Ísafold - 06.06.1883, Page 4

Ísafold - 06.06.1883, Page 4
Svo fagur-efldur andi þinn Sitt afl ei mátti sína. |>ú huggðir fyrir föðurláð Svo fagurt stríð að heyja það sýnist hörmugt heljar ráð : |>ú hlauzt svo ungur deyja. f>á eikin hnígur fríð á fold, j?að finnst oss skaða sæta; En fölni eikar fræ í mold, |>ess fæstir munu gæta f>ví harmar fár þó hels í sæ þín heiða lífssól rynni En vísdóms eikar fagurt fræ þú fólst í sálu þinni. En þó ei skaða þekki sinn Vor þjóð og syrgi eigi þá vjer sem anda þekktum þinn Og þrótt á hfsins vegi, Vjer saknaðs kveðju sendum þjer Og syrgjum hjartanlega, þjer minnis blómsveig bindum vjer Úr blómum ástar trega. Jeg verð, því sorgin vinnur mig, þann veikleik minn að játa, Mjer finnst sem vildi’g feginn þig Úr fjötrum heljar gráta. En fyrst þitt lífsblóm fölnað er, —Jeg finn hjer litla gleði Mjer finnst sem vildi’g feginn þjer Nú fylgja að hinnsta beði. þú hefur barizt hart og vel, þú hefur skeiðið runnið; Og óttast þarftu’ ei harm nje hel ; pú hefur sigur unnið. ; það eina huggar hrelldan mig, heimsins öfugstreymi: Jeg fœ um síðir fundið þig í fegri’ og betri heimi. Scem. Eyjúlfsson. ELDSVOÐI. Aðfaranótt 2. þ. m. vildi það slys til, að hús það hjer í bænum, sem Egill heitinn Jónsson bókbindari átti fyrrum, brann til kaldra kola, ásamt flestum munum, sem í því voru ; ekkja hans átti hálft húsið og missti hún þar, að heita mátti, aleigu sína (í bókum og öðru); hinn helminginn átti Jóhannes snikkari Jónsson; af munum hans, sem höfðu verið í brunabótaábyrgð, varð nokkru bjargað. Nýlega hefir frjetzt, að merkispresturinn Bjarni prófastur Sigvaldason á Stað í Stein- grímsfirði sje dáinn. NOEDENSKJÖLD kom hjer í dag og eru í för með honum margir merkir vísinda- menn. f Inn 17. dag yíirstandandi maímánaðar í Glasgow á Skotlandi, var haldinn annar aðalfundr i „The Icelandic Trading Co. Lm.ted“ (inu islenzka verzlunarfé- lagi) og var þá af ráðið, að slita nefndu félagi, en jafnframt var á sama fundi á- kveðið, að stofna nýtt félag i þvi augnamiði, að framhalda verzlun á íslandi, og kalla það félag: The Britisl and Icelandic C°' 1"“' „Ið brezka og íslenzka félag”. Innstæða þessa félags var ákveðin 25,000 p u n d S t e r 1 i n g eða fjögur hundruð og flmmtiu þúsund krónur. Formenn félagsins eru: Murray Brothers & Co. 4. Westr Nile Street i Glasgow. Á íslandi eru aðalstöðvar félagsins i Reykjavik. Aðalumboðsmaðr félagsins á íslandi er herra Eggert Gunnarsson. Verzlunarstjóri félagsins i Reykjavik er herra G. E. Briem. Glasgow, 25. maí 1883. MURRAY BROTHERS & CO, ForstöSumenn. Verzlun H. Th. A. Thomsens kaupir hert og vel verkuð sköturoð fyrir 70 au. pnd. Sömuleiðis hrosshár, þ. e. taglhár á 70 au. og faxhár á 60 au. pundið. ________________________L. Larsen._ Útgefandi: Björn Jónsson, cand. phil. | Ritstjóri: Eiríkur iirioin. J Prentuð í ísafoldar prentsmiðju.

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.