Ísafold


Ísafold - 09.05.1883, Qupperneq 4

Ísafold - 09.05.1883, Qupperneq 4
40- hyggju, eins og áður hefir verið getið að leita í sumar að hinni fornu Aust- urbyggð íslendinga á Grænlandi á austurströnd þess; hans er von hingað til Reykjavíkur fyrri hluta sumarsins, að taka kol í skip sitt, og hjeðan ætlar hann að sigla beint vestur til Græn- lands, og reyna að komast þar að landi; það er sem sje reynsla fyrir því, að hjer um bil beint á móti Faxaflóa eða á 64. stigi norðurbreiddar, er ísbeltið við austurströnd Grænlands venjulega einna mjóst, og sú er ætlun Norden- skjölds, að þar muni í fyrri daga hafa verið íslaust, og íslendingar þá haft þar byggðir, en að breyting á straumnum í hafinu eða aðrar orsakir hafi seinna lagt þá ísgirðingu fyrir ströndina, sem þar hefir verið á síðari öldum. Takist honum eigi að komast að landi á nefnd- um stöðum, ætlar hann að halda suður á við og fyrir Hvarf (Kap Farvel); á vesturströnd Grænlands ætlar hann þá að gjöra ýmsar náttúrufræðislegar rann- sóknir og þaðan að leggja leið sina landveg austur um jökla; er hann þar eigi ókunnugur, því hann hefir fyrri veriðáferðum þar á jöklunum; þá hefir hann og í byggju að halda með vest- urströnd Grænlands norður i hafsbotna (Smiths sund) svo langt sem auðið er, en þó svo, að hann komist til baka i haust. Aðsent. -j- Síra Benedikt þórðarson emeritprest- ur í Selárdal andaðist snögglega að- faranótt hins 9. desbr. f. á. Hann var fæddur að Sörlastöðum í Fnjóskadal 30. júli 1800. Foreldrar hans voru þórður Pálsson og Björg Halldórsdótt- ir, er seinast bjuggu á Kjarna í Eyja- firði, bæði komin af beztu bændaætt- um í Jfingeyjarsýslu. Af 13 mannvæn- legum börnum þeirra sem flest munu nú dáin, var Benedikt næstur hinu elzta. Hann ólst upp með foreldrum sínum fram yfir tvítugt, var ekkert settur til menta, en vandist við almenna bændavinnu. Snemma fór hann sjálf- krafa að leyta sjer mentunar og lærði að skrifa tilsagnarlaust; síðar, er hann komst í þjónustu hjá nokkrum merkis- mönnum norðanlands t. d. kammeráði Gunnl. Briem aflaði hann sjer meðiðni og eptirtekt sinni nokkurrar bóklegrar og verklegrar þekkingar. Á 27. ári var hann tekinn inn í Bessastaðaskóla, þó að hann bæði væri orðinn gamalltil að byrja þar nám, fjelaus og ekkert undirbúinn í heimaskóla. Ur Bessa- staðaskóla útskrifaðist hann 1833, en Öll þau ár, sem hann dvaldi þar vann hann fyrir skólakostnaðinum með því að vera í kaupavinnu og 2 seinustu sumrin við verzlun í Olafsvík. Eptir að hann var útskrifaður úr skóla var hann 2 ár verzlunarstjóri í Reykjavík, svo fjekk hann Snæfjallaprestakall og vígð- ist þangað 1835; kvæntist 1836 Ing- veldi Stefánsdóttur frá Hjarðarholti í Dölum. þ>au eignuðust 4 börn, þrjá sonu; 2 þeirra lifa Stefán trjesmiður og Lárus prestur í Selárdal, hinn 3. dó ungur, og eina dóttur Ingveldi, gipta Páli presti Sivertsen, hún dó á Sönd- um í Dýrafirði 1875. Frá Snæföllum fluttist Benedikt prestur að Garpsdal 1843, þaðan eptir 1 ár að Kvenna- brekku, 1849 að Brjámslæk, 1864 að Selárdal. Á alþingi mætti hann sem varaþingmaður Barðstrendinga 1859, 61, 63. 1873 ljet hann af prestskap. Síra Benedikt sál. var talinn góður kennimaður og stundaði embætti sitt með alúð og samvizkusemi. Hann var stillingarmaður og dagfarsprúður, þol- inmóður og þrautgóður og svo jafn- lyndur að eigi var hægt að sjá, að honum brigði fremur við sorg en gleði, þvíjafntvar hann glaðlegur og skemti- legur í viðmóti og viðtali hvort sem honum gekk með eða móti. Hann var fróður maður í ýmsum greinum eink- um í íslandssögu að fornu og nýju. Hann var skáldmæltur og eru til ept- ir hann Helgidagasálmar prentaðir og hugvekjusálmar óprentaðir. þ>ar að auki ljet hann eptir sig ýmsar óprentaðar ritgjörðir sögulegs efnis, því hann var miklu hneigðari til ritstarfa en búskap- ar, en gat þó eigi gefið sig við þeim nema í hjáverkum, því optast þjónaði hann fátækum brauðum, og varð að vinna til þess að geta lifað af búi sínu. Hann var manna verklægnastur og hagur vel einkum á trje, á skurð og let- urgröpt, en sú iðn munnú mjög á för- um. Búskapur hans farnaðist jafnan vel, og átti hans duglega kona mikinn þátt í því. Hann var eptirlátur ekta- maki og umburðarlyndur faðir og kost- aði börn sín til þeirrar mentunar, er þau voru hæf til að þiggja. Af lífi hans má meðal annars læra það, hversu umkomulítill og fjelaus maður getur komizt til menntunar og frama, ef ein- beittan vilja iðni og áhuga ekki brest- ur, og munu allir sem þekktu hann rjett og sem hlutdægnislaust um hann dæma, telja hann, þá alls er gætt með merk- isprestum þessa lands á sinni tíð. Hann andaðist eins og áður er sagt aðfara- nótt hins 9. desbr. úr slagi, án nokk- urs undanfarandi sjúkleika. þannig lauk hans löngu starfsömu og heiðarlegu æfi. Auglýsingar. Mjer er enn í minni óánægja sú er kom í ljós á almennum fundi að Hvít- árvöllum sumarið 1881, er þingmaður Borgfirðinga boðaði þar en kom ekki sjálfur, og sýndi með því hversu hann mat kjósendur sína. Til þess að eiga ekki slíkt á hættu, læt jeg Borgfirð- 4____ inga hjer með vita að jeg ekki ljæ fundarstað í þetta sinn. Hvítárvöllum, 12. apríl 1883. A. Fjeldsteð. Leiðarvísir til að' nota lí/sábyrgðar- og frawifœrzhistofnunina frá 1871 í Kaupmannahöfn, er komin út á ís- lenzku og fæst hann ókeypis hjá Dr. J. Jónassen, hjá honum geta menn 0g fengið eyðublöð þau undir beiðni um ábyrgð hjá stofnuninni og heilsufars- vottorð, sem þörf er á. Brúkuð íslenzk íniuerki óskast keypt fyrir peninga. Hvort mikið eða lítið er sent, þá verður við því tekið og borgunin send aptur með næsta pósti. Utanáskript: Dawson & Co, 36 Ha- worth Str. Cheetham, Alanchester Eng- land. Aliskonar frímerki keypt og seld. Agentum er óskað eptir. (C. 397). Tlie American Line. (Ameríska Lfnan), sem er ein af inum beztu gufuskipafélögum, er flytja menn milli Englands og Vestrheims, hefir beðið mig að auglýsa, að hún ætli að semja við stjórnina um að mega taka að sér flutning á Vestr- förum frá íslandi til Ameríku, og við ið samein- aða gufuskipafélag í Khöfn um, að flytja vestrfarana með póstskipunum frá íslandi til Skotlands. Farið til Skotlands verðr þannig miklu hentugra og betra en hingað til, því póstskipin koma oft á sumri á flestar hafnir landsins,— Fargjald mun lægra en hingað til. Við næstu póstskipskomu ætlar línan að setja hér umboðsmann (agent) og gefr hann þá nákvæmari upplýsingar. Lina þessi hefir strangt eftirlit með því, að agentar hennar geti ekki snuðað vestr- farana. Reykjavík, 28. apríl 1883. Sigm. Guðmundsson. TIL ÁRSLOKA 1883 fásthjábóka- verði deildar hins íslenzka bókmennta- fjelags í Reykjavík þessar bækur, sem fjelagið hefur gefið út, með niðursettu verði. 1. Biskupa sögur, 2 bindi; uppruna- legt verð 16 kr., 40 a., niður sett verð 8 kr. 2. Safn til sögu íslands, og íslenzkra bókmennta að fornu og nýju, 1. bindi og 2. bindis 1.—3. hepti; upprunalegt verð 12 kr. 35 a„ nið- ur sett verð 6 kr. 3. Skýrslur um landshagi á íslandi, 5 bindi; upprunalegt verð 39 kr. 75 a„ niður sett verð 15 kr. 4. Tíðindi um stjórnarmálefni íslands, 3 bindi; upprunalegt verð 24 kr. 75 a„ niður settverð 10 kr. 5. Eðlisfræði, samin af Magnúsi Grímssyni eptir J. G. Fischer, með 250 myndum; upprunalegt verð 4 kr„ niðursett verð 1 kr. LEIDRJETTIN'G. í síð. bl. ísaf. hefir mis- prentast í „Hugv. til sv.b.“; á bls. 35 1. d. stendur: „En í seljandans hendi er hann“— á að vera: En í iðjandans hendi er hann; á 2. d. s. s.: „ofan- álagslaust fiskvirði11 les: ofanálagslaust í fiskvirði. Á 36 s. 2. d.: „seldur og keyptur á milli í landinu11 les: seldur og keyptur manna á milli í landinu. Útgefandi: Björn Jónsson, cand. phil. Ritstjóri: Eiríkur Briem. Prentuð í ísafoldar prentsmiðju.

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.