Ísafold - 18.07.1883, Blaðsíða 2

Ísafold - 18.07.1883, Blaðsíða 2
58 Um burtför franska skipsins er það að segja, að jafnvel daginn áður en það fór var altalað um bæinn, að það færi einmitt á þeirri stundu sem það fór, nefnil. kl. 4 e. m. daginn eptir. Svo einhver hefir um það vitað. Og og hver þá fremur en einmitt franski konsúll- inn og póstmeistarinn? En þá var vissulega enginn ógjörningur að auglýsa sem svo t. a. m., að brjef til útlanda, sem skilað væri í pósthiisið fyrir kl. 2, mundu líklega komast með ferð þessa franska herskips. það var nóg eða að minnsta kosti miklu betra en lausleg munnmæli út um borg og bý. Frá alþingi. ir. Bænarollan til fjárlaga-n&lnáarumax er þannig útlítandi nú sem stendur: Sýslunefnd Arnessýslu og með henni mesti sægur af sýslubúum sækir um »nægilegt« fje úr landssjóði til að brúa þjórsá og Olvesá, að minnsta kosti Olvesá. Isfirðingar biðja um 10,000 kr. styrk til gufubáts til flutninga um Isafjarðardjúp. þingmaður Dalamanna biður um alveg hið sama handa Breiðfirðingum. Bergsteinn Jónsson frá Kröggúlfsstöð- um biður um styrk til að fara til Noregs og læra þar til hlítar að ala upp lax og silung í ám og vötnum. Ari Egilsson í Minnivogum biður um minnst 1500 kr. til að útvega fyrir hæfileg net, tunnur, salt og ýmisleg nauðsynleg áhöld til síldarveiða á Vogavík og þar í grennd. Síra Matthías Jochumsson sækir um uppgjöf á afgjaldinu í landssjóð frá Odda- prestakalli árin 1882 og 1883. Síra Arni Böðvarsson uppgjafaprestur á Eyri við Skutulsfjörð sækir um 200 kr. styrk á ári 1882 og 1883 í viðbót við eptir- laun sín. Eiríkur prófastur Kúld sækir um upp- gjöf á rentum og afborgun í 5 ár af 3000 kr. láni til Stykkishólmskirkju. Eorstöðunefnd Elensborgarskóla sækir um 2400 kr. styrk á ári handa honum, og for- stöðumaður skólans síðan um 300 kr. styrk til að útvega nattúrufræðisleg áhöld til kennslunnar. Sýslunefnd Arnessýslu sækir um 1600 kr. styrk til alþýðuskóla á Eyrarbakka. »Ondfirðingar« sækja um 300 kr. styrk á ári til bókasafns og lestrarfjelags á Flateyri. Kr. Ó. þorgrímsson bóksali sækir um 1000 kr. styrk til að gefa út helgidaga- prjedikanir Helga byskups Thordersens. Jónas Helgason söngkennari sækir um styrk til að gefa út 4-raddaða kóral-bók, og um 4—500 kr. styrk til utanferðar að frama sig í mennt sinni. Björn Kristjánsson söngfræðingur sækir um 800—1000 kr. styrk á ári til að »auka framför í kirkjusöng og útbreiða organsleik hjer á landi«. Sigurður Vigfússon, forngripasafnsvörður, sækir um 200 kr. launabót. Síra Helgi Sigurðsson á Melum falast eptir að landsjóður kaupi að sjer fyrir 600 kr. um 200 fornmenjagripi, er hann hefur safnað. Eiríkur Magnússon bókavörður og meist- ari í Cambridge sækir um 5400 kr. styrk til að ná einkarjettartryggingu í helztu löndum Norðurálfunnar, og í Vesturheimi, fyrir ný- ju bókaskrárfyrirkomulagi. Benidikt Gröndal sækir um 600 kr. styrk á ári til vísindalégra starfa, svo sem að dýramyndasafni því, er hann hefur unnið að í mörg ár, og til að fullgera mikið rit: lýsing á eðli og háttum Norðurlanda-þjóða frá því vjer fyrst höfum sögur af og fram á 13. eða 14. öld. þorvaldur kennari Thoroddsen sækir um styrk til vísindalegra rannsókna á íslandi, til að vera erlendis til þess að rannsaka bergtegundir og steina, er hann hefir safn- að hjer á landi, og um leið til að fullkomn- ast í ýmsum greinum jarðfræðinnar. Landlæknirinn sækir um 500 kr. styrk handa sjer og þrem hjeraðslæknum hverj- um fyrir sig til að ferðast á hinn almenna læknafund, sem verður haldinn að sumri í Khöfn. Hann stingur enn fremur upp á að stofna 3 ný læknishjeruð: á Seyðisfirði, í Dalasýslu og á Akranesi, en til vara að veitt sje fje til að koma því á, að praktiserandi læknar setjist að þar sem þess er þörf, 800 kr. handa hverju sveitarfjelagi, sem ábyrgist lækninum annað eins í viðbót í tekjur. það voru, sem nærri má geta, ekki 10,000 kr., sem landlækhirinn hafði gert ráð fyrir að nýr spítali í Rvík mundi kosta, heldur 100,000 kr. Nú fer hann fram á að þingið veiti 20,000 kr. í því skyni, og heldur að sá styrkur og sjóður sá sem til er, 15,000, muni nægja til að koma upp viðunanlegum smáspítala í bráð, þannig gerðum, að hægt sje að byggja við hann eptir því sem þörfin kallar að. — Uppástunga til þingsályktunar um að setja nefnd til að íhuga, að hve miklu leyti auðið kynni að vera að minnka útgjöld, sem samkvæmt núgildandi lögum ganga til hinn- ar inhlendu umboðsstjórnar, dómgæzlu, læknaskipunar, kirkju og kennslumála, ept- irlauna o. fl. — hefir verið samþykkt í neðri deild og kosniríhana þeir síra þorkell, þor- lákur Guðm., Tryggvi G., Eriðrik Stefánsson, Arnljótur Ólafsson. Uppástungumenn átta: nefndarmennirnir allir nema Arnlj., og hin- ir 4 þeir Magnús Andrjesson, Jón Olafsson, Egilsson og Jakob Guðmundsson. Ejárlaganefnd ber upp frumvarp um að ne’ma úr lögum gjald af fasteignarsölum. það er einhver minnsta tekjugrein lands- sjóðsins, um 600 kr. á ári, en spillir mjög fyrir trygging á eignarheimild fasteigna. þeir síra þórarinn og síra þorkell stinga upp á að heimta ekki inn skatt af ábúð og afnotum jarða á fjárhagstímabilinu 1884 — 1885. þeir síra Arnljótur og Friðrik Stefánsson bera upp frumvarp um útflutningstoll á land- varningi, sem hjer segir : af hverju ullarpundi... 1 eyri, fiðurpundi... 1 eyri kjötpundi ... -i-eyris, tveim gærum 5 aura tólgarpundi.. f- eyris, sauðkind ... 20 — dúnpundi. 15 aura, hrossieðatryppilOO— Gjaldheimtumaður (sýslumaður) fær 2 af 100 í ómakslaun. Grímur Thomsen hefir borið upp svo látandi fyrirspurn til landshöfðingja : »Hverjar ráð- stafanir hefir stjórnin gert til þess að fram koma ályktun þingsins (beggja þing- deilda) 1881 að heimta 34,320 kr. (lesta- gjald af póstgtcfuskipunum) úr ríkissjóði ef þörf gerist með lögsókn gegn fjármálastjórn Danmerkur?—og fengið samþykkt í neðri deild nærí einu hlj. dagskrá til árjettingar því. Frumvarp um stofnun landsbanka á Is- landi hafa þeir borið upp Jón Pjetursson, Einar Asmundsson og Skúli þorvarðarson, sömu menn og á þingi 1881 og samhljóða því að miklu leyti, eins og það var sam- þykkt í efri deild, nema hvað hjer segir, að til stofnunar bankans skuliverja 500,000 kr. af viðlagasjóði landsins. Stofnfje þetta má afhenda bankanum að helmingi í kon- unglegum skuldabrjefum, en að öðrum helin- ingi í veðskuldabrjefum einstakra hjerlendra manna eða stofnana. Bankinn má gefa út seðla, er nema jafnmiklu sem stofnfje hans. Seðlar bankans skulu gilda 5 og 50 kr. Bankinn skal jafnan hafa svo mikið fje fyrirliggjandi í slegnum gullpeningum og silfurpeningum, er svarar tveim fimmtu hlutum af verði seðla, sem eru í veltu manna í milli, til að leysa til sín seðla, þá er eigendur seðlanna óska.' þingsályktun í neðri deild frá síra Jakobi, Ólafi Pálssyni, sira Eiríki Kúld, Jóni Ólafs- syni og Ben, Sveinssyni, um að setja nefnd til að íhuga, hvað alþingi geti gert til að bæta úr þeim bágindum, sem þegar eru fram komin, og koma í veg fyrir þá neyð og landauðn, sem í sumum hjeruðum virðast vofa yfir sem afleiðing hallœrisins. þingsályktun í neðri deild, frá síra Jakob, síra Eiríki Kúld, Grími Thomsen og Tryggva, um að veita allt að 4000 kr. til aukalœkna, það er að skilja lækna, sem gengið hafa und- ir embættispróf, í Dalasýslu, með aðsetri í Hvammi í Hvammssv. eða Laxárdalshreppi, í Barðastrandarsýslu með aðsetri í Flatey, í Borgarfjarðarsýslu með aðsetri á Akranesi, og í Norðurmúlasýslu með aðsetri á Seyðis- firði. Skottulæknalögin samþykkt í efri d., eins og nefndin þar vildi hafa þau, sbr. síðasta blað. Lfrumvarp frá síra Magnúsi Andrjessyni um að byggja brú á Olfusá fyrir 80,000 úr landssjóði. Fjárlaganefndin stingur upp á þingsályk- un um að skora á stjórnina að koma því til leiðar, að innsiglingar á hafnir þær hjer á landi, sem enn eru ómældar, verði mældar á næsta ári eða svo fljótt sem verða má, einkum á Húnaflóa inn á Borðeyri. Holger Clausen: Ifrumvarp um að afnema bannið gegn selaskotum á Breiðafirði (opið brj. 22. marz 1855). Lfrumvarp um bann gegn því að sleppa hákarli í sjó á tímabilinu frá 15. okt.ýil 15. apríl, frá Einari Asmundssyni og Asgeiri Einarssyni. Sömu þingmenn hafa komið með lfrum- varp um strandgœzlu. »Sýslumaður skal með ráði sýslunefndar skipta sjávarströndinni innansýslu í hæfilega mörg strandgæzlu- svæði með.ákveðnum takmörkum, þannig að i hverjum hrepp, er að sjó liggur, sje eitt eða fleiri strandgæzlusvæði eptir því sem þurfa þykir«. Skal sýslumaður og með ráði sýslunefudar skipa strandgæzlumenn á hverju strandgæzlusvæði, þar sem þurfa þykir. »Strandgæzlumaður skal hafa ná- kvæmar gætur á að lögum og samþykktum um alls konar fiskiveiðar sje vandlega gegnt á strandgæzlusvæði því, sem hann er yfir skipaður, sömuleiðis lögum um skipaferðir, sóttvarnir, friðun eggvera, sellátra o. fl.« »Strandgæzlumaður skal fá helming allra sekta, sem til falla sveitarsjóði á hans strandgæzlusvæði, fyrir brot gegn lögum eða samþykktum í þeim efnum, er honum ber að hafa eptirlit með. Sýslunefnd má og veita árvökrum strandgæzlumanni þókn- un af sýslusjóði#. Lfr. um bœjarstjórn á Isafirði, frá Th. Thorsteinson, hjer um bil samhljóða frv. um bæjarstjórn á Akureyri. Lfrv. um slökkvilið á tsafirði, frá sama. Lfrv. um sjerstakt kirkjuþing, frá síra Ben. Kristjánssyni. »Sjerstakt kirkjuþing skal koma saman í Reykjavík á tímabilinu frá 1. ágúst til 1. sept. 1884, til að ræða um endurbætur á skipun kirkjulegra mála. Konungur kveður til þings þessa. A fundi þessum eiga sæti safnaðarkjörnir menn, einn úr hverju prófastsdæmi, og að auki einn úr Rvíkursókn«. »Konungur lætur einn fulltrúa mæta á kirkjuþingi af sinni hálfu og leggur fyrir það frumvarp til laga um skipun kirkjumála. Kirkjuþingsmenn hafa að eins ráðgjafarrjett eða tillögu, og liggja allar ályktanir þeirra eða uppástung- ur til laga undir alþingi. Rjett er, að kirkjuþingsmenn beri sjálfir upp frumvörp til umræðu á þinginu. Eæðispeninga og ferðakostnað fá kirkjuþingsmenn eptir sömu reglum, sem alþingismenn, og greiðist fje það úr landssjóði, sem og annar kostnaður við þinghaldið«. Erumvarp um rjettindi og skyldur ein- stakra manna og kirkjufjelaga, sem eru ekki

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.