Ísafold - 09.05.1883, Side 2
anátt, en þó einatt með töluverðum
rosum. þ>að er að eins í Strandasýslu
og sumstaðar í Skagafirði að vjer höf-
um heyrt, að menn hafi verið orðnir
heytæpir. ís sá, er gjafakornskipið
Neptún sá í marz úti fyrir Hornströnd-
um, sem áður er getið kom að vísu
inn á Húnaílóa, en hann reyndist eigi
nema lítill hroði. Kaupskip þau, er
komin voru fyrir norðan höfðu eigi sjeð
neinn ís og hvalaveiðaskip enskt, er
kom hjer fyrir skömmu norðan úr höf-
um, hafði eigi orðið vart við hann
norðan frá 74. stígi n. br. (hjer um bil
120 mílum fyrir norðan land).
Aflabrögð munu um allar veiðistöður
hjer syðra vera orðin í betra meðal-
lagi, þrátt fyrir hinar miklu ógæftir
mestan hlut einmánaðarins.
Verðlag á vörum í Kaupmannahöfn
þegar póstskip fór hjer um bil hið sama
sem getið var um í 7. blaðinu, nema
kaffi hafði hækkað i verði um 5 — 6
aura pundið.
Emb ætti: AmtmaðurB ergur Thor-
berg er af stjórninni settur landshöfð-
ingi yfir íslandi frá 1. þ. m.
Yfirdómara M. Stephensen hefir hann
aptur sett til þess frá sama tíma að
vera Amtmaður yfir Suður- og Vestur-
amtinu.
Heiðursmerki: Biskup vor P. Pjet-
ursson var 8. f. m. sæmdur komman-
dörskrossi dannebrogsorðunnar af fyrsta
flokki.
S. d. voru prófastarnir síra Jón Halls-
son í Glaumbæ og síra Stefán þorvalds-
son í Stafholti, sæmdir riddarakrossi
dannebrogsorðunnar.
Alpingismaður fyrir Skagafjarðar-
sýslu vari.þ. m. kosinn verzlunarstjóri
Gunnlaugur Briem í Reykjavík; á kjör-
fundirium voru greidd 121 atkvæði og
hlaut hann þau öll.
Hugvekja til sveitabóndans.
Eptir alþingismann f>orlák Guðmundsson.
Niðurlag.
Hin innlendu fiskkaup eru engan veginn
mikil, síðan að Norðlendingar hættu að
sækja hjer suður til þeirra kaupa, og munu
þeir telja það eitt af hamingju norðurlands
að vera nú lausir við þau ferðalög og ýsu-
kaupin. En mest er nú sem sveitamaður-
inn kaupir þorskhöfuð og grásleppa. þessi
þ.h. kaup og flutningur á þeim, eins og það
nú er lagað og hefir að líkindum verið nær-
fellt 1 1000 ár, eða síðan að meginpartur
landsins var byggður, sýnast mjer með öllu
óhafandi. Jeg lasta ekki að maturinn úr
þeim sje hertur; en jeg gjöri ráð fyrir að
hann muni vart seljast, þegar búið væri að
rífa þau, með því gæðaverði, að slík matar-
kaup ekki fengust hjá kaupmönnum. Enda
gæti verið skoðandi hvert það er tilvinnandi
fyrir Bangæinga að fiytja sín eiginhöfuð, ó-
rifin, suðvestan frá Faxaflóa, þegar fiskur er
magur og höfuð gerast illa t. a. m. eina og
eptir vetrarvertíð 1875. það mun láta sem
sönnu næst að úr 120 allgóðum höfðum fá-
ist 20 pd. af svo kölluðum mat, með roðum
og kinnum—má vera fyrir utan fanir sem
eru óþægilegar og ekki munu kafa mikil
næringarefni f sjer-—eða þá úr 1200, sem eru
fyllstu klyfjar á 5 hesta, 200 pd. Og er þá
gefið að sá sem flytur þ.h. á 5 hestum hann
flytur heldur ljett mannfóður á 1, en á fjór-
um það, sem ekki er til neins nýtilegt, nema
til að slíta mönnum og gripum, fatnaði og
áhöldum, fylla upp moldarkofa sveitamanns-
ins, og feygja utan af sjer matinní ljelegum
saggahúsum. þessar beinalestir eru sá leið-
inlegasti flutningur, sem fluttur sjest um
þetta land, næst því að sjá dauðan mann
fluttan, sem dáið hefir af slysum sinnar eig-
in óreglu1 Enda má sjá við þessar lestir
margan þreytulegan og rifinn mann og marg-
an hestinn leggjast, þegar við er staðið,
meiddan nuddaðan, uppgefinn, magran, í
grasleysi. þessa er líka von. þetta er sá
versti flutningur, sem fluttur er á þurru'í
landi, þyngist óreiknanlega mikið 1 votviðr-j
um og er erfiður og átakamikill í vindi. All-
ur neðri hluti bagganna verður, úr götum
og götubökkum, óþverri, og hver getur sagt
hvað málsverðurinn er dýr af þessum beina-
himnum, þegar búið er að flytja hann fleiri
eða færri dagleiðir yfir vegi og vegleysur,
eitt eða tvö ferjuvötn. Jeg hygg það sje
enginn efi á því að málsverðurinn í þorsk-
höfðunum sje eins dýr hjá þeim, er flytja
þau lengst, borguð með smjöri oggefið smjör
við þeim, eins og margt það, er vjer köllum
krásir á borðum höfðingjanna. Grásleppu-,
kaupin eru opt ljeleg af henni hertri, ef að|
sveitamaðurinn ekki hefði sýru til að gjöra
hana að mat. En hún ætti sem mest að
saltast og pressast sem saltfiskur; og þann-
ig meðhöndluð tapar hún ekki þeim næring-
ingarefnum, sem hún hefir í sjer. En að
hún þá sje dýrari er rjett og eðlilegt. Mín
meining verður þá sú, að það sje hreinn
skrælingjaháttur að flytja órifin þorskhöfuð
langar leiðir landveg, og ætti því með al-
mennum samtökum að leggjast niður. Og
mín meining er, að öll viðskipti sjávar- og
sveitabónda eigi fram að fara upp á pen-
ingareikning, og enda sem mest að borgast
með peningum. þá getur hver farið með
sína krónu og keypt fyrir hana þar, sem
hann sjer sjer bezt haga, því hin gömlu
landaura-viðskipti eru öll úr lagi gengin.
Jeg veit að sumir munu svara mjer, að sveita-
menn megi nú fyrir þakka, ef þeir hefðu
nóg þorskhöfuð og grásleppu, jafnvel þó það
væri ekki bezta tegund. En jeg segi nei. Ekki
nema að kaupin sjeu ekki lakari en í öðrum
matföngum2. þegar alls er gætt, er það
ljóst að nú ríður sv.bóndanum á að það sem
hann getur eignazt af matbjörg sje holl, nær-
andi og drjúg fæða. Og einmitt nú á hann
að læra að fleygja ekki sínum litlu bús-af-
urðum burt, fyrir óþægilega og ódrjúga fæðu
glysvarning eða annan óþarfa, sem án má
vera.
Eitt er það enn sem mjer ekki getur skil-
1) Lestamenn við þessar beinalestir eru vanalega
þreytulegri en þeir, sem draga grjót daglega í Rvik,
og i flestu ver haldnir; og þessi vondu ferðalög
eru hinn greiðasti vegur til að læra drykkjuskap.
2) Oss Islendingum er brugðið um, að vjer jetum
mest smjör af öllum þjóðum__pað er von.— Vjer
borðum mest af því, sem er óæti, nema mýkja það
með smjöri, og þorskhöfuð taka mikið smjör upp.
izt að sje rjett búskaparform hjá sumum
sveitabændum, sem jeg hefi þó orðið var við
að hefir átt sjer stað. það er að sveitamenn
hafaleigt sig og leigðir verið um vortíman fyrir
1 kr. eða rúmlega það um daginn, auk fæðis,
og þetta í bærilegu árferði. En nýta kaupa-
menn fá sveitabændur ekki fyrir minna en 2
kr. og fæði um daginn, og jeg hefi með ánægju
goldið það hverjum nýtum manni, og hann
hafi litlum tíma tapað í ferðalög. Vinna
sú, er sveitamenn leigja sig til á vorin, er
öllu lakari en heyverk, og gjarnast meira
fatasht. það er hörmung til þess að vita,
að sveitamaðurinn skuli þannig fleygja
vinnukraptinum burtu fyrir hálfvirði. Um
jarðabætur er þar ekki að tala sem vinnu-
kraptar eru leigðir út; enn meiri líkur til
að jarðir sjeu skemmdar, og opt nauðsynleg
vorverk ekki búin þegar sláttur ætti að byrja.
þetta ráðlag er því líkast að selja héy fyrir
hálfvirði og taka fóður fyrir hálfvirði. það
hefir nú jafnan verið aðal úrræðið, þegar
sveitabúskapurinn er fallinn, að fólk hefir
flutzt að sjónum og sveitirnar þannig misst
vinnukraptinn með fjenaðinum. þetta eru
nú neyðarúrræði, en sem vonandi er að hin-
ar stórkostlegu gjafir forði nú að meira eða
minna leyti. því það er auðvitað, að þess
seinna reisir sveitabúskapurinn sig við aptur,
sem hann tapar meiri vinnukrapti.
Mín einföldu ráð verða pá pessi:
1. Nota sem bezt að notað verður það
litla, sem náttúran hjá oss framleiðir,
sem helzt er af óræktuðum ætijurt-
um, fjallagrös og söl.
2. Hirða sem bezt kál- og jarðepla-
garða, og gildir þar hin sama aðal-
regla, sem með túnin, að það er
meira varið í að bletturinn sje vel
ræktaður, en að hann sje stór. Og
er þá fyrsta undirstöðu-atriðið, að
hirða vel allar áburðartegundir, og
með túnin, að verja þau hrossabeit
á öllum tímum árs.
3. Fara sem bezt með þann bústofn,
sem nú er til, og leggja sig ýtar-
lega eptir, að bæta kynferðin. En
umfram allt tryggja fjenaðareign-
ina með skynsamlegri hey-ásetn-
ingu; nota allt sem bezt, sem búið
gefur af sjer til manneldis og þar
á meðal hrossin1, en varast að fleygja
sínum litlu efnum fyrir glys og
glingur, og mergnum úr heimilinu
fyrir ýmislegt ljettmeti, sem rjett
skoðað, kostar ærna peninga að ná
að sjer.
í einu orði: láta pláguna betra oss
en ekki forherða. Láta hana ná til-
ganginum—það er—að kenna oss dugn-
að, sparsemi og skynsamlega fyrir-
hyggju fyrir þörfum lifsins.
það er hart að verða að segja það
—en er þó satt—að nokkuð af þvi,
sem yfir oss er komið, eru sjálfsköpuð
I) f>að getur ekki verið nema rjett og heiðarlegt
að hirða hross sitt og matbúa það hreinlega. En
að vera að draga þungar lestir af höfuðbeinum
þorskanna langar leiðir, aldur eptir aldur, niðja ept-
ir niðja, á nýrri þúsund ára öld, sæmir ekki þeirri
þjóð, sem er á framfara leið.