Ísafold - 11.06.1884, Blaðsíða 3

Ísafold - 11.06.1884, Blaðsíða 3
95 inga, einkum þess, sem beiðzt er til hers og flota. |>að hefir komizt upp, að her- málastjórnin hafði tekið það snjallræði í vetur, meðan á málsókninni stóð, að flytja handvopn og púðurstikla úr hinum minni vopnabúrum á traustari geymslustaði, t. d. til virkisins Aggershus, en tekið það úr byssulásunum um leið, sem gérði þær skot- neytar. þetta þótti þinginu heldur grálega ráðið, og sýna, að stjórnin bjóst ekki við góðu, og hafði ekki heldur gott í hyggju, er svo var til bragðs tekið á þeim stöðum, þar er herumrása mátti vænta frá Svíþjóð. þingið stefndi hermálaráðherranum, Dahll, til skýrslu, en hann kvaðst ekki vita betur en að þetta hefði verið gert í varúðarskyni á svo órólegum tímum. Skilin frá hinum fyrra ráðherra, Munthe, komu skrifleg, því hann var lasinn, en munu hafa verið hinum samhljóða. — Sakmál skyldi höfða gegn Björnstjerne Björnson, öðrum manni og þremur blöðum fyrir meiðingaryrði við kon- ung, en nú hefir borizt, að konungur hafi boðið, að láta þær sakir falla niður. Er það boði betri tíma ? Svíþjóð. Thyselius er nú farinn frá íorustu ráðaneytisins, en við henni hefir tek- ið sá maður, sem Themptander heitir. Menn segja, að þessir menn sje hinir fyrstu af borgarastjett, sem hafi staðið fyrir ráða- neyti Svíakonunga. Frá þinginu hefir það heyrzt, að báðar deildir hafi tekið sultar- hegning (vatns- og brauðs) úr lögum. Englaiul. Hjer er mest talað um vandræðagripinn Egiptaland, ogumGordon hershöfðingja, svo kvíaður sem hann er nú í Khartum, og um hvikræði og hálfvelgju stjórnarinnar að koma honum til fulltingis. þingið hafði þetta til lýsingar á vantrausti gegn Gladstone, en lið hans stóðst áhlaupið, þó margir gengi úr. Hinn 16. aprfl heyrð- ist seinast frá Gordon; hann kvaðst þábíða liðs að norðan, hafa enn vistir til 6 mánaða, en mundi reyna að komast undan suður, ef liðsendingarnar brygðust. Enska stjórnin hefir staðið í löngu stímabraki, að koma saman stórveldafundi til að ráðstafa fjárhag Egiptalands, því við þroti liggur. það hefir ekki gengið enn saman um þann fund, og Frökkum þykir, að stórveldin komi þar eins og hreppsnefnd, en eigi fleiru að ráðstafa, svo að frambúð verði að. Tyrkir eru og tregir til fundarins. I miðjum apríl gengu kosningarbætur Gladstone fram í neðri mál- stofunni. þýzkaliintl. Hörð og snörp barátta á alríkisþinginu um framlengingu »sósí- alistalaganna«, eins konar hervörzlu í borg- um til að stengja úti illræði þeirra. þau voru sett eptir áræðið gegn keisaranum hið síð- asta, en þau hafa verið svo títt endurnýjuð, að mönnum er farið að leiðast það ófrelsi, | sem þeim fylgir. Nefndin var þeim mót- j fallin, og dró mjög úr þeim, en allt komst í ÖCvj/komlc* n-úna mc3 póctc4ip- inu ti t vcz&iunaz minnat, a ufi stellingarnar við þriðju urnræðu. Keisarinn I h inviaz fjat.öí:a cdýzu matoöx u, ocm jc<j- áduv na|3i og iicfi nú hafði líka talað af þungu skapi til sumra þingmanna, sem á hansfund sóttu, ogminnt þá á orsök þeirra laga. #Sjer hefði orðið að blæða, áður lagaskvorðurnar væru reistar#. En Bismarck var þó sá, sem bjargaði lög- unum í einni af þeim Mjölnisræðum, sem honum er svo lagið að halda. Hann lýsti svo göllum aldarinnar, frelsisvinglinu og lýð- veldiskröfunum, að flestir urðu lafhræddir. Hann kvað bezt fallið til aldarmarks, er svo grænt trje, sem norska þjóðin hefði verið, væri tekin að fölna og feyskjast. Meinvætt- irnir verstu á þýzkalandi væru framsóknar- menn. »Ef þið viljið, að vel fari, þá veljið þá hvergi til þings !« það voru síðustu orð ræðunnar. þjóðverjar hafa og bviið til varn- arlög móti tundurvjelamönnum. það þykir nú fullsannað, að byltingamenn hafi viljað hleypa upp minnisvarðanum (»Germaníu«) á Niederwald, þann dag er hann var afhjúp- aður og vígður af keisaranum, en þar var með honum öll hans höfðingjafylgd og hers- sveitafjöld. Tundurkveikjan hafði dignað, og svo fórst það illræði fyrir. [Meira]. AUGLÝSINGAR í samfeiáu máii m. smiietri kosta 2 a. (jiakkaráí. 3 a.) iivert orJ 15 stafa i'rekast m. öcra leiii efa setEing 1 kr. Ijrir þumlnng dálks-leajdar. Borgun út i hóad Undirskrilaður heldur h r o s s a - m a r k a ð : í Snóksdal föstudag 20. júní næstk.; í Kaldárbakkarjett laugardag 21. júní; í Galtarliolti mánudag 23. júní; á Steinum í Staflioltstungum þriðju- dag 24. júní; á Leirá miðvikudag 25. júní. Beykjavík 7. júní 1884. John Coghill. jcn<jicl’ á níy. Kandíssykur 40 a., hvítt sykur (högg- in) 34 a., í pundum púðursykur 25 a., nið- ursoðið kjöt i 01/, pd. dósum fyrir 3 kr. 90 a., niðursoðinn lax, dósin 75 a., sýltað- ar appelsínur dósin 60 a., hummer, dósin 85 a., sardínur 50 a., ostrur 60 a., kjöt- extrakt 1 kr. 36 a., mustarður i 1 pd. dósum 1 kr.; ‘/2 Pd- dósir 80 a.; ‘/« pú. 35 a.; Colmans stífelsi 1, askjan 35 a.: Colmans blákka, pakkinn 65 a.; smjör pd. 75 a.; ostur pd. 70 a.; handsápa ágæt stykkið 16—25 a. ; stangasápa, pd. 38 a.; græn sápa, pd. 28 a., neftóbak, pd. 1 kr. 15 a.; reyktóbak 80 a.; alls konar fínt kaffibrauð, pd. 40—110 a.; kopíublek, brús- inn 1 kr. og 2 kr. 75 a. Ritföng alls kon- ar, þar á meðal fjarska ódýr pennasköpt. —The pd. 2 kr. Munið eptir hveitinu góða, pd. einungis 10—14 aura, heilgrjónunum ágcetu pd. 14— 16 aura, og hálfbaununum makalausu pd. 12 aura. B. II. lijaruason. Um leið og jeg heilsa aptur öllummín- um skiptavinum, er mjer pað sönn gleði að 'tilkynna peim, að jeg hefi nú keypt: Ýmsar nýar og fallegar vörur á hinum enska markaði, er jeg mun seljavið svo vægu verði sem unnt er. Eins og eðlilegt er, hlýt jeg að hafa nokkra daga til pess aðpakka út vörunum, og koma peim laglega fyrir\ petta hefur að visu nokkra polinmœði í för með sjer, en á hinn bóginn pá góðu kosti, að pegar allt er tilbúið og búðin opnuð, eruallir velkomnir, háirsemlágir, og ekki hafa einstakir valið úr vörunum—. Með vinsemd og virðingu. j>orI. Ó. Jolinson. .44 „Almanak fyrir hvern mann‘ Með póstskipinu 1. júlí verðr sent á allar hafnir til kaupmanna og bóksölu- manna „Almanak fyrir hvern mann fyrir árið 1885“. það er útgefið á minn kostnað undir ritstjórn þeirra skáldanna Jóns Ólafssonar og Steingr. Tliorsteinssonar og vona ég að nöfn þeirra sé næg trygging fyrir því, að það verði ekki óeigulegra kver, heldr en almanak þjóðvinafélagsins. Mun það innihalda myndir af tveim útlendingum í sömu stærð og gerðar af sama manni, sem myndirnar í þjóðvinafélagsalmanakinu, en auk þess mynd á lieilii síðu af einum ísiendingi, og mun því verða framhaldið árlega eftirleiðis. Lesmál mun verða jafnmikið í þessu almanaki, sem f almanaki þjóðvinafélagsins og stærðin sama, en verðið þó lægra. Rvík 29/5 1884. Kr. Ó. þorgrímsson.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.