Ísafold - 23.07.1884, Blaðsíða 3
119
jpetta er bersýnilegt gjörræði, sem ekki er
ætlandi nokkurri frjálslyndri stjórn að hún
láti viðgangast. Komist frelsisménn nú að
völdum í Danmörku, þá er líklegt að það
yrði eitthvert þeirra fyrsta verk að unna
oss rjettlætis í þessari grein, samkvæmt
stjórnarskránni.
Vjer þurfum og eigum éptir stjórnar-
skránni að hafa reglulega sjerstakan ráð-
gjafa, mann sem hefir ekki öðrum störfum
að gegna en að standa fyrir vorum málum
með konungi, og vjer þurfum nauðsynlega
að hafa í þeirri stöðu mann, sem er fær um
að mæta á alþingi af stjórnarinnar hálfu.
það er alveg óþolandi, þetta ástand sem nú
er og hefir verið að undanförnu: að alþingi
er látið eyða helmingi af tíma sínum og
kröptum í nokkurskonar skollaleik við stjórn-
ina; það veit ekki, hvar hún er, veit sjaldn-
ast upp nje niður, hvað fara má hennar
ve'gna, nær ekki tali hennar öðru vísi en á-
léngdar eða til hálfs. Svo kemur eptir á
þessi vægðarlausi niðurskurður á lögum
þingsins ár eptir ár, þing eptir þing.
Að lögum eru engin vandkvæði á að fá
sjerstakan ráðgjafa fyrir Island. f>að má
með einföldum konungsúrskurði. Konung-
ur einn ræður að lögum, hvað ráðgjafarnir
skuli vera margir og hvernig störfum skuii
skipt með þeim. Hann hefir þá nú að eins
sex; þeir voru áður lengst af sjö, og hafa
stundum jafnvel verið 8 eða 9. það er
vitaskuld, að fjárveitingarvaldið getur neitað
um laun handa nýjum ráðgjöfum. En það
væri hjer um bil sama sem að brjóta rjett
á konungi, þann rjett, að ráða tölu ráðgjaf-
anna o. s. frv., enda hefir ríkisþingið aldrei
gert það til þessa og mundi að minnsta
kosti ekki láta sjer detta það í hug nema
það ætti í megnum fjandskap við stjórnina,
en fyrir því þarf ekki ráð að gera, verði sú
breyting á ráðaneyti konungs, sem nú horfir
helzt til. Sumir kynnu að vilja stinga upp
á að landssjóður launaði Islandsráðgjafann ;
en það er á móti stöðulögunum. það er
líka ástæðulaust að gera ráð fyrir þeirri
sýpni af ríkisþinginu, að það mundi horfa í
ein ráðgjafalaun, ef því samhent stjórn
beiddist þeirra.
Gjörum nú ráð fyrir, að þetta gæti lagast
allt saman. En þá er að fá manninn, mann,
sem ekki einungis báðir málspartar, kon-
ungur og þjóð, mundu bera traust til, held-
ur væri þar að auki fullfær um að mæta á
alþingi og koma þar fram svo, að fullu liði
gæti orðið.
Yjer hikum eigi við að segja, að slíkur
maður er landshöfðingi vor, seui áður var,
yfirpresídent Hilmar Finsen.
Hann er að vísu hægrimaður, og, eins
og eðlilegt er, danskur í skoðunum meira
eða minna ; en ófrjálslyndur maður er hann
ekki og hefir aldrei verið, og mundi með
greind sinni og lipurð ekki veita örðugt að
vinna saman við sjer frjálslyndari menn, ef
því væri að skipta. Fáir munu betur vilj-
aðir landi voruenhann, af útlendu þjóðernió
Enþað sem einkanlega mælir með honum til
slíhrar stöðu, eff hinn mikli kunnugleiki
hans á íslenzkum málum og á högum vor-
uin yfir höfuð. Ókunnugleikinn er og hefir
jafnan verið mesta mein þeirra manna, er
þessari stöðu hafa gegnt hingað til. það
stoðar htið, þótt þeir sjeu hinir nýtustu
menn og landinu velviljaðir, ef þeir verða
að sjá allt með annara augum og neyðast til
ókunnugleika vegna að láta ábyrgðarlausa
aðstoðarmenn sína ráða, hvort sem gegnir
betur eða ver.
Að Hilmar Finsen muni ekki bresta
traust og hylli konungs, sýnist mega ráða
af því, að konungur hefir fyrir skemmstu
kjörið hann til einhvers hins veglegasta em-
bættis í Danmörku, og það umfram ýmsa
mjög mikilsverða menn.
En hvernig getum vjer Islendingar haft
áhrif á þetta mál? munu menn spyrja. það
er konungur einn, sem ræður því, hvern eða
hverja hann kýs sjer að ráðgjöfum. Satt er
það að vísu: hann ræður því, hann sker úr.
En ætli hann muni ekki i því sem öðrum
vandamálum heyra og hlýða á annara manna
tillögur og taka þær til greina beinlínis eða
óbeinlínis, eptir atvikum? Honum er eflaust
annast um, að öll sín ráð verði land og lýð
sem affarasælust. Ætti hann nú kost á að
heyra ósk eða tillögur t. d. þjóðfulltrúa
vorra, þingmanna, um þetta mál, mundi hon-
um eflaust þykja það mikilsvert, meira vert
en það sem hinir og þessir ókunnugir og ó-
tilkvaddir kynnu að léggja til. Að þing-
menn eiga enga lögboðna leið að eyra kon-
ungs í þessu máli, gerir hvorki til nje frá;
hún er þeim ekki bönnuð, fremur en öðrum.
Sjálfir geta þeir að vísu eigi komið því við
að ná konungs fundi í því skyni. En þeim
er innan handar að útvega sjer trúnaðar-
mann til milligöngu, ef til kæmi, hvort sem
þeir vildu heldur leita hans hver út af fyrir
sig eða þá fleiri í sameiningu, þeir sem hægt
eiga með ná hver til annars. Hinn ágæti
landi vor, sem er dómari í hæstarjetti, mundi
t. d. einkar vel kjörinn til slíkra hluta.
Arður danskra kaupmanna af íslenzku
verzluninni.
Meðan verið var að ræða verzlunarsamn-
inginn við Spán á rikisþinginu í vor, kom
þar í blaði einu, Nationaltidende.harla fróð-
leg skýrsla um þetta atriði, eptir ungan
kaupmann í Khöfn, sem er fróður maður og
vel að sjer, og hefir kynnt sjer rækilega ís-
lenzk verzlunarmálefni. Hann heitir Oscar
B. Muus, og er sonur Muus þess, er ýmsir
kaupmenn hjer fá vörur frá. Grein hans
hljóðar þannig:
»Með því að íslenzk verzlunarmálefni og
siglinga vekja almennari athygli uú en vandi
er til, vegna þess að verið er að ræóa verzl-
unarsamninginn við Spán, og með því að
jafnaðarlega er gert mikils til of htið úr því,
hvers virði hin íslenzka verzlun og siglingar
eru fyrir Danmörku, þá kem jeg hjer fram
með eptirfarandi skýrslu, sem hefir ná-
kvæma eptirgrennslan viðað styðjast.
Arið 1883 hefir verið goldið í leigu eptir
48 nærfelt éingöngu dönsk skip með salttisk
til Spánarfrá Islandi . . um 163,000 kr.
r~ frá Færeyjum . um 28,000 —
samt. 191,000 kr.
• það liggur nú í augum uppi, að sje verzl-
uninni við Spán iþyngt að mun, þá hagar
svo til, að auk þess sem íslenzkir fiskimenn
bíða fjártjón af því, þá hnekkir það ekki ein-
ungis þessum siglingum danskra skipa til
Spáuar, heldur eigum vjer enn fremur, á
hættu að missa mestalla verzlunina á Is-
landi, þar sem bæði norskir og enskir verzl-
unarmenn gátu haft í frammi við oss öfluga
viðurkeppni jafnvel áður en þessi tollmunur,
sem nú á sjer stað, komst á, en síðan er nú
liðið hálft annað ár.
Vilji maður reikna, hvern ágóða Dan-
mörk hefir á íslenzku verzluninni á ári
hverju, þá má auðvitað byggja það á álit-
um að nokkru leyti, en jeg hefi svo ákveðn-
ar tölur fyrir mjer, að jeg þori að staðhæfa,
að ágóði sá, sem renuur inn til hinna meiri
háttar íslenzkra kaupmanna hjer, af verzl-
uninni á Islandi, til milligönguinanna þeirra
og til þeirra sem vörurnar eru teknar hjá o.
s.frv.,nemur í minnsta /oyf 1,500,OOOkr. á ári.
I erfiðslaun fyrir vörur, sem eiga að fara
til Islands eða koma þaðan, má ætla að
goldnar sjeu um 360.000 kr. á ári.
Leiga eptir dönsk skip, sem eru í förum
til íslands, mun nema hjér um bil 900,000
kr. á ári, og þar við bætist, að eins og nú
hagar til, að svo örðugt er að koma seglskip-
um að, mundi verða mjög illt að fá handa
þeim atvinnu annarstaðar«.
Til kvennaskólanefndarinnar í Rvík. —
þar sem kvennaskólanefndin í síðustu grein
8inni í Isafold (XI 18) talar um »konu þá,
sem vjer höfum fyrir forstöðukonu skólans«,
þá svara jeg því þannig :
Eptir því sem jeg skil 3. gr. 8. tl. í reglu-
gjörð kvennaskólans í Reykjavík, hefir það
ávallt verið mín skoðun, að staða mín og
rjettindi væri á engan hátt komin undir
kvennaskólanefndinni.
Jeg hefi spurt þá, sem voru í amtsráðinu
þegar reglugjörðin var samin og sem stað-
festuhana, sem sje landshöfðingjaBergThor-
berg, sem þá var forseti amtsráðsins, pró-
fast síra Skúla Gíslason og Dr. Grím Thom-
sen, og hafa þeir staðfest skilning íninn á
fyrirmæluin reglugjörðarinnar.
Staða mín og rjettindi hafa eptir kring-
umstæðunum verið nokkuð öðru vfsi en al-
mennt er um forstöðukonur, eins og nefndin
máske veit. Nefndin hefir ekki ráðið mig,
jeg er ekkií hennar þjónustuog húngetur ekki
heldurákveðið.hversulangan tíma eða skainm-
an jegskuli veraí stöðu minni við skólann.
þetta vildi jeg láta nefndina vita. Hitt
annað, sem er ónákvæmt í áiuinnztri grein
hennar, get jeg ætíð leiðrjett við tírna og
tækifæri. Reykjavík 22. júlí 1884.
Thora Melsted.