Ísafold - 27.08.1884, Blaðsíða 3
135
norðurenda fjallanna eða um skörð norðan
í þeim, og síðan framhjá Fremrinámum
sunnan undir Bláfjalli í Suðurárbotna, og
þaðan í Kiðagil. þessi vegur er nú alvég
gleymdur og ókunnur byggðamönnum. Sama
veg fór Sámur á Leikskálum, er hann sótti
vígsmálið á héndur Hrafnkeli Freysgoða; er
sagt að hann hafi verið nótt á Möðrudal,
riðið síðan yfir Herðubreiðartungu (Herðu-
breiðarlindir) og svo fyrir ofan Bláfjöll, það-
an í Króksdal og svo suður á Sand. Syðri
hluti Ódáðahrauns hefir fyrrum verið annað-
hvort lítt kunnur eða með öllu ókunnur, og
hinn fyrsti, er fór milli hrauns og jökuls, var
Pétur sonur Brynjólfs læknis Péturssonar;
hann fór 1794 frá Brú á Jökuldal upp í
þorláksmýrar, síðan vestur yfir Kverká,
Kreppu og Jökulsá á Fjöllum fyrir norðan
Skjaldbreið eða Trölladyngju og í Kiðagil.
Leið svo langur tími, að ekkert varð gjört
til að kanna hraunið. Margar munnmæla-
sögur gengu um útilegumannabyggðir, tröll
og forynjur í hrauninu, og var trú þessi svo
föst, að enginn þorði móti að mæla. Um
1830 tóku sig saman 5 menn frá Mývatni
að grenslast eptir útilegumannabyggðum,
og rannsaka Dyngjufjöll; þar þóttust menn
opt hafa séð reyki, og héldu að þar væri að-
alstöðvar útilegumannanna. Einn þeirra
sem voru í ferð þessari, Jnnas bóndi Jónsson
á Grænavatni, sem nú er rúmlega áttræður
og blindur, hefir sagt mér frá ferðinni. þeir
voru allir vopnaðir og vel útbúnir, höfðu
byssur og sumir sverð. Lágu þeir fyrstu
nóttina í Suðurárbotnum og riðu svo suður
og vestur fyrir Dyngjufjöll ytír ranaua, sem
vestur úr þeim ganga, síðan austur með, og
skiptu sér nálægt suðaustur-horni fjall-
anna, fóru tveir suður á Vaðöldu og svo nið-
ur með Jökulsá, en þrír yfir Dyngjufjöll
ytri, og brennisteinsveginn gamla niður í
byggð; einskis urðu þeir áskynja, sem von
var. Um ferðina var kveðið :
Mývatns horsku hetjurnar,
herja fóru í Dyngjufjöll;
sverð og byssu sérhver bar,
að sœkja fé og vinna tröll.
Árið 1838 fór Bjiirn Gunnlögsson hina
fyrstu rann8Óknaferð sína um Ódáðahraun,
hreppti verstu illviðri, komst í Trölladyngju
og þaðan í Óskju, og klöngraðist með mestu
lífshættu niður í Herðubreiðarlindir. Arið
eptir, 1839, fór Björn Gunnlögsson aðra
ferð, fann Vonarskarð og fór það næstur
eptir Gnúpa-Bárð, og síðan í bezta veðri
austur með jökli að Brú á Jökuldal; með
honmn var Sigurður Gunnarsson, sem árið
eptir fylgdi Schythe náttúrufræðingi sama
veg. Um þá ferð hefir töluvert verið ritað.
þeir fengu hina verstu ferð, kafaldshríðir og
frost, misstu tíesta hestana, og lá við sjálft,
að þeir sjálfir týndu lífi. Leið nú enu
langur tími, að ekkert var gert til að rann-
saka þessar óbyggðir; þó fóru tveir menu
úr Mývatnssveit, Jón Hinriksson á Helluvaði
og Jóuas sá, er fyrr var getið, 1853 suður
fyrir Dyngjufjöll. Bptir gosin miklu 1875
fór Watts vatnajökulfari í Dyngjufjöll og
Trölladyngju, og í febrúar 1876 fór Jón
porkelsson í Víðirkeri (nú á Halldórsstöðum)
gangandi upp í Öskju. Sumarið eptir kom
prófessor Johnstrup þangað og síðan hafa
komið þangað 2 eða 3 Englendingar. Sú
hin mesta ferð, er farin hefir verið f Ódáða-
hraun á seinni árum, var ferð Mývetninga og
Bárðdælinga sumarið 1880 kring um Ódáða-
hraun. Hefir henni verið lýst í Norðlingi.
þrátt fyrir þessar ferðir má svo heita, að
hraunið sje þvínær ókunnugt.oghvergi hafa
þar verið gjörðar mælingar eða vísindalegar
rannsóknir nema í Öskju. Mörg eru þar
fjöll og fjallgarðar, sem enginn maður hefir
nokkurntíma um farið, og Uppdráttur ís-
lands er á þessu sviði mjög skakkur, eins
og geta má nærri.
Af því nú Ódáðahraun er svo lítt kunn-
ugt og af því þar eru einar hinar stórkost-
legustu eldstöðvar hjer á landi, þótti mjer
mjög æskilegt að skoða það nokkuð ná-
kvæmar en áður hafði verið gjört, og mæla
það sem hægt væri. Leizt mjer hentast
að skoða kafla og kafla af þessum óbyggð-
um í senn, hafa aðsetur í hinum fáu gras-
högum, sem nálægt hrauninu eru, og fara
þaðan ferðir inn í það á alla vegu. Lang-
ferðir yfir hraunið í einu þvert og endilangt
eru bæði hættulegar og kostnaðarsamar, og
verða að litlum notum, þegar menn ef til
vill verða að flýta sér vegna illviðra til að
bjarga lífi og heilsu; en sjeu menn um kyrrt
á vissum stöðum tíma og tíma er hægra að
sitja af sér illviðri, og skoða eptir föngum,
einkum þegar áhöld öll og útbúnaður er
mjög fátæklegt, sökum fjárskorts.
Jeg byrjaði rannsóknir mínar á því að
skoða Mývatnssveit; er Uppdráttur Islands
þar víða eigi nákvæmur, en þó hefir Björn
Gunnlögsson fast ákveðið ýmsa tinda, er
jeg svo mældi frá; gekk jeg upp á ýmsa háa
fjallatinda nálægt byggðum, svo sem Vind-
belgjarjjall, Hlíðarfjall, Sellcndafjall, Blá-
fjall og fleiri, mældi jeg þaðan til fjalla í
óbyggðum og fór svo upp í Fremrinámur
o. s. frv. Er því var lokið, fór jeg frá Reykja-
hlíð upp í Herðubreiðarlindir og settist þar
að til þess að skoða austurhluta hraunsins,
síðar ætla jeg mjer að skoða vesturhlutann
frá afrjettum Bárðdælinga suður og austur
af Kiðagili.—
Nú sem stendur er jegnokkurs konar úti-
legumaðnr hér í lindunum, tvær dagleiðir
frá mannabyggðum, hér um bil 1500 fet yfir
sj.ivarinál, og hefi ásamt fylgdarmanni mín-
um Ögmundi Sigurðssyni dvalizt hjer í 10
daga. Nokkru fyrir norðan Herðubreið
koma upp margar smáar lindir undan hraun-
um, safnast þær saman og verða að allmik-
illi á, sem heitir Linda-á, og fellur hún út
í Jökulsá rjett fyrir sunnan Ferjufjall, sem
áður er um getið; fram með lindunum við
ána, við smátjarnir og síki eru ágætir hag-
ar, eptir því, sem um er að gera í óbyggðum.
Sléttar eyrar mjög víðáttumiklar (3 til 4
mílur) eru hjer fram með Jökulsá, og norð-
ur af þeim taka við Mývatnsöræti norður
úr. þetta er hið víðáttumesta sléttlendi hér
á landi, því á undirlendunum eru vanalega
mishæðir, hólar og dældir, en hér er slétt-
an alveg marflöt og norður á við takmarka-
laus eins og hafið; á báða vegu eru fjall-
garðar í fjarska: Möðrudalsfjallgarður að
austan og Dyngjufjöll ytri að vestau, í suðri
er Vatnajökull og blasa kverkfjöll hér við,
rétt hjá er Herðuhreið, eitthvert hið feg-
ursta og tignarlegasta fjall á Islandi, en í
suðaustur mænir Snæfell upp yfir hálsa og
hæðir. Hér má heita prýðisfagurt, og
hvergi hefi jeg séð jafnfögur kvöld og hjer.
Tjaldið stendur við dálitla tjörn og það-
an förum við vestur á bóginu til skoðunar,
einkum um Dyngjufjöll hin nyrðri sem eru
alveg ókunn, og enginn maður hefir í kom-
ið. Vegalengdir eru hjer svo iniklarog veg-
ir svo slæmir, að sjaldan eudist dagurinn
til hverrar ferðar og verður því að bæta
nóttinni við. (Meira).
AUGLÝSINGAR
tsamieldu máli in. smálelri kosla 2 a. (þakkaráv. 3a.) hvert orð 15 slaia ireast
ui. béru lelri e!a setnmg 1 kr. ijrlr jiiMlimg dálks-lengdar. Borjun ál i nbnd.
t Iljer tneð gjöri jeg undirskrifuð cettingj-
um, vandamönnum og vinum á Íslandi kunn-
ugt, að minn elskaði maður, kaupmaður
Hans Peter Duus, andaðist hinn 2ú. þ. m.
Kaupmannahöfn 30. júli 1884.
Christiane Duus.
Jafnfraint og jeg hjer með votta hinum
mörgu skiptavinum manns mins sáluga beztu
þakkir fyrir það traust og þá velvild, er þeir
hafa honum í tje Látið það langa timabil, sem
liann hafði aðsetur í Keflavík, læt jeg ekki
hjá líða að gera þeim kunnugt, að það er
áform mitt að halda verzluninni áfram ept-
irleiðis í sama ■ horfi og að undanförnu, rneð
forstöðu bróður míns, faktors O. A. Olav-
sens, og viLjum við af fremsta megni leitast
við að varðveita það traust, cr hinn sálaði
varð aðnjótandi.
Kaupmannahöfn 30. júli 1881.
Christiane Duus.