Ísafold - 29.08.1883, Blaðsíða 4

Ísafold - 29.08.1883, Blaðsíða 4
84 meiri skemmdum, eða þeim skemmdum, að hún rjrni til langframa, skal meta, hve miklum hluta landskuldar það nemi ár hvert um ákveðinn tíma, og á þá leiguliði heimting á, að landskuld sje sett niður um helming þess, er skemmdir eru metnar til ár hvert. 18. gr. Leiguliði skal ár hvert flytja út á tún og í garða allan þann áburð, er fellur til á leigujörð hans og vinna upp tún og engi, svo að hún sje í fullri rækt. Svo skal hann og nota hlunnindi henna rá þann hátt, að sem minnst spjöll verði að. Bregði hann af þessu lengur en eitt ár í senn, miss- ir hann ábúðarrjett sinn. js»i§[19. gr. Nú eru kveðnar jarðabætur á leiguliða eða sjerstök hirðing á áburði, og greinir byggingarbrjef hverjar jarðabætur sjeu og hve miklar ár hvert, og hver hirð- ing áburðar, en leiguliði vinnur eigi slíkt, sem til skilið var, eitt ár í senn, og á lands- drottinn heimtingu á endurgjaldi fyrir jarða- bæturnar, eptir óvilhallra manna mati, ef leiguliði vinnur þær eigi þegar. Vinni leigu- liði eigi jarðabætur, eða hirði eigi svo áburð, sem til var skilið fleiri ár en eitt í senn, missir hann og ábúðarrjett sinn. 20. gr. Nú vill leiguliði gera jarðabót, sem eigi verður talin að eins til þess, að jörðin sje í góðri rækt og yfir höfuð vel set- in. enda sje hún eigi ákveðin í byggingar- brjefi hans, þá skal hann leita um það sam- komulags við landsdrottinn, en nái hann eigi samkomulagi við hann, þá er rjett að hann fái óvilhalla menn á sinn kostnað til að meta, hvort þeir ætla varanleg not muni verða að jarðabótinni og tilvinnandi að gera hana, og skulu þeir jafnframt geranákvæma áætlun um kostnaðinn við jarðabótina og hversu mikið eptirgjald eptir jörðina megi hækka fyrir hana til frambúðar. Lands- drottni skal bjóða, að vera við mat þetta. Leiguliði skal þá bjóða, að landsdrottinn láti gera jarðabótina og borga jafnframt hálfan kostnaðinn við matið, en að leigu- liði skuli svo halda henni við og greiða þá hækkun á eptirgjaldinu, sem metin var. Vilji landsdrottinn það eigi, þá er rjett, að leiguliði geri jarðabótina á sinn kostnað. Við úttekt jarðarinnar, er leiguliði fer frá henni, skal þá meta, hversu mikið jörðin megi hækka að varanlegu eptirgjaldi fyrir jarðabótina, og hvern kostnað hafi þurft til að gera hana, enda sje hún í góðu standi eða fullt álag gjört á hana. Kostnaðinn skal fráfarandi þá fá endurgoldinn, en þó eigi með hærri upphæð en þeirri, sem er 12 sinnum hærri en hækkun eptirgjaldsins. 21. gr. Nú vill landsdrottinn gera jarða- bót á jörð, sem er í fastri byggingu, og get- ur hann þá um það leitað samkomulags við leiguliða, en nái hann því eigi, þá er rjett, að hann láti gera jarðabótina eigi að síður, en bæti honum fullum bótum það, sem verk- ið kann að spilla leiguliðanotum hans, og er jarðabótinni er lokið, þá getur hann látið ó- vilhalla menn skoða hana og meta, hversu mikið jörðin megi hækka að eptirgjaldi fyr- ir jarðabótina; jarðabótina getur hann því næst afhent leiguliða og ber honum upp frá því að halda henni vel við, og svara henni ásamt jörðinni 1 góðu standi eða með fullu álagi; enn fremur ber honum að gjalda ár- lega þá hækkun á eptirgjaldinu, sem metin var fyrir jarðabótina. 22. gr. Ef leiguliði situr illa leigujörð sína, svo að tún og engi fara í órækt, eða, hún á annan hátt bíður varanlegar skemmd- ir af hans völdum, innstæðukúgildi falla og hús hrörna um skör fram, og því um lfkt, hefur hann fyrirgjört ábúðarrjetti sínum, nema hann lofi að bæta úr því næsta ár, og setji tryggingu fyrir. Bjett er að lands- drottinn láti gjöra skoðun á jörðunni, hvort er leiguliði fer frá henni eða ekki, og meta til verðs skemmdir þær, er á henni hafa orðið fyrir þessar sakir, og bæti leiguliði þær að fullu. 23. gr. Er meta skal skemmdir eptir 17. gr., jarðabœtur eða jarðaníðslu, skulu úttektarmenn það gjöra. Landsdrottinn og leiguliði borgi skoðunargjörð að helmingi hvor, nema þegar svo á stendur, er segir í 22. grein ; borgar þá leiguliði einn skoð- unargjörð, ef hún verður á móti honum, en landsdrottinn ella. 24. gr. Leiguliði skal greiða alla þá skatta og skyldur, sem á leigujörðu hans liggja, og halda uppi öllum lögskilum af henni, landsdrottni kostnaðarlaust af öllu. Eindagi á kúgildaleigum er fyrir Mikaels- messu ár hvert, en á landskuld fyrir hvers árs fardaga. Nú greiðir eigi leiguliði jarð- argjöld á næsta missiri eptir eindaga, og hefur hann fyrirgjört ábúðarrjetti sínum í næstu fardögum, þótt honum sje eigi byggt út af jörðinni. (Niðurl . næst). Auglýsingar. » ísafold á að' koma út ekki sjaldn- ar en á hverjum míðvikudegi í sumar fram til veturnótta. Til sölu á afgreiðslustofu ísafoldar: Gröndals Dýrafræði.................... 2:25 Gröndals Steinafræði ................. 1:80 Islandssaga þorkels Bjarnasonar ...... 1:00 Ljóðmæli Gríms Thomsen ............... 1:00 Um sauðfjenað, eptir Guðm. Einarsson 0:90 U ndirstöðuatriði búf j árræktarinnar, eptir sama.......................... 0:50 Erlevs landafræði, önnur útgáfa....... 1:25 Um notkun manneldis í harðærum, ept- ir Dr. J. Hjaltalín (1878).......... 0:30 Nýkomið íueð Caiuoe ns ekta-góður ostur, allskonar kaffibrauð, og' te-bis- cuits. Enn fremur smáu sjölin og-eld- spíturnar þægilegu. Eplin hráðum húin. þORL. Ó. J0HNS0N. í>jóðvinafjelagið. Sem fjehirðir og bókavörður Pjóðvina- fjelagsins leyfi jeg mjer að mælast til, að umboðsmenn fjelagsins eða útsölu- menn, er bækur þess kynnu að vera vansendar, gefi mjer vísbendingu um það sem allrafyrst, til þess að úr því megi bæta með haustferðum. Einkum vil jeg biðja kaupmenn, bóksala og aðra útsölumenn f’jóðvinafjelags-almanaks- ins að panta sem fyrst hjá mjer það sem þeir kynnu að vilja fá í viðbót af almanakinu, sem út kom í ár, um árið 1884, til þess að vera vel byrgir af því undir áramótin, þegar það geng- ur mest út. Tillög fjelagsmanna og andvirði seldra bóka greiðist til min, frá fyrri árum sem allra fyrst, og fyrir þetta ár í síðasta lagi með fyrstu póstferð 1884 — nema úr Eyjafjarðarsýslu, Pingeyarsýslu og Múlasýslum til for- seta fjelagsins, lierra Tryggva Gunn- arssonar, eins og aö undanfórnu. Sömuleiöis er áriðandi, að jeg fái sem fyrst eptir áramótin frá öllum um- boðsmönnum og útsölumönnum full- komna skilagrein um afhentar eða seld- ar og óseldar íjelagsbækur, og þar með vísbendingu um, hvað mörg exemplör af næsta árs bókum þeir vilja fá og á hvaða höfn þeim er hentugast að þær sjeu sendar, hverjum fyrir sig; munu bækurnar verða afgreiddar hjeðan frá Reykjavik snemma sumars. Reykjavík (ísafoldarprentsmiðju) 29. ágúst 1883. Björn Jónsson. K E N N S L A. U ndirskrifaður tekur að sjer að kenna pilt- um undir skóla og veita tilsögn í ensku þeim sem óska. Beykjavík, 28. ágúst 1883. Geir T. Zoega, cand. philologiæ. Skip til sölu. Fiskiskútan »Frisk« frá Færeyjum, 37 smálestir að stærð, er til sölu með góðu verði á Eskifirði hjá skipstjóra M. þórðar- syni fram í miðjan september, en upp frá því í þórshöfn á Færeyjum hjá kaup- manni V. Mohr. það er úgætt siglinga- skip og gott í sjó að leggja, ristir djúpt smíðað á Englandi 1867 til skemtisiglinga að upphafi, mjög vandað að efni og reið- inn nýjaður upp að miklu leyti, síðast í vor. Hefir verið haft til fiskiveiða í Nor- vegi og síðast í Færeyjum. Hinn 24. september næstkomandi held- ur undir skrifaður fund (leið) á Lágafelli í Mosfellssveit með kjósendum sínum til að skýra þeim frá því sem gjörzt hefir á alþingi nú í sumar; fundurinn byrjar kl. 11. f. m. p. t. Reykjavík 27. ágúst 1883. porkell Bjarnason. Orðasafn íslenzkt-enskt og enskt - ís- lenzkt með lestraræfingum og málfræði, eptir Jón A. Hjaltalín, innhept 4, 50 a. Islenzka - enska orðasafnið eitt sjer, inn- hept 1, 50 a. Fæst hjá flestum bókasölu- mönnum á landinu. Á Kaldadal tapaðist dökkjarpskjóttur hestur 9 vetra þann 3. júlí n.l. með ein- kennum : hvftur yfir bóga, hvít sletta milli nasanna og þversletta hvít yfir lend, bust- afrakaður, taglskelltur um konungsnef, hvít- ir hringar um bæði eyru, vel góðgengur, fremur hár, viljugur, aljárnaður með skafla og flatskeifum, mark: blaðstýft framan hægra. Hesti þessum er beðið að halda til skila 1. að þingvöllum til síra Jens Pálssonar, 2. að Kalmannstungu til hr. St. Ólafssonar, 3. að Hesti til síra Janusar Jónssonar, 4. að Reynivöllum í Kjós til síra þorkels Bjarnasonar, og 5. sem æskilegast væri til eigandans Gunnlaugs E. Gunnlaugssonar að Syðri-Ey á Skagaströnd í Húnavatns- sýslu; allt mót góðri borgun. Syðri-Ey á Skagaströnd £ 83. G. E. Gunnlaugsson. Ritstjóri: Björn Jónsson, cand. phil. Prentuð í Isafoldar prentsmiðju.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.