Ísafold


Ísafold - 16.07.1884, Qupperneq 3

Ísafold - 16.07.1884, Qupperneq 3
115 bendingu ættu línur þessar að geta gefið 1 þessu skyni, sem líklégt er að mönnum geti skilizt, éfþeir.vilja ljá skynsemi sína til þeirra athugana. Eins og öllum er kunnugt, er kostnaður sá, sem fer til jarðabóta, optast að mestu eða öllu fólginn í vinnu þeirri, er þær útheimta, en ekki í efni til þeirra, því það þarf sjaldnast að kaupa; svo að mestur eða allur sá fjársparnaður, sem maður getur gert sjer með góðri tilhögun, hlýtur að koma annaðhvort af vinnusparnaði eða því, að maður gerir sjer verkið ódýrara en það ann- ars yrði ef engin sparsemi eða hagsýni væri við höfð. Vinnuspamaðurinn lærist mönnum bezt með því að æfa sig í jarðabótum og með leiðbeiningu búnaðarrita og búfróðra manna, sem mönnum er nú far- inn að gefast nokkur kostur á að fá, þó þvf miður að búnaðarrit vor sjeu ekki svo mörg eða fullkomin í þessu efni, 3em vera skyldi, og jarðræktarmenn vorir of fáir. Eitt hið helsta, er nú sem stendur gerir bændum jarðabótastörfin að mun dýrari en en vera þyrfti, er sú fáráðlega skoðun hjá alménningi, að þessi vinna sje á engra ann- ara færi en þeirra, sem numið hafa jarðyrkju á búnaðarskóla, og að jarðabætur—að und- anskildum garðahleðslu og húsabygging- um sem þó eru engu minni vandi—sjeu betur ógjörðar en aðrir sjeu látnir »klúðrast við þær« en þessir menn. f>að er þó »hægra að veifa röngu trje en engu«. Hægra mundi bændum, einkum hinum fátækari, að gjöra jarðabætur, ef þeir sjálfir og húskarlar þeirra kynnu alla þá vinnu, sem til þeirra heyrir, ef þeir gætu notað hverjastund semþeir hefðu lausa frá öðrum nauðsynjastörfum sínum, til þess aðvinna að jarðabótum,þegar veðurfarið leyfir. Haust og vor eru jafnan hinir hent- ugastu tímarhjá oss tilþessara starfa og þá hafa bændur optast meiri og minni tíma til þeirra, ef þeir hafa vilja og kunnáttu til að nota þá, en sóa þeim ekki út í iðjuleysi eða ónauðsynlegt vafs, eins og mörgum hættir við. Eða hvað getur bóndinn fengið ánægju- legra að iðja í blíðu veðri á vorin, þegar aðr- ar heimilisþarfir kalla ekki að, en að fara út á tún sitt til að sljetta nokkrar þúfur eða annað því um líkt? Hversu kostnaðar lítið verður honum þá ekki að sljetta hvern þúfnareitinn og ræsa fram hvern mýrar- blettinn, þegar hann sjálfur eða menn hans gjöra það á þeim tímum, sem annars hefðu orðið honum að mestu eða öllu arðlausir, í samanburði við það að taka til þess sjerstak- an mann með þriggja eða fjögra krónu dag- launum, auk fæðis, eins og nú tíðkast al- mennt, og þar að auki að fá hann ekki ef til vill fyr en bóndi hefir engar kringum- stæður til að vera sjálfur eða láta aðra vera honum til aðstoðar, svo að verkið geti geng- ið greiðlega, heldur er neyddur til að láta þennan kostnaðarsama mann vera einan að pæla í hinum erfiðustu jarðabótastörfum. þannig er það farið að ganga ekki svo sjald- an hjá stöku bændum, sem viljagjöra jarða- bætur (það er að segja þúfnasljettur, vatns- veitingu og framræslu), en treysta sjálfum sjer ekki nje mönnum sínum til þess, héld- ur vilja bíða þar til þeir geta fengið ein- hvern þessara manna, og eyða svo miklu af bezta tímanum, svo sem vorunum, í iðju- leysi eða óþarfa vinnu, t. d. nauðsynjalaus ferðalög og annað því um líkt, en fá ekki jarðyrkjumanninn ef til vill fyr en kominn er heyskapartími, og bóndi hefir engar kringumstæður til að vera honum til að- stoðar sjálfur eða láta heimamenn sína til þess. það er heldur ekki fyrir fátæka fjöl- skyldumenn að svara úti 5—6 krónum um daginn og fæða tvo menn, auk þess að fæða og gjalda öðrum daglaunamönnum og vinnu- hjúum, sem bændum er ómöglegt án að vera; en þéssir þurfa þó eigi síður að sljetta tún sín og veita vatni úr eða á bæði tún og engjar, helduren þeir, sem mönnum sýnist hafa næg efni til þess er þeir þurfa, hverja tilhögun sem þeir við hafa; annars geta þessar nauðsynlegu jarðabætur ekki orðið almennar, eins og þær ættu að verða. G. Um synodus. I seinustu blöðum Isafoldar og þjóðólfs er þess getið, að prestastefna sú eða synodus, sem hjer er haldin ár hvert í byrjun júlí- mánaðar, hafi nú eins og fyr ekkert gert. það er nú að sönnu satt, að synodus gerir ekki mikið og getur það naumast eptir því stjórnarfyrirkomulagi, sem nú á sjer stað. En synodus gjörir þó nokkuó, þótt það væri æskilegt, að hún gæti komið meiru til leiðar. Hið helzta verkefni hennar hefir um langan aldur verið að skipta nokkru fje milli upp- gjafa presta og fátækra prestaekkna, sem og að ræða ýms kirkjuleg mál, sem upp hafa verið borin. Fje það, sem í þetta sinn kom til úthlutunar, var að upphæð: til upp- gjafapresta 1041 kr. 20 a. og til fátækra prestaekkna 1395 kr. 69 a. Auk þessa gjörðist það á fundinum, að stiptsyfirvöld- unum var falið á hendur að fara þess á leit við stjórnina, að hún legði fyrir næsta al- þingi sjerstaklegt lagafrumvarp um eptir- launaviðbót handa einum uppgjafapresti; líka var þeim falið á hendur jafn<>ðum og uppgjafaprestar fjellu frá, að sjá um að það fje gengi til fátækra prestaekkna. Enn fremur var fram lagt brjef frá einum hjer- aðsprófasti með vottorðum sóknanefnda um, að hlutaðeigandi sóknarprestur hefði aldrei flutt hneikslanlega ræðu í kirkjunni. Syno- dus ákvað, að úthluta skyldi næsta ár 300 kr. af vöxtum prestaekknasjóðsins til fá- tækra prestaekkna, eins og að undanförnu. þess skal getið að fyrir nokkrum árum síðan var eptir uppástungu prófasts síra þórarins Böðvarssonar sett nefnd til þess ásamt með stiptsyfirvöldunum að íhuga, hvernig verksvið og vald synodus yrði aukið. Eptir að nefndin hafði rætt þetta mál á fundum og borið það undir álit flestra pró- fasta og annara merkispresta, varð niður- staðan sú, að meðan synodus hefði ekkert meira fje til umráða nje gæti borið alkirkju- leg mál beinlínis undir konung eða lagt á þau fullnaðarúrskurð, mundi ekki vera hægt að auka vald og verksvið hennar að sinni, og nú virðast lög um hjeraðsfundi og sókn- arnefndir, sem gefa þeim kost á að hafa mikil afskipti af kirkjulegum málum, gera þetta síður nauðsynlegt. Hina heiðruðu útgefendur ísafoldar og þjóðólfs bið jeg að taka þessa groin í blöð síu. Beykjavík 14. dag júlím. 1884. P. Pjetursson. JL T Arni Porvaldsson Böðvarssonar í Saurbæ, f. 8. aug. l86l, -J- 7. apríl 1884. --»«— Sorgin er strið, en þó er augað þurt þornuð er nú að mestu lindin tdra— einn er nú horfinn, einn er farinn burt, það endurminning vekur blíða og sára. pvi Árni stóð í œsku grœnum reit sem íturvaxinn suðurlanda pdlmi, og lifsins ceð var elskurík og heit og eðlið eins og hlíf ur góðum málmi. Nú ertu horfinn ! nú er huggun ein að hugsa um þig og þínum anda fylgja, þó jörðin geymi lík og liðin bein og Ijósti hjartað örlaganna bylgja. Sd bautasteinn, sem beztur stendur hjer og bifast ei i forlaganna vindi, á bruna-hrauni hjartans reistur er, en hann á líka saknaðarins yndi. pví þó að Árni nú sje lagður lík, og leiki sorg um frœnda, vin og bróður : þd er sú cndurminning yndisrík, að öllum var hann hugljúfur og góður! B. G. t^sr” Eptir viðaukabl. við *pjóðólf« í dag hcfir verið skrifað hingað mcð kaupskipi frrí Norvegi, níjkomnu, að þar sje komið til valda vinstrimanna-rdðaneyti, með forustu Joh. Sverdrups storþingisforseta.

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.