Ísafold - 02.05.1882, Blaðsíða 4
J
Búnaðarástand í Landinannahrepp.
Arið 1836, sem almennt hjer í sveit er
kallað sandár, barst svo mikill foksandur a
efri part sveitarinnar, að meira og minna
huldi nærfellt allt flatlendi; þótti mönnum
þá sem eyðileggjast mundu efstu og beztu
jarðir sveitarinnar; fluttu þá nokkrir af
hinum efnaðri bændum sig burt úr sveitinni,
og vildu fleiri burt komast en gátu eigi, þar
eð jarðnæði var ekki að fá svo víða, en að
vorinmgrjeri þó svo upp, að kallað var líf-
vænt við. Síðan hafa jarðirnar árlega orðið
fyrir méiri og minni skemmdum af hinum
sömu orsökum, þó yfir taki í fyrra vetur;
þá fluttu hin hörðu norðanveður svo mikið
af sandi og vikur á tvo þriðju parta sveitar-
innar, að næstliðna fardaga var allt svart
yfir að líta, því þar sem ekki lá sandur var
öll grasrót barin af; að eins lautir, sem svell
hafði legið á, voru fríjar við sand, en voru
þá snjóhvítar af kali, og að öllu ónýtar.
Hver sem leit yfir þessa miklu sandeyði-
mörk, sem þó var mannabyggð, hlaut að sjá
eyðilegging þessa svæðis í hinni fyllstu mynd,
og enginn gróður var þar á jörð, svo að eigi
gat heitið sauðhagi um mitt sumar; mál-
nytu peningur var því nær arðlaus, stórgrip-
ir stóðu hungraðir á þessari hagleysu, og
svo kvað að þessum bjargarskorti fyrir
skepnur, að þess munu dæmi, að kýr hafi
verið skornar i þessari sveit næstl. haust,
sem ekki voru mergjaðar, en þó án allra
vanmeta, en ekki að tala um að hross fitn-
uðu, heldur þvert í móti voru þau miklu
verri að haustinu til en þau eru vön að vera
á vordögum, sem eðlilegt er, því það litla
sem aflaðist af heyjum varð að sækja lang-
ar leiðir, frá sumum bæjum meir en þing-
mannaleið.
Set jeg nú hjer sýnishorn af heyskap
manna í þessari sveit næstl. sumar, með
því að tilnefna nokkrar jarðir, hvað mikið
hey þær gáfu af sjer, og hvað þær eru að
hundraða tali eptir nú gildandi jarðabók.
Stóruvelhr ......46, 9 hndr. 30 heyhest.
Stóriklofi með
afbýlum........38, 2 15 ———-
Leiulakki með
afbýlum........16, 2 20-------
Galtalækur.......22, 6 ---- 26 -------
Mörk............13, 3 17 —----
Ósgröf........ 5, 9 ---- »» -------
Irjar............ 9, 9 »»--------
Skarðsel......... 7,98-------6 ------
Hátún nú
Króktún....... 9,15 ----- »»--------
Hellur...........19,95 30 —-----
Gata............. 7,98 »» ------
Hvammur..........29, 9 27 -----
Skarð............21,62 40 ------
Fellsmúli........11, 9 »» -----
Arbær............ 5, 9------»»--------
Á þessum jörðum eru 21 ábúandi, sem
er nálægt helmingur að tölu af búendum
sveitarinnar, koma þá hjer um bil ekki full-
ir 10 hestar á hvern búanda af ofantöldum.
þó jeg ekki tilnefni fleiri jarðir voru þó æði
margar líkar þessu hvað afkomu snerti.
Allar rþessarý nefndu jarðir eru meir eður
minna eyðilagðar, og allflestar svo, að engum
sem annars ættu úrkostar mundi detta í hug
að búa á þeim, og því miður búa á mörgum
þeirraMátækir fjölskyldumenn, sem svo eru
32
lamaðir hvað efnahag snertir, að þeir ekki
geta flúið burt, enda mundi aumingjum þeim,
sem ekki geta af eigin mætti veitt sjer og
sínum forsorgun, ekki sögð velkomin búseta
í öðrum sveitum. það virðist því vera hart,
að þrátt fyrir margar ítrekaðar umkvart-
anir, verður að gjalda fullt gjald til hins
opinbera af þessum ólífvænu hreisum. |>að
mun mega fullyrða, að á þessum jörðum
varð að eyðileggja helzta iífsstofn hinna fá-
tækari, nefnil. kýmar, sem sumir urðu að
alskera, en sauðfjenað varð að skera miklu
meir en vant er, sökum fóðurskorts, og svo
af því að menn þurftu að lifa á honum í
vetur, af þessu má sjá búnaðarástand sveit-
arinnar. Áður en hún fjekk þetta síðasta
stórkostlega áfall var svo mikið útsvar á
mönnum að vart munu dæmi til i öðrum
hreppum í samanburði við efni, en hvað
mikið bætist við af ómögum í vor er ekki gott
að segja, en útlit er fyrir að það verði margt
og það svo að ekki verði viðlit að hreppurinn
beri sig sjálfur. Hver munu þá úrræðin ?
þessar fáu línur bið jeg ritstjóra Isafold-
ar að taka í blað sitt.
Austvaðsholti, 12 janúar 1882.
Jón Bjarnarson.
Auglýsingar.
Til skiptavina minna fjær og nær.
f»ar jeg hefi áformað að sigla með
næstu póstferð, læt jeg ekki hjá líða,
að þakka minum heiðruðu skiptavinum
fyrir árið sem leið, sjerstaklega kann
jeg kvennfólkinu miklar þakkir fyrir
það, að það opt og einatt hefir látið
mig njóta sannmælis, bæði hvað vöru-
gæði og vöruverð snertir, vil jeg t. d.
nefna öll léreftin hvítu, er bæði voru
breiðari, betri og ódýrari, enn annar-
staðar, enda seldust þau mæta vel, og
og löngu fyrir jól, var ekki ein alin
eptir af þeim. Kjólatauin þóttu einnig
með góðu verði, og einkar smekkleg
að lit. Að fara að telja upp ýmsar
þær vörutegundir, er sjerstaklega mæltu
fram með sjer sjálfar og seldust mæta
vel, þarf jeg ekki í þetta sinn; þó skal
jeg geta þess, að jeg mun leitast við,
að koma með samkynja vörur aptur
frá hinum enzka vörumarkaði.
Öll smíðatól, er jeg keypti sjálfur í
Sheffield í fyrra, reyndust mæta vel,
og mun eg einkum veita þeirri vöru-
tegund mína beztu eptirtekt.
Gefið gaum að ! þ>jer hinir mörgu,
sem ætlið að byggja að sumri, að eg
mun koma með hinn bezta og ódýr-
asta veggjapappír (Tapetserpapir), sem
nokkurntíma hefir fengizt í Reykjavík,
einnig gler í stórum og hentugum plöt-
um.
Margar konur hafa þann sið, að
kaupa ekki ljereft og annan vefnað,
fyr en þær vörutegundir eru komnar
hjá flestum kaupmönnum—álít jeg slíkt
mjög heppilegt.—
Jeg vænti eptir að vera kominn heim
seint í maí.
Með óskum beztu kveð jeg alla
mína heiðruðu skiptavini
og er með vinsemd og virðingu
þorlákur O. Jóhnson.
Reykjavík í marz 1882.
Auglýsing frá
Holm & Collerup’s
málm og vjelaverksmiðju.
Tollbúðarstræti nr. 15 Kaupmannahöfn.
Vjer bjóðum hjer með til sölu, alls-
konar málm og járnsmíðar bæði slegn-
ar og steyptar: vjelar, dælur, anker,
keðjur og vatns og gufupípur af ýmsri
stærð, og yfir höfuð allskonar smíðar.
Sömuleiðis tökum vjer að okkur að
gjöra við ýmsa hluti, svo sem: allt það
sem vjelum tilheyrir, og myllur, elda-
vjelar, ofna og allt annað því um líkt.
þeir sem vilja nota tilboð þetta, geta
annaðhvort snúið sjer til okkar, eða
póstskipsstjóra Kihl, eða til ljósmynd-
ara Sigfúsar Eymundarsonar í Reykja-
vík.
Holm & Collerup.
Tollbúðarstræti nr. 15 Kaupmannahöfn.
Seldar óskilakindur við opinbert upp-
boð í Hvalfjarðarstrandarhreppi
haustið 1881 :
1. Hvíthyrndur sauður 2. v., sneiðrifað
fr. h., sneiðrifað apt. v.
2. Hvíthyrndur sauður veturg., stýft
biti apt. h., hvatt v. Hornamark:
stúfrifað gagnbitað h., miðhlutað í
tvístýft biti fr. v. Brennimark S m s.
3. Hvít ær hyrnd veturg., stýft fjöð. apt.
y. Hornamark,- blaðstýft apt. h., biti
fr. v.
4. Hvít ær hyrnd veturg., sýlt gagn-
fjaðrað h., stúfrifað gagnfjaðrað v.
5. Hvítur lambhrútur, hamarrifað h.,
sýlt gagnbitað v.
6. Hvítt gimbrarlamb, sneiðrifað fr. biti
apt. h., blaðstýft apt. v.
7. Hvítt geldingslamb, stýft gagnbitað
h., blaðstýft apt. v.
8. Hvítt geldingslamb, sneiðrifað fr. h.,
boðbíldur fr. v.
g. Hvítt geldingslamb, miðhlutað h.,
blaðstýft fjöður apt. v.
10. Hvítt geldingslamb, stýft gagnbitað
h., blaðstýft apt. v.
n.Hrútlamb, sneitt apt. biti fr. h.,
standfjöður apt. v.
12. Svartbotnóttur lambhrútur, sýlt biti
fr. h., tvístýft bragð fr. v.
13. Hvít gimbrarlamb, sýlt gagnfjaðrað
h., bragð biti apt. v.
14. Hvítt hrútlamb, blaðstýft apt h.,
heilhamrað v.
Rjettir eigendur ofanskrifaðra sauð-
kinda geta vitjað andvirðis þeirra til
hreppstjórans í Hvalfjarðarstrandar-
hreppi, til næstu fardaga, að frádregn-
um öllum kostnaði.
Hrafnabjörgum, í febr.mán. 1882.
M. Einarsson.
Útgefandi: Björn Jónsson, cand. phil.
Ritstjóri: Eiríkur Briem.