Ísafold - 04.06.1884, Page 4
92
ar fyrir kennarann; því ef þar á að gera
undantekningar og athugasemdir svo að
nægi, |)á koma fram gersamlega nýjar bæk-
ur. I þeim lærdómsgreinum, sem ekki
breytast eptir landsháttum, er hægast að fá
íslenzkar kennslubækur, því þar þarf ekki
annað en að þýða einhverjar hentugar út-
lendar bækur. Full þörf er líka að alþýða
fái að sjá íslénzkar bækur um búnaðarefni,
sem ritaðar eru með hliðsjón af vísindunum,
því annars verður búnaðarfræðin allt af lok-
uð bók fyrir henni, og hún verður að trúa í
blindni öllu því sem búfræðingarnir segja;
en slíkt á ékki vel við anda þessara tíma.
Jeg veit mjög vel, að þeir sem vilja kynna
sjer búnaðarfræðina meira en að nafninu til,
þurfa að skilja dönsku, þótt vjer aldreinema
fengjum kennslubækur og mörg önnur bún-
aðarrit á íslenzku, því þarflegt er þeim að lesa
fleira en ágrip þau sem kennt er eptir í
búnaðarskólunum; búnaðarvísindunum fer
líka árlega fram hjá öðrum þjóðum; þeir
verða sífellt að lesa útlend búnaðarrit, svo
þeir geti fylgt tímanum; en þrátt fyrir þetta
á ekki vel við að danska sje kennd á búnað-
arskólum nje danskar bækur notaðar við
kennsluna. Margir ímynda sjer að búnað-
arrit gangi lítt út, og jég get trúað að svo
verði um sinn ; en það mundi smámsaman
lagast, og ekki má bíða þess, að vissa sje
fyrir að slíkar bækur verði strax almennt
keyptar. því lengur sem dregið er að hafa
þær á boðstólum, því seinna vaknar eptir-
sóknin.
Jeg veit, að mörgum kann að leika hugur
á að heyra, hvað starfað hefir verið síðan
skólinn byrjaði, og vil jeg því drepa á það,
þó það sje langtum minna en við mætti bú-
ast, ef skólinn hefði ekki sætt ýmsum ó-
vanalegum erfiðleikum.
Alls hefir verið plœgt hjer umbil 7480 fer-
hyrningsfaðmar; hefir meiri hluti þess verið
grýtt og fremur illt viðureignar, því áður var
jeg búinn að sljetta hið aðgengilegasta af
túninu. Töluverður tími hefir gengið til að
rífa upp grjót og draga það burt, og víða
hefir þurft að sprengja steina til þess að
ráðið yrði við þá. Hjer um £ af þessuhefir
verið þakið og er nú gróið tún; sumt var
þakið í haust eða á að þekjast í vor, en
nokkuð verður haft til að sá í það í vor
höfrum og fleiru, til að fá slægju næsta
sumar. Sumarið 1882 sáði jeg höfrum í
tvö flög, og spruttu þeir ekki svo að slægja
gæti heitið. Vorið 1883 sáði jeg aptur
höfrum o. fl. í tæpa dagsláttu af magurri ó-
ræktarjörð. Aburður var borinn í flögin,
og hafrarnir spruttu allvel. Eptir miðjan
september var slegið, og fjekkst hjer um bil
95 tíufjórðunga-vættir af hráu grasi, og var
gjört úr því súrhey.
Af girðingum hafa verið hlaðnir hjer um
350 faðmar, og er meiri hluti þess einhlað-
inn grjótgarður, hitt tvíhlaðinn grjótgarður
og huausgarður.
Skurðir til framræslu og vatnsveitinga
hafa verið gjörðir um 700 faðm., um 4—6
fet á breidd og 2 —4 fet á dýpt, auk annara
smærri skurða og nokkurra lokræsa.
Maturtagarður, 150 faðmar, hefir verið
undir rækt og 50 faðm. bætt við í haust.
Af því að bæjarhús, geymsluhús, fjós,
tómthús, smiðja, eldiviðarhús o. fl. hefir
verið byggt að öllu leyti á þessu tímabili,
þá hefir allmikill tími gengið á hverju ári
til húsagjörða, bæði við grjótvinnu, moldar-
verk og smíðar.
Jarðyrkjuverkfœri hafa verið smíðuð á
hverjum vetri, og gjört að öðrum, til heima-
brúkunar, og þar að auki hefir verið smíð-
að til sölu 8 járnplógar, einnig jafnmörgherfi
og hemlar, svo og nokkrar hjólbörur og
jarðnafrar (móratar) og margir þökuspaðar
o. fl., og nú er í smíðum 5 járnplógar, jafn-
mörg herfi og hemlar, og 4 karrar auk ann-
ara verkfæra.
Piltarnir hafa hjálpað til að smíða þessi
verkfæri, og smíðað sum að öllu leyti.
Sumum kann að þykja lítið starfað; en
margt hefir tafið fyrir. Vorið 1881 var
jörð lengi frosin og varð í rauninni aldrei
klakalaus það sumar; vorið og sumarið 1882
muna menn að var óhagstætt til jarðyrkju
um allt land, og þá bættust mislingarnir
ofan á, sem lögðu flest heimilisfólkið í
rúmið um það leyti sem fara mátti að
vinna; en vorið 1883 heimsótti lungna-
veikin skólann, svo að margir veiktust og
lágu lengi vorið. Ef þessi óhöpp hefði ekki
komið fyrir, mundi töluvert meira hafa orðið
framgengt.
Að endingu skal jeg geta þess, hvernig
þeim piltum hefir verið tekið, sem komið
hafa frá skólanum. Vorið 1882 útskrifuðust
5 piltar, og fengu 2 þeirra atvinnu það sum-
ar sem sýslubúfræðingar, en hinir 3 fengu
atvinnu við jarðabætur nokkuð af sumrinu,
hjá einstökum mönnum, en voru að nokkru
leyti við aðra vinnu. Næstliðið sumarvoru
3 af þessum í þjónustu sýslufjelaga, en 2
unnu hjá sveitarfjelögum, allir við jarða-
bætur. þeir 5, sem komu frá skólanum
næstliðið vor, fengu líka allir vinnu við jarða-
bætur; 3 rjeðust hjá sýslufjelögum og 2
hjá sveitarfjelögum; jeg veit til að allir þess-
ir 10 eru ráðnir næsta ár með líkum og
betri kjörum en áður. f>eir sem fara hjeðan
í vor, eru einnig ráðnir til jarðyrkjustarfa
í sumar, og fleiri hefði gengið út, ef til hefðu
verið. (Niðurlag næst).
AUGLÝSINGAR
samfeldu máli m. smáletii kosla 21. (fakkaráv. 3 a.) hvert orí 15 slala frekast
in. öðru letri eía setning 1 kr. fjrir þumlung dálks-lengdar. Boijan úti hönd
Hér með auglýsist, að þar eð ég
ekki verð i Reykjavík frá i.til 25.
d. júnim., þi ber öllum, er ég hefi
mál fyrir eðr önnur þess konar viðskifti við, að snúa
sér til hr. cand. juris Skúla Thoroddsens, er býr í
húsi Jóns bókavarðar Árnasonar; hann er að hitta
M. II—12 f. m. og 4—5 e. m. hvern virkan dag.
í sambandi hér við auglýsist, að frá 25. d. júním.
er mig að hitta ki. 4—5 e. m. í húsi Lúðvíks Al-
exíussonar við Vegamótastíg.
Reykjavík 29. mai 1884.
Jóhannes ólafsson,
yfirréttarmálfærslumaðr.
Landamerkjalögi n
(17. marz 1882), prentuð sjer í lagi, fást á
afgxpiðslustofu Isafoldar og hjá bóksölum
víðsvegar um land, (send nú með strandferða-
skipinu) heft fyrir 12 aura, en 10 expl. í
einu fyrir 1 krónu.
Ungur góðhestur til sölu, fyrir gott verð. Lyst-
hafendur semji við Pál gullsmið Eyjólfsson.
Prjedikanir Helga biskups Thordersens
fást keyptar i góðu bandi fyrir 8 krónur hjá Guðm.
Guðmundssyni á Eyrarbakka.
Kvennaskólinn í Reykjavík.
peir sem vilja koma konfirmeruðum,
efnilegum og siðprúðum yngisstúlkum í
kvennaskólann nœstkomandi vetur (1. októbr.
til 14. maí), eru beðnir að snúa sjer í þeim
efnum til undirskrifaðrar forstöðukonu skól-
ans, ekki seinna en 31. ágústmán. ncestkom-
andi.
Ueykjavik 3. júnímán. 1884.
Thóra Melsted.
TXL SÖLXX á afgreiðslustofu ísafoldar:
Gröndals Dýrafræði...................2,25
Gröndals Steinafraeði................1,80
íslandssaga þorkels Bjarnasonar . . 1,00
Ljóðmæli Gríms Thomsens .... 1,00
Um sauðfjenað, eptir Guðm. Einarss. 0,90
Undi rstöðuatriði búfjárræktarinnar,
eptir sama.........................0,50
Erslevs landafræði, önnur útgáfa . . 1,25
Dönsk lesbók handa byrjöndum (S. H.) 1,00
Páls Melsteðs mannkynssögu-ágrip,
2. útg.............................2,50
Búendur í pverár, porkelshóls, Sveinstaða,
Torfalækjar og Engihliðar hreppum i Húnavatnssýslu,
hafa komið sjer saman um að láta frá I. degi júli-
mánaðar næstkomandi ferðamönnum greiða i tje
að eins móti borgun, án þess að þeir þó skuld-
bindi sig til að hafa það til, er ferðamenn kunna
að óska eptir. petta auglýsist hjer með.
Týnzt hefir í næstliðnum mánuði milli verzlun-
arbúðar og geymsluhúsa Thomsens gamall demant
með svörtu sívölu skapti flötu að ofan. Finnandi
er beðinn að skila honum gegn fundarlaunum til
Hans Sæmundsens glerskera i Reykjavik.
Ritstjóri Björn Jónsson, cand. phil.
Prentsmiðja ísafoldar.