Ísafold - 09.05.1883, Page 3

Ísafold - 09.05.1883, Page 3
39 víti, víst hjer á suðurlandi. £>ví eins og allar sóttir eru ekki Guði að kenna, svo eru ekki allir vanhagir vorir lög- gjafarvaldi, stjórn eða yfirvöldum að kenna. Jeg skal engan biðja, að draga yfir feil þingsstjórnar eða yfirvalda; en það er líka nauðsynlegt, að benda oss alþýðumönnum á feil vor. J>ó sumum finnist, að þeir sjeu upp úr því vaxnir, að taka skynsamlegum aðfinningum, þá eru þó ætið einhverjir svo skynsamir, að þeir þola, að ljós sannleikans skíni í augu þeim. En það er aðgætandi, fyrir þingsstjórn og yfirvöld, að nú er svo komið, sem betur fer, að ekki dug- ir að ota hinum dauða bókstaf að lýðn- um með uppdubbaðri harðstjórnar hendi, sem haft hefir hanzka skipti en að öðru leyti er ein og hin sama. Forfeður vorir flýðu hingað til lands undan harðstjórn Haraldar hárfagra, en nú er annar Haraldur uppi. J>að er hafis og ýmislegt óhagkvæmt i stjórnarháttum, svo sem rotin rikis- kirkja, er skelfur á birkibeinum, of margir og of hátt launaðir sumir em- bættismenn, í samanburði við þeirra misgefnu kosti og þjóðrækni, óþolandi sveitaþyngsli og öreigafjöldi m. fl. — það mun nú ekki sízt álitið hættulegt, fyrir eitt land á stríðstimum, að tapa mörgum duglegum hermönnum lifandi undan þjóðmerkinu á vigvellinum ; og oss verður það lika tilfinnanlegt, ef að vjer töpum mörgum duglegum mönn- um, vestur um haf, á þessum stríðstima. J>ví nú er sá vegur opinn og þekktur fyrir þá, er peninga hafa í hendi, sem í fyrri alda harðindum var lokaður og óþekktur — það er að fara til Vestur- heims. |>að er því ekki óráðlegt fyrir þá, er fyrir eiga að sjá og fjárráðin hafa, að gjöra sem mest til gagns og geðs þjóðinni, að því leyti að kröfur hennar hafa við skynsamleg rök að styðjast. Verður t. d. ekki farsælla fyr- irlandið að leggja fram fje til að brúa stór vatnsföll en að beztu menn úr hjer- uðunum, sem yfir þau eiga sækja til aðdrátta, fari af landi brott ? Ritað í apríl 1883. Útlendar frjettir. Khöfn 15. apríl 1883. Fólksþingið danska hratt landvarnar- lagafrumvarpinu 3. apríl með • 68 atkv. gegn 27. Fjárlög búin. Landsþingis- nefndin taldi upp ýmsa galla á þeim, en ljet þar við lenda, og þingið eins. í gær rætt og samþykkt í fólksþinginu ávarp til konungs, áskorun um að skipta um ráðaneyti, til þess að leysa landið úr þeim hraparlega aðgjörðaleysisdróma, er það hafi legið í hin síðari árin. Landsþingið ætlar að koma með annað ávarp og brjóta hitt á bak aptur. Fleygt, að Ravn eigi að fara frá forstöðu land- varnarmála, vegna meinleysis hans, en Scavenius að taka við, en Matzen pró- fessor aptur við hans embætti, forstöðu kirkju- og kennslumála. Nú mun vera sannfrjett, að þrotin sje öll von um endurnýjun verzlunar- samningsins við Spán. Enskir lögreglumenn handsama ann- anhvorn dag eða optar einhvern flugu- manninn úr liði Fenía með dýnamít til spillvirkja. Parlamentið ræddi ogsam- þykkti i báðum deildum á einum degi, 9. þ. m., öflug nýmæli gegn þeim voða- lega ófögnuði. Morðingi Mailaths höndlaður fyrir fám dögum. Heitir Spanga. Ætlaði að bana sjer, en tókst eigi. pýzkir jafnaðarmannapostular gerðu það bragð af sjer, að þeir hjelduleyni. fund hjer í Höfn 60 saman dagana 29. marz til 1. apríl. Slíkt er þeim mein- að heima fyrir. peir höfðu villt lög- reglumenn þar, og eins hjer í Höfn, þangað til orðið var um seinan og fund- inum lokið. Sumir voru teknir hönd- um, er þeir komu á þýzka lóð, í Kiel, en var sleppt aptur, því sakir reyndust of vandfundnar. Smápistlar frá Kanpmannahöfn. 2. Yfirpræsídentinn í Khöfn, sem Hilm- ar Finsen er nú orðinn, er æðsta yfir- vald í Kaupmannahöfn, eins og lands- höfðinginn er æðsta yfirvald á íslandi, enda eru þessi embætti jafngöfug eða með jafnri lögtign (II 5), en landshöfð- ingjaembættið er töluvert launameira. Yfirpræsídentinn hefir í laun að upphafi 6400 kr., en fær 400 kr. launabót á hverjum 5 ára fresti; þó aldrei meiri laun en 7600 kr. Auk þess fær hann allt að 1200 kr. í húsaleigustyrk eða þá ókeypis húsnæði, og 600 kr. í borð- fje. Embættisstörfin eru söm og amt- manna að miklu leyti; munurinn þó töluverður. Bæjarstjórn Kaupmanna- hafnar er þannig háttað, að í henni sitja 36 fulltrúar, kosnir af bæjarbúum, og 9 menn aðrir, en nefnast einu nafni magistratus, og er það framkvæmdar- stjórn bæjarins. Yfirpræsídentinn er nú formaður þessarar níu-manna-nefndar, og jafnframt tilsjónarmaður af hendi ríkisstjórnarinnar yfir bæjarstjórninni. Hinir 8 í nefndinni eru 4 borgmeistarar og 4 ráðamenn. Borgmeistararnir skipta með sjer störfum: einn hefir fjárstjórn, annar fátækrastjórn o. s. frv. Ráða- mennirnir eru nánast aðstoðarmenn borg- meistaranna og ganga í þeirra stað í forföllum þeirra. Konungur skipar yfir- præsídentinn, og er honum launað úr ríkissjóði, en borgmeistara og ráðamenn velja bæjarfulltrúarnir; þó skal konung- ur staðfesta kosningu borgmeistaranna. Borgmeisturunum er launað úr bæjar- sjóði, 8000 kr., hækkað upp í 9000 eptir 5 ára þjónustu. Ráðamenn hafa engin laun. peir eru kosnir til 6 ára í senn, eins og bæjarfulltrúarnir.— Tekjur bæj- arsjóðs Khafnar eru 5—6 milj. kr. á ári, og í húsum og annari fasteign á hann nærri 39 milj. kr. virði; en skuldir voru í fyrra eitthvað 25 milj. kr. Yfirpræsídentsembættinu hefir þjónað síðan 1870, að Bræstrup dó, Emil Ro- senörn kammerherra, bróðir H. M. Rosenörns þess, er var stiptamtmaður á íslandi einu sinni, en nú í Randers. Sagði nú af sjer. Neptúnus, gufuskipið sem fór hjeðan 20. febr. með björg frá hallærissamskota- nefndinni á nokkrar hafnir á vesturlandi, kom aptur í dag, 2. apríl; hafði gengið ferðin vel. Öskufall heiman frá íslandi þóttust menn verða varir við i Norvegi 13. og 26. febr.; en margir rengja það. Fjórar íslenzkar verzlanir hafa haft eigandaskipti í vetur. Frú S. Ásgeirs- sen frá ísafirði hefir keypt verzlunina á Flateyri við Önundarfjörð að Hjálm- ari kaupmanni Jónssyni ásamt kaup- skipum hans báðum, og enn fremur verzlun Sass heitins á ísafirði, Neðsta- kaupstaðinn, ásamt tveim kaupskipum. Sextíu og þrjú þúsund krónur mun hafa verið gefið fyrir allt saman, báða kaup- staðina með skipunum, en að frátöldum útistandandi skuldum. Hinar verzlan- irnar eru verzlun Munchs á Blönduósi og Hólaneskaupstaður, sem Munch átti líka, og hefir Tryggvi keypt hvort- tveggja handa Gránufjelaginu. J>að átti fjórar verzlanir: á Vestdalseyri, Raufar- höfn, Oddeyri (Akureyri) og Siglufirði. Dánargjöf kom fram eptirSass þenn- an, ánafnað stórkaupmannasamkundunni (Grossera-societat) hjer í Höfn, ognem- ur 180,000 kr.; skal vöxtunum varið til styrks handa dönskum sjómönnum og verzlunarmönnum. Sass mun hafa átt eptir sig um V2 mAj- kr. Hann dó ó- kvæntur ok barnlaus. Eins og vant er, lögðu kaupskip hjeð- an til austurlands, suðurlands ogvestur- lands fjölda mörg af stað fyrstu dag- ana af marz, en hrepptu illviðrin skammt undan, og hröktust til hafnar apturflest, sum hjer, mörg í Helsingja- eyri, nokkur löskuð. Komust svo ekki af stað, fyr en annan í páskum, 26. marz. Heklu, eitt af þessum stóru vestur- faraskipum þingvallafjelagsins, braut á skeri í Víkinni í vetur 17. febr.: liðað- ist sundur í tvennt um skerið og sökk. Menn komust allir lifs af. Á páskadaginn, 25. marz, var talað með hljóðbera (telefón) milli New-York og Chicago, en það eru 43 þingmanna- leiðir eða 1000 mílur enskar. Áður lengst 30 þingmannaleiðir, 700 mílur enskar. — */* 83. — Prófessor Nordenskjöld, hefir í

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.