Ísafold - 25.06.1884, Blaðsíða 2

Ísafold - 25.06.1884, Blaðsíða 2
inn fyrsti þeirra, af hungri, og síðan annar og þriðji á 9. og 10. degi. Líki tveggja hinna fyrstu var varpað fyrir borð; en hinn þriðja lögðu þeirfjelagar tveir, ereptir lifðu, sjer til matar. A fárra daga fresti ljezt annar þeirra, og var handleggurinn oghjart- að matleifar hins, sem með lífi fannst, en þvag sitt hafði hann haft til drykkjar. Til þriðja bátsins hefir ekki spurzt. Drukknan. Föstudagskvöld 20. þ. m. drukknaði Sveinn bóndi Jónsson á Gufunesi við annan mann á bát, stjúpson sinn Haf- liða Hafliðason, á heimleið úr Reykjavík. Utlendar frjettir, IChöfn 14. júní 1884. Danmöbk. Eptir 7 mánaða streitu var þinginu slitið 31. maí. Af nýmælunum, sem fram gengu, kemur eitt á hvern mánaðanna; fimm þeirra ofur-ómerkileg; samningurinn við Spán situr fastur á sama skeri, og svo margt annað. Nýjar kosningar boðaðar, og kosningardagurinn 25. þ. m. Undanfarin ár hefir lítið sem ekkert verið við haft í Höfn í minningu grundvallarlag- anna 5. júní, annað en að fjelagadeildir verknaðarmanna hafa ljett sjer upp þann dag, haldið út til skógar og skjalað þar um jöfnuð og bróðerni. Hið sama gerðu þeir enn, og nú eggjuðu ræðumennirnir sem fast- ast til samtaka á móti Estrúpsliðum við kosningarnar í Kaupmannahöfn. í annan stað minntust »frelsismenn« dagsins á Frið- riksbergi, og með þeim mikið stúdentalið; skorti þar hvorki snjallar ræður nje fjöruga söngva. Estrúpsliðar stýrðu sinni prósessíu inn á Tivoli, og ljetu mjög borginmannlega, þó þeir væru langt um fáliðaðri, en hvorir hinna. Konungur vor og drottning eru í boðvist suður í Wiesbaden á þýzkalandi. Fká Nobbgi. Hafi Oscar konungur hald- ið, að það væri nóg að bjóða Norðmönnum og þingi þeirra byrgin, sem hann gerði, þegar haun kaus sjer ráðaneytið nýja í stað þeirra Selmers, þá mun honum vart dyljast lengur, að sjer hafi enn skjátlazt. þegar þingið tók að knýja ráðherrana til skila- greiðslu um sum mál, og ýmsir fóru að heykjast á fylginu, er skilin mæltust illa fyrir — jafnvel 1 blöðum hægrimanna, þá drap og stæling úr ráðherrunum. En þeir kiknuðu með öllu, er Sverdrúp gaf í skyn, að tekið skyldi til óspilltra málanna, nema þeim kostum yrði tekið, sem meiri hlutinn byði til samkomulags. Hjer var ekki farið fram á minna en að það skyldi ailt hljóta fullt lagagildi, sem þingið hafði að lögum gert, bæði um þinggöngu ráðherranna og annað. þetta var rjett fyrir hvítasunnu, og nú skundaði konungur til Kristjaníu, og bað Broch prófessor að leita samsmála við meiri hlutann og koma ráðaneyti saman. Sagt er og, að hann hafi boðað Sverdrúp á sinn fund til viðtals. Hjer hefir ekki neitt greið- lega gengið, að því sagnir hafa borið, en það mun áreiðanlegt, að Sverdrúp heldur fram kröfum þiugsins óskerðum, og að Broch vill láta tvo menn af meiri hlutanum fá sæti í ráðaneytinu, auk Sibbórns, sendiherr- ans í París. Broch er frjálslyndur maður, hefir verið stjórnarherra áður, og sagði þá af sjer (1872) af því, að hann vildi láta fara að vilja þingsins, en fjekk þess eigi ráðið. Hann er mikilsmetinn vísiudamaður; af- kastamaður hinn mesti.—Látinn er 8. júní Fr. Stang, forseti stjórnarinnar á undan Selmer, en lengi metinn meðal helztu stjórn- málaskörunga Norðmanna ; 76 ára. Fbá Englandi. Frá Gordon (í Khartum) hefir ekkert áreiðanlegt heyrzt í hálfan mánuð. Fyrir skömmu, 30. maí, sprungu tundur- vjelar á þrem stöðum í Lundúnum, og varð af þeim mikil spell á húsum, en líftjón ekki, þó nokkrir menn yrðu lemstraðir. Látinn er Bartle Frere, einn af þeim á- gætismönnum Englendinga, sem hafa haft vandamikil umboð á höndum, t. d. landstjórn yfir fylkjum á Indlandi og yfir Suður-Afríku, og fengið orðstír og virðingar fyrir frammi- stöðu sína. Fbá Fbakklandi. Frakkar hafa nú lokið sjer af í Anam og Tonkin, og ætla nú að reka á eftir kröfum sínum á Madagaskar. þeir hafa nú mikið mál með höndum, þar sem er endurskoðun ríkislaganna, en stjórn- in stendur nú betur að vígi en nokkurn tíma fyr, er svo vel hefir til tekizt utanríkis. Ný- mælin lúta að því, að til öldungadeildarinn- ar skuli engan kjósa fyrir lengri tíma en 9 ár, og að tillögur hennar skuli í fjármálum engum lyktum ráða í gegn hinni deildinni. Fbá þí'ZKALANDi. Fyrir skömmu hefir Vilhjálmur keisari lagt niður og vígt hyrn- ingarstein undir nýtt þinghús fyrir alríkis- þiug þjóðverja í Berlín. það mundi og slík- um höfðingja sama bezt, sem hefir grund- vallað á ný keisaradæmið þýzka. Fbá Noeðub-Ameeíku. Samveldismenn (replúblíkanar) í Bandaríkjum hafa átt kjör- fund með sjer í Chieago, til undirbúnings forsetakosningar í haust, og varð niðurstað- an sú, að láta þeirra handar atkvæðin koma á Blaine, sem stóð fyrir utanríkismálum í ráðaneyti Garfields, og vill halda uppi frum- tignarkvöðum Bandaríkjanna, gagnvart Ev- rópumönnum, í Vesturheimi. Fáein orð um „Fáein orð um verðlagsskrár“. Gjaldþegn nokkur hefir fundið köllun hjá sjer til að skrifa um verðlagsskrár í Isafold XI 20. Mjer hefði ekki komið til hugar, að svara grein þessari neinu, ef mjer hefði ekki þótt hún ganga helzt til nærri sóma prestanna í prófastsdæminu með ástæðu- lausum svigurmælum og getsökum. f>að væri æskilegt, að þeir, að þeir, sem rita í blöð, hefðu bæði næga þekkingu á því, sem þeir rita um, og vilja til að bera það eitt fram, sem rjett er og satt. Gjaldþegn- inn veit líka svo mikið um um þetta mál, að hann veit, að það eru prestar og hrepp- stjórar , sem semja verðlagsskýrslurnar. Hann gjörir líka þá skörpu ályktuu, að ef verðlagsskráin eigi að vera rjett, þá verði skýrslurnar að vera sannar. Til þess að þessi skarpa ályktun sje fullkomin, þarf það að bætast við, að útreikningurinn sje rjettur. Sumt í máli þessu er álitsmál, sem menn geta litið ýmislega á, þó menn vilji segja satt. Gjaldþegninn veit meira en þetta; hann veit, að það sje «mikill munur» á verðlagi í skýrslum presta og hreppstjóra, og lætur liggja að því, að prest- ar gefi »ósannar skýrslur« til þess »undir yfirskyni laga og rjettinda að auka tekjur sinar«. þessum áburði mótmæli jeg fyrir hönd prestanna í mínu prófastsdæmi, ef til þeirra er meint, sem ástæðulausum og röngum. Jeg þekki ekki einu sinni þennan «mikla mun» á verðlagi í skýrslum presta og hreppstjóra. þegar litið er á þessa árs verð- lagsskrá, þá er verðmunurinn á sumu tölu- verður, sumu lítill, sumu svo sem enginn. f>ar sem munurinn er töluverður, álít jeg skýrslur prestanna rjettari. Jeg tel svo sem engan mun á kýrverði, sem er yfir 100 kr.; munurinn er fáir aurar, á ærverði fáir aurar o. s. frv. Á sumu hefir verðlag hrepp- stjóranna verið hærra, svo sem vaðmáli. En jeg segi ekki fyrir það, að skýrslur hreppstjóranna sjeu «ósannar». Jeg segi ekki einu sinni, að þær skýrslur hafi verið «ósannar», sem það er byggt á í verðlags- skránni, að 1 pund af hespugarni sje al- mennt selt á 1 kr., en þær skýrslur hafa komið frá hreppstjórunum, því prestarnir vissu ekki til að hespugarn gengi kaupum og sölum hjer um sveitir. Hitt verð jeg að játa, að þegar ullarpundið er á 70 aura, þá skil jeg ekki, að spunnið pund verði selt á 1 krónu. Sú minnsta borgun, sem jeg hefi heyrt getið um fyrir að spinna 1 pund af ull, er 1,33 kr., og ætti þá pund af hespu- garni að vera yfir 2 kr., rúmlega helmingi meira en hjá hreppstjórunum. Jeg verð að álíta, að þegar það, sem er jafn-fjarstætt og þetta, sem er sýnilegur misgáningur eða sjerlegur misskilningur, kemur fyrir í skýrsl- um, þá rjettast að fella það úr. f>ví er reyndar aldrei að neita, að prestar hafa orð-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.