Ísafold - 25.08.1881, Blaðsíða 2

Ísafold - 25.08.1881, Blaðsíða 2
82 2. Frumv. til viðaukalaga við lög 27. febr. 1880 um stjórn safnaðarmála og skipun sóknarnefnda og hjeraðsfunda. Skylduvinnu þeirri, sem sóknarmenn eiga til að leggja, þegar kirkja er byggð eða kirkjugarður, skal sóknar- nefnd jafna niður, oghafa umsjón með verkinu. 2. umræða.—3. umr. 6. ág. Málið samþ. og sent neðri deild. 3. Frumv. um kosningu presta. Málið fellt við 3. umræðu. 4. Frumv. til laga um útflutningsgjald af fiski og lýsi. Frv. samþ. og sent landsh. sem lög. 5. Frumv. um friðun fugla frá neðri deild Við 1. umr. 10. ág. breyttist frv., og var þá bætt inn í friðun á hrein- dýrum; við það breyttist fyrirsögn. Frv. samþ. með breytingum og sent n. deild. 6. Frumv. um breyting á tilskipun 12. febr. 1872 um stofnun búnaðarskóla (frá n. deild). Málið fellt í n. deild. 7. Frumv. um sölu á fangelsinu a Husa- vík samþykkt. 8. Frumv. til laga um endurskoðun jarðabókarinnar frá 1. apríl 1861 frá nefndinni, er sett var til að íhuga tillögu þingmanna Rangæinga um þetta efni. Visað til 3. umr. 9. Frumvarp um borgun handa hrepp- stjórum og öðrum, sem gjöra rjett- arverk; samþ. í efri deild, og sent landsh. sem lög. 10. Frv. um bæjarstjórn á Akureyri fram- hald 1. umr. Vísað til 2. umr. n.Frv. til laga um breytingu á jarða- bókinni frá 1861 (frá J. Pjeturssyni). i2.Frv. til laga um heyjaásetningu (frá n. deild). Fellt frá 2. umr. í efri deild. Aptur fáein orð um fóðurhæti. fað er alþekkt við sjó, þar sem góð þangfjara er, að kýr græða sig á vorin, þegar farið er að beita þeim út í fjöruna. þangið má líka gefa þeim á básnum á vetrum. það hefir verið reynt í Danmörku og þótt gefast vel. Fyrst fram eptir vetrinum var gefið nýtt þang, sem var rifið jafnóðum, en þegar eigi náðist lengur í það fyrir ís og snjó, var farið að gefa þurt þang, sem hafði ver- ið safnað um haustið, þurkað og síðan sett í smáhrúgur eða galta. Hið þurra þang var byrjað að gefa seinast í janú- ar, haldið svo áfram og gjöfin aukin smátt og smátt, svo að í síðari hluta marz fjekk hver kýr einungis 2 pd. af heyi auk þangsins, og lítið eitt af hafra- graut, og í apríl eittsaman þang og hafragraut. „þetta hefir haft mjög góð- an árangur. Engin kýr hefir sýkzt (af 46 að meðaltali) um þann tíma sem þang var gefið, enda þótt opt hafi verið skipt um sumar þeirra, sem því eigi hafa vanizt við þanggjöfina smátt og smátt, heldur allt í einu. Ágóðinn af kúabúinu (netto) hefir verið mikið meiri en að undanförnu, þó hið annað fóður væri með sama verði og áður. jþannig hefir revnzt langbezt, þegar smátt hveiti- hrat og alinkökur hefir verið gefið með því“.-—Smábóndi nokkur reyndi þang- gjöf handa 4 kúm sínum. Ein hafði borið í ágúst, 1 í sept. og 2 í janúar- mán. J>ær mjólkuðu að meðaltali 44x/2 potta á dag meðan þær fengu mest- megnis þang með dálitlu af kraftfóðri og hálmi (sem úthey hjá oss). Eina viku var reynt að gefa þeim hálm í stað þangsins, og fjell þá nytin niður í 35 pt. á dag. Alls kyns úrgang af fiski er gott að gefa kúm og hestum með heygjöf, en beinin þurfa að vera mulin eða soðin, svo þau etist betur og skemmi eigi munn dýranna. Bein er einkum ómiss- andi að gefa með mýrheyi, helzt af há- lendi (fjallabroki), því það vantar efnið (fosforsýruna), sem mest er í varið í bein- unum. Um rapskökur (sjá þ. á. „Isaf“. 20.) segir enskur búmaðar Mr. Mechi að nafni: „Jeg gef ætíð öllum kúm mín- um svo mikið af rapskökum, sem þær vilja eta, jafnvel þó þær hafi nóg af öðru fóðri. J>að borgar sig margfald- lega, og það er skaði að gjöra það eigi. Að gefa kúm 3 pd. rapskökur og 1 pd. hrat (auk heys) á dag hefi jeg reynt að borgar sig ágætlega141. Góðar rapskökur eru grænar að lit (því betri sem þær eru grænni) og þegar þær eru brotnar, á sárið að vera flekkótt af gullitum og dökkmórauðum blettum. Góðar hörkökur eru harðar, dökkrauðar að lit og hafa þægilegan ylm. Sjeu þær sviknar eins og opt ber við, eru þær grálitar og lyktarverri. Mais er góð fóðurtegund, einkum handa sauðfje, en er nokkuð dýrri en hrat og olíukökur. Til þess að sýna fóðurgildi (næringsverdi) ýmsra fóður- tegunda gagnvart töðu, má geta þess að: 100 pd. af töðu hefir hjerumbil sama fóðurgildi og 55 pd. af höfrum, 50 pd. af byggi, 48 pd. af mais, 45 pd. afrúgi, 40 pd. af baunum, 40 pd. af hörkökum, 43 pd. af rapskökum, 65 pd. af hveiti- hrati og 70 pd. af rúghrati. þess má geta viðvíkjandi kornfóðri. að eptir fóðurgildi maiss og rúgs, væri hvorttveggja jafngott að kaupa til fóð- urs, ef verðmunurinn á hverjum 100 pd. væri að eins 62 aurar. En í verzlun- um hjer syðra munu hver 100 pd. rúgs vera 12—14 kr., en mais 6,76—7 kr. hver 100 pd. (í verzlun E. Gunnarss.). Menn græða því 5,62 kr. á hverjum 100 pd. við að kaupa mais í stað rúgs til fóðurs; en á olíukökum og hrati ætti hagurinn að vera mikið meiri. Undirbúningsfundur Skagíirðinga undir alþingi. J'riðjudaginn hinn 21. júní 1881 átt- um við undirskrifaðir alþingismenn fund >) Tidskrift f. prakt. Landbrug 1868, bls. 15. með kjósendum okkar á Seilu þingstað, og voru þar þessar ályktanir gjörðar. 1. viðvíkjandi fjárhagsstjórn landsins. a. Allir fundarmenn voru á því, að nauðsynlegt væri að leggja niður amtmannaembættin til þess að bæta upp landssjóðnum halla þann, sem orsakazt hafði af launahækkunum og afnámi lestagjaldsins, hinsvegar álitu fundarmenn það óráðlegt að afnema amtsráðin sem stendur og og voru sumir á því að láta alla 3 amtráðsmenn vera þjóðkjörna og sjálfa kjósa oddvita sinn, aðrir vildu að forsetastörfunum í amtsráðinu yrði gegnt af sýslumönnum þeim, er landshöfðingi tiltæki. b. Menn vildu afnema umboðsmanna- embættin, fela sýslumönnum inn- heimtu á gjöldunum eptir þjóðjarð- irnar, en hreppsnefndin bygging- arráð á þessum jörðum undir yfir- umsjón sýslumanna. c. Menn óskuðu að því sem eptir væri í viðlagasjóðnum, væri varið til lána handa þeim mönnum sem vilja fá lán gegn veði í fasteign til þarflegra fyrirtækja, og að landssjóðurinn gæfi út vaxtarskjöl, sem fengjust hjá sýslumönnum. 2. Landbúnaðarmálið. a. Nokkrir voru á því, að lögboðinn væri 20 ára ábúðarrjettur, sem gengi að erfðum og sölu, en aðrir vildu halda þeim rjetti, sem eigandinn nú hefir til þess að byggja leiguliða út, ef eigandinn þarf jarðarinnar með handa sjer eða börnum sínum. b. J>eir sem voru með skilyrðislausum 20 ára ábúðarrjetti álíta ekki þörf á nýjum lögum um endurgjald handa leiguliða fyrir jarðabætur. Hinir vildu lögleiða endurgjald eptir því, sem jörðin hefir batnað og að svo miklu leyti sem það ekki hafði unn- izt upp með ábúðinni. c. J>að var samþykkt með meiri hluta atkvæða að afnema öll innstæðukú- gildi. Sumir vildu setja 1 kúgildi á hver 20 hnndruð. d. Allir voru á því að laga hinar mestu misfellur á jarðamatinu og að afnema öll brot í hundraðatali jarða. Sumir vildu láta gjörskoða jarða- matið frá rótum eptir undirbúning hreppsnefnda og sýslunefnda. e. þjóðjarðasala. Tillaga um að selja þessar jarðir á uppboði hlaut að eins 5 atkvæði. Meiri hluti fundarmanna vildi aðeins veita ábúendum aðgang, að því að kaupa þjóðjarðir, og var það viðtekið að kaup þessi skyldi fara fram eptir mati kunnugra innan- hreppsmanna. f. Landamerkjamálið. Fundurinn áleit þetta merkilegasta atriði í landbún- aðarmálinu og óskaði að lög þar um kæmu út, þó málinu yrði frestað að öðru leyti. Fundurinn fjellst á til- lögur Jóns Sigurðssonar í Norðlingi

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.