Ísafold - 04.06.1884, Page 2

Ísafold - 04.06.1884, Page 2
karlmaurnum greinilðga aptur undan, geta þessar áminnztu vörtutotur með 3 hárum orðið til þess, að þeir sem ókunnugir eru sköpulagi maursius þykist sjá 10 fætur á karlmaurnum. Kvikindi þessi hittast opt pöruð saman, karlmaur og kvennmaur samföst að^ aptan og höfuðin sitt í hvora áttina. I þessu sj’nishorni að norðan var miklu meira af karlmaur en kvennmaur, og er það óvana- legt. Margt af maurnum var lifandi. Að munnurinn hefir 4 kjálka, eins og hnífa í lögun, sem kvikindið getur opnað og lokað, og að kviðurinn á kvennmaurnum aptan er fullur af eggjum, fremur stórum að tiltölu, allt að 20 (jeg hefi opt talið 18), — þetta hvortveggja má sjá með 140-faldri stækkun, og meiri stækkuu þarf ekki til þess að kynna sjer sköpulag þessa kvikind- is að aðalatriðunum til«. Um smjörgjörð. Eptir Ólaf Ólafsson búfræðing. Af þeim þremur algengustu innlendu vörutegundum vorum, ull, fiski og smjöri, hefir smjörið orðið mest út undan hjá oss eða hefir minnst vörumagn. það ér meira að segja því miður nærri því hæpið, hvort smjör er teljandi framar með íslenzkri verzl- unarvöru. Keyndar gengur það kaupum og sölum í landinu sjálfu manna á milh ; en nú sem sténdur er ekkert flutt út úr land- inu af smjöri, en aptur á móti töluvert inn í það á hverju ári, að meðalbali hjer um bil 50—60 tunnur. Fyr meir fluttist töluvert af smjöri út úr laudinu, árið 1624 t. d. 636 tunnur, 1772 12 tnr. Tvö síðustu árin hefir flutzt rniklu meira inn af smjöri, en hjer er getið; en því miður get jeg ekki sagt með tölum, hvað mikið það hefir verið. — þess má geta hér til samanburðar, að frá Dan- mörku hefir fimm árin síðustu flutzt hjer um bil 19 miljón pd. af smjöri á ári, að meö meðaltali, eða hjer um bil 20 pd eptir hverja kú. I Danmörku eru hjer um bil 2 menn um hverja kú. A Islandi hjer um bil 7 menn um 2 kýr. En af hverju kemur það, að landið getur ekki einu sinni fætt sig sjálft að smjöri, heldur verður jafnvel að útvega sjer það að frá öðrum löndum, þar sem ætla mætti, þegar litið er á atvinnuvegi landsins, að það væri eitt af landsins aðalafurðum ? Vjer skulum nú reyna til að benda á nokkrar af hinum helztu orsökum, er vjer álítum að sjeu þess valdandi, og síðan minnast lítið eitt á mjólkurgerð, eins og vjer álítum hana hentugasta. Hin helzta orsök til að smjörgjörð (-pró- duktion) hefir hefir minnkað svona, og sem almennt er vitnað í, og hefir við góð rök að styðjast, er, að alltaf fer minnkandi naut- griparæktin. Síðast liðin 100 ár, að frá- töldum felhsárunum 1783—84, hafa naut- gripir fækkað hjer á landi um hjer um bil 10,000, en fólkstala aukizt um þriðjung eða meir á sama tímabili. En oss finnst dó, að munurinn þyrfti ekki að vera svona mikill, og jafnvel enginn, ef ekki væru aðr- aðrar orsakir, þar sem sauðfje hefir fjölgað á þessu tímabili hjer um bil um helming, og vjer ímyndum oss, að arðurinn af hverri skepnu sje heldur meiri nú en þá. Annað átumeinið álítum vjer kaffibrúkun- ina. Fyrir 100 árum þekktist varla kaffi- drykkja á Islandi, en síðan hefir hún farið vaxandi ár frá ári. Arið 1784 fluttust til landsins hjer um bil 3000 pd af kaffi, árið 1874 hjer um bil 488,000 pd. Vanalega er brúkaður hinn feitasti ogbezti rjómi í kaffið, þar sem þó helzt engan rjóma ætti að brúka, heldur mjólk upp og ofan, nýmjólk, en sjálf- sagt væri bezt að minnka og helzt hætta alveg við kaffibrúkun, sem ætti að vera hægt til sveita. Ef vjer gjörum ráð fyrir, að í 1 pd af kaffi sje brúkaður 1 pottur af rjóma, og það er naumast of mikið í lagt, þá verða það 488,000 pottar af rjóma, sem vjer éyðum í kaffi á ári. Gjörum vjer enn fremur ráð fyrir, að úr hverjum 3 pottum af rjóma fáist hjer um bil 1 pd af smjöri — það er ágizkun—þá verða hjerumbil 160,600 pd af smjöri, sem tapast í kaffið. þriðja orsökin mun vera vankunnátta og sóðaskapur, sem hefir leitt það af sjer, að íslenzkt smjör hefir fengið það óorð á sig í öðrum löndum, að varla mundi hægt að selja það á erlendum mörkuðum nú sem stendur undir íslenzku nafni. |>ó hefir smjörverðið ekki hvað minnst áhrif á allt þetta, en þó einkum það, að enginn eða lítill munur er gerður á smjörinu að gæðum til. það er eins um þessa vörutegund og aðrar, einkan- lega þó afurðir af landbúnaði; það er svo að sjá, sem kaupmenn fari meira eptir vöru- magni en vörugæðum. þó að ullin t. a. m. sje blaut og mok-óhrein, bara að það sje nógu mikið og maðurinn nógu ríkur, þá er það gott. Svo það vaknar enginn áhugi hjá alménningi á að bæta vöru sína, og þar til er verðið svo lítið á smjörinu, að það borgar naumast fyrirhöfnina, nema máske nú hin síðustu 2—3 ár. Hið fyrsta spor til að bæta úr þessu atriði eru sýningar, og var byrjunin gjörð þegar í sumar, með iðnaðarsýningunni í Reykjavík. En það lítur svo út, að vankunnátta og hirðuleysi hafi átt sjer hjer stað viðvíkjandi smjörinu. Nefndinni hefir yfirsjezt í því, að láta smjörið standa, eins og það stóð dagana fyrir sýninguna, á móti sóHnni, í glugganum—eins var farið með ostana.—En við það hefir smjörið hlotið að tapa í gæð- um. Smjör á að geymast í svölu húsi; ann- ars súrnar það og þránar. Hvernig dómurunum hefir tekizt að dæma smjörið, get jeg því miður ekkert sagt um, þar sem jeg var ekki á sýningunni og sá því ekki allt smjörið er þar var. En eptir frágangi þeirra á smjörinu, þá verð jeg að halda, að smjördómarar í öðrum löndum hefðu álitið það ónóga aðferð. það leit út fyrir að þeir hefðu klórað upp úr smjördöll- unum með fingurgómnum, og því ekki skoð- að nema yfirborðið, einmitt það sem sólar- hitinn hafði skemmt mest. I staðinn fyrir að þegar maður dæmir smjör, á maður jafnt að dæma það sem er á botninum og yfir- borðinu (til þess verður að brúka nafar). þ>ví að eins, að smjörið sje eins að öllu leyti niður úr, getur það náð í verðlaun, ef það á annað borð hefir hæfilegleika til þess. Eptirþessu stutta yfirliti erþað auðsjeð, að eigi landið að geta fætt sig sjálft að smjöri fyrst og fremst og síðan hafa eitthvað af- lögu til útflutnings, sem vjer sjálfsagt eig- um að gjöra oss far um, þó það að líkind- nm ekki geti orðið nema um vissa tíma af árinu, að sumrinu til, þá þarf til þess heil- mikla breytingu á notkun og meðferð mjólk- urinnar. Og er þá fyrst að byrja á því að fjölga kúnum skynsamlega. f>ar af leiðir aptur, að leggja verður hina mestu alúð og kapp á grasrækt (túnrækt), því grasrækt og kúabú stendur í óaðgreinanlegu sambandi hjá oss. því að eins, að maður hafi nóg og gott fóður, sem hjá oss Islendingum er hey, fær maður fullkominn arð af skepnum sín- um. því næst verðum vjer að venja oss af slóða- og sóðaskap, í þessari atvinnugrein sem öðrum. Öþiifi og Óregla, eru hjú, sem fá allt af víða inni hjá oss Islend- ingum. Einnig verðum vjer að vita, af hvaða efn- um og hvernig mjólkin er samsett o. s. frv., svo vjer vitum hvað það ér, sem vjer með- höndlum. Megnið af mjólkinni er vatn. í kúamjólk t.a.m. aðmeðaltali 87þaf hundraði vatn, en ekki nema 12J af hundr. þurefni, sem er mestmegnis/iiMe/Vu, ostefni og mjólkursykur. Mjólkin ér töluvert mismunandi að sam- setningu og gæðum, hæði eptir kynferði skepnanna, meðferðinni (gjöfinni, sem þær hafa og beitinni), árstímanum, hversu langt er liðið frá burði, heilbrigðisástandi þeirra o. s. frv. Að þessu sinni skal hjer að eins gefið stutt yfilit yfir samsetningu mjólkurinna,

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.