Ísafold - 23.01.1884, Blaðsíða 2
14
ar jafnvel mannskæðari en mannskæðuatu
styrjaldir.
Tökum til dæmis hinn mikilfenglðgasta
og minnistæðasta ófrið, er staðið hefir hjer
í álfu síðara hlut þessarar aldar, ófriðinn
milli Frakka og þjóðverja 1870—71.
þar fjellu af þjóðverjum 44000 alls; það
er hjer um bil þúsundasti hver maður eða
þúsundasta hvert mannsbarn af allri þjóð-
inni. það er nú mjög mikið í lagt, miklu
meiraenrjettmunreynast, sem betur fer, að
gjöra ráð fyrir jafnskæðum ófriði tíunda hvert
ár. Jafni maður þá þessu manntjóni
niður á tíu ár, verður það tíu-þúsund-
asti hver maður á ári.
En hvað missum vjer í sjóinn á ári að
meðaltali ?
Landshagsskýrslurnar bera með sjer, að
hjer á landi farast 100 manna af slysförum
á ári. Meðaltalið um 20 ár undanfarin mun
fara mjög nærri því. Gjörum ráð fyrir, að
þar af fari tveir þriðjungar f sjóinn. það
verður einmitt þúsundasti hver maður af
öllu landsfólkinu, eða því sem næst.
Og þetta á hverju ári.
það ermeð öðrum orðum jafnmikið mann-
tjón að tiltölu á hverju ári og þjóðverjar biðu
í ófriðnum síðasta við Frakka á einu ári
eða rjettara sagt hálfu ári. Sama sem ef
þeir ættu í jafnskæðum ófriði á hverju
ári.
Ætli það mundi ekki þykja sögulegt?
Ætli þeir mundu ekki finna til þess ?
Slíku eigum vjer undir að búa. Og er
nærri því eins og vjer vitum ekki af því.
Svo er vaninn rfkur. þetta er komið upp
í vana fyrir oss, hryggilegan vana.
Manntjón Frakka í áminnztum ófriði var
að vísu þrefalt meira eða freklega það, fram
undir 140000. En ekki var það samt
meira að tiltölu en á borð við það sem vjer
missum í sjóinn að jafnaði á fjórum árum
eða svo, eptir framangreindum reikningi.
það getur verið, að það sje heldur mikið
í lagt, að f af þessum 100, sem slysfarir
verða að bana hjer á landi á ári, fari í sjó-
inn. En miklu skakkar það ekki. Fimm-
tíu til sextíu er algengt; stundum langt þar
fram yfir. Aminnztur reikningur hlýtur því
að vera nærhæfis.
Hann mun þykja ósennllegur í fljótu
bragði. En tölurnar eru órækar.
Vjer verðum að muna eptir því, að vjer
erum 630 sinnum fámennari en þjóðverjar,
og meira en 500 sinnum fámennari en
Frakkar. það er með öðrum öðrum, að
eptir fólkstöluhlutfallinu eru 100 Islending-
ar sama sem 63000 þjóðverjar eða 51000
Frakkar. þá verður þetta skiljanlegt.
það er sama um hetnaðinn og sjó-
mennskuna, að hvorttveggja kýs fýrir odd
bið mesta maflnfal í landinu.
En manntjón í hernaði kemur nokkurn
veginn jafnt niður á alla parta landsins.
Manntjón í sjóinn hjer á landi kemur að
jafnaði niður á fáeinum sjávarsveitum
mestmegnis, stundum eingöngu, svo sem
nú í þetta sinn. þar hallast þvf stórum á
vor megin í þessum samanburði.
Vjer eigum því hjer langtum þyngri byrði
undir að rísa, heldur en hernaðarþjóðirnar,
svo ófýsileg sem oss virðast kjör þeirra að
því leyti til.
Mannskaðinn hjer um daginn, á einum
degi, samsvarar hjer um bil 2300. hverju
mannsbarni á landinu. það er nærri því
fimmfalt meira en manntjón þjóðverja í
ófriðnum 1870—71, ef því er jafnað niður á
10 ár, eptir því sem áður er á vikið.
Og þetta var allt úr 2—3 sóknum, ekki
sjerlega fjölmennum.
Snemma á góunni í fyrra urðu úti í
Englandshafi eitthvað 27 fiskiskútur frá
Hull, með hátt á annað hundrað manna.
það þótti hið mesta fádæma-slys, og var
þegar safnað gjöfum um land allt til þess
að sjá borgið ekkjum og öðrum munaðar-
leysingjum eptir þann mannskaða.
En hvað var þetta á við mannskaðann
hjer? Tvö hundruð manns á Englandi
samsvarar 1:176000, í staðinn fyrir 1: 2300.
Munurinn er nítugfaldur eða fram undir
það. þetta manntjón hjer nálega nítugfalt
á við hitt í Hull í fyrra. það er að segja
sje allt landið tekið til samanburðar í
hvorutveggja dæminu.
Sje aptur á móti höfð sú aðferð, að miða
við hlutaðeigandi sveitarfjelag, við borgina
Hull þar, með eitthvað 100,000 íbúa, og
þessar tvær sveitir hjer, Akraneshrepp og
Bessastaðahrepp, með samtals 1500 manns,
þá verður manntjónið þar, í Hull, fimm-
hundraðasti hver maður, hjer fimmtugasti
hver maður; þ. e. tífalt meira hjer en þar.
þetta eru voðalegar tölur.
Nú bætist þar á ofan, að slík stórslys,
jafn-stórkostleg að tiltölu við fólksfjölda,
eru svo margfalt tíðari hjer á landi, heldur
en á Englandi eða annarstaðar út um heim.
Og enn fremur er þess að gæta, að vegna
margfaldlegrar fátæktar landsins á við hin-
ar auðugu stórþjóðir er margfalt meiri
missir að mannsliðinu hjer en þar. Vinnu-
burðir hvers fullþroska manns er mikill
fjársjóður, f hverju landi sem er, en miklu
meiri hjer á landi að tiltölu en víðast
annarstaðar, af þvf að hjer er svo lítið um
aðra fjármuni, aö tiltölu við það, sem þar
geriSt. þvf er hjer svo ákaliega mikill
misðfr að hverju mannsliði, í þjóðmegunar-
leguíh skilningi.
Hjer er eingöngu litið á þá hlið málsins,
með því að sú hliðin horfir einkum við al-
menningi. Frá sjónarmiði vina og vanda-
manna hinna fráföllnu tekur hitt út yfir,
hinn sári tregi og söknuður, eins og von-
legt er; en það er ekki blaðamál.
þetta, sem hjer hefir verið á vikið, er þá
almenningi fyrir sjónir sett einkanlega í því
skyni, að menn taki sjer til íhugunar,
hvort ekki er nokkur vegur fyrir oss að
komast úr þessum álögum, þeim álögum,
að þar sem aðrar þjóðir sækja á sjóinn fje
og frama og leggja sjaldan líf við stórum
fremur en að hverri annari atvinnu, þá er
vort hlutskipti þar mjög á annan veg.
það verður mörgum fyrir, er slíkir atburð-
ir verða sem sá er hjer er skemmst á að
minnast, og með þeim atvikum, sem hann
varð, þá að hafa yfir málsháttinn : »Kapp
er bezt með forsjá«, hátt eða í hljóði. I
hljóði, ef ástvinir hinna fráföllnu heyra til,
til þess að auka ekki á harma þeirra með
neinu því er gæti skilist eins og ámæli fyrir
ljettúð. Sá neisti, sem eptir lifir í oss af
hreysti og hugprýði forfeðra vorra, lýsir sjer
einkum í vaskleik og djarfleik til sjósókna,
sem víða er inikill hjer á landi. þar kemur
jafnaðarlega fram ótæpt kapp, optastnær
lofsvert, en stundum meira en lofsvert eða
rjettara sagt ekki lofsvert. það er þegar
því ekki fylgir forsjá. þá getur það jafnvel
orðið að mjög vítaverðri ljettúð. Sá for-
maður, sem leggur út í berlega tvísýnu af
metnaði við nágranna sinn, sem farinn er á
undan t. d., gerir sig sekan í mikilli ljettúð,
þar sem í veði er eigi einungis lif sjálfs hans
og þar með opt velferð hans nánustu náunga
fyrst og fremst, heldur svo margra annara,
allra hásetanna og náunga þeirra. þetta
er vitaskuld. En það er optast vandi um
slíkt að dæma, og jafnan vandameira fyrir-
fram en eptir á, þegar slysið er orðið. Auk
þess er hjer sem í öðru vandratað með-
alhófið, hinn rjetti meðalvegur milli ofmikils
djarfleiks og ofmikillar varfærni. Svo að
þar er bezt sem fæst um að tala.
Um hákarlalegur segja reyndir menn og
greindir hjer annars, að þær sjeu varasamari
hjer um slóðir en víðast annarstaðar, þar
sem þær eru tíðkaðar, vegna illra lendinga,
einkum við Mýrar og kringum Borgarfjörð;
enda er það eptirtektavert. að þær eru sjald-
an tíðkaðar mikið hjer, sízt af innlendum.
Fyrir mörgum árum var frumkvöðull þeirra á
Akranesi hinnalkunni dugnaðarmaður Pjetur
Ottesen á Hólmi, og nú aptur uafui hans