Ísafold - 16.07.1884, Síða 4

Ísafold - 16.07.1884, Síða 4
116 AUGLÝSINGAR í samfeldu máli m. smáletri kosta 2 a. (jiakkaráy, 3a.) hvert orá 15 stala írekasl m. öSru letri eía setainj 1 kr. tjrá ^umlung dáiks-lenjdar. Borjuu nt i hönd. Uppboðsauglýsing. Föstudaginn h. 18. þ. m. kl. 10 f. m. og eptirfylgjandi dag verðr eftir beiðni timbur- kaupmanns Wathnes selt við opinbert upp- boð mikið af borðvið og tspirum«. Gjald- frestr verðr fyrir áreiðanlega kaupendr í 10 vikur frá uppboðsdegi. Skilmálar birtast á undan uppboðinu á uppboðsstaðnum. Bœjarfógetinn í Reykjavík h. 11. júli 1884. E. Th. Jónasscn. Hérrneð er öllum bannað að þétta tunnur eða önnur ilát við vatnsból bœjarins. Sömu- leiðis er bannað að þvo þvotta nálcegt vatns- bölunum. peir sem brjóta ámótiþessu banni verða að greiða sekt eftir úrskurði lögreglu- stjórans. Bœjarfógetinn í Reykjavík 11. júli 1884. E. Th. Jónasscn. Hérmeö er öllum bannað að láta hella öðru í rennur bæjarins en óhreinu vatni frá húsun- um, en eigi má láta í þær matarleifar eða óhroða, því sé það gert, leiðir þar af að vatn- ið ekki getr runnið eftir rennunum og að megn ólykt leggr upp úr þeim. þeir sem brjóta á móti þessu banni, verða sektaðir eftir úrskurði lög- reglustjórans. Bœjarfógetinn í Reykjavík hinn 11. júlí 1884. E. Th. Jónassen. Hjer með auglýsist, að jeg, samkvœmt um- boði erfingjanna, er skipta sjálfir, annast inn- heimtu allra skulda til dánarbús P. J. Hoff- manns á Akranesi. Skora jeg á alla skuldu- nauta nefnds dánarbús, að hafa greitt mjer skuldir sínar til búsins eða samið við mig um greiðslu þeirra innan 6. dags ágústmán. þ.á. Mig er að hitta í húsi Jóns bókavarðar Ama- sonar hvem virkan dag kl. 11—12 f. m. og 4—5 e. m. Réykjavík 13. dag júlímán. 1884. Skúli Thoroddsen. Bænakver-og sálma eptir síra Olaf Indriðason & Kolfreyjustað, 2. útgáfa, nýprentuð, fæst á afgreiðslustofu ísafoldar innb. á 25 a. Landamerkjalögin (17. marz 1882), prentuð sjer í lagi, fást á afgreiðslustofu Isafoldar og hjá bóksölum víðsvegar um land, (send nú með strandferða- skipinu) heft fyrir 12 aura, en 10 expl. í einu fyrir 1 krónu. Kýr, 9 vetra gömul, að kálfsárinu meðtöldu, al- veg heilbrigð og gallalaus, er til sölu f Árnessýslu fyrir Ioo kr. nú undir eins eða þá fyrir 90 kr. um rjettir i haust, gegn borgun í peningum út i hönd til undirskrifaðs. Xýr þessi mjólkar nú 10 merk- ur í mál og á að bera i 11. viku vetrar. Menn snúi sjer til Carl Franz Siemsens verzlunar: Rvík 12/7 84. G. Emil Unbehagen’s. Gjafakorn. Öllum þeim, sem eiga gjafakornigeymsluf pakkhúsum minum, gerist hjer með við vart um, að þeir verða að vitja þess fyrir 10. ágúst næstkomandi, þar eð öllu þvi gjafakorni, sem þá verður óvitjað til min, mun verða skilað landshöfðingjanum til frekari ráð- stöfunar. Rvik 10. júlí 1884. Carl Franz Siemsens verzlun: G. Emil Unbehagen. Hvíthyrndur gemlingur, að dauða kominn af vanka—mark: sýlt og gat hagra, hnífsbragð vinstra—var nýlega hirtur á Kálfatjörn. Eigandi vitji þangað virðingarverðs að frádregnum kostn- aði. ,s/,—84. 600—800 króna lán vill maður fá, sem hefir nokkurt veð að bjóða, þótt ekki sje fasteign, og býður rfflega vexti. Maðurinn. er i góðri stöðu : hefir toluverðar fastar árstekjur. Lánið getur orðið endurborgað á I'/, eða 2 árum, Ritstjórinn vísar á lánbeiðanda. Þar koma þær! Skemmtilegu vörurnar frá Birmingham. Eylífwr í Haga er að búa út ullarlest sína til Reykjavíkur. Rjett í því að hann er að fara á bak, kemur kona hans Hildur hlaup- andi út úr bœnum, og segir : Góði, kauptu nú handa bömunum eitthvað fallegt hjá hon- um porláki, t. d. fallegan saumakassa handa henni Gunnu, fallegan lúður handa Nonna, og smá bollapör handa Stínu. pú gleymir náttúrlega ekki að kaupa handa mjer í eina svuntu af silkitauinu, sem kostar eina kr. al., og svo lœturðu slipsi fylgja með. Jeg skal reyna að hugsa eptir þessu, góða. Vertu sœl! Skopparakringlur 0/50. Fallegar dukkur 0/75. Peningakassaro/50. Saumakassar 3/25,3/50,5/50,7/00. Album i/oo, 2/25. 3/75, 4/75, 5/00, 5/50. Myndir af ýmsum borgum 0/75. Göngustafir 0/75. Lúðrar fyrir litlu drengina 0/60, 0/75, i/oo. Speglar 0/12, 0/60, 1/25. Boltar 0/30, 0/50. Myndabækur fyrir börn o/to, á spjöldum 0/15. Skrifbækur 0/10. Smiðatól fyrir drengi 1/20, 1/50. Smáhestar 1/00, 0/75, 0/25. Körfur úr stálvíro/6o. Skrifpúltin skemmtilegu 1/00. Smákassar með skrá og lykli 1/00. 1/25. Keiluspil 0/75. Eggjabikarar úr postulíni 0/75. Matskeiðar 0/50, 0/75. Teskeiðar o/15. Lakk, stöngin 0/10. Pennar, kassinn 0/10. Tóbaksdósir 0/60, 0/75. Sinnepsdósir 0/50. Pipardósir O/50. Blekbyttur 1/00. Peningabuddur 0/25, l/oo. Smá postulínskönnur 0/60. Barnastólar 0/60. Barna bollapör i kössum 0/60, 1/50. Klukkurnar góðu 5/00, 6/00, 7/00, 10/50, 11/00. Skóhorn 0/25. Úrkeðjur úr stáli 0/15, gyltar 0/75. Harmoníkur 3/50, 5/50, 8/00, 8/50, 7/50, 10/00, II/50, 15/00. Perluhálsbönd fyrir ungu stúlkurnar 0/25,0/50,0/75. Vasa-tappatogarar úr nýsilfri 1/00. Brjóstnálar 0/65, 0/75. Lyklahringir 0/08, 0/12, 0/15, 0/20. Saltker úr gleri 0/50. Fín glös fyrir Sherry og Portvin, glasið 0/50. Blikk-könnur 0/60. Skóbusta 0/50. Reikningsspjöld 0/25. Umslög 1/00 hundraðið. I’óstpappír, pakkinn á 1/00. Rammar fyrir photograph-myndir 1/00. Járnhjólbörur 1/25, 1/75. Kolakassar i stáss-stofur 8/50, 9/00, 12/00, 25/00. þvottabalar úr járni 1/50, 2/00, 2/50, 3/00. Vatnsfötur stórar. Smjörkúpur úr gleri 0/75. Sykurker og rjómakanna úr gleri hvorttveggja 0/76. Smábátar fyrir drengi o/5o. Barna-úr o/lo. Reiðpískar 1/00, 0/60. Smá sverð 1/00. Smá byssur l/5o. Rakdósir með spegli 0/75. Smá töskur 1/10. Fallegu kassarnir með skeljum i/oo, l/5o. Hárbustar, sem verja hárið frá að rotna eður losna 2/00. Electroplet: Kökubakkar 10/00, 17/00, 18/00. Kaffikanna, rjómakanna og sykurker, allt i einu lagi á 25 kr. Sykurker 6/00, 4/00. Smjörkúpur 7/00, 10/00. Plat de Menage 10/00, 12/00. Saltker 2/00. Járnkatlar 2/00, 3/00 3/5o, 4/5o. Alls konar tregtar úr blikki. Mjólkursigti. Eyrnahringir 0/76. Ljómandi fallegir handhringir fyrir karlmenn og kvennmenn 1/00, l/5o, 2/00, 3/00. Slipshringir fyrir karlmenn l/5o. Tinkatlar svartir 1/00, 1/25, l/óo, 2/00. Járnrúm alls konar 15 kr, og 18 kr. Enn fremur nýkomið beint frá Sheffield alls konar smíðatól: hefiltannir, þjalir, sagir, sporjárn, skær- in góðu, vasahnifar, pennahnifar, skrár, hengilásar. Hjá mjer eru nú sýndar allar þessar vörur á hverjum virkum degi frá kl. 7 á morgn- ana til kl. 8 á kveldin. peir sem hafa peninga — kaupa; þeir sem hafa fisk — kaupa; þeir sem borga með inn- skript til annara kaupmanna — kaupa; þeir sem hafa œðardún — kaupa; þeir sem hafa ullina—kaupa; Takið eptir! peir sem kaupa hjá mjer kramvöru allt að lielmingi fá nú 65 aura fyrir pundið af góðri ull Eptir því sem húsrúm leyfir, eru vörurnar sýndar sem bezt til þess fólk sjái þœr. Búðin er í Strandgötunni ogþangað fiykkist fólkið daglega, því þar eru nýar vörur, nýir j prísar, nýir litir, ný munstur. Með vinsemd og virðingu Rvík 15. júli 1884. forlákur Ö. Jolmsson. Ritstjóri Björn Jónsson, cand. phil. Prentsmiðja ísafoldar.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.