Ísafold - 10.12.1881, Blaðsíða 4
né
—hafa þar fyrir ekki lækkað í verði
manna á milli innanlands, og' það af
þeirri ástæðu, að sá stofn minkar, ept-
ir því sem meira fer úr landinu af ung-
viðinu. Eg þekki bæi, þar sem ekki
finnast nema gömul hross og trippi
yngri en 3. vetra, stofninn erjafnóðum
seldur á marköðunum. þ>egar trippið
er orðið 3. vetra fullra, þá fer það, og
sumstaðar er litlu sem engu eptir hald-
ið til að yngja upp gagnsgripina. pá
er þessi hrossa sala til þess, að engin
alúð er lögð á að bæta kynið; maður
fær 30—50 kr., og þegar bezt lætur
60 kr. fyrir trippið, hvernig sem það
svo er, ef það að eins getur staðið, og
því er engin hvöt fyrir neinn, að kosta
kapps um að koma upp hestaefnum,
hvort heldur reiðhrossum eða áburðar-
hrossum. Hvert tjón allur þessi trippa
sægur og stóð gjörir bæði í afrjettum
en sér í lagi heimahögum, er kunnugra
en frá þurfi að segja. Eins tekur þessi
óaldarhópur marga heytugguna frá
þarfari gripum, og hver bóndi getur
reiknað út, sem vill, hver arður muni
vera að því, að fá 40 kr. fyrir
3. vetra tryppi, sem hjúkrað hefi verið
f 2 vetur, eg tala nú ekki um, hefði það
verið á gjöf, þó ekki sje nema einn vetur.
En—langverst er örtröðin í högum
sem af þessu leiðir til ómetanlegs skaða
fyrir annan pening bæði nautpening
og sauðfje, og þori eg að fullyrða að
víða gjörir búfje ekki hálft sumargagn,
sökum hrossafjöldans, sem afjetur ann-
an pening, og jafnframt rótnagar og
skemmir jörðina til langframa.
Mín tilaga er því sú, að menn í hrossa-
plássunum, Rangárvalla, Borgarfjarðar-
og Skagafjarðarsýslum, gjöri samtök í
þá stefnu, að selja nokkur ár engin
hross til útlanda, nema þá við hærra
verði (minnst 100 kr. fyrir hvert). £>að
mun sannast, að með þessu móti mink-
ar tryppagrúinn og jafnframt batnar
markaðurinn. Skotar fara að borga
betur, þegar minna kemur á markað-
inn; en landið eignast væuni hross,
þótt færri verði.
15. okt. 1881
Rangvellingur.
Póstar komnir að norðan, austan og vest-
an. Tíð er sögð hafa verið hin bezta víð-
ast í haust. Snjóar litlir og frost fyrir
norðan, og menn því lítið famir að gefa fje
sínu.
Síldarafii hefur verið ágætur á Eyjafirði í
haust, og hafa eigi að eins Norðmenn hlað-
ið skip sín öll, heldur hafa og landsmenn
sjálfir aflað stór-mikið.—Haustverzlun hefir
verið með mesta móti á Norðurlandi í haust
því að bændur hafa þurft að fækka mjög
fjenaði sínum, er var með fleira móti eptir
góðærið hið síðastliðna ár, en hey nú víðast
með minnsta móti. I sumum sveitum hafa
bændur keypt allmikið af fóðurkorni handa
fjenaði sínum, einkum handa kúm.
Verðlag á Akureyri er sagt, að hafi verið
þannig: kjöt, pundið á 12—20a. ; mör, pundið
28 a. og gærur 1,50—3 kr. þar hafa kaup-
menn selt í haust ýmsan varning ódýrra
fyrir peninga út í hönd en ella t. d. mais,
hveiti, kaffi og sykur.
Slimon kaupm. hefur í haust flutt fjóra
skibsfarma af lifandi fjenaði út frá Norður-
landi og Austurlandi, og borgað sem fyr í
peningum og nauðsynjavörum.
30. dag septbr. strandaði á Hofsóshöfn
haustverzlunarskip L. Popps; menn kom-
ust allir af, en skipið rak lítt laskað á land
upp rjett fyrir austan kaupstaðinn; var það
síðan selt við uppboð.
29. dag septm. fórst í stórviðri bátur við
Hrísey á Eyjafirði; á honum voru 7 menn,
og drusknuðu þeir allir. — Sama dág varð
skipskaði fram undan Grjótnesi á Sljettu;
þar fórust 3 menn.
A Möðruvallaskólanum kváðu nú vera 52
námssveinar. Fleirum var eigi hægt að veita
móttöku, sökum rúmleysis, en all-mörgum
varð frá að vísa, er um skólavistina sóttu.—
»Eróði« segir, að á kvennaskólanum á Lauga-
landi sjeu nú að eins 13 námsmeyjar.
PÓSTGUFUSKIPIÐ hafnaði sig hjer
hinn 4. þ. m. Með því komu : Jón ritari,
N. Ziemsen, E. Gunnarsson, Sigurðurjárn-
smiður Jónsson, tveir Ameríku-Íslendingar,
Be. Bjarnarson frá Eyrarbakka o. fl.
Fyrir nokkrum árum síðan varð jeg þess
var, að eigi allfáir íslenzkir sjóðir og stofn-
anir áttu fje inni í rílussjóði, sem að eins
gaf 3°/o eða 3£/o f leigu. Af því þetta er lít-
ill arður, en skuldabrjefum þeim sem gefin
eru út fyrir fjenu má segja upp nær sem
vera skal, vakti jeg máls á því við lands-
höfðingja, að það væri hagur fyrir eigend-
urna, að fá tjeð skuldabrjef borguð úr ríkis-
sjóði með fullri upphæð, og verja aptur pen-
ingunum til að kaupa 4»/. kgl. skuldabrjef,
sem þá voru í lægra verði heldur en nú, svo
það var tvöfaldur hagnaður. Mun lands-
höfðingja hafa litizt hið sama, því skömmu
seinna ljet hann út ganga auglysingu hjer
um dags: 18. maí 1876 (Stjórnartíð. 1876
B. bls. 55. Árangurinn varð þó eigi eins
mikill og við mátti búast, því af ríkisskulda-
reikningi landfógeta til 31. marz þ. á. sjest,
að margir Islenzkir sjóðir og stofnanir eiga
enn 3°/. eða 3jþ/° rlkisskuldabrjef og af sum-
um þeirra hafa leigur enda ekki verið hirt-
ur um mörg ár. Vera kann, að eigendun-
um þyki ekki ómaksins vert, að ganga ept-
ir leigunum á hverju ári vegna þess það
munar opt litlu, svo því verður eigi altjend
komið á vöxtu þar sem eigi eru sparisjóðir,
en þó eiga sumar stofnanir ríkisskuldabrjef,
sem meiru nema og skal jeg taka til dæmis
Hólakirkju í Hjaltadal. Kirkja þessi á 3”/>
ríkisskuldabrjef til samans upp á 1200 kr.
Af þeim er
eitt dagsett 8. marz 1856 upp á
100 rd. eða 600 kr., en leigtir ekki
hirtar í 20 dr, og gjörir það .... 360 kr.
annað dagsett 23. jan. 1858 upp á
100 rd. eða 200 kr., sömuleiðis .... 120 —
hið þriðja dagsett 2. júlí 1862 upp á
200 rab eða 400 kr. leigur eigi hirt-
ar í 19 ár........................ 828 —
Alls = 728 —
Hefði leigunum verið varið til smámsaman
að kaupa 4“/. ríkisskuldabrjef, þá væri kirkj-
an búin að safna fyrir álitlegum sjóði, en
í stað þess liggja peningar þessir arðlausir í
jarðabókarsjóði og kirkjan d jafnvel á hcettu
að missa bœði höfuðstól og leigu fyrir 20 ára
fyrningu.
Af því mjer virðist eigi vera vel sjeð fyrir
fjárhag hinna umræddu sjóða og stofnana
með þeirri aðferð, sem að framan er drepið
á, hefi jeg álitið það skyldu mína, að leiða
athygli þeirra, sem hlut eiga, að þessu mál-
efni, þó mjer sje það að öðru leyti óvið-
komandi.
Kaupmannahöfn, 20. oktbr. 1881.
Oddg. Stephensen.
Yeðuráttufar í Keykjavík í októberm1.
Fyrst 5 dagana var landsynningur með
rigningu, (bráðhvass með óhemjurigningu h.
5.); 6. logn, regn; 7. hægur á austan að
morgni, en gekk svo til útsuðurs að kveldi
með miklu hvassviðri; 8. bráðhvass á út-
sunnan með haglhriðjum ; 9. og 10. hægur
af útsuðri (snjóaði mikiðí fljöllin); 11. logn,
bjart veður; 12. norðan, hvass til djúp-
anna; 13. logn, bjart veður; 14. norðan
hægur ; 15. landnorðan, dimmur; 16. geng-
inn í landsuður með rigningu; 17. hægur á
útsunnan; 18. norðan, hægur, bjart veður,
gekk til austur með dimmviðri að kveldi;
19. 20. 21. landsunnan, stundum hvass;
22. logn, bjart veður; 23.—31. einlægt við
austan átt, optast bjart og kyrrt veður.
Hitamælir hæstur (um hádegi) 4. + 9° B.
(í fyrra + 7° -)
Hitamælir lægstur (um hádegi) 14. -r 2° -
(í fyrra -f- 5° -)
Meðaltal um hádegi ............. + 4°,8-)
(í fyrra + 3° -)
Meðaltal á nóttu................ + 1°,3-
(í fyrra + 0°,1-)
Mestur kuldi á nóttu (aðfaranótt h.
14. og 15.)..................... H- 5° -
(í fyrra h- 7° -
Loptþyngdarmælir hæstur28.......... 30,50
-----------------lægstur 10........ 28,70
Að meðaltali..................... 29,87
Reykjavík i./ll. 1881.
J. Jónassen.
>|í % %
i) Sökum lasleika í ágúst og september get jeg ekki
skýrt frá veðuráttufari í þessum tveim mánnðum.
AUGLYSINGr.
Hjer með er nú lýst yfir, eptir fyrir skip-
un stjórnanda lands (stipts) bókasafnsins
hjer í bænum, að það verður ekki opnað til
að lána þaðan bækur hjeðan af og þangað
til eptir nýjár 1882. Um leið er skorað á
alla þá, er þaðan hafa bækur eða handrit
að láni, að vera búnir að skila þeim í síð-
asta lagi 21. þ. m., og mun jeg verða til
staðar á bókasafninu til að veita bókunum
viðtöku á venjulegum bóklánsdögum og láns-
tímum nema þann 7. þ. m. býst jeg ekki
við að geta verið þar, en í þess stað mun
jeg verða þar til staðar í því skyni kl. 2—3,
næsta dag 8. þ. m.
Beykjavík, 3. desember.
Jón Arnason.
Útgefandi: Björn Jónsson, cand. phil.
Prentuð í ísafoldar prentsmiðju.