþingis eru nú komin fyrir hæstarjett; en hjer hafa þau ver- ið dæmd á þá leið, aðjeg var dæmdur í báðum málum af landsyfirrjettinum sýkn afkærum hins opinbera og máls- kostnaður látinn falla á það. Undir- rjettardóminn þekkja menn, því hann var strax auglýstur í blöðunum. Álit mitt um viðaukalögin hefi jeg að öðru leyti áður látið í ljósi, sjá ísaf. 4. árg. 1877, nr. 10 og 11. Jeg get ekki leitt hjá mjer að geta þess, að mjer finnst öll þessi ofsókn á móti mjer óskiljanleg, sjer f lagi af hálfu þeirra manna, sem stendur að öllu leyti á sama, hvernig jeg veiði. Allir vita, að jeg brúka sömu veiðiað- ferð og áður hefir brúkuð verið, nema að jeg hefi gjört víddina milli rimlanna stærri, svo að 9 þuml. gildur lax geti smogið um þá. Allir vita Uka, að fað- ir minn k e y p t i laxveiðina af kon- unginum. Afþessum ástæðum skiljeg heldur eigi, að viðaukalögin 11. maím. 1876 geti haft eða eigi að hafa nokk- ur áhrif á umliðinn tíma (tilbagevirken- de Kraft), því þau af nema ekki hin gömlu lög, sem giltu, þegar hæstarjett- ardómurinn fjell, svo að sú laxveiði gæti eyðzt, sem faðir minn keypti af kon- ungi, til þess að dómkirkjan og lands- sjóðurinn, sem nú eiga jarðirnar Breið- holt og Hólm, skuli geta auðgazt á minn kostnað; því um hinar jarðirnar, sem að ánum liggja, getur ekki verið umtalsmál, þar sem eigendur þeirra eru ekki niðursetningar, sem sveitin þarf að sjá um. J>að er óhugsandi, að frjáls stjórn eða landsins útvöldu menn, þ. e. alþingismenn, skuli vilja nota orðatil- tækið í afsalsbrjefi föður míns, þar sem stendur: „svo að hann getur notað hana (0: veiðina) eins og hann hefur kunn- áttu til, vill og getur bezt samkvæmt lögum þeim um fiskiveiðar á íslandi, sem þegar eru sett eð'a hjer eptir koma úk'’ til þess endurbótalaust að taka af mjer aptur þau rjettindi, sem jeg hef erft eptir föður minn, til þess að auðga einstöku menn og landssjóðinn. J>etta hefir aldrei verið tilætlun þingsins, því að þá hefði seinni hluta annarar grein- ar ekki verið viðbætt í viðaukalögun- um 11. maímán. 1876, og það á sjer hvergi stað, að teknar sjeu eignir manna nema í almennings þarfir og móti ríflegri borgun. Almennings þörf getur hjer ekki verið um að tala, því að þótt ef til vill nokkur laxveiði gæti komizt á við jarðir þær, sem fyrir ofan veiðitakmörk mín liggja, sem þó er mjög vafasamt, þá finnst mjerþað eigi megi heita almennings þarfir, með því líka þ..ð eru mestar líkurtil, aðþáyrði eigi aúðið, að nokkur veruleg laxveiði yrði í Eiliðaánum, sökum þess, að því nær hvergi er hægt að hafa netalagnir. Að menn með heilbrigðri skynsemi skuli láta æsa sig upp til að rífa og brjóta annara manna eign (o : laxakist- ur mínar), af því veiðiaðferð mín eigi að vera á móti „guðs og manna lögumli, það er mjer óskiljanlegt að skuli eiga sjer stað hjer á íslandi, sökum þess að vjer höfum lög, sem friðhelga einstak- an villtan fugl, æðarfuglinn, svo enginn má drepa hann á nokkurn hátt nokk- urs staðar á landinu, en hann á að lifa í og með á annara manna veiðitak- mörkum, hvort sem hann spillir þar beitu eða öðru, til þess að einstakir menn, sem eiga bú á beztu jörðum og eyjum, geti eingöngu haft hag af honum. Líka eru margar jarðir hjer á landi, sem liggja með sjó, þar sem mik- ill reki er, en eiga þó ekki rekann, heldur eiga kirkjur langt upp til sveita allan reka á sumum þessum jörðum. Að endingu vil jeg leyfa mjer að spyrja, hvort 50. gr. stjórnarskrárinnar, sem segir svo fyrir : „Eignarrjetturinn er friðhelgur. Eng- an má skylda til að láta af hendi eign sína, nema almennings þörf krefji; þarf til þess lagaboð og komi fullt verð fyrir“, hefir verið af numin með nýjum lögum ? Ef ekki er svo, að þessi grein sje af numin, þá verða menn að afsaka, að jeg enn álít laxveiðina í Elliðaánum sem mína eign, og að jeg verji þessa eign mína eptir því sem jeg hef þrek til, og sem lögin heimila mjer. Jeg vona þess, að hver vandaður og hleypidómalaus íslendingur muni styðja mig í löglegri viðleitni minni í þessu efni. Ef landssjóðnum þætti á- stæða til að kaupa af mjer laxveiðina í Elliðaánum og þær tvær jarðir mínar, sem að þeim liggja, Bústaði og Ártún, þá er jeg fús til að selja þessar jarðir mínar, ef það er sanngjarnlega til greina tekið, hversu mjög að lax hefir hækkað í verði hin síðari árin. Jeg hef hingað til ekki fundið mikla hvöt hjá mjer að byrja á því, að reyna til að klekja út laxi með haglegum tilbúningi, meðan jeg hef átt í öllum þeim málaferlum og amasemi, sem samfara hafa verið lax- veiði minni frá því faðir minn dó og allt til þessa. En það getur verið, að landssjóðurinn, bæði með því að láta klekja út löxum, og með því að nota það mikla vatnsafl, sem Elliðaárnar hafa að bjóða, geti aflað landinu mik- illar auðsuppsprettu; því til þess þarf meira fje en jeg hef til umráða. Reykjavík, 12. dag júnímánaðar 1881. * * * Athugasemdir munu innan skamms | verða gjörðar við þessa grein. Útg. J J>essi mál hafa verið borin upp af þing'mönnum í neðri deild alþingis : 1. Frumvarp til laga um rjettindi bú- settra kaupmanna (frá þingm. Borg- firðinga og 1. þm. Eyf.): Kaupmönn- um, sem búsettir eru á íslandi og verzla þar fyrir sinn reikning, skyldi heimilt að selja varning allan smá- sölu, en öðrum kaupmönnum skyldi að eins heimilt, að selja varning stór- sölu. Fellt frá 2. umr. g.júlí með 13 atkv. gegn 9. 2. Frv. til laga um stefnufrest í einka- málum (frá þm. Borgf., 1. þm. Suð- urmúlasýslu og 1. þm. Eyf.): Stefnu- frestur í einkamálum, er skotið er frá yfirdómi til hæstarjettar, skyldi vera að eins 6 mánuðir. Fellt frá 2. umr. 9. júlí með 11 atkv. gegn 11. 3. Frv. t. 1. um leiguburð af peninga- lánum (frá 1. þm. Eyf., 1. þm. Sms. og þm. Borgf.): Leiguburður af pen- ingalánum skal eptir frumv. vera frjáls. 4. Frv. t. 1. um kosningarrjett kvenna (frá 1. þm. Árnesinga): Ekkjur og aðrar ógiptar konur, er standa fyrir búi, skulu hafa kosningarrjett, þá er kjósa skal í hreppsnefnd, sýslunefnd og á safnaðafundum, ef þær eru 2 5 ára að aldri o. s. frv. 5. Frv. t. 1. um kosningu presta (frá þm. Borgf.): Eptir frumvarpi þessu eiga söfnuðirnir að mega kjósa presta sina. Nefnd^ sett 9. júlí: G-r. Thom- sen, Arnlj. Olafss., |>orkell Bjarnas. 6. Frv. t. 1. um breyting á 1. gr. laga 15. okt. 1875 um aðra skipun á læknishjeruðum á íslandi o. fl. (frá þm. Borgf.): Frumv. fer fram á, að stofnað verði nýtt læknishjerað frá Skarðsheiði út á Akranes, og skal læknirinn sitja á Akranesi. 7. Frv. t. 1. um nýtt lælcnishjerað (frá (þm. Dalam.): Dalasýsla og Bæjar- hreppur í Strandasýslu skulu vera sjerstakt læknishjerað. Fellt 13/7. 8. Frv. t. 1. um viðauka við lög 27. febr. 1880 um eptirlaun presta (frá þm. Dalarn.): Tími sá, er prestur hefir verið kapellan, skaltalinn með, þá er talin eru embættisár hans, þau er hann fær eptirlaun fyrir. 9. Uppástunga til þingsályktunar um nefnd til að hugleiða skólamál lands- ins (frá 1. þm. Árnesinga). 10. Uppást. til þingsál. um nefnd til að íhuga stjórnarskrá landsins (frá 2. þm. Norðurmúlasýslu). n.Frv. t. 1. um breyting á lögum um eptirlaun presta 27. febr. 1880 (frá þm. Barðstrend.): Eptirlaun prests skulu reiknuð eptir embættisaldri hans og upphæð' launa þeirra, er hann samkvæmt hinu síðasta brauða- mati hafði árið áður en hann fjekk lausn frá prestsþjónustu, eptir til- teknum mælikvarða. Fellt frá 2. umr. 11. júlí með 17 atkv. 12. Frv. t. 1. um sóknargjald til prests (frá þm. Dalamanna); Preststíund af lausafje og fasteign skal af numin, svo og dagsverk, lambsfóður og off- ur; en í stað þess skal koma sókn- argjaid, er árlega sje ákveðið fyrir hverja kirkjusókn eptir vissum regl- um, og skal gjaldi því jafnað niður á sóknarbændur eptir efnum og á-

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.