Ísafold - 06.06.1883, Qupperneq 2
46
síðan hefur gefið forstöðukonunni tilefni
til nýrrar greinar í Isafold 14. marz þ. á.
og Suðra 14. apríl þ. á., og það var, að
forstöðunefndin hefði f brjefi til amtmanns-
ins yfir suðuramtinu 27. sept. afsagt opin-
beran styrk til skólans, að því er hún lætur
í veðri vaka, af þeirri ástæðu, að nefndin
hafi eigi viljað standa undir amtsráði suður-
amtsins, og fer hún þeim ummælum um
nefndina fyrir það, að hún hafi þá gleymt
því málefni, er hún hafi tekist á hendur
að styðja o. s. frv.; jafnvel þó ritstjóri Isa-
foldar hafi þegar sýnt fram á, með því að
pjenta niðurlagsatriði tjeðs brjefs, hve á-
stæðulaus ummæli forstöðukonunnar eru,
þá viljum vjer þó fara um það nokkrum
frekari orðum.
I sjálfu sjer er það þýðingarlítið fyrir al-
menning að vita, hvað amtsráði suðuramts-
ins og nefndinni fór á milli meðan verið var
að semja um það, hver umráð tjeð amtsráð
skyldi hafa yfir skólanum, úr því endirinn
varð sá, að samkomulag komst á og skólinn
fær allan þann styrk, sem við það var
bundinn, svo sem um engan ágreining hefði
verið að ræða, en með því að forstöðukonan
hefur lagt svo mikla áherzlu á það mál og
farið mjög hörðum orðum um nefndina fyr-
ir það, hvernig hún kom þar fram, þá vilj-
um vjer hjer með skýra það nákvæmar.
A fundi sínum sumarið 1881 tiltók amts-
ráð suðuramtsins ýmsar ákvarðanir viðvíkj-
andi kvennaskólanum og batt þann 200 kr.
styrk á ári í tvö ár, er það veitti skólanum,
því skilyrði, að nefndin samþykkti tjeðar
ákvarðanir; meðal þeirra var það, að amts-
ráðið skyldi kjósa meðlimi nefndarinnar og
setja forstöðukonu skólans, og þessar per-
sónur, sem amtsráðið sjálft átti að velja,
máttu þó engar ákvarðanir gjöra viðvíkj-
andi tilhögun kennslunnar o. fl., nema þær,
sem amtsráðið samþykkti. Bf greindar á-
kvarðanir hefðu verið samþykktar, þá virt-
ist nefndinni svo, að amtsráð suðuramtsins
fengi svo fullkomin umráð yfir stofnuninni,
að hún væri með því giörð eins og að
sjerstakri eign suðuramtsins; amtsráðinu
var innan handar að velja þá eina í for-
stöðunefndina, sem því voru samdóma og
það hefði getað látið stúlkur úr suðuramt-
inu hafa forgangsrjett fyrir stúlkum úr
norður- og austuramtinu, vesturamtinu eða
Beykjavík, eða sett borgun upp við síðar-
nefndar stúlkur eptir geðþekkni o. fl. og
það var þó eigi vissa fyrir, að það styrkti
skólann til lengdar. |>ví má svara, að
hvorki þeir menn, er þá voru í amtsráð-
inu, nje neinir eptirmenn þeirra, mundu
hafa gjört þetta, en með því að sam-
þykkja áðurgreindar ákvarðanir, mundi for-
stöðunefndin þó hafa veitt amtsráði suður-
amtsins heimild til þess, ef því hefði sýnzt
svo. En hverja hugmynd sem menn gjöra
sjer um það, hvernig amtsráð suðuramtsins
mundi hafa farið með vald sitt yfir skólanum,
þá þóttist forstöðunefndin eigi mega veita
því þau umráð yfir stofnuninni, sem fram á
var farið, þótt 200 kr. í tvö ár væru ann-
arsvegar í boði; forstöðunefndin hafði ábyrgð
á stofnuninni gagnvart gefendunum, er fje
höfðu lagt til sjóðsins, og með því að fjenu
var safnað og það gefið til að halda kvenna-
skóla í Beykjavík fyrir landið í heild sinni,
án þess að einn hluti landsins væri tekinn
fram yfir annan, þá máAti nefndin eigi sam-
þykkja þær í%varða,nir, sem hefðu getað leitt
tilþess, að tjeþur skóli kjyni að verða not-
aður eingöngu til hagsmuna fyrir einstaka
hluta landsins. Að vísu hefði ef til vill mátt
setja þau skilyrði við amtsráð suðuramtsins,
að það væri bundið við að fara eptir tilgangi
gefendanna, en til þess kom eigi þar sem
samkomulagið náðist á þann hátt, að amts-
ráðið á fundi sínum sumarið 1882 breyttiþeim
skilyrðum, er styrkur þess var bundinn við.
Með þessu þykjumst vjer hafa sýnt fram
á, að orð þau , er forstöðukonan hefir
um nefndina í Isafold 14. marz þ. á. fyrir
að hún eigi hiklaust fjellst á það, sem
amtsráð suðuramtsins fór fram á 1881, eru
svo ástæðulaus, aðþað lýtur svo út, að einhver
sjerleg gremja— »hún veit sjálf af hvaða á-
stæðum«—hafi þar glapið sjónir fyrir henni.
Málið gefur oss að öðru leyti tilefni til að
taka það fram, að vjer áh'tum það mjög ó-
eðlilegt, að kvennaskólinn í Beykjavík sem
erfyrir landið allt skuli standaundir umsjón
einstaks amtsráðs. Bins og áður hefir ver-
ið tekið fram, stóð skólinn fyrstu árin undir
umsjón stipsyfirvaldanna, eins og allar al-
þjóðlegar kennslustofnanir hjer á landi, en
um það leyti sem ágreiningur nokkur var
farinn að koma upp milli forstöðukonu skól-
ans og nefndarinnar, þá komst sú ákvörðun
inn í fjárlögin 1879, að kvennaskólinn skyldi
vera undir umsjón amtsráðanna, og varþess
þá eigi gætt, hvernig sjerstaklega stóð ámeð
kvennaskólann í Beykjavík. þetta vonum
um vjer að verði aptur lagað sem fyrst; með
því að kvennaskólinn sje undir yfirumsjón,
sem ábyrgð hafi gagnvart.alþingi, þá er trygg-
ing fengin fyrir því, að honuni verði stjórn-
að með tilliti til þess, að hann geti orðið
landinu í heild sinni að sem mestum notum
í bráð og lengd og það er þetta, sem vjer
höfum viljað styðja að, eptir því sem vjer
höfum átt kost á, og eins og vjer vitum að
menn kannast við þýðingu kvennamenntun-
arinnar yfir höfuð, svo treystum vjer því að
viðleitni vor til þess framvegis að gjöra þær
breytingar og umbætur á kvennaskólanum í
Beykjavík, sem reynslan er búin að sýna að
þörf væri á, muni fá þann stuðning, sem
gjöri það unnt að koma þeim fram.
Vjer munurn framvegis skýra opinberlega
frá tekjum og útgjöldum skólans, eins og
vjer þegar höfum gjört.
Forstöðunefnd lcvennaskólans í Beykjavík.
Um meðferð á skepnum.
fað er tilgangur bóndans, sem elur
húsdýrin, að þau færí honum sem
mestan arð, með sem minnstum kostn-
aði, en það er eins í þessu sem öðru,
að menn greinir mjög á, hvernig þess-
um tilgangi verði náð. Bæði vísindin
og reynslan hafa þó sannað, að hon-
um verður yfir höfuð náð með því einu
móti, að hafa ekki meiri skepnur en
svo, að þær geti fengið hina beztu
meðferð, sem samkvæm er eðli þeirra
og ætlunarverki. En mýmargir vefengja
bæði reynsluna og vísindalegar sann-
anir í þessu efni; það sjáum vjer á því,
að svo fjölmargir leitast við að hafa
serrh flestar skepnur að tiltölu við þann
kostpað, sem þeir þurfa að hafa fyrir
þeitp, þeir ætla mörgum skepnum lít-
ið fóður, hafa óvönduð húsakynni o. s.
frv. Reynslan er nú margopt búin að
sýna (seinast næstliðið ár), hvað af
þessu leiðir í hörðum árum. jpegar
gott er í ári, geta þeir með þessum
hætti haldið lífi i skepnum sínum, en
þeir fá aptur langtum minni arð af
þeim, heldur en hefðu þeir ekki haft
þær fleiri en svo, að þeir hefðu getað
látið þær fá hina beztu meðferð. Fram-
leiðsluafl skepnunnar, leggst í það, að
þola hina illu aðbúð, en lítið af því
gengur til að uppfylla tilgang eigand-
ans, sem sje, að framleiða vinnu, mjólk,
hold, fitu o. s, frv., eptir því hvort
ætlunarverk dýrsins er. þ>að er því á-
reiðanleg setning, að pess betur sem
farið er með skepnuna, pess meiri arð
ber hún eigandanum i hreinan ágóða.
Vísindin og reynslan hafa sannað, að
hæfilegleikar dýrsins og stefna lífs-
starfsins, fara næstum ótrúlega mikið
eptir því, hvernig lífsframfærslu dýrs-
ins er varið.
þegar einhver tegund villtra dýra,
er tamin og gjörð að húsdýri, þá tek-
ur hún miklum breytingum. Hin í-
þróttalega meðferð og aðbúð, sem hún
nýtur af hálfu mannsins, hefur þau á-
hrif á hana, að hún tapar mörgum
hæfilegleikum og öðlast aptur marga,
—íþróttin vinnur það, sem hinir upp-
runalegu eða náttúrlegu fullkomleikar
tapa. En ef íþróttin hefur rjetta að-
ferð, þá vinnur hún ætíð þá hæfileg-
leika, sem betur eiga við dýrið í hinu
nýja ástandi þess, en þeir, sem hinir
upprunalegu fullkomleikar töpuðu, einn-
ig miðar allt það, sem íþróttir vinnur,
að því, að uppfylla tilgang mannsins
og launa honum fyrirhöfn hans. Að-
ur en kýrin var tamið dýr, hlýtur hún
að hafa verið miklu færari til að þola
óblíðu náttúrunnar, en hún er nú; hún
hlýtur einnig að hafa verið miklu fær-
ari til að hlaupa og synda o. fl., en
hún er nú. Hinn upprunalegi tilgang-
ur mjólkurinnar er sá, að fæða hið ný-
fædda aíkvæmi, og áður en kýrin varð
tamin, hefir hún því eigi mjólkað
meira, en til að fullnægja þessum til-
gangi, en eins og vjer vitum, mjólkar
hún nú langtum meira. þenna mjólk-
urauka hefur íþróttin framleitt í stað-
inn fyrir þann missi, sem hinir náttúr-
legu fullkomleikar hafa beðið. jþann-
ig fær maðurinn launaðan starfa sinn,
en kýrin þarf nú ekki að halda á sín-
um upprunalegu hæfilegleikum, sem
hún missti, því maðurinn verndar hana
fyrir óblíðu náttúrunnar og árásum
villtra dýra. þ>egar vjer gætum að
því, hvernig þessi breyting hafi átt
sjer stað, þá er það auðskilið; áður varð
kýrin sjálf að fullnægja þörfum sínum,
enginn verndaði hana fyrir óblíðu nátt-