Ísafold - 25.07.1883, Blaðsíða 2
62
Indriði Einarsson ritaði að sönnu mjög
fræðandi og skýrandi um banka, en lands-
menn hafa svo sem ekkert að öðru leyti
látið til sín heyra um það. (»Fróði« mun
einnig hafa eitthvað haft um þetta mál).
þetta mál ætti þó að vera efst á dagskrá
og sjer í lagi munu hin komandi ár verða
erfið í þessu tilliti. Fyrst og fremst ætlar
nvi fjöldi fólks til Ameríku í sumar, og þessi
hópur pínir og særir út alla þá peninga
fyrir eigur sínar sem hægt er að fá; í öðru
lagi mun kaupmenn, er höfðu töluverða
ullarverzlun í fyrra, bæði vanta mátt og vilja
til að flytja til landsins peninga að mun nú
í ár; í þriðja lagi mun ólíkt minna nú en að
undanförnu sem kemur inn af peningum
frá Englendingum fyrir lifandi pening, vegna
hinnar ógurlegu fjárfækkunar næstl. ár; í
fjórða lagi eru bæði einstakir menn og heil
fjelög víðs vegar farnir að panta nauðsynjar
sínar frá útlöndum með gufuskipunum, og til
þeirra hluta hafa menn peninga, að svo
miklu leyti sem mögulegt er. Nú er einnig
að mestu, ef ekki öllu, loku fyrir skotið að
viðlagasjóður veiti prívatlán, svo ekki koma
»veltupeningar« á þann hátt lengur. Allt
bendir til að pening'aeklan verði að mun
tilfinnanlegri hjereptiren hingað til, þó það
nú að öllum líkindum komi meira niður á
Norðurlandi en hinum hlutum landsins.
Sýslumönnum veitir líklega erfitt sumstaðar
að fá inn hin opinberu gjöld, því óvíst er
að kaupmenn |fáist til að borga út ávísanir
þeirra, þar eð ekki er að gera ráð fyrir að
hagur bænda í kaupstaðnum verði glæsileg-
ur. Öll viðskipti manna hafa verið full
erfið og leiðinleg, þar sem varla nokkurn
tíma hönd selur hendi borgunina fyrir það
sem keypt er, heldur er það »uáðin í kaup-
staðnum« sem keypt er fyrir eða þá sífelt
óákveðið lán, sem þá opt og tíðum aldrei
er borgað. það versta af öllu er þó það,
að svo sem ekkert er hægt að vinna að
framförum landsins vegna peningaleysis
og engin fyrirtæki auðið að stofna er geta
verið til sóma og gagns. það er þó komið
það fjör og líf í þjóðina, að margir hinnar
yngri kynslóðar mundu með ánægju byrja
á hinu og þessu, er þeir ættu hagsvon af,
ef hægt væri að útvega peninga til þess.
þúngið nú í sumar þarf pví nauðsynlega
að koma á fót peningastofnun í landinu;
það má ekki dragast lengur.
En hvernig ? Hvort heldur »lánsfjelagi»
eða »banka«?
f>að verður nú að líkindum tvíveðrungur
í þingmönnum með það, eins og var á síð-
asta þingi; en með því hver og einn lands-
manna má láta í ljósi skoðun sína, hversu
öfug sem vera kann, þá skal jeg nú einnig
gjöra það.
Lánsfjelagið »lifir nú að sönnu í kolunum»
þar sem þingið fór svo vægilega með það,
að lofa því að eins að verða að nátttrölli,
en fella það ekki alveg. En bæði þingmenn
Eyfirðinga og fleiri sýndu ljóslega, að það var
í marga staði óaðgengilegt og bætti öldung-
is ekki úr því sem það átti að bæta, peninga-
eklunni. |>ví hvað á að gera með skulda-
brjef þess, ef peningaleysi í landinu gjörir
þau óviðskiptileg manna ámilh og lánsfje-
lagið sjálft getur heldur ekki innleyst þau
þegar þörf gjörist og þess er óskað? þau
eru þá sem hver annar ómerkilegur papp-
írsmiði og mundu fáir fúsir á að taka þau
að láni til þess að geyma í kistuhandraðan-
um og gjalda vexti af þedm þar. Jafnvel
þó landshöfðingi, Gr. Thomsen og fleiri
merkir þingmenn ,eptir því sem ráða er af
þingtíðindunum, vildu álíta lánsfjelagið
sem nokkurs konar forkálf banka, eður að
að það gæti orðið grundvöllur undir hann,
þá er víst í raun og veru fjarri því að svo
sje. það er þvert á móti alveg það gagn-
stæða; bankinn getur einmitt verið undir-
staða undir lánsfjelag, ef þess þá þykir
þurfa, en án töluverðrar peningaveltu í land-
inu þrífst það varla; og ekki er að telja að
rentuseðlar af skuldabrjefunum bæti úr
peningaeklunni, þó það kynni að ávinna
sjer traust og álit, því þeir nema oflítilli
upphæð til þess. Auk þessa veitast lántak-
endum of þungar búsifjar, að þurfa 45 ár
til að borga skuldina með 6°/« afborgun og
vöxtum, í staðinn fyrir að lántakendur hjá
landssjóði nú að undanförnu þurfa til þess
að eins 28 ár. Til þessarar stofnunar átti
samt landssjóður að verja töluverðu fje og
landsmenn að kaupa hlutabrjef í, sem mjög er
tvísýnt að þeir mundu gjöra. Nei, þessi
lánsstofnun svona löguð, með þessi »hluta-
brjef«, «iðgjaldabrjef», »skuldabrjef« og »veð-
brjef«, en enga eiginlega peninga, ætti ekki
að verða vakin af svefnmóki sínu, heldur
láta það verða að værum dauðadúr.
Allt er öðru máh að gegna um banka.
Hann fjell að sönnu á þingi, en »fall er
fararheilU segir gamalt orðtæki, og það er
vonandi að verði sannmæli hjer. Jeg að
hyllist skoðanir Arnljóts Ólafssonar og
Jóns sál. landritara að því leyti til, að
bankinn ætt að verða sjerstök stofnun, af fje
viðlagasjóðs einungis, en gera hvorki ráð
fyrir fje nje veði frá prívatmönnum til þess,
jafnvel þó bankinn þyrfti fyrir það að heita
»stjórnarbanki«. Að sönnu álítjeg æskileg-
ast að prívatmenn legðu fram allt það fje
er þarf og ábyrgð til að stofna bankann —
það hefir blessazt vel hvað sparisjóðina
snertir—en oss Islendingum er nú á þann
háttvarið, aðvjer erumtregir til þess konar.
þeim fáu sem nokkra peninga eiga mun
þykja vissara að hafa þá í handraðanum
og hinir sem jarðeign hafa yfir að ráða
munu flestir ófúsir að binda hana undir
stjórn þeirri, sem þeir ekkert vita hvert
verður góð eða ill. |>ó vil jeg ekki láta
landssjóð vera að flíka iðgjaldabrjefum og
öðrum skuldabrjefum sínum til bankans,
heldur lána fasteign sina að veði, eða þó
öllu heldur að ganga í óyggjandi ábyrgð
(selvskyldnercaution) fyrir öllum seðlum
bankans, sem hans eigið gull og silfur ekki
geta tryggt.
Mín hugmynd um banka nálgast nú ann-
ars að nokkru leyti lánsfjelaginu í því tilliti,
að jeg að eins vil hafa hann ■seðla- og lán-
banka, en öldungis ekki geymslubanka, fyrst
um sinn. Oss ríður ekkert á geymslubanka
nú sem stendur. Kaupmenn mundu ekki
nota hann þann tímann er. þeir hafa peninga
fyrirliggjandi, heldur bankana í Danmörk.
Ómyndugrafje má ávaxta hjá prívatmönn-
um mót tryggu veði, þar eð aldrei er skort-
ur á lántakendum vor á meðal, og svo eru
nú líka sparisjóðir að komast á laggirnar,
er taka tveim höndum við því fje. Hinir
sárfáu peningamenn í landinu munu ekki
kæra sigum að látabankann geymafje sitt fyr
en þeir eru vissir um að hann sje óhultur
geymslustaður o. sv. frv. Jeg hefi því hugs-
að mjer bankastofnunina á þann hátt, að
bankinn gefi út í bráðina seðla fyrir 500,000
kr.; landssjóður láni honum 200,000 kr. í
peningum, gefi sjálfsborgunarábyrgð fyrir
300,000 kr., eður öllu er bankinn þyrfti með
á hvaða tíma sem væri.
Með þessu fyrirkomulagi ætti stjórn bank-
ans að vera auðveld og ekki þurfa að kosta
mikið, og ekki þurfa að greiða aðra vexti
en 4°/» af peningaláninu frá landssjóði, 8000
kr. En gæti hann lánað út alla sína seðla
og átt þá í veltu, þá ættu þeir með 5°/» vöxt-
um að gefa 25,000 kr. árlegar tekjur. En
setjum nú svo, að bankanum ekki heppnað-
ist að hafa í veltu meira en 300,000 kr. af
seðlum sínum með 5°/° árlegri leigu, þá gæfu
þeir þó 7000 kr. framyfir leigurnar til lands-
sjóðs, sem yrði að líkindum meira en nægi-
legt til kostnaðar við stjórn bankans.
Eptir því sem fram hefir komið í ræðun-
um á síðasta þingi, þá má gera ráð fyrir, að
sumum þingmönnum þyki landssjóður fær-
ast ofmikið í fang að lána bankanum fyrst
200,000 kr. og ábyrgjast að auki borgun á
300,000 kr. á hvaða tíma sem er. En það
er óþarflega mikil varasemi, þegar um slíkt
velferðarmál er að ræða, úr því landssjóður
hefir efni á því; og það hefir hann, þrátt
fyrir allar mótbárur þessara þingmanna;
hann þarf lítið meira til þess en innskriptar-
skírteini þau, er hann átti 1879, og hina ár-
legu innborgun af iðgjöldum og vöxtum af
eignum sinum, svo hann hefir eign sína að
öðru leyti frjálsa, og gróða sinn hin síðari
ár, þó hann, ef til vill, sje nú ekki mikill.
»þ>að er þá allt annað eðli Islendinga en
annara manna í víðri veröld«, eins og síra
Arnljótur komst að orði, ef seðlar tryggðir
af landssjóði ekki fá fljótlega traust hjer;
því fyrst og fremst vita að minnsta kosti
allir hinir betri menn, að bankaseðlar eru
orðnirhinn almenni gjaldeyrir í öðrum lönd-
um, og svo þekkja allir hinn óyggjandi fjár-
hag landssjóðs, svo enginn maður mundi
tortryggja seðlana þegar alþýða á annað borð
væri búin að þekkja þá að því, að þeir geta
gengið sem órækur gjaldeyrir manna á milli.
það þyrfti því naumast að gera ráð fyrir
meiri innlausn upp og ofan en § hlutum
seðlanna. En þó svo reyndist við og við,
þá hefir landssjóður ætíð nokkurn peninga-
forða fyrirliggjandi, og gæti sjer að skaðlitlu
haft hann heldur drýgri fyrstu árin, á með-
an bankinn væri að koma undir sig fótun-
um; hann (landssj.) gæti unnið það upp
seinna, þegar bankinn væri orðinn styrkur
og fastur í sessi, þá yrði hann bakhjallur
landssjóðs, svo hann aldrei þyrfti að hafa
mjög mikið arðlaust af peningum. þannig
hefði þá landssjóður sv.o gott sem slegið
peninga og komið fyrir sig kostnaðarlaust
að kalla 300,000 kr. höfuðstól, er bæri hon-
um árlega vexti, auk þess sem hann um leið
kæmi fótum undir peningaveltu í landinu,
sem óefað yrði til heilla fyrir land og lýð.
J>ó landssjóður ætti að kosta til stofnunar
þessarar svo tugum þúsunda skipti, þá væri
það ekkert áhorfsmál; hvað þá þegar það
gæti verið honum alveg að skaðlausu.